Þjóðviljinn - 01.07.1961, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.07.1961, Blaðsíða 12
Fellir tillögu um 20 þúsund króna fram- lag í Vinnudeilusjóð ASÍ Á fundi í Iðju, félagi verksmiðjufólks, sem haldinn var í gærkvöld um samninga þá, sem stjórnin fékk að jundirrita strax og Dagsbrún hafði samið, gerðist þaö jtvennt, aö fundurinn samþykkti samninginn með yfir- gnæfandi meirihluta, og aö fundurinn vísaði frá tillögu frá Birni Bjarnasyni um aö leggja 20.000.00 kr. í vinnu- ceilusjóð Alþýðusambands íslands. | Guðjón Sigurösson mælti mjög eindregið gegn tillögu Ejörns og tók svo til orða, að þaö væri engin ástæða til aö styrkja stórrík iönaðarmannafélög, sem engrar aðstoðar þyrftu. | Fékk Guðjón rnikla ákúru á fundinuin fyrir þessa ó- stéttvísu og ódrengilegu afstöðu svo og fyrir frammi- stöðu hans í verkföllunum í heild. Mikil söltun á %lufirði í gær Uppskipun í gær Neðar á síðunni er birt mynd frá Keykjavikurhöfn, tekin í _ gær, er unnið var þar af krafti aflur eftir verkfall Dagsbrún- rnianna. Hér er önnur mynd frá höfninni, einnig tekin í gær. (Ljósm.: Þjóðviljinn). í dag hjó hemámsliðinu í Keflavik í dag, 1. júlí, fara fram yfir- jinannaskipti hjá bandaríska her- xiámsliðinu hér á landi og leys- 3r þá Rear Admiral Robert B. JVIoore, yfirmaður „framvarða- íveita flota Bandaríkjanna á Atlanzhiifi", Coþœel Benjamin ■G. Willis af hó’.mi. Standa skipti .þessi í sambandi við það, að Iiandaríski flotinn er nú að yf- ártaka herstöðvarnar hér af flughernum, sem hefur annazt xekstur þeirra um skeið eða frá því landherinn lét af því hlut- verki. Hinn nýi yfirmaður hernáms- liðsins, Rear Admiral Robert B. Moore, er 51 árs að aldri og hef- xir verið í bandariska flotanum síðan 1932. 30. september í fyrra hlaut hann titilinn Rear Admiral, er hann tók við yfir- stjórn frámvarðasveita flota Bandaríkjanna á At’anzhafi, en höíuðstöðvar þeirra (Headquart- ors, Barrier Forces Atlantic) haía tii þessa verið á Nýfundna- landi en hytjast nú hingað til ísiands. Undir Rear Admiral Robert B. Moore heyrir yfirstjórn Þórhallur Vil- mundarson skip- aður práfassor Á fundi ríkisráðs í gær var Þórhallur Vilmundarson, cand. srnag., skipaður prófessor í eögu íslands við heimspeki- •deild Háskóla íslands frá 15. oept. 1961 að telja. Þá va'r Kurt Juuranto skip- s.ður aðalræðismaður íslands í Helsinki og Roberl C. Kneop ekipaður ræðismaður Islands í Santiago. Jafnframt var Fri thiof Hjelmik, vararæðis- manni íslands í Lysekil, veilt lausn frá störfum. Auk þess voru staðfestar ýmsar afgreiðslur, er fa'rið höfðu fram utan fundar. njósnakerfis Atlanzhafsbanda- lagsins, þ.e. radarkerfisins og' njósnaflugs langfleygra ,.könn- unar“-flugvéla auk yfirstjórnar flqtans og kafbátaflotans og mun öllum skynibornum íslend- ingum vera lióst, hver hætta okkur stafar áf hví að hafa höfuðstöðvar slíkrar starfsemi staðsettar í landi okkar, ef til styrjaldar kemur. Einnig er vit- að, að einn liðurinn í þeirri á- ætlun að láta flotanh taka hér við yfirstjórn hernámsliðsins, er sá, að íá honum bækistöðv- Framhald á 5. síðu. Ö Siglufirði 30. júní 1961. — í gær var galtað á öllum söltun- arstöðvum á Siglufirði og saltað í alls 17738 tunnur. Þá var heildarsöltunin komin upn í 74.318 tunnur. Á sarna t.'ma í fyrra var búið að salta í 657 1. Reykjanes 3961 tunnur eftir að sildarútvegs- 2. Pólstjarnan 3868 nefríd hafði- gefið leyfi til sölt- 3. Nöf 3503 unar en fyrir þann tíma hafði 4. ÓH Hinrikss. 