Þjóðviljinn - 03.03.1961, Page 7

Þjóðviljinn - 03.03.1961, Page 7
®) — ÞJÓÐVILJINN ^ríIESKfdÖgíft' 3_ inarz 1061 ihuiíia þiðaviuiNN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson íáb;),' Magnús Torfi Ólafsson, Sie- urður Ouðmundsson. ’ _ Fréttaritstjórar- ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsíngastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Siml 17-500 (5 línur). - Askriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. Prentsm*5ja Þjóðviljans. Dýr „stórsigur” Svo til eina hálmstrá stjórnarblaðanna til stuðnings kenningunni um „stórsigur“ Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins í landhelgismálinu eru ummæli brezkra togaraeigenda og blaða um að Bretar hafi ekki fengið nóg. Eins og til að verða ekki minna en Morg- unblaðið flutti Alþýðublaðið í gær stórsigurkenninguna með stærsta letri á forsíðu, og heimildin er gamall land- helgisbrjótur og auðburgeis úti í Bretlandi. Það er þó staðreynd í málinu sem ekki verður vefengd að brezk- ir togaraeigendur, trylltustu æsingamennirnir gegn ís- lenzka málstaðnum, hafa lagt samþykki sitt við samn- inginn sem stjórnarblöðin kalla stórsigur íslendinga. Hitt þarf engan að undra, að þeir sem undanfarna ára- tugi hafa skákað í skjóli hins brezka arðránsríkis og skafið íslandsmið allt upp að þriggja mílna landhelgi, hefðu kosið að íslenzk stjórnarvöld hefðu lotið enn lægra, svikið málstað íslands í landhelgismálinu á enn hrottalegri og svívirðilegri hátt en nú varð, hefðu bein- línis samþykkt hina gömlu arðránskröfu og ofbeldis- afstöðu Bretlands að Bretar eigi hafið umhverfis ísland. Moldviðri brezka togaraútvegsins er og ekki sízt ætlað til innanlandsnotkunar, með því að látast sem óánægð- astir hyggjast brezkir togaraeigendur hafa betri stoð við hinar sífellt háværari kröfur sínar um margháttað- an opinberan stuðning við atvinnurekstur sinn. Og þeir eiga áreiðanlega eftir að brosa í kampinn er þeir fá að vita að ummæli aðalóvina íslenzks málstaðar í landhelgismálinu hafi verið notuð af íslenzkri ríkis- stjórn sem þungvæg sönnun þess að málstaður íslands hafi unnið stórsigur. Tírezka arðránsríkið og nýlenduveldið hefur í aldir fylgt þeirri stefnu að taka þau gögn og gæði af svonefndum nýlenduþjóðum og minnimáttar þjóðum sem auðburgeisar landsins hafa talið sér henta. Væri einhver fyrirstaða á var brezki flotinn sendur af stað. En svo er nú komið veldi þessa arðránsríkis og ástand- inu í alþjóðamálum að brezka flotanum er tæpast treyst lengur til slíkra kúgunarherferða. Ein hin síðasta mun verða innrás brezka flotans á íslandsmið til að „vernda“ togara við landhelgisþjófnað. Sókn íslands í landhelgis- málinu hefur verið því að eins möguleg að arðráns- og nýlénduveldi Evrópu, sem skriðið hafa saman í Atl- anzhafsbandalaginu, hafa ekki treyst sér eins til að beita smáríki kúgun og áður vegna gerbreyttra að- stæðna í heiminum. Og einmitt í landhelgismálunum hefur ein þjóð eftir aðra boðið þessum aðrráns- og kúg- unarríkjum Evrópu byrginn og stækkað landhelgi sína, með einhliöa ákvörðun, og halda fast við þann rétt sinn. Þessi stefna hefur verið yfirlýst og lögfest stefna íslands frá 1948 að landgrunnslögin voru sett. Það er því von að Bjarni Benediktsson, Guðmundur í. Guð- mundsson og kumpánar, sem nú ætla að^emja þennan rétt af íslendingum, rétt sem allar þjóðir telja sig hafa, þurfi að öskra að íslenzka þjóðin hafi unnið „stórsigur1. Ekki er kunnugt um neina aðra þjóð í heiminum sem hafi afsalað sér og samið af sér þann rétt að stækka einhliða landhelgina við strendur landsins. En sá glæp- samlegi verknaður felst í