Þjóðviljinn - 02.09.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.09.1961, Blaðsíða 7
IÓÐVILJIHN &tgefaiitli: Samelningarflokkur alþýöu Sósialistaflokkurinn. — Rltstiór&r: língnús Eiarcansson (Ab.), Magnús Toríi Ólafsson. Sigurð'ur Ouðmundsson. - Fróttarltstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. - AuglýsinBustiórl: Ouðgelr ttagnússop - Ritstjórn, afgrciðsla, auglýsij^ear, prentsmiðja: Ekólavörðust. 19. «fm! 17-500 (S línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluverð kr 3.00. Prentsmlðja ÞJóðviljans h.f. Alvarlegt ástand Qovétríkin hafa tilkynnt að þau munl Hefja íilraun- ^ ir með kjarnorkuvopn á nýjan leik og verði nú stefnt að því að framleiða öflugri sprengjur en nokkru sinni fyrr. Þetta eru mikil og alvarleg tíðindi og þau sýna bezt hversu geigvænlegt ástandið í heimsmálum er um þessar mundir. Engum dylst hvert er tilefni þessarar örlagariku yfirlýsingar Sovétstjórnarinnar. Átökin í Evrópu stafa af því að Atlanzhafsbandalags- ríkin neita að viðurkenna núverandi landamæri í Evr- ópu og þau ríki sem mótazt hafa eftir síðustu heims- styrjöld. Vestur-Þýzkaland krefst þess ekki aðeins að fá að leggja allt austurþýzka lýðveldið undir sig held- ur gerir einnig landakröfur til Póllands, Tékkóslóvak- íu og Sovétríkjanna. Öll Atlanzhafsbandalagsríkin neita að viðurkenna tilveru og rétt Austur-Þýzkalands; og geri sósíalistísku ríkin friðarsamninga við austur- þýzka lýðveldið og gangi þannig formlega frá landa- mærum þess, hafa Atlanzhafsbandalagsríkin hótað því opinskátt að ráðast með hervaldi inn í Austur-Þýzka- land, til þess að þurfa ekki að viðurkenna austurþýzku stjórnina með því að semja við hana um samgöngu- leiðir til Vestur-Berlínar. Það hefur verið eftirlætis- kenning vestrænna herfræðinga um skeið að hægt myndi að afmarka afleiðingar slíkrar árásar við „venju- leg“ vopn, en kjarnorkuvopnum yrði ekki beitt; og í samræmi við það hefur stjórn Kennedys lagt á það of- ur kapp að undanförnu að efla hinn „venjulega“ vopna- búnað sinn og stórauka mannaflann í hernum. Nýjustu yfirlýsingu Sovétríkjanna er ætlað að leggja á það regináherzlu að kenningarnar um takmarkaða styrj- öld með „gamaldags“ vopnum séu fásinna; verði ráð- izt á nokkurt sósíalistísku ríkjanna með vopnavaldi hljóti afleiðingin að verða heimsstyrjöld sem háð verði með öllum þeim múgmorðstækjum sem tiltæk eru. Hér er varað harkalega við, og er þess að vænta að ýmsir þeir átti sig sem að undanförnu hafa leikið sér að eldi með því að neita að viðurkenna staðreyndir um ríki og landamæri. T þessu alvarlega ástandi er ömurlegt að fylgjast með A því hvernig ráðamenn Atlanzhafsbandalagsríkjanna bregðast við með blygðunarlausum áróðri og leyfa sér jafnvel siðferðilega dóma; meira að segja valdamenn Bandaríkjanna sem einir hafa beitt kjarnorkuvopnum og myrt hundruð þúsunda varnarlausra manna. Allir muna að það voru Sovétríkin sem beittu sér fyrir því að kjarnorkuvopnatilraunum væri hætt með einhliða aðgerðum 1958, en Atlanzhafsbandalagsríkið Frakkland hefur haldið tilraunum sínum áfram engu að síður. Allir vita að Sovétríkin hafa ekki aðeins lagt til að öll kjarnorkuvopn yrðu eyðilögð, heldur skyldu herveldin afvopnast gersamlega, og fylgdu Sovétríkin þeim til- lögum eftir með umfangsmikilli einhliða afvopnun. En samningatilraunir um algert bann við kjarnorkuvopn- um og um afvopnun allra ríkja hafa