3404 verið saltað í 1100 tunnur. 5. Kaupfélagið 3083 Talan yfir söltunina í gær nær til miðnættis en eftir þann um stöðvunum, og lauk söltun- inni á aílanum sem veiddist fyr- ir bræluna ekki fyrr en kl. 9 í kvöld. Hæstu söltunarstöðvarnar á Siglufirði eru þessar: Eítir upplýsingum síldarleitar innar var nú komið logn á mið- tíma var mikið saltað á flest- unum en töluverður sjór. Sovétstjórnin segir i jpp fisk- veiðisamningnum vh ð Bret a ÞIÖÐVILJINN Laugardagur 1. júlí 1961 — 26. árgangur — 147. tölublað. Franskir bændur halde enn áfram mótmælum sínum Moskvu 30/6 — Sovétstjórnin hefur sagt Upp fiskveiöi- samningunum við Bretland sem gerður var árið 1956. Æðstaráð Sovétríkjanna samþykkti að segja upp samn- ingnum á fundi sínum 2. marz s.l., en ákvörðunin var ekki tilkynnt fyrr en í dag. Gromi- ko utanríkisráðherra skýrði hins vegar brezka sendiherran- um í Moskvu fá því þegar í marzmánuði að samningnum myndi vérða sagt upp. Samningurinn tók gildi 12. marz 1957 og var gildislími hans fimm ár. Hvor aðili gal sagt samningnum upp með eins árs fyrirvara áður en gildistími hans var útrunninn. Brezka sljórnin hefur sagi að hún vilji hefja viðræður við sovétstjórnina um nýjan samning. Brezka sljórnin er | sögð hafa talið að sovétstjórn- in myndi fús til að gera nýj- an samning, en hún mun enn ekki hafa svarað tilmælum Breta um eamningaviðræður, að sögn brezkra heimildar- manna í Moskvu. Stækkun íslenzku landlielg- innar talinn orsökin 1 Lordon er lalið að ástæð- an fyrir uppsögn samningsins sé sú að íslendingar hafa fært fiskveiðilögsögu sína út í 12 mílur og samið hefur v'erið um að Brelar viðurkenni þá stækkun innan þriggja árá. Samkvæmt hinum gamla samningi var brezkum togur- um heimilt að veiða upp að þremur sjómílum á vissum svæðum við íshafsslrendur Sovét'ríkjauna. Marscille 30/6 — Bændur í hér- aðinu umhveríis Marseille settu upp vegatálmanir í dag, enda þótt foringjar bændasamtakanna haii Jýst yfir vopnahléi í bar- áttunni gegn landbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar og stjórnin hafi tilkynnt að hún ætli að stórhækka uppbætur á búsaf- urðir. Víða annars staðar i land- inu héldu bændur einnig áfram mótmælaaðgerðum sinum. Líf fcerist yfir höfn- ina að nýju Deyfðin, sem hvíldi yf- ir hiifninni sem og öðrum vinnustöðvum hér i Reykja- vík meðan á verkfalii Dagsbrúnar stóð, livarf í gærmorgun, er verkamenn liófu vinnu að nýju. Mörg skip hafa beðið losunar að undanförnu og var þvi únnið við hverja bryggju. Myndin var tekin í gær, er verkamenn voru að opna lestarlúgur í Tungu- fossi, sem hingað kom mcð ýmiskonar varning, m.a. dráilarvélar. — (Ljósm. Þjóðviljinn).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.