samningnum sem Sjálfstæð- isflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hyggjast nú gera við hina brezku vini sína en óvini íslenzks málstaðar, og leggja við nafn íslenzka ríkisins. C|tjórnmálamönnum sem þannig misnota völd sín og knappan þingmeirihluta til að semja af þjóð sinni rétt mun aldrei fyrirgefið, því þeir vita hvað þeir eru að gera. Baráttan gegn svikurunum í landhelgismálinu mun halda óslitið áfram þar til þjóðin hefur veitt þeim makleg málagjöld og refsað flokkum þeirra með fylgis- hruni. „Stórsigur“ þeirra og landráðasamningur verður þeim dýr, íhaldinu og litla íhaldinu, um það er lýk- ur. — s. Föstudagnr 3. majíz 3061 ~ ÞJÓÐWLJINN {? .'<*• m BJÖRN BJARNASON: CJetum við treyst v@rniidi nú Á fyrstu árum verkalýðs- hreyfingarinnar reyndi atvinnu- rekendavaldið að knésetja hana með því að ofsækja helztu for- ystumenn hennar, bola þeim frá vinnu og ófrægja þá á allan hátt. Þessi bardagaaðferð at- vinnurekenda náði þó ekki til- gangi sínum því verkalýðsfélög- in héldu áfram að þroskast og eflast og urðu þess umkomin að bæta verulega hag félagsmanna sinna. Atvinnurekendavaldið breytti þá um bardagaaðferð, í stað beinna ofsókna tók það að efla erindreka sína til áhrifa í félög- unum, koma þeim í trúnaðar- stöður innan félaganna í þeim tilgangi að slæva baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Síðari aðferðin gafst sínu bet- ur en hin fyrri. 1 krafti pen- inganna og áróðurstækja sinna hefur atvinnurekendum tekizt að sölsa undir sig stjórnir margra verkalýðsfélaga og Bjöm Bjarnason beita þeim síðan til þjónkunar við sig. Fáar af þessum leppstjórnum atvinnurekenda munu þó vera öllu lítilsigldari en stjórn Iðju, og þó einkum formaður hennar Guðjón Sigurðsson sem á síð- asta AJþýðusambandsþingi barðist gegn tillögmn sam- bandsstjómar um kjarabætur, þeim tillögum, sem nú eru uppi- staða í kröfum allra félaga í landinu og líka ltröfum Iðju. Það var þessi sami Guðjón, sem hindraði dreifingu f jársöfn- unarlista til styrktar verkfalls- mönnum 1 Vestmannaeyjum, þangað til hann hafði fengið hirtingu í Þjóðviljanum og hon- um varð ljóst að í þetta sinn mundi hann hafa gengið heldur langt í þjónkun sinni við sjón- armið atvinnurekenda. Síðan reyndi hann að afsanna þetta framferði sitt með því að starfsmaður félagsins hefði ekki komizt yfir að dreifa listunum, vegna anna við undirbúning kosninganna. En hann þagði yfir því að einmitt þessa dag- ana, sem söfnunarlistarnir lágu í skrifstofu Iðju voru tveir aukastarfsmenn á vegum fé- lagsins að ganga í verksmiðj- urnar til þess að taka inn nýja félaga, og má geta nærri hvort þeir hefðu ekki getað útbýtt söfnunarlistunum jafnhliða, ef vilji hefði verið til. Eins og áður er sagt barðist Guðjón, á Alþýðusambands- þingi, gegn kjarabótakröfunum, en leggur stuttu síðar fram í Iðju kröfur, sem í sumum til- fellum ganga lengra en þær er sambandsþing samþykkti. Hverju sætir þetta, hefur hann tekið sinnaskiptiun? Nei, því er víst varla að heilsa. Skýringin er sú að nú standa stjórnar- kosningar fyrir dyrum og Guð- jóni er það ljóst að sú stjórn sem ekki hefði borið fram, þó ekki væru annað en sýndarkröf- ur, mundi eiga litlu kjörfylgi að fagna. En alvöruna, sem að baki þeim liggur má nokkuð marka á því að Morgunblaðið, málgagn Guðjóns, sem oft hefur gert sér tíðrætt um málefni Iðju, liefur enn ekki minnzt einu orði á kröfur félagsins til kjarabóta, hvað þá að það hafi hælt Guð- jóni fyrir skelegga baráttu fyrir hagsmunum iðnverkafólks. Af því sem sagt hefur verið hér að framan og ýmsu öðru sem hér verður ekki frá greint, er ljóst að iðnverkafólkið