engan árangur bor ið, heldur hafa Atlanzhafsbandalagsríkin að undanförnu haft frumkvæði að nýju vígbúnaðarkapphlaupi og haft í frammi harkalegustu ögranir til framdráttar þeirri stefnu sinni að unnt sé að breyta landamærum og ríkjaskipan í Evrópu. Því aðeins er hægt að semja að gagnkvæman vilja skorti ekki og báðir aðilar viður- kenni óhjákvæmilegar staðreyndir. Ítök stórveldanna eru ógnarleg og sýna glöggt að valdstefnan leiðir aðeins óumræðilegar hættar yfir mannkynið. Aldrei hefur verið brýnna en nú að al- þýða manna um heim allan sameinist um að kveða þá stefnu niður að fullu og öllu. Fyrir okkur íslendinga er átakanlegt til þess að vita að hið vopnlausa friðar- rrki okkar skuli hafa verið gert aðili að þessum átök- um og sé í bandalagi við þá sem ógna heimsfriðniun. með landvinningakröfum í Evrópu; öll framtíð okkar er háð því að þeim kröfum verði. endanlega hnékkt. - m ta dag og til þess hefur lijggjaíinn ællað honum 3 tíma á dag. Kennarinn er því svo sannarlega ekki búinn með sinp vinnudag, þótt hann fari héim úr skólanum. Og þessir þrír tímar nægja engan veginn til þe-ssarar vinnu, þegar um .er að ræða erfiða kennslu. Lög- gjafinn héfur líka gert sér grein fyrir þessu, því ákvæði eru um greiðslu fyrir heim.avinnu, ef um er að ræða óvenjumikla íslenzku- og reikningskennslu. Þessi greiðsla mun þó varla fara fram úr 250 krónum á mánuökV: v. Það mun varla óalgengt að kennafar ; þurfi að sitja yfir verkéfnuifi s.ínum fram á kvöld, þcgar að’iir launþegar geta not- að timann til hvíldar og skcmmtuttar. .. Eins og kennsludegi okkar er háttað nú/þurfum við að kenna állt að -6 mísmunandi náms- Pétur SumarliSason: 1. grein og búdrýgindi Á sl. vori birtust hér í blað- inu greinar eftir Pétur Sum- arliðason um Iaunakjör kenn- ara. Nú hefur hann ritað fieiri greinar um þctta efni og birtist sú fyrsta hér á síðunni. Flestar launastéttir ríkisins vinna hvern virkan dag ársins að fráteknu sumarfríi, þ.e. þeir mæta á sínum vinnustað. Barnakennarar eru víst þeir einu, sem eru 3—6 mánuði árs- in-s víðsfjarri sínum vinnuvett- vangi. í síðasta kafla gerði ég nokkra grein fyrir þessu, en Ipó mun varla saka að minn- ást á það aftur. Ég sagði bar að kennari við 9 mánaða skóla teldist ársmað- Ur í starfi þannig, að hann st.arfar að beinni kennslu í 9 mánuði, honum hlýt.ur að reikn- ast um brigeia vikna sumar- frí og þar að auki hafa mér fróðari menn um þessi mál saet mér að einhvers staðar í gömlum ákvæðum eða greinar- gerðum sé svo til ætlast af ríkisvaldinu, að kennarinn noti þá rúmu tvo mánuði. sem eftir eru af starfsárinu, til þess að sækia námskeið og vinna að undirbúningi næsta starfsárs. Ég mun ræða þessi mál ein- göngu með hiiðsión af kennara við 9 mánaða skóla. hef gert áður grein fyrir styttri skólun- um. Það ent einm.itt bessir þrír sumarmánuðir, sumarfríið þar innifalið, sem almennt er tal- ið að kennarar hafi kauo án starfs og geti því notað til þess að vinna á tvöföldu kaupi. Það mun og lengi hafa verið svo. að kennarar s.iálfir hálf- skömmuðust sín gagnvart þessu atriði, jafnvel skildu þetta hin- um almenna skilningi um kaup fyrir ekki neitt. Nú mun það ek.kert einstakt fyrirbrigði, að menn vinni í sumarfríinu sínu og varla hef ég heyrt neinni stétt ámælt fyrir það. Hitt er alveg rétt, að kenn- arar hafa ekki almennt notað kennsluhléið á þann hátt, sem löggjafinn mun hafa til ætl- azt, heldur