Þjóðviljinn - 10.08.1961, Page 6
plÓÐVILJINN
Jtgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar:
Wlagnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. —
fréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir
Uagnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: £<kólavörðust. 19.
líml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Afleiðing af stjóriunálum
Covétríkin hafa enn einu sinni unnið mikið og ævin-
týralegt vísindaafrek. í rúman sólarhring var
mannað geimfar látið þeysast 17 sinnum umhverfis
jörðina, álíka vegalengd og ef farið væri til tunglsins
og til baka aftur, og síðan lenti geimfarið á þeim stað
sem fyrirhugaður hafði verið. Þetta afrek sýnir að
Sovétríkin eru að ná fullu valdi á geimsiglingum og
mannkyninu opnast nýjar víðáttur rannsókna og þekk-
ingar. Það hefur enn enu sinni sannazt að manninum
er ekkert ómáttugt, ef hann grandskoðar lögmál nátt-
úrunnar og hagnýtir þau. Afrek eins og þetta hlýtur
að vekja gleði og eftirvæntingu hjá hverjum eðlileg-
um manni — en samt herma fréttir að þetta stórvirki
hafi haft þau áhrif að verðbréf féllu í kauphöllum í
Frakklandi og Vestur-Þýzkalandi; sagt er að ráða-
menn Bandaríkjanna hafi strangar áhyggjur, og ólund-
in leynir sér ekki einusinni í íslenzku afturhalds-
blöðunum.
[l/|orgunblaðið segir í gær að ’það sé „leiðigjarnt... að
• Rússar skuli nota öll afrek sín í pólitískum áróð-
urstilgangi" og heldur áfram: „Vísindi og stjórnmál
eiea ekki að vera samtvinnuð“. Þetta er vægast sagt
einkennileg kenning. Þjóðskipulag ríkis hefur að sjálf-
sögðu áhrif á allar athafnir þess, og þróun vísindanna
er öruggasti mælikvarðinn á það hvort stjórnarkerfi
er hlutverki sínu vaxið. í þeirri samkeppni sósíalisma
og auðvaldsskipulags sem átt hefur sér stað síðustu
áratugina er sá sigur Sovétríkjanna stórfelldastur og
afdráttarlausastur að þau skuli vera komin langt fram
úr Bandaríkjunum í vísindum og tækni. Sú þróun
er eitt af undrum mannlegrar sögu. að frumstætt ríki
skuli hafa hafizt til slíkrar forustu á örfáum áratug-
um, og jþvílík umskipti geta aðeins orðið sem afleið-
ing af stjórnmálum — þótt Morgunblaðið virðist (raun-
ar af skiljanlegum ástæðum) telja stjórnmál eitthvað
óhreint sem ekki megi bendla við vísindi!
|jað hefur verið lærdómsríkt síðustu dagana að fylgj-
ast með þeim boðum sem borizt hafa til mann-
kynsins frá fíovétríkjunum annarsvegar og auðvalds-
ríkjunum hinsvegar. Fyrir nokkrum dögum birti
Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna drög að nýrri
stefnuskrá þar sem brugðið var upp mynd af nýju
samfélagi, þjóðfélagi allsnægta, sívaxandi þekkingar
og fagurs mannlífs. Geimför Títoffs kemur síðan sem
vísbending um það hversu stórfelld viðfangsefni hið
nÝja þjóðfélag muni glíma við. En einmitt þessa
sömu daga heyrist ekkert frá Bandaríkjunum og
fylgiríkjum þeirra annað en vopnaskak og linnulaus-
ar hótanir. Kennedy Bandaríkjaforseti flytur þjóð
sinni þann boðskap að hún verði að leggja hærri upp-
hæðir en nokkru sinni fyrr í vígvélar og morðtól og
taka æskumenn sína úr friðsamlegum störfum til her-
þjálfunar. Aðrir bandarískir stjórnmálamenn hrópa há-
stöfum að nú verði að gera árás á Kúbu og búa sig
undir að gera árás á Þýzka lýðveldið ef Sovétríkin
geri friðarsamning við það. Boðskapur auðvaldsríkj-
anna fjallar allur um dauða og tortímingu; hann er
fluttur af bölsýnum og örvæntingarfullum mönnum
sem ekki dirfast lengur að halda því fram að þeir
Stefni til bjartrar framtíðar. Andstæðurnar í átckum
sósíalisma og kapítalisma hafa aldrei verið jafn al-
gerar og nú, og sú staðreynd hlýtur að verða mörgum
umhugsunarefni sem lítt hafa leitt hugann að stjórn-
málum til þessa. — m.
