Þjóðviljinn - 01.07.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.07.1961, Blaðsíða 7
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 1. júlí 1961 ------------------- þlðÐVILIINN | Útgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — , Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: == Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — == FréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir == Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. == Bími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverö kr. 3.00. rr= Prentsmið.ia Þióðvilians h.f. = ll!l!Illlllllllllillllllllllllll[llllllllll!!llllll![!i1lllllll[ij]||||||[!lll!llll!!!!IIH | Tafarlausa samninga við | félögin tíu | '17'erkfalli Dagsbrúnarmanna er lokið með sigri. En áfram WM halda verkföll 3000 launþega í Reykjavík. Vörubílstjór- §§§§ ar, járniðnaðarmenn, blikksmiðir, skipasmiðir, bifvéla- §§§ virkjar, trésmiðir, málarar, múrarar, pípulagningamenn. rafvirkjar, engin þessara vinnustétta hefur enn feng- |s ið nokkra leiðréttingu mála sinna. Þær standa enn i harðri verkfallsbaráttu og er eðlilegt að athygli al- mennings beinist nú meir að þessum þætti hinnar miklu §§§§ verkfallsöldu. í meir en tvö ár hafði verkalýðshreyfing lands- §H ins látið yfir sig ganga kjaraskerðingar og dýrtíðarflóð, skipu- S lagt af núverandi stjórnarflokkum, Sjálfstæðisflokknum og §§E Alþýðuflokknum, án þess að hefjast handa um mótaðgerðir. 1§§ Þegar þær hófÖst að marki í byrjun þessa árs var öllum §^ orðið ljóst að verkalýðshreyfingin gat ekki lengur setið ^ aðgerðarlaus. Verkföllin voru því eins og jafnan áður und- §§S anfarna áratugi varnaraðgerðir verkalýðshreyfingarinnar, til §§§§ þess gerð að vega upp verðhækkanir og tilfinnanlega kjara- §|| skerðingu. Þeim mun fáránlegra er að heyra nú eins og S raunar jafnan áður áróðurssöftginn að allt verðlag verði |§§ nú að hækka vegna þess að verkamenn og aðrir launþeg- §§§ ar rétti hlut sinn, nái aftur nokkru af því sem af þeim var =' tekið vegna stjórnarathafna og stjórnarstefnu Sjálfstæðis- j^í flokksins og Alþýðuflokksins §s= Cama afturhaldsklíka Vinnuveitendasambandsins sem reyndi =5 ^ að brjóta Dagsbrún á bak aftur í mánaðarverkfalli og §§s sneri því upp í ósvífnar tilraunir til íhlutunar og yfirráða 1H um innri mál verkalýðsfélaganna, hefur einnig hindrað mán- §§§ uðum saman að samið væri við iðnaðarmannafélögin og |§§ þau félög önnur sem nú eiga í verkfalli. Það hefur ekki s§§ heldur vantað að þeim væri sýnd sama ósvífnin og hrokinn, §§§! sem DagsbrúnarmÖnnum og verkamannafélögpnum hvarvetna §§§§ á landinu var svarað með í byrjun verkfallsins. í afturhalds- blöðunum hefur hvað eftir annað verið tæpt á því að réttast s| væri að ,,skilja þessi félög eftir“, láta þau þreytast í löngu §§§ verkfalli eftir að samið væri við verkamenn. Þannig var ==j líka hugmyndin að fara með Dagsbrún, einangra hana og sjs þreyta Dagsbrúnarmenn. Sú áætlun tókst ekki og hugmynd |§§§ afturhaldsins að svína á félögunum, sem nú eru eftir, mun j§§§ heldur ekki takast. eM Pn það sýnir vinnubrögð vinnukaupenda gagnvart kjara- = bótakröfum iðnaðarmanna að tvö félaganna sem nú eiga §§!