yfirleitt reynt að nota þennan tíma til tekjuöfl- unar, -vitanlega að meira eða minná leyti á kostnað starfsins. En það er alrangt, að við vild- um ekki gjarnan láta þessa sumarvinnu eiga sig og vinna heldur að því er snertir beint okkar starf. Við höfum bara yfirleitt ekki talið okkur hafa efni á því, og má hver lá okk- ur það sem vill. Staðreyndin er sú, að kenn- arar eru kannske eina ríkislaun- aða stéttin, er ekkert sumarfrí tekur sér, og er það ábyggi- lega ekki heppilegt, hvorki fyr- ir kennarana sjálfa, né börnin, sem þeir eiga að umgangast. Þessir tveir mánuðir, sem segja má, að við svíkjumst frá starfi, því ég geri ráð fyrir að almenningur upni okkur sumarfrís á við aðrar stéttir, þessir tveir mánuðir eru öfund- arefnið og það, sem talið er af almenningi, að við höfum fríð- indi fram yfir flesta aðra þegna þjóðfélagsins. Staðreyndin er sú, að fæstir okkar taka þessa sumarvinnu .með glöðu geði, við vitum að hún hefnir sín á næsta vetri, en flestir okkar eru tilneyddir og víst er, að þeir sem eru við styttri skólana komast á engan hátt hjá því. En möguleikar okkar til þessarar sumaratvinnu eru oft litlir, það má ekki miklu muna, svo ekki sé fullráðið í flesta sumarvinnu, þegar skóla er lokið. Þetta atriði hefur bein- línis haft áhrif á það, að þar sem styttri skólarnir eru, æskja kennarar ekki eftir íyllsta kennslutíma, vegna þess hversu erfitt er um vinnu er kemur fram á sumarið. Sú staðreynd er tæpast glæsileg, né heppi- leg fyrir viðkomandi fræðslu- héruð. Að vinna sumarfríið sitt og þann tíma, er ætti að skila okk- ur undirbúnum undir starf næsta vetrar eru og líka okk- ar einú búdfýgindi, éða launa-r uppbót, um enga aðra er að ræða. En hvernig hafá'1 svo hinar ýmsu launastéttir i’íkisins bætt . launakjöt-' sín,:'án: 'þessrráðÐJlaun+i :j ; in hafi hækkað :íá laúnaskrá? Jú, þáð hafai;þaér gert' me'ð ýmiskonar samningum við viðc: komandi aðilá’.1 >í»að erú ýmis+.. konar fríðí'ndí í fatnaði, fai’T,.: gjöldum, 'Styttúm vinttutíma, aukavinnu á fuilu- eftii'Vinnu- • kaupi; gréiðslu á ailskonar. aukakostrtáði er af starfinu . leiðir; 12 "fnánuði':gfeiddá með,. 13 mánáða- iáúrfurtt,' ým'iskonar • styrkir og; fjöldá margb ann- • að, sem ég' eí' ekkÞ’nógú: kunn- ; ugur 'til áð' te'Tja úpþ:" Þessi aukafríðiridi '' erti" hjá' 'ýmsum orðin állv'étuleg uúþþbót á hin skráðú íáún vfðkofnandr ' starf-- stéttar og eru fæstum að fullu. kunn, nérna þeim “éinum er að þefm búa: Á mótf’ þesstr kémur svo það, ; sem óft ev Vitnað' til, hin ýmsu frí skóiáttná' að'‘Vétrinum. Lög- gjafinn hefur ákvéðið þéssi frí og þótt okkur kennurum finn- ist sum þéírra' máske óþarf- lega íong má 'þó...hafá 'það í huga, áð þetto éru h’já rnörgum . - 1 einu .fríin á árinu, og finnst mér áð við seum yél’ að þeim . komnir. Ég get efcki skilið við þenn- an þátt, án þéss áð fara nokkr- um orðúm um raunverúlegan. vinnudag kénnáí’á, því hann er sannaníega ’nokkí'ú óhægari en flestrá, annarra, er téljást emb- jI ^<4 V 'i t , I l i ’.'i j «_• s *j:'l i ættisrrjenn rikisins. Flestir. launþegar .. iríkisins ijúka hdegi -sínum með sam- felldri vinnu á vinnustað. Þeg- ar farið er heim, er vinnudegi lokið og maðurinn ræður sín- um tíma eftir.það. óí. Eins og ég. minntist .á áður. ^eru stundaskrár' kenrtara oft svo óhægar, að þeir hafa ekki lokið sinni kennsiu fyrr en klukkan 4r+-7:e.h,'.'