Þjóðviljinn - 05.05.1961, Blaðsíða 12
þús. krónur, sem var aðeins
hluti af þeim skuldum, sem
á tcgaránum hvíldu. Þannig
hvíidu á togaranum úti í
Englandi' vegna viðgerðar-
innar og annars kostnaðar
3 millj. 805 þús. krónur og
var hann búinn að liggja
þar kyrrsettur af þeim sök-
um en Stofniánadeildin, mun
hafa leyst hann út eftir að
liún festi kaup á honum. í
annan stað hvíldu á togar-
anum hér heima skuidir er
námu samtals 9,4 millj. kr„
þar á meðal kaupgreiðslu-
skuldir við áhöfnina. Stofn-
lánadeildin hefur nú í =
hyggju að selja togarann E
en, eftirspurnin virðist lítil, =
sagði lögfræðingur Lands- =
bankans, Björn Ólafs, í við- =
taii við Þjóðviljann I gær. =
Þó sa.gði hann, að borizt =
hefðu fleiri en eitt tilboð =
en eftir væri að athuga þau =
til fullnustu svo að hann =
gæti ekki gefið nánari upp- §
lýsingar um þau. Verður =
ákvörðun um sölu togarans =
væntanlega tekin í byrjun E
næstu viku að því er lög- r
fræðingurinn taldi. —
(Ljósm.: Þjóðv„ A K.) =
| eftirspurn
j= Þessi mynd af togaranum
ri OBjarna Ólafssyni var tekin
íi fyrir nokkrum dögum liér í
ii Reykjavíkurhöfn, er togar-
inn var nýkominn frá Eng-
2 landi, þar sem hann var í
2 klössun sem kunnugt er.
2 Togarinn var eign Bæjar-
2 útgerðarinnar á Akranesi
2 þar til 29. niarz sl. að
2 Stofnlánadeild sjávarútvegs-
i= ins keypti liann á nauðung-
2 aruppboði fyrir 3 millj. 615
IIIÓÐVILJINN
Föstudagur 5. maí 1961 — 26. árgangur — 102. tölublað.
Vientiane 4/5 (NTB—AFP) —
Vopnahlé ríkir nú á öllum víg-
stöðvum í Laos og samíiomu-
lag liefur tekizt niilli - vinstri-
manna og liægrimanna um við-
ræðufund.
Stjórn hægrimanna í Vient-
iane féllst. á tillögu frá Súv-
anna Fúma, forsætisráðherra
hlutleysisstjórnar Laos, um að
fulltrúar deiluaðilja kæmu
saman á fund á morgun,
föstudag. Verður fundurinn
sennilega haldinn kl. 4 eftir ís-
lenzkum tíma á stað sem er
milli Vientiane og konungs-
borgarinnar Luang Prabang.
Deilunni í danska málmiðnaðinum lokið, en
jafnframt hefst landbúnaðarverkfall
Kaupmannahöfn 4/5 — Urn 100.000 verkamenn í
danska málmiönaöinum sem veriö hafa í verkfalli í
rúmar þrjár vikur hefja vinnu aftur á morgun, föstu-
dag eftir aö hafa knuð fram verulegar kjarabætur.
iiiiimimiiii!miiiiiiiiimiiimimmimimiim!iiiimiimiíiiimEiiii!iimiiuimiiiiiimimimiEiiiiiii!iiimimiiimiiiiii
Flestir þingmenn vilja skila handrifunum
en afgreiSsla málsins gefur samt tafizt
Kaupmannahöfn 4/5 — Flestir þingmenn sem tóku
til máls þegar stjórnarfrumvarpiö um afhendingu hand-
litanna til íslands kom fyrir þjóðþingið í dag lýstu sig
tt'ylgjandi frumvarpinu, en sumir deildu hart á stjórn-
ina fyrir meðferð hennar á málinu og talið er líklegt
að afgreiðsla málsins geti tekið lengri tíma en áöur
hafði verið búizt við.