§ í verkfalli, svo tekin séu dæmi, sendu kröfur sínar og til- s§ mæli um samningaviðræður fyrir sex og átta mánuðum. Fé- 1= lag járniðnaðarmanna sendi þannig kröfur sínar 8. nóvem- ber 1960 og Trésmiðafélag Reykjavíkur um miðjan janúar. |§§ Enda þótt félögin ítrekuðu ósk um samningaviðræður höfðu §§§ vinnukaupendur ekki tíma til að ræða við Trésmiðafélagið §i§ fyrr en þrem mánuðum eftir að þeir fengu kröfur félagSins == í hendur. Og á sex mánuðum eftir að Félag járniðnaðarmanna §§§§ hafði sent sínar krö.fur, gáfu vinnukaupendur sér tóm til j§j§ að halda þrjá samningafundi með járnsmiðum! Þannig fram- j= koma gagnvart verkalýðsfélögunum sýnir glöggt hvað hér =M er að gerast. í gegndarlausum hroka og trausti á afturhalds- §§§ rikisstjórn er komið fram af slíkri tregðu til heiðarlegra jsi samninga, að vegna hennar fellur á vinnukaupendur öll á- §§§ byrgð af hinum mikla og óeðlilega drætti á samningum. Jafnframt er haldið uppi linnulausum áróðri gegn kjara- §§= bótum iðnaðarmanna. Það er ekki nema við hátíðleg =^ tækifæri að haldnar eru fagrar ræður um að ekkert nútima- §S þjóðfélag standist, nema það eigi færa og vel menntaða stétt §§§§ iðnaðarmanna og tæknimenntaðra manna- á öllum sviðum. 5Í Og ,,óhófslaun“ þeirra iðnaðarmanna, sem í áðurnefndum fé- §j§§ lögum eru, má marka af því að vikukaup járnsmiða er nú =§§ 1163,75 kr, og trésmiða 1109,00 kr. Getur hver maður gert §|| upp við sig hvort auðvelt muni að lifa af slikum vikulaun- js§ um, og hvort nútímaþjóðfélag hafi efni á að launa þannig =|1 íaglærða iðnaðarmenn. — s. Hf Ofstæki gengislækkmarmanm er mesti voð- r inn, sem nú vofir yfir efnahag ISLANBS Calæírastef-na Gunnars Tliar og Gndnmndar 1. leiðir þjódina í öngþveiti Gunnar Thoroddsen, sem eins og stendur, er fjármála- ráðherra, liei'ur heimtað gengislækkun í Vísi. Hefði einhver fjármálaráðlierra erlendis dirfzt að mæl.a með s\ona aðgerð opinberlega, hefði lian.n verið samdægurs rekinn úr ríkis- stjórn með svívirðu fyrir iausmælgi — og máski íyrir asna,- skap. En í því eymdarástandi sem ríkisstjórnarsamsteypan hefur Ieitt yfir Island, virðist amerískum leppum allt leyfilegt. Allir, sem eitthvnð fylgjast með fjármálum, vita að engin þörf er á verðbólgu eða geng- islækkuo, ef eitthvert örlítið vit væri á yfirstjórninni á efnahags- og fjármálum Is- lands. Með því að draga veru- lega úr vaxtabyrðinni, skipu- leggja atvinnu- og verzlúnar- reksturinn af viti, auka fram- leiðsluna og fullvima hana, spara verulega 'i í íkis og þjóð- arbúskapnum og gerbreyta um f járfest'ngarstefnu með því að taka upp áætlunarbúskap, er ekki aðeins hægt að standa undir kauphækkununum án verobólgu, heldur bæta og lífskjörin í sífellu ár frá ári. En það er ekki neitt sl'íkt, sem vakir fyrir þeirri ofstæk- isklíku, sem nú ræður ferðinni. Húri er að hugsa um að koma á hér á landi auðvaldskerfi að amerískri fyrirmynd: nokkur stórgróðafélög eiga að söl.sa undir sig ofsagróða úr atvinnulífinu á kostnað illa Iaunaðs verkalýðs. Til þess að skapa þetta á- stand vill þessi kh’ka, undir forystu Gunnars Thor. og Guðmundar I., koma efnahag Islands 'i kaldakol, stcðva all- mörg atvinnufyrirtæk’ og gera þau