Þjóðviljinn - 10.08.1961, Blaðsíða 1
í 7. umferð á skákmótiiiu í
Tékkóslóvakíu tefldi Friðrik
Ólafsson vift Niemela frá
Finnlandi. Skákin fór í bið og
þykir jafnteflisleg.
Moskvu 9/8 — Geimfar-
inn Hermann Titoff, sem
fór 17 sinnum umhverfis
jörðina í geimfari um síö-
ustu helgi, kom til Moskvu
í dag og var honum fagnaö
innilega af hundruðum þús-
unda Moskvubúa. Titoff
hélt ræðu á útifundi á
Rauða torginu, og sömu-
leiðis hélt Krústjoff ræðu
í tilefni hinna nýju vísinda-
afreka Sovétríkjanna.
Þúsundir manna tóku á móti
Titoff á flugvellinum. Meðal
þeirra voru Krústjoff forsætis-
ráðherra. Tamara kona geimfar-
ans, foreldrar Titoffs og Júrí
Gagarín fyrsti geimfarinn.
Mannfjöldinn fagnaði Titoff
ákaft, margir báru myndir af
geimfaranum og spjöld með á-
letrunum þar sem sovézk v:s-
indi voru hyllt. Miklir fagnað-
arfundir voru þegar Titoff
heilsaði konu sinni, og Krústjoff
faðmaði geimfarann.
Þúsundir manna stóðu með-
fram veginum frá flugvellinum
til Moskvu, um 20 km. vega-
lengd, og hyiltu geimfarann.
Vísindin fyrir friðinn
Titoff hélt ræðu á Rauða
torginu í Moskvu á útifundi,
sem yi'ir hálf milljón Moskvu-
búa sótti. Var geimfarinn ákaft
hyjltur.
Titoif sagði að afrek sov-
ézkra visindamanna í geimvís-
indum væru öll unnin í þágu
íriðar og mannúðar. Hann sagði
að tækni sovézkra vísindamanna
væri orðin slík, að þeir gætu
látið geimskip lenda hvar sem
væri i heiminum. Hann -kvaðst
vera mjög' þakklátur fyrir að
hafa verið valinn til þessarar
geimferðar og glaður yfir því
að hún heppnaðist vel.
Ef styrjaldarsinnar steypa
þjóðum heims í ói'rið höfum við
aflið til að sigra þá, sagði geim-
farinn. Ég mun sem sovézkur
t'luemaður ieggja fram alla
krafta mína í baráttunni gegn
striðsæsingamönnum.
Krústjoff flutti einnig ávarp
á f'undinum. Hann lagði áherziu
á að Sovétríkin væru að vinna
: þágu iriðarins með sigrum sin-
um yfir himingeimnum. Vísinda-
legur árangur geimrannsókna
okkar verður birtur öllum sem
áhuga haía á honum, sagði for-
sætisráðherrann. Fyrr eða síðar
munu aðrir sovézkir geimfarar
Framh. á 10. síðu
j
I
1
i
Fá 1,7 milljón krónur fyrir
að flytja tíu þúsund mál!
© Samið hefur verið um að norsk flutningaskip kaupi síld af íslenzkum bátum og ilytji hana
til Noregs þar sem hún verður scld í verksmiðj ur til bræðslu.
© Við verksmiðjuhlið í Noregi eru greiddar 35 norskar krónur fyrir hektólítrann aí bræðslusíld,
eða sem næst 210 íslenzkar krónur.
© Miðað við að í máli séu 1,35 hektólítrar, er verðið þá fyrir málið af bræðslusíld 284 íslenzkar
krónur.
© Samið hefur verið um að norsku flutningaskipin greiði 116 krónur fyrir málið, en það er
sama verð og greitt hefur vefið fyrir síld sem ílutt helur verið milli hafna hér heima.
© Norsku flutningaskipin fá þannig 168 íslenzkar krónur fyrir að flytja eitt mál af bræðslu-
sílá tíl Noregs.
© Fyrsta daginn eftir að samningarnir höfðu verið gerðir tóku fjögur norsk ílutningaskip 10.000
mál og fá þau 1,7 milljón krónur fyrir að flytja þann slatta!
Myndirnar hér ad ofan og neðan eru teknar skömmu
cftir að geimfarinn Hermann Titoff kom úr sinni fræki-
legu ferð. Þá hringdi hann í Krústjoff forsætisráðherra.
Yfir 20 togarar munu nú vera bundnir, þar af 15 í j
Reykjavík og Hafnarfirði; sumir hafa veriö settir í slipp, ■
aðrir liggja í algeru reiðileysi. Þarna eru togarar á öllum ■
■
aldri, allt frá göntlum togurum til Viðreisnar-Sigurðar, sem ■
kostaði 40 milljónir og er nú kominn upp í 45 milljónir ■
■
■
nteð síðustu gcngislækkuiiinni.
Ríkisstjórnin kann cngin úrræði til þess að hagnýta þessi ■
míkilvirkustu framleiðslutæki þjóðarinnar; Hún mannar sig ;
I S
ekki einusinni upp í það að fá þá til síldarflutninga, heldur ■
leigir crlenda ryðkláfa fyrir gjaldeyri eða kastar síldinni :
í Norðmenn fyrir hálfvirði. I þessu sambandi er vert að ;
veltja scrstaka athygli á því að stjórn Sildarverksmiöja ;
ríkisins á að starfrækja Siglufjarðartogarana báða, en hún :
hefur þá bundna og sendir síldina óunna úr landi á sama ;
tíma og verksmiðjurnar skortir verkefni.
HVERS VEGNA ERU ÞEIR EKKI LÁTNIR FLYTJA SÍLD?