getur ekki treyst núverandi félags- stjórn til að fara með samn- inga, en kjaramálum iðnverka- fólks er nú þannig komið að knýjandi nauðsyn er á veruleg- um bótum. Sá einn kostur er því fyrir hendi að skipta um stjórn í félaginu, kjósa stjórn sem ekki hefur annarlegra muna að gæta, stjórn sem vinn- ur af alúð að hagsmunamálum iðnverkafólksins og ber kröfur þess um kjarabætur fram til sigurs. Á lista vinstri manna við í hönd farandi stjórnarkosningar er eingöngu fólk, sem í fullri al- vöru mun berjast fyrir bættum kjörum, og í formanns og vara- formanns sæti eru konur, sem af eigin raun þekkja hin smán- arlegu kjör kvenna í Iðju og munu beita sér af alefli fyrir bótum á þeim. Iðjufélagar, sameinizt um lista vinstri manna, það er ör- uggasta leiðin- til kjarabóta. (Úr Iðjublaðinu). "iSi ,M W, t&m iiiJ GlSLI SVANBERGSSON: Þess vegna styð ég A-Iistann Eg efast ekki um, að hver einasti Iðjufélagi sé farinn að finna sultarólina skerast að sér. Viðreisn stjórn- arherranna og || auðkýfinganna, er ekl? i annað V en grímulaust tilræði við hinn almenna laun- þega. Vegna ,viðreisnarinnar‘ hefur dýrtíð aukizt dag frá degi og þar af leiðandi eru mótaðgerðir fylli- lega tímabærar. Sendlar íhaldsins ganga nú um og prédika fyrir fólki að örlítið geislabrot frá náðarsól ,,Ólafíu“ muni ef til vill ná að skína á það, ef það láti ekki kommúnista og aðra vonda menn fleka sig til „pólitískra verkfalla.“ Nú langar mig að spyrja Guðjón Sigurðsson formann Iðju þessarar spurningar: Hvernig hugsar þú þér að koma fram þeim kröfum, sem þú hefur gert á hendur atvinnu- rekendum? Mig grunar að það muni standa í Iðjuformanninum að svara þessu. Er það ekki líka merkilegt, að stjórnmálabiblía Guðjóns, Morgunblaðið, hefur ekki ennþá fengizt til að birta þessar kröfur, svo ekki getur hann vænzt stuðnings við kröfu- gerð sína, úr þeirri átt. Er þessi kröfugerð Guðjóns ef til vill aðeins kokhreysti með tilliti til kosninganna? Verkfall er að mínu viti æv- inlega neyðarúrræði, sem grípa verður til þegar allt annað er fullreynt og þegar meirihluti félagsmanna sjálfra er því fylgj- andi. Líka má benda á það, að hver einasta kjarabót og rétt- indamál íslenzks verkalýðs, hef- ur verið knúin fram með verk- falli. Menn ættu að leiða hug- ann að því, hvemig hér væri umhorfs í dag, ef aldrei hefðu verið háð verkföll á liðnum ára- tugum. Mikið mega atvinnurekendur hafa þroskazt, ef þeir eru nú allt í einu til viðtals, án þess þeim sé sýndur hnefinn. Vilji allra launþega er að .starfa í friði, en þegar svo frek- lega er gengið á rétt minn og stéttarbræðra minna, eins og gert hefur verið með gengis- lækkun og kaupráni íhalds og krata, þá gildir það eitt að vera maður. Sýna atvinnurekendum að það eru ekki svínbognir þrælar, sem þeir eiga við að etja, heldur stéttvísir verka- menn, sem hafa fulla einurð til að sækja rétt sinn í hendur þeirra. Eg treysti ekki íhaldsscndlin- um Guðjóni Sigurðssyni, til að lialda sómasamlega á málum okkar Iðjufólks. Þessvegna kýs ég og styð A-listann í Iðju. (Úr Iðjublaðinu). ■ H ■ H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H a H H H H H H H H H H H H ÖLAFUR THORS: Það er stórsigur fyrir íslentlinga að hle,>i»a Bretum inn í land- Iielgina og falla frá réttinum til land- grunnsins alls. Árni Águstsson: Fram að þessu hafa íslend- inga.r staðið fast á því, að rétt- ur þeirra til landgrunnsins um- hverfis ísland væri ótvíræður og samningar við aðrar þjóðir um landhelgi íslands gætu því ekki komið tl greina. Um þennan rétt hafa íslendingar staðið í órofaíylkingu. En nú hefur ríkisstjórnin fallið frá þessum rétti og sam- ið