Fulltrúi sósíaldemókrata, Als-
ing Andersen, fylgdi frumvarp-
inu úr hlaði. Hann sagði að
Það væri með öllu óeðlilegt að
ísland gengi undir nafninu Sögu-
■eyjan, en ætti þó sjájf engar
Sögur. Aíhending handritanna
væri ekki annað en réttlæti
gagnvart norrænni frændþjóð.
Réðust örlög Sin-
fóníusveiterinn-
2r í gær?
'Eins og kunnugt er hefur
Bta'rfsemi Sinfóníuhljómsveitar-
:innar nú legið niðri um tveggja
anánaða skeið og alll verið í ó-
vissu um framtið hennar. Eft-
ir því, sem biaðið hefur fregn-
að, hafa að undanförnu stað-
ið yfir samningar um rekslur
íiiljómsveitarinnar og voru lald-
ar líknr á því, að það mundi
'váðast í gærkvöld, hver fram-
iíð. hennar. verður. Helzt voru
iíkur fyrir því, að hún yrði
rekin næsla ár, á svipuðum
grundvelli og verið hefur, en
«kki hafði verið gengið frá
neinum samningum um það í
gær, er blaðið grennslaðist
effir því hjá viðkomandi að-
ilum.
Talsmaður Vinstriflokksins,
Thyregod, sagði að flokkur hans
væri að vissu leyti hlynntur því
að Danir gæfu íslendingum
handritin, en þó þyrfti að íhuga
það vel. einkum með tilliti til
visindalegra rannsókna. Frum-
varp stjórnarinnar væri flaust-
urslega samið og stjórnin hefði
átt að kynna sér afstöðu stjórn-
máiaflokkanna, einnig þeirra
sem eru í andstöðu við hana,
áður en hún lagði frumvarpið
fram.
Leiðtogi íhaldsflokksins Poul
Möller gerði harða hríð að
stjórninni fyrir alla meðferð
hennar á þessu máli og sagði
að hún hefði komið þinginu í
ósæmilega aðstöðu með þv: að
básúna i aliar áttir að íslend-
ingum myndu færð handritin að
gjöí, áður en þingið og gefand-
inn sjálfur, danska þjóðin,
hefðu fengið tækifæri til að
segja sitt álit. Flokkur hans
mvndi ekki sætta sig við að
málið yrði endanlega afgreitt
fyrr en ýms atriði þess hefðu
verið vandlega athuguð, sagði
MöUer.
He!ge Larsen. talsmaður Rót-
tækra, flokksbróðir Jörgensens
menntamálaráðherra, lýsti yfir
fylgi við frumvarpið og sagðist
vona að málið yrði afgreitt nógu
snemma til þess að hægt yrði að
aíhenda gjöfina á 50 ára af-
mæii Háskóla íslands í sumar.
Hann harmaði að ýmsir aðilar,
einkum úr hópi háskólamanna,
hel’ðu notað þetta mál til að
slá á strengi þjóðarmetnaðar.
Formaður Sósíalistíska al-
þýðufjokksins, Aksel Larsen,
lýsti yfir eindregnu fylgi sínu
við aíhendingu handritanna,
sem hann sagði að væru íslenzk
þjóðareign. Hins vegar hefði rík-
Framhald á 5. síðu.
Verkamenn samþykktu seinni
málamiðlunartillögu sáttasemjar-
ans sem fól m.a. í sér 45 danskra
aura liækkun á tímakaupi hinna
lægstlaunuðu, en það jafngildir
um 2.50 ísl. kr. Auk þess fengu
verkamenn fram ýmsar aðrar
kjarabætur. Það mun iáta nærri
að algert lágmarkskaup ófag-
iærðra verkamanna í danska
málmiðnaðinum verði nú 1.200
til 1.300 ísl. kr. á viku.
