Þjóðviljinn - 15.03.1961, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.03.1961, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 15. marz 1961 — HÓÐVfiLJIXN — (II Útvarpið J dagf er miðvikudag;ur 15. marz. Tungl í hásuðri kl. 11.33. Árdej;- ■ .i isháflæði kl. ; 4;18. Síðdégisliá- dlæði klulikan 16.40. Næturvarzla vikuna 12. til 18. ma,rz er í Lyfjabúðinni Iðunni. Slysavarðstofan er opin ailan sól- arhringinn. — Læknavörður L.R er á sama stað kl. 18 til 8, sími 1-50-30 ÚTVARPIÐ I DAG: ■fi , Brúarfoss kom til R- . , v:íkur 11. marz fjrá, Íí. Y. Bettifoss fór frá Rvík 6;‘ 'm'arz til! N. Y. Fjallfóss fór frá N.Y. 13. marz til Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Hamborg í gær til Helsingborg, K.a,upmannahafn- ar, Helsingfors, Ventspils og Gdynia. Gullfoss kom til Reykja- víkur 12. þ.m. frá Kaupmanna- höfn, Leith og Thorshavn. Lagar- foss fór frá Akranesi 12. þ.m. til Hamborgar, Cukhaven, Antwerpen og Gautahorgar. Reykjafoss fór frá Vestmannaeyjum í gærkvöld til Eskifjarðar, Nofðfjarðar, Ak- ureyrar, Siglufjarðar og Vest- fjarða. Selfoss fer fiá Hull 14. þ.m. til Reykjawíkur. Tröllafoss fór frá Reykjavík 1. þ.m. til N.Y. Tungufoss fór frá Dýrafirði í gær til Sauðárkróks og Ólafsfjarðar. 12.50 Við vinnuna: Tónleikar. 18.00 Útvarpssaga barnanna: Skemmti- legur dagur. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Préttir. 20.00 Fnamhaldsleik- rit: Úr sögu Forsyteættarinnar. Fimmti kafli þriðju bókar: Til; leigu. Þýðandi Andrés Björnsson.! Leikstjóri Indriði Waage. Leikend-j ur: Valur Gislason, Þorsteinn Ö. | Stephensen, Helgi íSkúlason, Mar-! grét Gliðmundsdóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Jón Aðils, Hild- ur Kalman, Rúrik Haraldsson, Baldvin Halldórsson og Helga Löve. 20.35 Einsöngur. Enski lenórsöngv.a.rinn Charles Craig eyngur óperuariur. 20.50 Vettvang- ur raunvfisindanna: örnólfur Thorlacius fil. kand. kynnir starf- eemi fiskideildar Atvinnudeiidar háskólans. 21.10 Tónleikar: Non- ettó eftir Aarre Merikanto — '(Finnskir hljóðfæraleikarar flytja. — Frá Sibeliusarvikunni í Hels- inki á liðnu ári). 21.30 Sag.a min, ævimipningar. Paderewkys; V. (Árni Gunnarsson fil. kand.). 22.20 Hæstaréttarmál (Hákon Guðmundsson). 22.40 Harmoniku- j þáttur í umsjá Henrys J. Ey’and , pg Högna Jónssonar; í þættinum i leikur Grettir Björnsson. 23.10 Dagskrárlok. Hvassafell er væntan- legt til Odda á morg- un, fer þaðan áleiðis til Akureyrar. Arnar- fell losar á Norður- iandshöfnum. Jökulfell fer vænt- anlega 17. þ.m. frá Rotterdam á- leiðis til Reyðarfjarðar. D'sarfell er á Hornafirði. Fer þaðan í dag áleiðis til Hull og Rotterdam. Litlafell er á leið til Reykjavíkur frá Þórshöfn. Helgafell er vænt- anlegt til Reykjavikur í kvö'd frá Sauðárkróki. Hamrafell fór 13. þ.m. frá Batumi áleiðis til Rvík- ur. p. Hekla er á Austfjörð- . um á suðurleið. Esja * er væntanleg til Rvik- ur úrdegis í dag að vestan úr hringferð. Hei-jólfur fer fi1á Reyltjavík kl. 21 í kvöld til Vestmannaeyja og Hornafjarðar. Þyrill er í Reykja- vík. Skjaldbreið, er væntanleg til Reykjavíkur í dag frá Breiða- fjarðarhöfnum. Herðubreið fór frá Reykjavík í gær vestur urn land í hringferö. Langjökull fór frá N. ' Ý.1 9. ■ marz'1 áleiðis- til 'iáhdsins. VátriajökuU’ er í Amsterdam. Leifur Eiríksson er væntan’egur frá N.Y. í dag klukkian 8.30. Fer til Stafang-íirs, Gautaborgar. Kaupmannahafnar og .Hamborgar klukkan 10.00. Hallgrímskirk ja: Föstumessa klukkan 8.30. Hafið passíusálmana með. Séra Jakob Jónsson. Dómkirkjan: Föstumessa klukkan 8.30. Séra Óskar J. Þorláksson. Laugarneskirkja: Föstumessa í kvöld klukkan 8.30. Séra Garðar H. Svavarsson. Borgf irðingaf élagið: he’dur