LANGER:
Ef þér ættuð að vera forseti
réttar, sem tæki fyrir þau mál,
sem við höfum rætt nú lengi
og ef þér væruð þar ákærandi,
hverja kölluðuð þér þá til rétt-
arhaldanna sem vitni ákær-
anda, í röð eftir sekt þeirra,
og hverja kölluðuð þér sem
vitni varnarinnar, ef þér væruð
verjandi?
EICHMANN:
Sem ákærandi myndi ég
stefna fyrir réttinn: 1) Adolf
Hitler, 2) Reichsfuhrer Himmler,
báðum ákærðum um alla at-
burði', sem áttu sér stað, 3a)
Lögregluna, framkvæmdanefnd
hennar, yfirmann SIPO (örygg-
islögreglunnar) og SD (örygg-
isþjónustunnar), 3b) Sem á-
kærðan fyrir allt, sem gerðist
eftir að málin komu úr hönd-
um lögreglunnar yfirmann yf-
irstjórnar efnahagsmála (Wirt-
schaftsverwaltungshauptamt, W
VHA) Pohl j).Ég stefndi einn-
ig öllum deildarstjórum og
fulltrúum. Ég kallaði einnig
fyrir réttinn yfirmann 3. deild-
ar IV. Yfirstjórnar öryggis rík-
isins (RSHA), alla yfirmenn á-
hlaupaherdeilda (Einsatzgrupp-
en) í Austur-Evrópu yíir-
menn SS og lögreglunnar í
Generalgouvernement (þeim hl.
Póllands, sem Þjóðverjar her-
námu, (Aths. þýð.) (i-7), yfir-
mann VII. deildar SS, Briga-
defuhrer dr. Six 8). Auk þess
úr IV. deild B 4 Eichmann
fulltrúa fyrir mál varðandi
handtökur, auk hans yfirmann
II. deildar, varðandi reglu-
gerðir 0) og aðstoðarmenn hans.
Ég myndi einnig stefna fyrir
réttinn öllum foringjum SS og
lögreglunnar í Generalgouv-
ernément (tveir þeirra eru
ekki á lífi, sá þriðji í fangelsi),
'foringja SIPO i0-ia) og SD á
hernumdum landsvæðum og á-
hrifasvæðum okkar 20-22) og alla
ráðgjafa í gyðingamálum úr
ýmsum löndum Evrópu o.T2s)-
Ég held, að á þennan hátt
kæmi allt í leitirnar, sem varð-
, ar SIPO. Auk þessa kallaði ég
einnig fyrir réttinn eftirlits-
mann með fangabúðum Briga-
defuhrer SS Gluks 29)» 3c) yf-
irmann skipulagslögreglunnar
30) og ásamt með honum liðs-
foringja ábyrgan fyrir fram-
kvæmdum, yfirmann deilda,
sem skipulögðu fangaflutninga..
Utanríkisráðherra þriðja ríkis-
ins og ásamt með honum ríkis-
ritara 31-30). deildarstjóra og
fulltrúa 33-35) deildarstjóra og
samninga, sem Þriðja ríkið
gerði við leppríki, til að kasta
ljósi á hlutverk utanríkisráðu-
neytisins við að fá þau til að
samþykkja, að þau yrðu hreins-
uð af Gyðingum. Einnig efna-
hagsmálaráðherra Ríkisins 3G)
ásamt með deildarstjórum hans,
fulltrúum og ríkisritara 37).
Þeir eru í fyrsta lagi ábyrgir
fyrir, að Gyðingar voru hreins-
aðir úr atvinnulífinu, og í öðru
lagi ber þeim að útskýra, hvað
varð um eignir Gyðinga, sem
þýzki þjóðbankinn eignaði
sér 38).
Einnig skrifstofustjóra For-
ingjans (það er villa Eichmanns,
hann á við skrifstofustjóra
flokksins) á fyrsta tímabilinu,
Rudolf Hess, síðan Bormann 33)
með liðsforingjum sem hann
hafði í þjónustu sinni og' önn-
uðust tengsl milli hans og
skrifstofu Foringjans /i0).
Ég myndi einnig stefna vígbún-
aðarmálaráðherra ,ti), sem yrði
að útskýra, hversvegna, hversu
marga og með hvaða skilyrðum
hann tók Gyðinga í vinnu í
vopnaiðnaðinum. Einnig út-
breiðslu- og áróðursmálaráð-
herra /l2) til að útskýra hvaða
áhrif hann hafði til að undir-
búa almenningsálitið. Ég
stefndi og innnanríkismálaráð-
herra Stuckart /l3) og deildar-
stjóra hans /(/.) og ríkisritara og
einnig deildarstjórum, sem
voru ábyrgir fyrir allri löggjöf,
og ennfremur, ef þið viljið vita,
þingmenn, sem greiddu lögum
þessum atkvæði, enda þótt það
væri þýðingarlaus athöfn.