• Það var þó fjarri því að allir
vérkamenn væru ánægðir með
þfessi úrslit. í allsherjaratkvæða-
greiðslunni greiddu 40.700 at-
kvæði gegn sáttatiljögunni,
66.800 með, en þegar félags-
stjórnir höfðu einnig greitt at-
kvæði, urðu úrslitin 74.000 með,
en 41.000 á móti.
Flutningaverkfall áfram.
Verkfall flutningaverkamanna
heldur áfram, og mun lítið miða
í áttina til samkomulags.
Danski kaupskipafiotinn liggur
nær allur bundinn við bryggjur
og útflutningur úr landinu er
að mikju leyti stöðvaður.
Landbúnaðarverkfall.
Ofan á þetta bætist nú að öll
bændasamtök, að undanskildum
félögum smábænda, hafa skorað
á félaga sína að stöðva afhend-
ingu pTra landbúnaðarafurða frá
og með mánudegi. Er þetta gert
til að fylgja á eftir kröfum
bænda um að ríkið sjái svo unv
að þeir beri ekki skarðari hlut
frá borði en aðrar stéttir, en
bændur segjast hafa búið við
rýrnandi kjör síðustu árin. með-
an allar aðrar stéttir hafi bætt
i sinn hlut.
Fór befur en á
horfðist
í gær um kl. 13 varð um-
ferðarslys á mótum Laugavegs
og 'Ba'rónsstígs. Slysið varð
með þeim hætti, að 6 ára deng-
ur, Einar Magnússon, Snorra-
braut 36, ætlaði að fara yfir
Laugaveginn en í því bili bar
að Fíatbifreið. Bifreiðastjórinn
snarhemlaði en hemlarnir bil-
nðu og fór bíllinn yfir dreng-
inn. Ber áhorfendum ekki sam-
an um, hvort, hjól bifreiðarinn-
ar liafi farið yfir drenginn
eða ekki. Einar litli var
þegar flultur á slysavarðstof-
una og síðan í sjúkrahús
Hvítabandsins. — Drengurinn
reyrdist óbrolinn og við rann-
sókn fannst ekki, að hann
hefði 'hlotið nein innvortis-
meiðsli.
Víkingur vann
KR óvænt 1:0
Þau óvæntu tí&Jndi gerðust
í gaerkvöld aíS Víkingur vann
KR í Reykjavíkurniótinu með
einu marld gegn engn. Víking-
ar gerðu inarkið snemina í
leiluium og börðust síðan af
hörku og KR féldt ekki jafnað
J rátt fyrir stöðuga „pressu“ á
marlt V'ldnganua. Allmargir á-
horfendur voru viðstaddir. —
Nánar í blaðinu á morgun.
• Gústaf E. Pálsson
borgarverkfræðingur
Deilt hart í bæjarstjórn
Samþykkt var í bæjar-
stjórn í ,gær að ráða Gú.st-
af E. Pálsson borgarverk-
fræðin.g og skal borgarverk-
fræðingur haí'a það siarf
að vera borgarstjóra tll
ráðuneytis og samræma hið
tæknilega starf ýmissa fyrir-
tækja á vegum baejarins.
Harðar deilur urðu í bæj-
arstjórninni í sambandi við
málið. Fulltrúar Alþýðu-
bandalagsips lögðu til að
starfið yrði auglýst laust
til umsóknar, cn borgar-
stjóri og hjörð hans tóku
slíkt ekki í niál.
Fulltrúar minnihlutans
tóku fram að þeir teldu
Gústaf E. Pálsson hinn
duglegasta verkfræðuig og
efuðust ekki um liæfni hans,
ien þeir fordæmdu harðlega
þann hátt að í þýðingar-
inestu störf bæjarins sé ráð-
ið á klíkufundum, bæjar-
stjórnarlið meirihluíans síð-
an látið rétta upp hendur
til samþykktar, og en.gum
öðrum en hinum útvalda gef-
inn kostur á að sækja um
starfið. — Frá þessu vcrður
nánar sltýrt síðar.