kvöldvöku í Tjamarkáffi klukkan 8.30 n.k. fimmtudags- kvöld. Mörg skenimtiatriði þanoá meðal bingó með glæsilegum verð- launum. Félag frímerkjásafnara. Herbergi félagsins Amtmannsstig 2 II hæð. er opið félagsmönnum mánudaga og miðvikudaga kl. 20.00—22.00, og laugardaga kl. 16.00—18.00. — Upplýsingar og tilsögn um frí- merki og frímerkjasöfnun veittar almenningi ókeypis miðvikudaga kl. 20—22. Samtök hernámsandstæðinga. Skrifstofan Mjóstræti 3 er opin alla virka daga frá kl. 9—19.00 Mikil verkefni framundan. Sjálf- boðaliðar óskast. — Símar 2 36 47 og 2 47 01. BMfundur í kvöld kl. 9 í Tjarnargötu 20. Stundvísi. Fóstbræðre- kabaretfinn í Austurbæjarbíói annað kvöld, fimmtudag, kl. 7. Fjölbreyít skemhitiatriði. Aðgöngumiðasala 'í Austur- bæjarbíói frá kl. 2. Sími 1-13-84. Skemmtið ykkur hjá Fóstbræðrum. Aðeins þetta eina sinn. PóhscoJþ. Sími 2-33 33 Raoða Moskva Rússnesk ilmvötn Rússneskt postulín Rússnésk úr Rúss'neskar sápur. Allskonar peysur, brjóstalialdarar og slæður. Rauða Moskva ÁðaísiVæti 3. i ;d AjýáljB/t: aofeíioi . Framhald af 4. síðu. maður“, segir hagalínskrat- inn. „Þetta eru æfðir samn- ingamenn“. „Sér er nú hver helvítis æfingin", segir konan með hvassa nefið. „Þeir eru bún- ir að semja okkur upp úr skónum áður en við vitum af.“ Litla, granna konan situr við gluggann og horfir upp í landið. „Þú leggur litið til mál- anna, Halldóra mín“, segir hagalínskratinn. „Hvað segir þú um ríkisstjórnina”. Það kemur fát á konuna, en svo segir hún hægt og settlega: ..Hvað ætli ég sosum segi um þessa menn“. „Þeir geta ekki borið barn yfir læk án þess að drekkja því", segir konan með hvassa nefið. „Sér er nú hvert orðbragð- ið‘‘, segir hagalínskratinn stórhneykslaður. Og nú taka allir það ráð að halda sér saman. Vagninn brunar um Silfur- túnið og nálgast óðfluga mörk hins sunnlenzka fiski- bæjar. „Alltaf .Hður mér nú betur, þegar blessaður bærinn okkar kemur í 1 jós,“ segir nú haga- línskratinn. Og með þeirri heitu ætt- jarðarást brunum við inn 1 þennan fallega fiskibæ. Trúlofanir Afmœli Skugginn og tindurinn EFTIR RICHARD MASON 87. DAGUR Dcuglas hafði kiprað sig sam- an þegar vindhviðan kom, en þégar hann rétti úr sér, gat hann staðið uppréttur og stað- izt þrýstinginn. Hann sá að hiiðið hafði verið ólokað. Það skelltist til með miklum ofsa. Hann ætlaði að loka því, á ieiðinni kom hann auga á Siiv- íu. Tíún var á stígnum fyrir neð- an stóra húsið og leitað skjóls undir brekkúnni. Hún sá liann og kom nær. Hún var öll for- ug og fötin hennar riiin og tætt. Hún varð á undan hon- um að hliðinu. beið þar og hélt ■sé.r í hliðstólpann. Hann sá að hún hló ofsalega og hrópaði í sífellu, en hann heyrði ekkert fyrir óveðrinu. Þegar hann kom nær, varð honum ljóst að hún æpti aftur og aftur orðið sem hún hafði skrifað á vegginn í herbe'rginu hans. Hann nam staðar fyrir framan hana. Ilún hélt áfram að hrópa, en nú hló hún og grét í senn og tárin sem streymdu úr augum liennar íeyktust jafnóðum burt í storminum. Hann ætlaði að taka í handlegginn á ’henhi. til" að hjálpa henni upp í stóra hús- ið, en þegar hann kom við hana, rak hún upp öskur. Ilann sló hana utanundir, og hún varð hvumsa og þagnaði. Hún starði á hann. Síðan sagði hún: „Ég skal segja öllum hvað ég gerði. Það eyðileggur skólann gersamlega." „Hvað áttu við?