gjaldþrota, Iækka laun verkalýðsins, þó það þýði margra mánaða vinnustöðvun, og reita almenning inn að skinninu með okurvöxtum og lámbanni. Þegar búið sé þann- ig að skapa kreppuástand á Islandi meðan aðrar þjóðir búa við velt;frgmleiðslu, eiga nokkrir voldugir auð- hringar innan lands og utan að sölsa undir sig at- vinnutækin og skapa sér ehia- hagslegt alræði á grundvelli fátæktar almemings og kreppu þjóðfélagsins. Til þess að fi-amkvæma þessa þokka- legu pólitík hafa Jiessir herr- ar svo ráð sérfræðinga, sem einblína á Ameríku og at- vinnuleysið þar, en skilja ekk- ert í 'íslenzku þjóðfélagi, enda gefast ráð þeirra eftir því. Nú hefur verkalýðurinn sagt við þessa ráðherra, sem gerigið hafa rænandi og rupl- andi um tekjur og eigrár al- mennings í tvö á.r: Nú er nóg komið, mínir herrar! Nú farið þ?ð að .skila ránsfengn- um til baka! Þá ærast glæframennirnir og í Vísi hrópar Gunnar Thor.: Ég heimta að fá að stela meiru, — ég vil .gergis- lækkun strax. Það er ekki liægt fjTÍr þjóð- ina að þola þessa menn við völd stundinni lengur. Fjármála,ráðherrar eru sett- ir til þess -að gæta gengis þjóðmyntarinnar, varðveiía þjóðarbúskapinn og ríkissjóð- in.n fyrir áföllum, — en ekki til þess að baka þjóðinni stór- fellt tjón, eins og vitað er að ríkissjóður og allur þjóðarbú- skapur vor bíður við liverja gengislækkun. Sl'ik skrif sem Gunnar Thor. og slík stefna, sem hann og Guðmundur I. hafa gerzt að- alfoimælendur fyrir, er mesta hættan sem nú vofir yfir efna- hag Islands. Það er hámark ábyrgðarleysis, sem þessir menm gera sig seka um, — raunverulegir fjái-glæfrar, framdir í þjcnustu nokkurra auðmanna, er græða vilja á því að skapa neyð á Islandi. Það verður að liindra þessa f járglæfrastefnu ofstækis- manna auðvaldsins. ÖIl heil- brigð öfl í þjóðfélaginu, — í fyrsta lagi verkalýðs- og sam- vinnuhreyfingin,, en einnig a,U- ir aðrir, hvar í stétt og flokki, sem þeir standa er til ábyr.gð- ar finna gagnvart afkomu al- þýðu og þjóðarhag, — verða að taka höndum s?,man til þess að tryggja þær lifskjara- bætur, sem alþýðan með fórn- frekri baráttu og samheldni er að tryggja sér, — og til þess að koma í veg fyrir fjárglæfra gengislækkunarlýðsins, — en leiða þjóðfélagsþréimina úr öngþveiti og kú.gun „viðreisn- ar“-stjórnarinnar inn á braut- ir framfara og öruggra sí- batnandi lífskjara. Gunnar Thoroddsen fjár- iná'.aráðherra og Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráð- lierra hafa gei'zt aðalformæl- endur stefnu, sem felur í sér mestu hættuna, er nú vofir yf- ir efnaliag íslands. Ölð þcu öfl, sem finna til ábyrgiartilfinningar gagE- wart velferð alþýðu og öryggi þjéðfélagsins, þurfa að sameinast gegn þessum fjárglæframönnum, sem reka erindi átlends auðvalds Laugardagur 1. júlí 1961 — ÞJÓÉVILJINN — (# ISLENZK TUNGA ! Ritstjóri: Árni Böðvarsson. 