Þá eiga þeir eftir að vinna úr verkefnum og ganga frá undirbúningi undir greinar -á degi hverjum og hver ein, þessara stunda þarf sinn undirbúning, fyrir utan úrvinnsUp verkefna og prófa. Jýú ,ypit, ég , að, almenningur '.fekutt.-.T^firlpit^ ekki mark á orðuitt mínum um þessa miklu heimavi^jiu, , margir álíta að hún sé- hreint ekki svo mikil, það sé yfirleitt hægt að vinna aþt yiðvrkjandi kennslunni í sjáifum tímanum. Foreldrar munu líka segja, a.m.k. sumir hyprjir, ,aö það sé aldrei farið yfir bækur barnanna, hvorki stíja, .reiknjng né annað og get- . ur það ^þjndum yerið rétt, þótt hit,t. sé oftar staðrpyndin, að við. hþfufn, orðið að taka upp annað vin.nulag til þess að létta á; hejmavinnnnni. Hinu er •svp, .hplfjur .ekfcj að leyna, að sú, . undjrbúningsvinna, sem nauðsynlegt er. að inna af hendi. er auðvitáð mjög misjöfn og stundum engin, og geta þar leg- ið til nrargar ástnjður og auð- • vitáð er, þiisj^afn sauður í mörgu fé á.meðal kepnara engu síður en. anijarsstaðar. . Áð lokum þetta. Sumarvinna kenríara á ahttennum vinnu- fnáfkaði éV mjög almenn og hún stafáf" aq lángméstú leyti af lélégurh'Táunákjörúm. Með nýiu láúnálögUnum 'var" ætlazt til þess ,af hálfu löggjafans, að það væri tryggt áð kennarar . þyrftu ’efekY'áð vinna áðra vinnu yfjr þes-sa manuði; var talið nauðsýníegt a'ð trýggia kenn- urura næga hviTd eftir þreyt- andí vetrárstárf. Þetta hefur ekki tekizt óg afleiðingin er sú að.kertnarar mæ.ta til starfs aði.hausti meira og minna út- ke.Vrðir eftir sumarvinnuna. Getur það varla talizt hepnilegt. en j svornmun verða framvegis á meðan launak j ör kennara eru eklíi/stórlega bætt, • Ég Tæt • þetta nægja um fríð- índi. kerinara. en næst er svo a;ð athnga hveriar afleiðingar hin lélegu launakjör hafa haft og wiuiT ég gera því, nokkur skil í næstu'grein. f f'; ajj: £) — ÞJÓÐVILJINN-í- Laugardagur 2. september 1961 Haraldur Jóhannsson, hagfrœSingur: Efnahagsbandalag Evrópu var sett á stofn með samningi, undirrituðum í Róm 25. marz 1957. Efni samnings þessa, sem oft er nefndur Rómarsamning- .urinn, verður rakið í grein þessari, eins og kaflaskipting og fyrirsagnir samningsins segja til um. I. Rómarsamningurinn skiptist í hluta, kafla og kapítula, eins og hér segir: AÐFARAORÐ; FYRSTI HLUTI: GRUND- VALLARREGLUR ANNAR HLUTI: GRUND- VÖLLUR BANDALAGSINS. I. kafli — Frjáls fiutningur vara 1. kapítuli. Tollabandalag i. atriði: Afnám tolla milli aðildarríkjanna ii. atriði: Setning sam- eiginlegra tolla. 2. kapítuli. Afnám hafta á viðskiptum milli aðildar- ríkjanna II. kafli — Landbúnaður III. kafli — Frjáls tilflutningur manna, þjónustu og auðmagns. 1. kapítuli. Verkamenn 2. kapítuli. Réttur til at- vinnurekstrar 3. kapítuli. Þjónusta 4. kapítuli. Auðmagn IV. kafli — Samgöngur ÞRIÐJI HLUTI: STEFNA BANDALAGSINS I. kafii — Sameiginlegar reglur 1. kapítuli. Reglur um sam- keppni 2. kapítuli: Ákvæði um rik- isfjármál 3. kapítuli. Samræming laga II. kafli — Stefnan í efnahags- málum 1. kapítuli. Stefnan .með til- liti til tilhneiginga í efna- hagslegri þróun 2. kapituli. Greiðslujöfnuð- urinn 3. kapítuli. Stefrtan í við- skiptamálum III. kafli — Stefnan í félags- málum 1. kapituli. Ákvæði úm fé- jlagsmál 2. kapítuli, Félagsmálasjóð- ur Evrópu IV. kafli — Framkvæmda- banki Evrópu FJÓRÐI HLUTI: TENGSLIN VIÐ LÖND OG LANDSSVÆÐI í ÖÐRUM HEIMSÁLFUM FIMMTI HLUTI: STOFNAN- IR BANDALAGSINS I. kafii — Ákvæði um stofn- anir 1. kapituli. Stofnanir 