“ „Ég er búin að vera með Jóa,“ sagði hún. ,,Það er* rétt á yður“. , Sextándi kafli Bókaherbergið minnti Dou- glas á loftvarnabyrgi á stríðs- árunum og sömuleiðis gat gnýrinn úti fyrir minnt á sam- felldan sprengjudyn. Slokknað haíði á rafljósunum og her- bergið var nú lýst með fjórum eða fimm olíulömpum sem stóðu á borðúnum. Börnin lágu á dýnum sínurh í röðitm ó gólf- inu, drébgifhír • ármars vegar og stúlkurnar hin's vegár. Duffieíd hafði skipulágt flutn- inginn úr svefnklefunum ö'g hann hafði gengið.vel og skipú- lega i'j'rir ‘sig. ' Duffiéld sat’ nú ’á stöl l xv 'j} ? ■ &*} ; > ,í-v. ' ' skámmt fra svörtú töflunm. Hann hafði þurrkað burt eitt hornið á töflu Morgans og skrifað í staðinn: ENGIN Ó- LÆTI. Hann hafði notað rauðu krítina sem Morgan hafði teiknað með r.auðu ógnarlín- urnar. Morgan sat í öðru horni og þóttist vera að lesa bók við bjarmann frá olíulampa. Hann var í illu skapi. Hann hafði lit- ið á óveðrið sem sitt yfirráða- svaéði, jafnvel eigin uppfinn- ingu, og hann hafði gert sér í hugarlund að þegar það skylli á, myndu allir snúa sér til hans sem leiðtoga. En nú hafði Duffield tekið forustuna og meira að segja eyðilag't kortið hans, og það var því ekki um annað að ræða en láta sem alls ekki væri neitt fárviðri. Hann lét sem hann heyrði ekki storminn geisa útifyrir. Þegar eitthvað feyktist í gluggahler- an'a og allir viðstaddir tóku viðbragð og spruttu skelfdir á fæ'tur, lyfti hann aðeins brún- um andartak, eins og hann skildi ekkert í þessum látum í fólkinu. Aðeins fá börn vöru alvar- lega hraedd. Meðal þeirra var Rósm.ary, scm várð meira að segja half ÍÖmuð af skeifiiigu'í smávegis úbrumpyeðri: Nú var hún náföl og sat eins og stirðn- uð á rúmdýnunni sinni. Hinum börnunum þótti næstum gam- an. Þau hafði hlakkað til fár- viðrisins og nú var það komið. og aðeins návist D’uffields kom í veg fyrir að galsi þei'rra og spenningur fengi útrás. Douglas sat við borðið sitt út við vegg og reykti sígarett- ur án afláts, meðan hann beið þess að Pawley lyki við að yfirheyra Jóa. Hann var bú- inn að bíða í hálftíma, — síðan Jói hafði komið neðan úr kofa sínurn með fjölskyldu sína bundna saman í kaðli. Pawley hafði krafizt þess að yfirheyra hann einn, — hann áleit sjálfan sig íærastan um að fá sannleikann fram. Til þessa hafði verið ógérningur að fá neinu mynd af því sem gerzt hafði. Frú Morgan hefði varla verið iær um áð binda um fingur,' hvað þá hejdur að annasl Silvíu. Hún hafði hresst sig á hverju glasinu af öðru állan daginn végna spádóms eiginmannsins; en þrátt fyrir það hafði fárviðr- ' ið gert hána hálfstúríaðá. af hræðslu. Nú var frú Pawl.oy íarin inn' ' til Silvíu. Henni ’gehgi varla miklu betúr. Doúglas’ vissi ekki hvort nokkúð áivarlegt hefði komið fyrir eða ekki. í fyrstu hafði harin efazt unl það, hann háíði húizt við því, áð. þau kæmust að raun um að þetta væri tómur uppspuni. þegar Silvía væri búin að jafna sig eftir móðursýkiskastið. En nú var Silvía ekki lengur móður- sjúk, heldur var hún frá sér aí ótta. Hún gat ekkert sagt nema það. að nú myndi hún eignast barn. Óttinn var ó- svikinn, hann skein úr augum hennar. Og svo minnt- ist Douglas þess að Jói hafði ekki verið í skúrnum. þegar hann hafði fyrst farið að leita að Silvíu. Hann hafði ekki verið uppi í stóra húsinu né hejdur við dælustöðina. og þaðl var ekki líkt Jóa að hvería þegar hann átti að vera að vinna. Og reyndar ekki líkt honum heldur að hvería inn í frumskóginn með smátelpum . . . Jói var. vel giftur. Hann var ekki nema hálfþrítugur en hann átti konu og sex eða sjö, börn og konan var raunveruleg eiginkona hans, sem var meira en hægt var að segja um svo- nefndar konur bændanna á eynni. Hann hafði gengið að eiga hana eftir þriðja eða fjórða barnið og þau voru gef- in saitian-af alvöru presti í al- vöru kirkju. Hann þreyttist aldrei á því að lýsa þeirri at- höfn. Douglas hafði alltaf kunnað vel við hann, og hann hefði hlegið" að hverjum þeim sém hefði géfið í skyn að Jói væri einn ’þeirrá 'sém elti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.