Þjóðviljinn - 16.04.1961, Síða 4

Þjóðviljinn - 16.04.1961, Síða 4
fc) _ ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 16. apríl 1961 Islenzkir stúdentar í Tveir íslenzkir stúdentar- sem stunda nám í Bretlandi tóku þátt í páskagöngu and- stæðinga kjarnorkuvígbúnað- • ar frá kjarnorkuvopiiastöðinni Aldermaston til London. Sumeráætlon Fí í innanlandsflugi hefst 1. maí fjögurra daga ganga og hefur verið farin þrjú ár í röð. Þátttakendum hefur fjölgað ár frá ári, og nú um páskana tók þátt í göngunni fólk af tugum þjóðerna auk Breta. Til dæmis voru 500 Þjóðverjar frá báðum þýzku ríkjunum; í sveit Norðurlanda- búa voru Svíar fjölmennastir, yfir 50 talsins, þarna voru Japanir, Indverjar og sveitir frá fjölda Afríkulanda. Göng- unni lauk með 150.000 manna útifundi á Trafalgar-torgi. Martina Arroyo Óslifin sigur- Samkvæmt sumaráætlun inn- anlándsflugs Flugfélags ís- lands, sem gengur í gildi 1. maj n.k. verður flogið *frá R- vík til Ákureyrar á hverjum degi og fiesta dagana þrisvar. Til Eyja verða tvær ferðir alla virka daga og ein á sunnudög- um. Til Isafjarðar verður flogið alla daga og alla virka. daga til Egilsstaða. Flogið verður til Hornaf jarðar 'á mið- viku-, föstu- og sunnudögum, 1il Kópaskers og Þórshafnar á mánu- og fimmludögum, til Sauðárkróks á briðjudögum og laugardögum, Húsavíkur á mið- vikudögum og laugardögum og Fagurhólsmýrar á fösiudögum og sunnudögum. Til KirkjU- bæjarkiausturs verður fiogið á föstudögum. Milli Veslmannaeyja og Hellu verða flugferðir á mið- vikudögum og milli Eyja og Skógasands á laugardögum. Frá Akureyri verður flogið til Þórshafnar og Kópaskers á mánudögum og fimmtudögum, til Egi'sstaða á þrið 'dögum og föstudögum og til Ilúsavikur á miðvikudögum og laugardög- um. Báru borða íslenzku þálltakendurnir í göngunni voru tve’r, stúdent- arnir Gisli Gunnarsson og Þor- steinn Þorsteinsson. Þeir höfðu gert sér borða og báru hann í göngunni. Áletrunin á borð- anum var: „Icelandic Youth Says No to American Bases“ (Islenzk æska hafnar banda- rískum herstöðvum). Gísli stundar sögunám við Edinborgarháskóla en Þorsteinn leggur stund á nýrri málin við háskólann í Leeds. Arinbjörn teflir fjöltefli á morg- un í Hdnarfirði Arinbjöfn Guðmundsson skákmeistari teflir fjöltefli á mánudagskvöld á vegum Tafl- félags Hafnarfjarðar. Fjölteflið hefst klukkan 8 í Alþýðuhús- inu í Hafnarfirði. Menn eru hvattir til þess að fjölmenna og hafa með sér töfl. gsnga á tónlist- arbrautinni Eins og" skýrt var frá hér í bladriu i gær, syngur hin kunna bandaríska sópransöngkona Martina Arroyo á söngskemmtun Tóntistarfélagsins fyrir styrktar- félaga í Austurbæjarbíói n.k. þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Sjmgur hún söngva eftir Stradella. Gluck, Hándel, Brahms, Richard Strauss, Rod- rigo og Obradors. Martina Arroyo er 25 ára gömul, fædd , New York þar sem hún hlaut menntun sína. Árið 1958 vann hún verðlaun Metrópólitan-óperunnar og skömmu síðar var hún fengin til að syngja aðalhlutverkið í óperunni ,,Morðið í dómkirkj- unni“ eftir Pizetti við frumflutn- ing óperunnar í Carnegie Hall. Hlaut hún einróma lof gagnrýn- enda fyrir söng sinn í þessu erfiða hlutverki og síðan hefur tónlistarferill hennar verið sam- felld sigurganga. Tónlistarfélagið hefur beðið blaðið að ieta þess að mistök í dag verður torfkirkgan að Árbœ vígð af biskupi : I dag verður torfkirkjan að Árbæ vígð til guðþjónustu- gerða fyrir íbúa Seláss, sem eiga nú kirkjusókn að Lága- fellssókn. Sigurbjörn Einarsson biskup framkvæmir vígsluna en vígsluvottar verða séra Jón Auðuns, séra Garðar Þorsteins- son, séi’a Sigurbjörn Á. Gísla- son