Þjóðviljinn - 16.08.1961, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.08.1961, Blaðsíða 12
 HEIMALNINGURINN, Sumir stunda búskap til að láta sér líða vel, öðrum er mest í mun að búsmalinn njóti lífsins, meðan það end- ist. Gunnlaugur Indriðason á Kópaskeri og kona hans, Guðrún Margrét Jónsdóttir, eru sýnilega af seinni bú- mannsgerðinni. Eins og marg- ir þorpsbúar eiga þau eina kú og nokkrar kindur. Kýrin á sér kálf, og þá er sagan hal'f. Fjáreig'n fylgir' einatt heimalningur einn á hverju vori, stundur reyndar fleiri, en hérna er hann einn. í einstæðingsskap sínum komst heimalningurinn á það lagið að sjúga kúna. Kálfinum fannst þá raunar á rétt sinn gengið, en vegna vinfengis við giþbu, lét hann til leiðast að semja við hana um helm- ingaskipti. Kusa sagði: svona eiga góð böm að vera. Og' eigendur kvikfénaðarins sögðu fyrir sitt leyti: Gott og vel, drekkið þið það, sem síg- ur í júgrið á daginn, en við viljum fá handa börnum okk- ar það. sem úr spenunum drýpur á morg'nanna. Þetta gátu alíir aðilar látið sér lynda. Síðan hafa þau kálfsi og gibba gengið með kusu í haga og sogið hana í bróð- erni á daginn, en sof'ið þurr- brjósta um nætur. ' Myndirnar tók Jón Arnarr, tólf ára snáði úr Reykjavík, sem dvelsf á Örlækjarseli í Öxarfirði á sumrúm. KÁLFURINN OG KUSA Kanadísk flotadeild kemur í lieimsókn til Reykjavíkur Friðrik enn efstur eftir 11 unrferðir á svœðamótinu Á morgun kemur hingað til vináttuheimsókn kanadísk flota- Ueild. Eru í deildinni 4 freigát- ur og munu þær leggjast að Ingólfsgarði kl. 8 í fyrramálið. Heimsóknin stendur í 5 daga. Skip þessi eru úr sjöundu kanadísku flotadeildinni, er hef- ur aðsetur í Halifax og koma þau beint þaðan og munu halda þangað aftur að heimsókninni lokinni. Á hverju skipi eru 13 offíser- ar, 32 kadettar og 120 sjóliðar eða ulls á öllum skipunum hátt í sjöunda hundrað manns. Sjó- Iiðamir eru aiit ungir piltar, sem verið hafa við nám, flest- ir á aldrinum 17—20 ára, og er þessi ferð einn liður í loka- aefingu þeirra, en að henni lok- inni gerast beir annað tveggja íastir sjóliðar feða hverfa ti! annarra staría. Öldruð kona úr Reykjavík farst í bílslysi í Höfn Á sunnudaginn fórst kona héðan úr Reykjavík, Steinunn Sigurðardóttir Bræðraborgar- stíg 1, í bifreiðaslysi í Kaup- mannahöfn. Steinunn var 74 ára að aldri, ekkja Sveins M. Hjart- arsonar bakarameistara. Frú Steinunn var í heimsókn hjá dótturdóttur sinni í Svíþjóð, frú Steingerði Þórisdóttur og manni hennar Jóni Hallgrims- syni lækni en hafði farið yfir til Kaupmannahafnar með öðrum íslenzkum lækni. sem dvelst úti í Svíþjóð, Knúti Björnssyni, og konu hans Önnu Þorláksdóttur. Frú Steinunn var í biíreið með þeim hjónum, er slysið vijdi til, ók dönsk bifreið á hliðina á bifreið þeirra, svo að henni hvolfdi á götuna. Frú Steinun beið bana þegar í stað en lækn- ishjónin fengu bæði heilahrist- ing. Helztu atriði í dagskrá heim- sóknarinnar eru þessi: Á morg- un, fimmtudag munu foringjar skipanna skiptast á kurteisis- heimsóknum við utanríkisráð- herra og önnur stórmenni í landi. Þá er einnig móttaka um borð í skipinu kl. 6 siðdegis. Á föstudag verður farið í heimsókn á Keflavikurflugvöll og síðdeg- is fer 175 manna flokkur offí- sera og undirmanrut í hringferð um Þingvelli og Hveragerði í boði ríkisstjórnarinnar. Þann dag sitja yfirmenn flotadeildar- innar einnig hádegisverðarboð utanrikisráðherra og kokkteil- boð hjá sendiherrum Breta og Bandaríkjamanna. Á laugardag fer annar 175 manna hópur í ferð til Þingvalla í boði Reykja- víkurbæjar, og þann dag verð- ur yfirmönnum flotadeildarinn- ar boðið til síðdegisdrykkju heima hjá Hallgrími Hallgríms- syni ræðismanni Kanada. Á sunnudag mun 100 manna flokk- ur fara suður í Fossvogkkirkju- garð og leggja blómsveig á minnisvarða yfir hermenn brezku krúnunnar. sem þar eru jarðaðir en í þeirra hópi voru um 50 Kanadamenn. Á laugardag og sunnudag munu sjóliðarnir taka þátt í iþróttakeppni við íslendinga. Á laugardagskvöldið verður skot- keppni við félaga úr Skotfélagi Brszk herskip í Jeit að olíu Neskaupstað í gser — Brezka herskipið JUTLAND kom hing- að í dag til að fá olíu, en ekki var unnt að selja því olíu vegna þess hve litlar birgðir eru fyrir hendi. Herskipið mun leita til Rv'kur. Um daginn kom það sömu erinda til Siglufjarð- ar. en þar komst það ekki að bryggju, því það þarf mikið dýpi. Reykjavikur. Á sunnudag taka þeir þátt í golfkeppni, knatt- spyrnukeppni og körfuknatt- leikskeppni. Mánudagurinn er enn að mestu óskipulagður nema þann dag heldur foringi flotadeildarinnar hádegisverðar- boð um borð í skipi sínu fyrir forseta fslands og 7 aðra gesti, þ.