Þetta væri fyrsti hópur
hinna ákærðu.
Að svo miklu leyti sem það
varðaði ekki sjálft þýzka Ríkið,
stelndi ég einnig öllum em-
bættismönnum ýmissa landa,
sem höfðu samstarf við Þýzka-
land, og flokksforingja, þar
sem þeir voru til. Það myndi
ég gera sem fulltrúi ákæru-
valdsins og skipulegði þá hér
un procés monstre.
Þetta væri listi yfir hina á-
kærðu, og sný ég mér þá að
vörninni, úr því að við hugsum
okkur að um réttarhöld sé að
ræða.
Helzta vitni varnarinnar er
sagan. Ég myndi kalla fyrir
Myndin er tekin í Ait Aussee,
mann sig fyrst í stríðslokin.
réttinn einhvern virtan mann
sem nyti tiltrúar á því sviði.
Auk þess kallaði ég á einhvern
virtan mann, sem skýrði frá
hinum hættulegu afleiðingum
versalasamninganna og áhrif
þeirra (samninganna) á hugs-
IPohl, Oswald, yfirmaður
WVHA, líflátinn í Nurn-
berg.
Ck Jost, Heinz, yfirforingi A-
“ grúppu (Einsatzgruppe).
Dæmdur í Núrnberg, er nú
kaupmaður í Dússeldorf.
3 0hlendorf, Otto. Dæmdur
í Núrnberg.
4Rasch, Otto, dr. fékk ekki
dóm vegna slæmrar
heilsu í Núrnbergrétíarhöld-
unum. Er að öllum líkindum
enn á lífi
5Thomas, Max dr. Ætlað
er að hann hafi farizt í
Sovétríkjunum.
ÓKruger, Friedrich, SS
Obergruppenfúhrer. Flúði
að líkindum til Egyptalands.
7Kopþe, Wilhelm, er sú
forstjóri fyrir verksmiðju
í Vestur-Þýzkalandi. Var tek-
inn höndum í Bonn fynr
nokkrum mánuðum.
8Six, Franz Alfred, próf.,
yfirmaður Eichmanns,
dæmdur til margra ára
fangelsis í Núrnberg. Er nú
auglýsingastjóri dráttarvéla-
verksmiðju í Friedrichshafen,
Vestur-Þýzkalandi.
9Rauff, Walter, yfirmaður
II. deildar RSHA. Stjórn-
aði m.a. Gyðingamorðum með
gasbílum, sem Eichmann lýs-
ir síðar. Nú er hann ásamt
með Brunner (nr. 23) með-
eigandi að olíufélagi í Dam-
askus. Flýði frá Vestur-
Þýzkalandi.
WHahn, Ludwig, dr. yf-
irforingi öryggislög-
reglunnar í Varsjá, stjórnaði
fangaflutningum til Tre-
blinka. Til 1960 var hann lög-
fræðilegur ráðunautur trygg-
ingafélags í Hamborg. Var
handtekinn fyrir nokkrum
mánuðum.
UMúller, Johannes, yfir-
maður öryggislögregl-
unnar í Lublin, síðar í Var-
sjá. Ábyrgur fyrir flutningi
1,5 millj. manns til Belsen
og Sobibor, er nú einn af
æðstu foringjum lögreglunn-
ar í Vestur-Þýzkalandi.
141 Huppenkothen, Walter,
-*•“ næstæðsti foringi
Gestapo. Hefur aldrei verið
dæmdur fyrir það. Fékk 11
mánaða fangéls.i fyrir að
myrða Canaris aðmírál í
apr:l 1945. Býr nú í Múnchen
sem frjáls maður.
BWigand, Arpat, yfirfor-
ingi SS og lögregiu í
Varsjá, dæmdur í Póllandi.
Er nú frjáls maður í Mún-
chen.
MSchöngarth, Eberhardt,
SS Brigadefúhrer.
1 r Sporrenberg, Jacob, SS
Gruppenfúhrer.
1S Harster, Wilhelm, dr.
J-v SS Gruppenfúhrer. Starf-
aði í Hollandi, frá 1943 í
Verona. Dæmdur árið 1947
til 12 ára fangelsis í Hot-
landi. Leystur úr haldi eftir
6 ár. Býr í Vestur-Þýzka-
landi.
UScháfer, Emanuel, dr.
Oberfúhrer, yfirforingi
SIPO í Serbíu. Árið 1953 var
hann dæmdur í Köln til 6
6) — ÞJÓÐVILJINN —• Fimmtudagur 10. ágúst 1961