2. kapítuli. Ákvæði sámeig- inleg allmörgum stofn- unum 3. kapítuli. Efnahagsmála- og félagsmálanefndin II. kafli — Fjármálaleg ákvæði SJÖTTI HLUTI: ALMENN Á- KVÆÐI OG LOKAÁKVÆÐI. n. AÐFARAORÐ í aðfaraorðum segir, að þjóð- höfðingjar aðildarríkjanna sex, Belgiu, Vestur-Þýzkalands, Frakklands, Ítalíu, Luxemborg- ar og Hollands,séu „staðráðn- ir að leggja grundv. að nánari tengsJum þjóða Evrópu, hafi ákveðið að tryggja efnahags- legar og félagslegar framfarir landa sinna með sameiginleg- um aðgerðum til þess að lyfta hindrunum, sem skipta Evr- ópu‘‘ . . . (og) „láta sér ekki dyljast, að afnám ríkjandi takmarkana krefst sameigin- legra aðgerða til þess að tryggja stöðuga útþenslu, jafn- vægi í viðskiptum og sann- gjarna samkeppni“, (og) „er umhugað um að styrkja sam- bönd hagkerfa (landa) . sinna og tryggja samræmda þróun með því að draga úr þeim mis- mun, sem er milli hinna ýmsu svæða, og létta undir með þeim, sem ekki hefur miðað íram til jafns við aðra, sem betur hefur vegnað“ .. . (og) „hyggjast treysta samstöðu þá, sem knýtir saman Evrópu og lönd hennar í öðrum heims- álfum i samræmi við grund- vallarreglur stofnskrár Samein- uðu þjóðanna; (og) eru ein- ráðnir að styrkja stoðir frið- ar og frelsis með því að koma á þessum samruna verðmæta sinna, og hvetja aðrar þjóðir Evrópu, sem aðhyllast hug- sjónir þeirra að ganga til liðs við þá í viðleitni þeirra“. FYRSTI HLUTI: GRUND- VALLARREGLUR — (Greinar 1—8) Efnahagsbandalag Evrópu felst í eftirfarandi aðgerðum, starfsemi eða samræmingu; (að segir í 3. grein): (a) afnámi tolla og hafta milli aðildarríkjanna á innflutn- ingi og útflutningi vara; og annarrar íhlutunar á- þekkrar; (b) setningu sameiginlegra tolla og upptöku sameig- inlegrar stefnu í verzlun- armálum gagnvart öðrum löndum; (c) afnámi hindrana milli að- ildarrikjanna gegn frjáls- um tilflutningi manna, þjónustu og auðmagns; (d) upphafi að sameiginlegri stefnu í landbúnaðarmál- um (og fiskveiðum); (e) upphafi sameiginlegrar stefnu í samgöngumálum; (f) stofnsetningu kerfis til tryggingar því, að sam- keppni skuli ekki teppt innan Efnahagsbandalags- ins; (g) samræmingu stefnu aðild- arríkjanna í efnahagsmál- um og úrbótum á misvægi í greiðslujöfnuði þeirra; (h) samræmingu laga þeirra að svo miklu leyti, sem nauðsynleg er til starf- rækslu Efnahagsbanda- 'lagsfn^) (i) stofnun Félagsmálasjóðs Evrópu til þess að bæta atvinnuskilyrði verka- manna og til þess að stuðla að bættum lífskjör- um þeirra; (j) stofnun Framkvæmdabanka Evrópu til þess að auð- velda atvinnulega út- þenslu í Efnahagsbánda- laginu; og (k) tengingu landa og lands- svæða í öðrum heimsálfum við Efnahagsbandalagið með tilliti til aukinna við- skipta og þátttöku í við- leitni þeirra til efnahags- legrar og félagslegrar framþróunar. Efnahagsbandalagið mun setja á laggirnar stofnanir til þess að fylgjast með því, að bandalaginu verði komið á fót, eins og samþykktir þess mæla fyrir. Stofnanir þessar eru, (að segir í 4. grein); fulltrúaþing, ráð, framkvæmdanefnd, dómstóll. Haraldur Jóhannsson Efnahagsmála- og félagsmála- nefnd verður komið upp til ráðgjafar ráðinu og fram- kvæmdanefndinni. Efnahagsbandalaginu skal komið á fót á 12—15 árum. Þessu millibilsástandi skal skipt í þrjú skeið. Og hið fyrsta þeirra varir fjögur til sex ár. ANNAR HLUTI: GRUND- VÖLLUR BANDALAGSINS I. kafli — Frjáls flutningur vara (Grein 9—37) Inngangsákvæði. Efnahags- bandalagið er grundvallað á tollabandalagi, sem nær til allra vara, (að segir í 9. grein), en í tollabandalagi' felast í fyrsta lagi bann við tollum á útfluttum eða ínnfluttum vör- ummilli aðildarríkjanna og öll- um gjöldum, sem hafa sömu á- hrif og tollar; og í öðru lagi upptöku sameiginlegra tolla gagnvart öðrum löndum. 