á.m. borgarstjóra og utanrík- isráðherra. Skipin verða til sýnis al- menningi á laugardag og sunnu- dag kl. 2—4 síðdegis báða dag- ana. Börnum innan 12 ára verð- yr ekki leyfður aðgangur nema í fylgd með fullorðnum. Fyrir nokkrum kvöldum var í fréttaauk-a ríkisútvarpsins I viðtal við Ingvar Hallgrímsson fiskifræðing, og skýrði hann þar frá rannsóknarferð um rækjuslóðir hér við land. í viðtalinu kom það fram að danskir sjómenn fá a.m.k. greiddar 3 danskar krónur fyr- ir hvert rækjukíló, en það er hvorki meira né minna en fimm- Enn löndunarbið Neskaupstað í gær — Hingað komu í dag nokkur skip með afla. en löndunarbið er nú fram á íöstudag. Sum skipanna hættu við að koma hingað og héldu á aðrar hafnir, einkum til Seyð- isfjarðar. Eldur í raftöflu Laust eftir hádegi í gær kom upp eldur í vélahúsi hjá Slát- urfélagi Suðurlands. Kviknaði í út frá rafmagnstöflu. Eldur- inn varð fljótt slökktur en tals- verðar skemmdjr urðu á raf- leiðslum í töflunni o.g gat brann á loft yfir henni. t 11. umferð skákmótsins í Marianske Lazne fóru leikar svo, að Filip vann Sliwa, Uhl- mann Blom. Ciric Ljungquist, Ghitescu Gragger og Baren- dregt Niemela. Friðrik gerði jafntefli við Szabo og Perez við Milic. Skák Bobosoffs og Jo- hannesens: fór í-bjð. Biðskákir7 úr 9. urhferð fóru svo að Friðrik vann Milic og Uhlmann Bobosoff en skák falt það verð sem íslenzkum sjómönnum er greitt. Einnig kom það fram að í Noregi er rækjuverðið einnig fimmfalt hærra en hér. Hér bætist við enn eitt og mjög athyglisvert dæmi um það hvernig öll greiðsla fyrir sjávar- afla er miklu lægri hér en i ná- grannalöndunum. Fer ekki að verða tímabært að einhverjir af hinum fjölmörgu hagfræðingum rikisstjórnarinnar skýri frá því hvernig á mismuninum standi og hvert þær fúlgur renni sem ekki koma fram í eðlilegum greiðslum hér. Síld fil VepB£- fj. og Seyðisfj. í gær komu sjö skip til Vopna- fjarðar með samtals 4650 mál sildar. Skipin voru Dofri BA 800, Tálknfirðingur BA 750, Haf- rún NK 450, Sigrún AK 650, Hagbarður ÞII 700. Rán ÍS 700, Árni Þorkelsson 600. í gær komu fimm skip til Seyðisfjarðar með samtals 2850 mál, Sindri VE 250, Von GK 750, Reynir VE 1000, Særún SU 600 og Sæborg BA 250. Baldur EA kom i gær til Hjalteyrar með 500 mál og í nótt var Eldborg vætnanleg með 1000 mál. Bloms og Graggers fór aftur í bið. Biðskókum úr lo umferð lauk svo, að Frikrik vann Perez, Filip Milic og Johánnesen Sza- bo en skák Uhlmánris og Bar- endregts fór aftur í bið óg á Uhlmann betra. Skák Ciric ' óg Graggers mun eínnig ólokið. Staðan eftir 11. umferð er þá þessi: 1. Friðrik'íiitó iyírimrig í,f|. Filip 9, 3. Uhlmann ^8 og bið- skák, 4. GhiteseU? 7%, 5. Jo- hannesen 6V2 of* biðskák. 6. Cir- ic 5 Vz \ og biðskák, 7. Szabo 5V->, 8.—9. Bobosoff -og Barendr.egt.-5 og biðskák hvor, 10. Sliwa 4. 11.—12. Perez 'Og Mflic 3V2, lj. Blom 3 o.g biðskák, 14.—15. Ljung'quist og Niernela 3, lö. Gragger 2V2 og 2 biðskákir. Eftir er að tefia fjórar um- ferðir og teflir Friðrik í þeim við Bobosofí, Barendregt, Blorh og Ciric í þeirri röð, sem þeir voru taldir. Filip og Uhlmann eiga eftir að tefla saman, gera þeir það í næst síðustu umferð. Dómurinn yfir Eichmann kveðinn upp í nóvsmber Verjandi Adolfs Eich- mann, dr. Robert Servati- us, sagði í gær að réttar- > höldin yfir Eichmann hefðu farið vel íram. Ser- vatius sagðj að Eiehmann hefði undrazt réttláta og mannúðlega meðferð á sér. Hann var skoðaður af læknum tvisvar á dag og' að öðru leyti fór vel um hann. Dómurinn verður kveð- inn upp yfir Eichmann í nóvember. Tító, Júgúslavíuforsetl lýsti yfir því í gær að stjórn hans myndi vcita Túnisbúum stuðn- ing í deilum þeirra við Frakka. Rækjuverð finunfalt hærra!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.