um hann við Breta, að und- angengnu fordæmanlegu hern- aðarofbeldi þeirra í íslenzkri landhelgi. ' Hér er um stórkostleg lands- svik að ræða. Hér er ekki um góða eða vonda samninga við Breta að ræða, hvað snertir tímabundn- ar veiðar þeirra innan 12 míjna markanna. Hér er aðeins um það að ræða að með því að semja við Breta um okkar eigin landsrétt- indi erum vér að falla frá rétti vorum til frjálsra athafna í innanlandsmáli. Samkvæmt samningnum eiga fslendingar að tilkynna Bretum með sex mánaða fyrirvara, ef þeir hyggi á frekari útfærslu íisk- veiðilögsögunnar. Og mótmæli Bretar slíkri fyrirætlun íslend- inga, þá skal málinu skotið til alþjóðadómstóls. Hér er því með samningi við þá einu þjóð, sem reynt hef- ur að hrekja rétt vom með ofbeldi, fallið frá rétti íslend- inga í landhelgismáiinu, rétti sem ö]l þjóðin hefur varið og HHHHHHHHHKHHHHHHHHHHHHHHHHH13HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHBHHHHH&HHHHHHHHHHHHHH(HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH Fyrir hálfum mánuði vísaði bæjarstjórnaríhaldið endar.lega frá tillögu bæjarfulltrúa Al- þýðubandalagsins um tbygg- ingu vistheimilis fyrir 10—15' börn, sem ekki eiga þess kost a'ð alast upp á einkaheimilum, og naut fullting's fulltrúa Al- þýðuflokksins við atkvæða- greiðsluna. Áður hefur verið gerð grein fyrir tillögunni og aðdraganda hennar hér í blaðinu, en að dómi meiri hluta barnavemd- aroefndar og íhaldsins var hún óþörf. Ekki þurfti baraavernd- arnefnd nota mörg orð til þess Vistheimili dagheimili ið. að 11 bæjar- fulltrúar létu sannfærast um þarfleysi tillögunnar. Allt og sumt sem nefndin sagði um 'hús- sem nu gegnir hlutverki eiga að skilja þannig, að bær- var glöggt á honum að skilja, vistheimilis var þetta. I inn eigi ekki að „sóa“ fé í að ekki þyrfti bæjarfélag með Reykjahlíð komast fyrir að byggingu heimilis fyrir börnim, 70 þús íbúa, sem tekur að sér minnsta kosti 15 börn, svo að sem ekki eiga einkaheimili, að aia upp fáein börn, að bygging nýs heimilis er ekki meðan ríkið vanrækti að skammast sín fyrir sitt heim- aðkallandi. I umsögn nefndar- byggja vistheimili fyrir ung- ili frekar en fátæku foreldr- innar er ekkert um þáð sagt lingstelpur á glapstigum. arnir. Víst er um það, að hvort húsið geti talizt hæft En bæjarfulltrúar fengu margir foreldrar verða að láta til að reka þar barnaheimili. fleira að heyra áður en geng- börr.um sínum nægja lélegri Aðeins þetta: Það má koma ið var til atkvæða á fundinum. húsakost og fátæklegri aðbún- þarna inn að minnsta kosti 15 I tillögu bæjarfulltrúa Alþýðu- að en þeir hefðu kosið, en börnum. Aðrar kröfur virðist bandalagsins var einnig gert þeirra börn eiga foreldra og að ékki þurfa að gera til þess ráð fyrir nokkrum bráðabirgða- alast upp hjá þeim. Það ger- liúss, sem á að vera heimili úr.bótum í Reykjahlíð. Ekki ir gæfumuninn. Hver hefur munaðarlausra barna. Nefndin var framkvæmdaleysi ríkis- ekki ótal sinnum heyrt setn- bætir því við til frekari árétt- valdsins teflt fram gegn þeim inguna: Engin stofnun hversu irigar að þörfin á byggingu tillögum, en það var farið í gcð sem liún er, getur komið hælis f.yrir ungar stúlkur, sem annan samjöfnuð. Björgvin í stað foreldra Eg efast ekki lent hafa á glapstigum sé mun Frederiksen lýsti þv'i yfir HHHHBKIHHHHHHHHHHHHHHHHHBKHHHHHHHHHHHHB dóm. Eigi barn ekki kost á En það var ekki einungis að alast upp hjá foreldrum starfandi vistheimilanefnd árið eða fóstunforeldrum verður sú 1957, he’dur einnig dagheimila- stofnun, sem tekur að sér nefnd skipuð sama fólki, þieim uppeldi þess að vera e:ns góð Símoni Jóh. Ágústssyni,’ Auði og