1. kapítuli. Tollabandalag. i. atriði; Afnám tolla milli aðild- arríkjanna. Ákvæðin um af- nám tolla eru tvenns konar, A. um verndartolla, B. um tekju- tolla. Ákvarðanir og fyrirmæli um tolla eru miðuð við tolla, eins og þeir voru 1. janúar 1957. A. Um verndartolla. Vernd- artollar skulu lækkaðir i þess- um áföngum, (að segir í 14. grein); (a) Á fyrsta skeiði millibils- ástandsins verða tollar lækkaðir fyrsta sinni ári eftir gildislöku samnings- ins; öðru sinni verða toll- ar lækkaðir 18 mánuðum síðar; þriðja sinni verða tollar lækkaðir í lok fjórða ársins frá gildistöku samningsins. (b) Á öðru skeiði millibils- ástandsins verða tollar fyrsta sinni lækkaðir átj- án mánuðum eftir upp- haf skeiðs þessa, öðru sinni átján mánuðum síð- ar; og þriðja sinni ári síð- ar. (c) Þeir tollar, sem eftir standa, skulu lækkaðir á þriðja skeiði millibilsá- standsins, eins og ráð bandalagsins ákveður að fengnum tillögum fram- kvæmdanefndarinnar. Um upphæð tollalækkana eru þessi fyrirmæli, (að segir í 14. grein); Fyrsta lækkunin skal nema í% af upphæð tolla á sérhverri vöru; en síðari lækk- anir skulu miðaðar við, að tollatekjur aðildarríkjanna lækki um 10%. Tollar á engri vöru skulu samt lækkaðir minna en 5% hverju sinni. Ennfremur er tekið fram, að tollar, sem eru svo háir, að þeir verða enn yfir 30% að tollalækkununum loknum skulu hverju sinni lækkaðir um að minnsta kosti 10%. Fyrir lok fyrsta skeiðs miili- bilsástandsins skulu aðildar- ríkin hafa afnumið tolla á út- fluttum vörum. B. Um tekjutolla. Um afnám tekjutolla gilda sams konar á- kvæði og um afnám verndar- tolla. Tollar þessir skulu hverju sinni lækkaðir á sérhverri vöru um að minnsta kosti 10%, (að segir í 17. grein). ii. atriði: Setning sameiginl. tolla. Efnahagsbandal. kveðst reiðubúið að ganga til samn- inga við önnur ríki um tolla milli þess og annarra landa lægri þeim en það gæti að öðr- um kosti sett, (að segir í 18. grein). Hæð sameiginlegu tolla Efna- hagsbandalagsins gagnvart öðr- um löndum skal vera jöfn ein- földu meðaltali hinna fjögurra tollsvæða bandalagsins, að sett- um nokkrum fyrirvörum, (að segir í 19. grein). Fram- kvæmdanefndin skal innan tveggja ára frá gildistöku samningsins kveða á um, að hve miklu leyti skal tekið til- lit til tekjutolla við ákvörðun hinna sameiginlegu tolla bandalagsins, (að segir í 22. grein). Sameiginlegu tollum Efna- hagsbandalagsins skal á komið í þessum áföngum, (að segir i 23. grein): (a) Þegar ekki er meira en 15% mismunur á verandi tollum á einhverri vöru og _hinum væntanlega sameig'- inlega tolli, skal hinn sam- eiginlegi tollur taka gildi í lok fjórða ársins frá gildistöku samningsins. (b) Á öðrum vörum en þeim, sem heyra undir lið (a) skal mismunur á verandi tollum og væntanlegu sam- eiginlegu tollunum skert- ur um að minnsta kosti 30% í lok fjórða ársins frá gildistöku samningsins. (c) í lok annars skeiðs milli- bilsástandsins skal mis- munur verandi og vænt- Framhald á 10. síðu. Laugardagur 2. september 1961 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.