151. þá.tur 1. júlí 1961 í Útíendingar og íslenzk fræði Við stæ'rum okkur af því að tunga okkár sé ýmsum öðrum merkilegra rannsókn- arefni, enda er sannleikurinn sá að góð þekking á íslenzku er nauðsynleg hve'rjum þeim sem vill vera hlutgsngur í norrænni málfræði. Margir útlendir fræðimsnn, sem hafa tekið ástfóstri við íslenzka tungu, hafa unnið þjóð okkar hið mesla gagn. Meðal þeirra var Daninn Rasmus Kristján Rask, en hann var einn þekktasti málfræðingur danskur sem uppi hefur verið, og rannsakaði önnur tungu- mál en íslenzku, svo sem ind- versk mál, grænlenzku, lapp- nesku .finnsku o.fl. Islending- ar minnast, hans samt ekki fyrst og fremst vegna mál- vísinda hans heldur sökum þess að hann var einn helzti hvatamaður að stofnun Hins íslenzka bókmenntafélags 1816, en það var stofnað til varnar og viðha.’ds íslenzkri tungu, eflingar íslenzkum bókmenntum og almennri menntun í landinu. Sjálfur var Rask fyrsti forseti Kaup- mannahafnardeildar félgsins. Margir ágætir erlendi'r fræðimenn hafa síðan sinnt. íslenzkum efnum, og skal ekki einu sinni reynt að telja. nöfn höfuðskörunganna, en. í þeirra hópi hafa ýmsir Þjóðverjar verið, svo sem Andreas Heusler. Á síðari áratugum hefur mjög dregið ú'r þátttöku Þjóð- verja á sviði norrænnar mál- fræði. Þeir eiga þó nú nckkra. mjög vel færa íslenzkufræð- inga, svo sem Hans ' Kuhn, Bruno K'ress og f'.eiri. Slíkir menn stunda rannsóknir á islenzkum efnum ekki vegna. þess að þær gefi svo mikið í aðra hönd, því að venjulega. eru tekjur af þeim minni en af rannsóknum í ýmsum öðr- um greinum, heldur fást þeir við þau efni sökum ástar á viðfangsefninu, tryggðar við það sem íslenzkt ie‘r. Sú tryggð sem ýmsir útlendir Framhald á 10. síðu. Fögur orð á sjómannadaginn sviknll Alþfðuilokkur á þingi Jón Sigurösson heldur fyrir sjómönnum stéttarfé- lagi þeirra með stuðningi afdankaðs landliðs og svíkst aftan að þeim í hverri kjaradeilu. í þessari grein er sýnt fram á hvernig orðagjálfur Jóns í Alþýðublaðinu sl. sjó- mannadag stangast á við stáðreyndir um „forystu" hans og einnig- um afstöðu Alþýðuflokksins til hags- munamála sjómanna á alþingi. Höíðar til fylgis frá borgarastéttinni Fráhvarf núverandi foringja Alþýðuflokksins frá upphaf- legri stefnu hefur valdið sí- rénandi fylgi flokksins meðal verkalýðsins, enda er það sem óðast að hverfa, einkum úti á landsbyggðinni og einskorð- ast að mestu við takmarkað svæði. Foringjar flokksins hafa margir alveg ráðið við sig að halda gangandi því hlutafélagi þeirra, sem heldur nafni gamla Alþýðuflokksins, með því að höfða til fylgis frá borgara- stéttinni. Enn halda þá sumir Al- þýðuflokksmenn, að hægt sé að reka pólitík algerlega and- snúna launþegum, en halda samt trausti þeirra og stuðn- ' ingi með því einu að beita blekkingum í málflutningi og afbökun á staðreyndum ásamt innantómri hræsni um góðan hug Alþýðuflokksins til laun- þega. Þess vegna breiðir Alþýðu- blaðið sig út á sjómannadag- inn sl. með sérstakri útgáfu, barmafuliri aí slepjulegri hræsni um umhyggju Alþýðu- flokksins fyrir sjómönnum. Jón Sigurðsson skrifar grein i þessa sérútgáfu Alþýðublaðsins, Jón er sá kratanna, sem af mestri áfergju nuddar sér utaní starf- andi sjómenn á tyllidögum og við kosningar, en heldur fyrir þeim stéttarféiagi þeirra með stuðningi afdankaðs landliðs og svíkst aftan að þeim í hverri kjaradeilu. í upphafi greinar sinnar segir Jón: „Þann dag (þ e. á sjómannadaginn) falla mörg falleg orð í garð sjó- mannastéttarinnar, þótt aíla hina aðra daga ársins andi frekar köldu í garð