nokkur kostur er, og bún- Auðuns, Magnúsi Sigurðssyni að hennar allan á að sjáif- og Vailborgu Sigurðaixlót tur. Sú sögðu að miða við heun’li nefnd kynnti sér þörfina á dag- þeirra foreldra, sem geta veitt vöggustofum cg dagheimilum bömum sínum þann aðbúr.að með því að ræða við fram- sem beztur er talinn, en ekki kvæmdastjóra Sumargjafar og hinna, sem fátæktin sn'iður forslöðukonur dag'lieimilanna. þröngan stakk. , Niðurstaða nefndarinnar varð, Tillagan um vistheimili fyrir ad ky&8Ja Þyrlú 8 ný dagheim- munaðarlaus börn hafði áður 2 dagvöggustofur. Fjór- komið fram sem hin fyrsta af um urum síðar er framkvæmd- fimm tillögum frá vistheimila- um elcld lengra komið en það, nefnd árið 1957. Engin af þeim ad úyggt hefur verið eitt dag- tillögum hefur verið fram- heimili, en annað gamalt var kvæmd, en um leið og tillagan 1afnframt lagt niður. Með um að hefja framkvæmdir á sama framkvæmdahraða tekur fyrsiu tillögu þeirrar nefndar Það 40 ár að byggja samkvæmt var felld var samþykkt að láta tillö??um þessum og þá verða aftur gera tillögur um barna- 8°mlu húsin í SteinahSíð og i um að þetta sé skoðun hinna brýnni „en það er raunar verk- umræðunum, að sér hefði ekki 11 bæjarfulltrúa sem felldu efni, sem lögum samkvæmt virzt húsbúnaður í Reykjahlíð vistheimilistillöguna, eni þeim heimiili! Þannig „leysir" íhaldið úesturborg væntanlega orðin snýr að ríkisvaldinu,“ segir verri en það sem gerðist hjá hefur algerlega láðst að draga vanda þeirra barna sem þurfa söda lifdaga, þannig að þörf- nefndin orðrett. Þetta virðist barnmörgu efnalitlu fólki, og af henni hinn eina rétta lær- að dvelja á vistheimilum. Framh. á io síðu BJARNI BENEBIKTSSON: Þú skalt Ixafa hljctt um stórsigur þinn og bera þig illa, þar til Alþingi er búið að afhenda þér und- anþágnrnar og réttinn yfir landgrunninu. varðveitt sem fjöregg sitt er hún aldrei mætti fella úr hendi sér. Nú hefur ríkisstjómin afsal- þessu fjöreggi þjóðarinnar og afhent það Bretum eins og umbun fyrir oíbeldi þeirra við íslendinga. Munu ekki aðrar þjóðir, sem. sættu sig vi3 útfærslu íslenzkr- ar íiskveiðilögsögu, sjá eftir þvi nu. að hafa sýnt íslendingum bá kurteisi að halda sér utan 12 mílna markanna, þegar þær síá, hvernig ísjenzka ríkis- stjórnin launar ofbeldi Breta og gefur þeim með samningum annan og meiri rétt en öðrum þjóðum. íslendingar hafa alltaf litið svo á, að réttur þeirra til landgrunns íslands væri óvé- fengjanlegur og aldrei kæmi tií mála að semja um þann rétt við aðrar þjóðir. Þessi landsvik ríkisstjórnar- innar verða enn stórkostlegri í ijósi þeirra staðreynda, að Bretar voru þegar gersigraðir í þessu máli og höfðu bakað sér álitstjón í augum heimsinu fyrir ofbeldi sitt við ísland. Áhugi Breta snerist því fyrstí og fremst um það, upp á síð- kastið, að ná einhverjum samn- ingurn við íslendinga til þesa að forða endanlegum ósigri sin- um. Samningur ríkisstjórnarinnar við Breta, sýnir líka mikið und- anhald. þeirra frá fyrri fisk- veiðikröfum við ísland og vitn- ar ljóslega um það, hve af- staða þeirra í þessu máli var orðin veik og vonlaus gagn- vart íslandi og íslendingum. fslendingar deila ekki umi vondan eða góðan samninj? hvað snertir undanþágur til Breta að veiða innan 12 mílna markanna einhvern tilskilina tíma, þótt slíkt sé oss til lít- illar fremdar. Þeir mótmælaí fyrst og fremst þeim landssvik- um, sem framin eru með því að semja við sigrað ofbeldisríkl um landsréttindi og fyrir a<3 varpa rétti fslands til frjálsrar siálfsákvörðunar um innlenfl stórmál undir áhrif og mat ev- lendra aðila. Árni Ágústsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.