og sóknarpresturinn séra Bjarni Sigurðsson. Einnig munu séra S'gurður Pálsson og séra Bragi Friðriksson aðstoða við vígsluna. Árbæjarkirkja var fyrst og fremst reist sem safnhús en hún er fimmta torfkirkjan frá fyrri tíð, sem varðveitzt hef- ur. Er hún byggð úr viðum Silfrastaðakirkju í Skagafirði, er var reist 1842 en breytt ‘í bæjarhús 1896. Árið 1950 var hætt að nota hana sem bæjar- hús en fyrir milligöngu þjóð- minjavarðar gaf Jóhann Lárus Jóhannesson bóndi á Silfra- stöðum Árbæjarsafni kirkjuna. Innan kórþils er kirkjan öll úr vi'ðum Silfrastaðakirkju en gólf, stafnar og spjaldþil úr gömlum húsum í Reykjavík eða úr nýjum viði. Skúli Helga- son safnvörður á Selfossi hefur séð um kirkjusmíðina, lileðslu, tré-, járn- og koparsmíði. Alt- arisbútiað hefur frú Unnur Ól- hafi átt sér stað við útsendingu aðgöngumiða til styrktarfélaga. Þeir sem venjulega fá miða að fyrri tónleikunum fengu nú senda miða að þeim síðari og öfugt. Biður Tónlistarfélagið meðlimi sína veivirðingar á mistökum þessum, en væntir þess jafnframt að miðarnir verði notaðir eins og þeir segja til um. afsdó'ttir gert en Sigrún Ragn- arsdóttir annazt skíringu lita og málun. Þjóðminjasafnið hef- ur léð ljósahjálm en orgelið er úr eigu Jónasar Helgasonar tónskálds. Altarisdúk, rikkilín og hökul liefur klrkjan lilotið' að gjöf. Kirkjan rúmar 80 manns í sæti fullsetin. Næstkomandi sunnudag verða fermd í kirkj- unni 10 börn. Ný verzSun — Teddybúðin ! í gær opnaði ný verzlun) Teddybúðin, að Aðalstræti 9 þar sem Teppi h.f. var áður til liúsa. Nafn hinnar nýju verzlunar er dregið aí vörumerki Barna- fatagerðarinnar s.f. en í verzl- uninni verða fyrst og fremst seldar framleiðsluvörur þess fyr- irtækis, þótt einnig verði þar að sjálfsögðu á boðstólum margs konar annar barna- og unglinga- fatnaður bæði innlendur og er- lendur. Barnafatagerðin, sem heíur að- setur að Hverfisgötu 32, var stofnuð árið 1957 og framleið- ir hún alls konar barna- og unglingafatnað og einnig á full- orðna. Hefur fyrirtækið einkum lagt áherzlu á framleiðslu vatt- eraðra nælongalla á börn. Eigendur og stoínendur Teddy- búðarinnar og Barnafatagerðarr innar eru Ásbjörn Björnsson og Þórhallur Arason og stýra þeir fyrirtækjunum sjálfir. Verzlun- arstjóri verður frú Soffía Jó- hannesdóttir. Verzlunin er hin smekklegasta að allri innrétt- ingu en Sveinn Kjarval arkitekt annaðist umsjón með henni. immiiiiiiimmiimmiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiimmiiiiimiimiiiiiiimimiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimmiiiiiiiiimmiiiiiii Frá Skákþingi Islands Sem kunnugt er voru ýr- slitin á nýafstöðnu Skákþingi íslands allmikið áfall fyrir meistarann frá fyrra, ári Frey- stein Þorbergsson, sem varð að láta sér nægja 4—6 sæti. Vafalaust er hér aðeins um öldudal að ræða, og má vænta þess að Freysteini skoli aftur upp á toppinn innan tíðar. Sem kunnugt er, er Frey- steinn yfirleitt rólegur skák- maður, sem er lagnastur að þreyta hæga stöðbaráttu, en er yfirleiil lítill ævintýra- rnaður í ská!k. Því meiri feng- ur er eð þeim skákum hans, þar sem þessu er öfugt farið. Svo er um skák þá sem hér fer á eftir og tefld var í 7. umferð á Skákþingi ís- lands. Unp úr rólegri stöðu, þar sem Freysteinn hafði þeg- ar vfirhönd’na, fórnar hann skvndilega tveimur peðum. skákin vakti mikla athvgli á- horfenda. Hitium unge and- stæðingi Freysteins fötuðust tökin. á skákinni og valdi ekki beztu vörn:na. Eftir nokkra leiki stóð því allt í Ijósum logum í herbúð- um hans. ■Hinsvegar fór Frevsteinn með þann leyndardóm með sér norður á Siglufjörð. hvernig ! hana ætlar að vinna gegn I ibeztu vörn andstæðingsins. Hér kemur skákin. Hvítt: Freysteinn Þorbergs- son. Svart: Ölafur Magnússon. Búdapestarbragð. 