Þjóðviljinn - 01.07.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.07.1961, Blaðsíða 1
I«augardagxir 1. júlí 1961 — 26. árgaugur — 147. tölubla,ð. Enn ery þrjér þúsundir manna í verkfalli í gærkvöld komst á sam- komulag milli samninganeínda ASB og Bakarameistarafélags Reykjavíkur o.g Alþýðubrauö- gerðarinnar h.f. Verða fundir haldnir í hlut- aðeigandi félögum um hetirioa og samkomulagið Jagt íyrir þá. Enn eru 10 verklýðsíélög í ýorkíalli í Reykja- vík cg eiit á Akureyri. Þessi félög eru: Vörubílstjórafélagið Þróttur, Félag íslenzkra rafvirkja, Félag járniðnaðarmanna, Félag blikksmiða, Félag bifvélavirkja, . Sveinafélag skipasmiða, Trésmiðafélag Reykjavíkur, Málarafélag Reykjavíkur, Múrarafélag Reykjayíkur, Sveinafélag pípulagningarmanna, Sveinafélag járniðnaðarmanna á Akureyri. Mörg þessara félaga hafa slegið sér Saman í þéssari vinnu- deilu. Stærstu hóparnir eru járniðnaðarhópurinn: járniðnað- armenn, blikksmiðir, bifvéla- virkjar og skipasmiðir, — og byggingariðnaðarmcnnirnir: tré- smiðir, múrarar, málarar og pípulagningamenn. Þessir tveir hópar voru boðaðir ásamt raf- virkjum á sáttafund "í Aiþing- ishúsinu í gærdag kl. 4, en ekki vissi blaðið, er það fór í pressuna í nótt, hvort deiiuað- ilar hefðu nálgazt hver annan. Vörutifreiðastjórar voru hins vegar ekki boðaðir á sáttafund í gær, en um þá er rætt á öðrum stað í blaðinu. Sveinafélag járniðnaðarmanna á Akureyri var skiiið eftir. þeg- ar samið var bar um daginn. og er eina félagið í verkfalli þar um slóðir. í bessu félagi eru járniðnaðarmenn og bifvéla- virk.jar. Nú þegar Dagsbrúnarmenn hafa samið og ganga til vinnu á ný, verður knýjandi að semja einnig tafsrlaust við bessi fé- lög. Dagsbrúnarmenn koma inn á marga þá vinnustaði, sem hér um ræðir, sem aðstoðarmenn og geta ekki hafið vinnu fyrr en deilan við fagfélögin er leyst. Framhald á 5. síðu. Ljósinyndari Þjóðviljans tók þess.a mynd í gær aí nokkrnm þeirra sem eiga sæti í samninga- nefnd járnsmiða. Járnsmiðirnir sitja í sömu stóiuin og Dagsbrúnarmenn á meðan þeir voru í samnin.gaþrefinu í Alþingishúsin.u. Meginkrofan sem Þróttur setur fram er um Enginn sáttafxmdur var boð- aður í gær með vörubílstjórum ' og atvinnurekendxim. Hafa ] Þróttarbílstjórar raunar verið í vinnustöðvun alit Dagsbrún-. arverkfallið, þótt raunverulegt verkfall Þróttar liafi ekki byrjað fyrr en 16. júní s.1. Valdemar Stefinssou saksókn- ari er sáttasemjari og tilraun- ir til samninga liafa enn reynzt árangurslausar. Ein meginkrafa Þróttar í þessu verkfallj er krafan um skiptivinnu eða vinnujöfnun. Krafan er sett þannig fram, að atvinnurekerjfur eéu skyldir að hlíia henni, ef bifreiðar- stjórar samþykkja sjálfir að viðhafa slíkt fyrirkomulag. Fyrir liggur að vísu meiri- hlutasamþykkt i félaginu fyr- ir vinnujöfnun en hún mundi að sjálfsögðu verða endurnýj- iið í tilefni af nýjum samning- um við atvinnurckendur, sem heimiluðu slíkt fýrirkomu- lag. Atvinnurekendum og raunar sumum bifreiðarstjórum er vinnujöfnun mikill þyrnir í augum. Atvinnurekendur vilja ríghalda í þann rétt að ráða sjálfir til sín vörubifreið- arstjórana, enda er það svo, að stærstu vinnuveitendur hafa ráðið til sín sömu mennina ár- ið út og inn. Sumir þessara manna, sem fá þannig 100% nýtingu vinnu bíla, hafa í skatta svipað og h-inir stéttar- bræður þeirra hafa í tekjur. 1 öllum meirihátlar verkefn- um svo sem akstri vegna Sogsvirkjunar og Kef’avíkur- flugvallar, hefur verið tekin upp vinnujöfnun meðal bifreið- ahstjóranna og gefizt mjög vel. Vinnujöfnunin er auk þess að vera réttlætismál mjög hag- kvæmt og skynsamlegt skipu- lag þessara þjónustustarfa. Nýting bílanna i lieild verður meiri og betri og þar sem aksturstaxtarnir eru ekki miðaðir við fulla nýtingu, hafa Þróttarbílstjórar boðið atvinnu- rekendum upp á að lækka aksturslaxtana í samræmi við aukna nýtingu, eí þeir vildu fallast á þessa tilhögun. Enn] á er sagt nei við þess- um kröfum Þróttarbílstjóranna en þess verður að krefjast að gengið verði af alvöru í samn- ingamál þeirra og deilan leyst á viðunandi hátt. Helsinki 30/5 — Sovézkj geim- farinn Júri Gagarín var ákaf- lega hylltur þegar hann kom hingað síðdegis í dag með lest frá Sovétríkjunum. Gaga- ríti kemur í boði finnsk-sov- ézka félagsins og verður gest- ur á svonefndri vináttuhátíð í bænum Kemi um heigina. Höföingleg gjöf í das opnar bókaútgáfan Helsafell málverkasýningu í Listamannaskálarjum á mynd- um sem eru eign forlagsins og eigenda þess, a!ls 77 mál- verk eftir 20 málara. Allar þessar myndir, ásamt tæpum 50 málverkum öðrum sem ekki komust fyrir á veggj- um Listamannaskálans, mun Ragnar Jórsson forstjóri Helgafells aflicnda Alþýðu- sambandi íslands að sýning- unni lokinr.i sem vísi að al- þýðulistasafui. Veröur gjöfin tilkynr.t við opnun sýnir.gar- innar í dag. Ilér er um eirstæða stór- gjöf að ræða og sérstakan virðingarvott við alþýðusam- fök Iandsins, því að í mynda- safni þessu, sem helgað er minningu Erlgndar í Unu- húsi eru mörg þeirra verka ís'enzkra málara sem dýr- mætust eru. Verður nánar skýrt frá þessu í næsta blaði, — en myndin hér til hliðar er ein af sýningar- og safnmyndun- um: málverk Kristjáns Davíðssonar af Erlendi í Unuliúsi, málað 1942.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.