stéttarinn- ar hjá alltof mörgum ráðandi mönnum og þá sérstaklega, þegar um kaup þeirra og kjör er að ræða“. Lífshætta á smá- fleytum Þetta eru orð að sönnu. Fyrri staðhæfinguna um fögur orð í garð sjómanna á sjómanna- daginn sannar allt blaðið, sem Jón birti grein sína í. Síðari staðhæfinguna, um að alla hina aðra daga ársins andi frekar köldu í garð sjómanna hjá alltof mörgum ráðamönn- um, sannar svo sjálft þinglið Alþýðuf'.okksins og íhaldsins alla daga þingsins. Þar er nærtækt dæmi eitt þeirra mála, sem Jón Sigurðs- son ræðir sérstaklega í grein sinni, þ.e. líftrygging sjómanna. Jón segir: „Eitt af því, sem fé- lög sjómanna hafa unnið að við samningana á undanförnr um árum eru tryggingar. . og síðan: ,,Við bátakiarasamn- ingana í vetur fékkst þessi trygging svo fyrir bátasjó- raenn" (þ.e. 200.000 króna sér- trygging við dauða eða örorku auk venjulegra bóta frá ai- mannatryggingunum, leturbr. hér). Hefun þessi trygging fengizt fyrir bátasjómenn? Nei, því miður er tilvera þessarar trygg- ingar ekki öruggari en svo eða víðtækari, að í rauninni haía aðeins nokkur sjómannafélög á stöku stað fengið þessa tr.ygg- ingu og aðeins með uppsegj- anlegum kjarasamningum, en flestir bátasjómenn hafa ekki þessa tryggingu og sjómenn á trillubátum alls ekki, en um lífshættu á þeim fleytuip er auðvitað ein- grein í sérútgáfu Alþýðublaðsins í samræmi við fyrri staðhæfingu Jóns Sig- Jón Sigurðsson urðssonar um fögur orð í garð sjómanna þennan dag. Sjómenn snérust gegn Jóni Sigurðssyni En hvernig fengu þessi ein- stöku sjómannafélög líftrygg- inguna inn í kjarasamningana, herra Jón Sigurðsson? Þau fiengu hana í verkfalls- baráttu einmitt með því að hafna tillögu, sem Jón Sigurðs- son barðist fyrir að samþykkt yrði, en hafði ekki inni að ha'.da neina líftryggingu. Þetta er þáttur Jóns Sigurðs- sonar í því baráttumáli sjó- m.anna að fá líftryggingu og hinn raunverulegi áhugi hans á kjaramálum sjómanna, þegar ekki er sjómannadagur. Þegar sjómenn höfnuðu til- lögunni sem Jón mælti með, neituðu að gera samninga án þess að fá líftrygggu, þá stóð ekki á Alþýðuflokksmönnum að kalla það skemmdarverk við þjóðfélagið. Starfandi sjómenn héldu samt ótrauðir áfram verkfallsbaráttunni, þótt Jón Sigurðsson léti sitt félag sker- ast úr leik meðan sú barátta stóð sem hæst, og þessi ein- stöku félög fengu fram líftrygg- ingu og náðu henni þar með einnig fyrir félag Jóns Sig- urðssonar. Þessu máli, .líftryggingu fyr- ir bátasjómenn var þó engan- veginn borgið, þótt mikilvæg- Um áfanga væri náð. í fyrsta lagi tók líftryggingin ekki til allra sjómannafélaga. í öðru lagi taka engir samningar sjó- mannafélaga til báta undir 12 tonnum að stærð. í þriðja lagi var þessi áfangi, sem náðist, ekki tryggari en svo, að hann byggðist aðeins- á tímabundn- um uppsegjanlegum kjarasamn- ingum. Á rúmhelgum degi alþingis Til þess að tryggja framgang þessa réttlætismáls báru tveir þingmenn Alþýðubandalagsins, þeir Geir Gunnarsson og Hannibal Valdimarsson, fram á alþingi í vetur frumvarp til laga um lögfestingu á 200.000 kr. líftryggingu fyrir alla sjó- menn. Og hvernig brugðust þeir við á rúmhelgum degi al- þingis þingmenn