1. d4, Rf6, 2. c4, e5. (Þetta er hið svonefnda Búdapestarbragð það er lítið notað á alvarlegum skákmót- um, og sýnir Ólafur mikla dirfsku með því að beita því gegn jafnhörðum og gætnum skákmanni og Freysteini. Skákfræðin hefur heldur van- trú á þessari byrjun fyrir svartan og telur hvítan ná betra tafli, ef hann fer að- eins ekki of geist í sakimar. 3. dxc5, Rg4. (Einnig er til 3. — — — Re4, en þá leið telja fræði- rnenn lakari. Hvítur verður þó einnig að tefla nákvæmt í því falli.) 4. e4. (Hér er 4. Rf3 öllu algeng- ari leið og á hún einnig að leiða til betri stöðu fyrir hvitan: T.d.: 4, Rf3, Bc5, 5. e3, Rc6, 6. ÍBe2, Rgxe5, 7. Rc3, d6, 8. 0 — 0, 0 — 0, 9, b3, Bf5, 10. Bb2, He8 11. Ra4 og hvítur nær biskupa- parinu og stendur betur að vígi með hliðsjón af homa- línunni al — h8. (Pachmann). Leikur Frevsteins er einnig góður og miðar að því að ná sterku peðamiðborði.) 4---------d6. (Ólafur 'Vill skerpa átökin sem mest og býður í þVÍ augnamiði uppá peð, en 4 '— -----Rxe5 er þó betri leikur. Framhaldið gæti orðið 5. f4, Re — c6, 6. a3, a5, 7. Be3, Ra6, 8. Bd3, Bc5, 9. Dd2, d6, 10. Rf3, 0 — 0, 11. Rc3, Bxe3, 12. Dxe3, Rc5, 13. 0 — 0 — 0 og hvítur stendur nokkru betur (Euwe). (Þetta er miklu einfaldari leið til að ná betra tafli en að þiggja peðsfómina.) 5.--------Rxe5, 6. f4, Rg6. (Denker lék 6. — — Rg4 gegn Reshevsky í Syracuse 1934. Framhaldið varð 7. Rf3. (Enginn gróði er auðvitað að 7 Dxg4 vegna — — Dh4f og síðan Dxg4.) 7 —----------- Rc6 8. 0 — 0, Bd7, 9. Rc3, Be7, 10. h3, Rf6, 11. e5! og hvítur hefur yfiFburðastöðu.) 7. Rf3, Df6, 8. Rc3! (Freysteinn heldur rólegur áfram Iiðskipan s:nni. 8------ Rxf4 strandar auðvitað á 9. Bxf4 og síðan Rd5 o.s.frv. það má nú vera ljóst orðið, að byr.iunarval svarts hefur ekki verið sem heppilegast.) 8.-------------c6, 9. 0 — 0. (Hér var 9. g3 meir í anda hinnar rólegu stöðubyggingar. En Freysteinn telur sig hafa efni á að fóma, vegna þess hve menn hans eru miklu betur staðsettir en þeir svörtu. E:ns og skákin tefl- ist leiðir þetta líka til skjóts sigurs og reynist hrókunin þannig a.m.k. sálfræðilega öfl- ugri leikur.) 9. -----------Rxf4, 10. e5. (Síðari peðsfórnin fylgir í hernaðaráætlun hvíts.) 10. --------dxe5, 11. Re4, Dg6, 12. Bxf4, Dxe4? (Betra var að taka bisk- upinn, ,því nú nær hvíta liðið samstilltri og öflugri sókn. ihlftir 12.---------exf4, 13. Bd3, Be7, nær hvítur a.m.k. engum skjótum úrslitum. 14. Re-g5 er hægt að svara með 14. ---------Bf5 og 14. Re5 með 14 — — — De6. Þá yrði 14. c5 svarað með 0 — 0, 15. Rd6, Df6 o.s.frv. það væri næsta fróðlegt að vita, hvern- ig Freysteinn hefur hugsað sér framhaldið í þessari leið, sem var á allan hátt eðlilegri en sú sem Ólafur valdi). 13. Rxeo, Bc5f 14. Khl, Be6. (14.------- — 0 — 0 strand- aði á 15. Bd3, Dd4. 16. b4! Bb6, 17. c5 og biskupinn fellur vegna hótunarinnar Bxh7+.) 15. Bd3, Dd4, 16. De2. (Nú strandar 16.----------- 0 — 0 á 17. Ha-dl. Næsti leikur svarts leiðir til skjóts taps, en hins vegar á hann engan sæmilegan leik lengur.) 16.---------Rd7. Svart: Ólafur ABCDEFGH AieOIPOM Hvítt: Freysteinn 17. Rxf7! (Molar stöðu svarts. Næsti leikur er nauðungarleikur, en engin vöm er til.) 17. --------0 — 0. Loks gat þá svartur hrók- að!) 18. Dxe6, Hxf7. 18. --------Dxd3 strandar á 19. Rh6+, Kh8, 20. Dg8+!, Hxg8, 21. Rf7 mát.) 19. Bxh7+, Kxh7, 20. Dxf7, Rf6, 21. Hf3. Og Ólafur gafst upp. Fjörug skák, en hvergl nærri gallalaus. Sveinn Kristinsson. y

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.