Alþýðuflokks- ins, sem gefur út sérútgáfu af Alþýðublaðinu á sjómannadag- inn? Þingmern Alþýðuflokksins snérust gegn tillögunni ásamt þing'iði Sjá’fstæðisflokksins og komu í veg fyrir. að hún yrði afgreidd. Þar sönnuðu þeir rækilega seinni staðhæfinguna í upphafi greinar Jóns Sigurðs- sonar um að það andi frekar köldu í garð sjómannastéttar- innar hjá alltof mörgum ráða- mönnum, þegar ekki er sjó- mannadagur. Það er vægilega til orða tek- ið. að með þessari baráttu Al- þýðuflokksins gegn líftryggingu fyrir alla sjómenn hafi andað frekar köldu í garð sjómanna, en sú framkoma er í samræmi við allar aðgerðir flokksins að undanförnu, og hún sýnir, að öll hin fögru orð Jóns Sigurðs- sonar og annarra foringja Al- þýðuflokksins um umhyggju þeirra fyrir sjómönnum eru fals eitt og hræsni. Hvers geta sjómenn vænzt aí slíkri íorystu? í annarri grein í sjómanna- dagsútgáfu Alþýðublaðsins segir svo: „Það er heídur ekki langt síðan dánarbætur til sjó- rnanna voru skammarlega lág- ar og margir féllu óbættir hjá garði“. Þarna er hrein og ótví- ræð yfirlýsing frá Alþýðu- flokknum um að dánarbætur til sjómanna séu ekki lengur skammarlega lágar. Nú sé al- gjörlega séð fyrir tryggingum sjómanna og þær nái til þeirra allra! Hvers geta sjómenn vænzt af slíkum mönnum, sem eiga að heita forystumenn sjó- mannafélaga, en vita hreint ekki neitt um helztu baráttu- mál sjómannastéttarinnar? Vita t.d. ekki að gagnvart fjölda sjómanna er um alls engar sér- stakar dánar- og slysabætur að ræða fram yfir venjulegar bætur almannatrygginganna. Vita ekki hvílík fjarstæða er að haida því fram, að ekki falli margir sjómenn óbættir enn. Á siðastliðinni vertíð fór- ust margir sjómenn á opnum bátum. Vill ekki Alþýðublaðið og Jón Sigurðsson upplýsa, hversu háar bætur koma til aðstandenda þeirra, úr því að Alþýðublaðið telur þær ekki lengur ),skammarlega lágar"? Eiga siómenn að endast lengur en skrifstofu- menn? Þá minnist Jón Sigurðsson á iífeyrissjóð togarasjómanna, sem Einar Olgeirsson fékk lög- festan á alþingi. Nú í vetur kom í ljós, svo að ekki verður um villzt, hver afstaða Alþýðu- ílokksins er til þessa hags- munamáls siómanna, síðan ílokkurinn seldi íhaldinu end- anlega sál sína. Á síðasta þingi báru tveir þingmenn Alþýðubandalagsins, þeir Geir Gunnarsson og Gunn- ar Jóhannsson, fram frumvarp um lagfæringu á lífeyrissjóði. togarasjómanna í þá átt, >að aldursmarkið, sem fyrstu greiðslur úr sjóðnum eru mið- aðar við, lækki úr 65 árum í 55 ár. Það er sanngirniskrafa að togarasjómenn þurfi ekki að vinna lengur fyrir lífeyris- réttindum en opinberir starfs- menn, þar sem sízt er við því að búazt, að þeif endist leng- ur við störf en skrifstofumenn, það myndi Alþýðublaðið a.m.k. skilja á sjómannadaginn. Auic þess lögðu flutningsmenn tih að grefðslur úr sjóðnum yrðu hækkaðar til jafns við iifeyr- issjóð opinberra starfsmanna. Afstaða þingmanna Alþýð'u- flokksins til þessa rétflætis- máls var nákvæmlega hin sama og til frumvarpsins um líi'- tryggingu sjómanna, sem fyrr er getið. Þeir sáu um það me<5 Sjálfstæðisfiokknum, að frum- varpið var ekki afgreitt á þing- inu. Framhald á 10. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.