Þjóðviljinn - 23.09.1961, Blaðsíða 6
Ötgefandl: Samelningarflokkur alþýSu — Sósialistaflokkurlnn. — Rltstlórar:
Uaenús K'artansson (áb.). Magnús Torfl Ólaísson. SleurSur Guðmundsson. —
"ráttarltstlórar: ívar H. Jónsson, Jón BJarnason. - Auglýslngastjóri: GuSgelr
líagnússon. - Ritstjórn. afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiSJa: Ekólavörðust. 19.
a(»i 17-500 C5 línur). Áskrlftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöiuverð kr. 3.00.
Prentsmlðja ÞJóðvlljans h.f.
GuBmundur Ágústsson:
Háskaleg þróun
■yið lifum á öld vísinda og tækni. Þjóðirnar keppast
* við að ná valdi á náttúruöflunum og nýta þau sér
í hag með sem umfangsmestri menntun og vísinda-
rannsóknum, hagnýtingu hvers kyns velmenningar og
tækni í daglegum athöfnum. Vaxtarbroddur þjóðar er
nú talinn birtast í því hversu margir sérfræðingar bæt-
ast við á ári hverju, og kostnaðurinn við menntun
og góð vinnuskilyrði er hvarvetna talinn mjög arðbær
fjárfesting; meira að segja er víða barizt um sérfræð-
ingana og stundum með næsta ófögrum aðferðum.
•
Ijað er erfitt fyrir litla þjóð, sem skortir fjármagn og
" aðstöðu til umfangsmikilla rannsókna að fylgjast
með í þessari keppni, en þó er það verkefni flestum
öðrum nauðsynlegra. Við þurfum að hagnýta allar ný-
ungar sem okkur henta eins fljótt og kostur er, og við
þurfum að leggja fram nægilegt fjármagn til sjálf-
stæðra rannsókna á náttúru íslands og hinum sér-
stöku atvinnuskilyrðum okkar. Til þess þurfum við
vel menntaða sérfræðinga sem fái góð skilyrði til
starfa. En á þessu sviði eru vanrækslusyndir íslenzka
þjóðfélagsins mjög miklar og alvarlegar. Við höfum að
vísu eignazt allstóran hóp sérmenntaðra manna, þótt
mikið skorti á að fullnægjandi sé, en fæstir þeirra
hafa fengið verðug vinnuskilyrði hér á landi. Aðstaða
til vísindastarfa ihefur verið af mjög skornum skammti,
og margir velmenntaðir hæfileikamenn hafa orðið að
sinná frumstæðri kennslu og öðrum enn fráleitari við-
fangsefnum til þess að afla sér viðurværis, og mennt-
un þeirra hefur ekki notazt þjóðfélaginu. Launakjör
hafa verið slík að flestir þeir sem þó hafa fengið ein-
hverja aðstöðu til starfa hafa neyðzt til þess að hlaða
á sig aukaverkefnum og hefur það að sjálfsögðu komið
niður á hinum eiginlegu viðfangsefnum þeirra. Þess-
ar aðstæður allar hafa leitt til þess að fjölmargir sér-
menntaðir menn hafa hreinlega flúið land, og miðað
við fólksfjölda er sá flótti orðinn mjög umfangsmik-
ill og háskalegur. En stjórnarvöldin virðast enn loka
augunum fyrir þessari hættulegu þróun, þrátt fyrir
fögur orð menntamálaráðherra og annarra í veizlum
og á ráðstefnum, eins og sjá má á því að öflugustu
samtök sérmenntaðra manna, verkfræðingar, standa
enn í verkfalli því sem hófst fyrir tveimur mánuðum.
jllorgunblaðið reynir í gær að nota smánarkaup verka-
A fólks á íslandi sem röksemd gegn kröfum sér-
menntaðra manna, en sú hræsni mun ekki bera árang-
ur. Það eru ekki sérmenntaðir menn sem sitja yfir
hlut vinnandi fólks á íslandi, heldur hverskyns braskar-
ar og auðmangarar og stjórnmálaloddarar. Margir þess-
ir peningamenn stjórna sjálfir umfangsmiklum fyrir-
tækjum, án þess að ráða til sín sérfræðinga, með þeim
afleiðingum að reksturinn gengur með endemum og
skilar aðeins broti af þeim arði sem þjóðfélaginu gæti
komið að gagni. Allir vita einnig hvernig hinir sjálf-
skipuðu ráðamenn fjármagnsins hafa á undanförnum
árum sóað hundruðum milljóna króna í heimskulega
og óarðbæra fjárfestingu vegna þess að þeir töldu sig
hafa nægilega leiðsögn í brjóstviti sínu. Gróði þessara
aðila er nægur til þess að tryggja jafnt verkafólki
sem sérmenntuðum mönnum sómasamleg kjör á ís-
landi, og ef bundinn væri endir á óstjórn þeirra og
nesjamennsku yrði ör þróun til betri lífskjara og
skynsamlegri þjóðfélagshátta. Hagsmunir verkafólks
og sérmenntaðra manna fara að sjálfsögðu saman,
en þröngsýnin er öll runnin frá þeim skammsýnu
mönnum sem halda að frjálst brask sé hreyfiafl
þjóðfélagsins. — m.
LOTTINN
FYRRI HLUTI
Gaddavlr
Á milli A- og V-Berlínar fer
Borgarbrautin á 8 stöðum, neð-
anjarðarbrautin á 6. Umhverfis
Berlín alla eru mörk, sem allir
komast yfir fram og til baka,
hafi þeir persónuskilríki Þýzka
alþýðuveldisins eða vegabréfs-
áritun a-þýzkra stjórnarvalda.
Því komast allir A-Þjóðverjar
umsvifalaust með sínum aus-
weis (persónuskilríki) til A-
Berlínar og þaðan geta þeir
farið með hraðlest borgarinnar
til V-Berlínar. Þær fara minnst
10 yfir á mínútu! (Ath.: Þetta
var allt fyrir 13. ágúst). Þeir,
sem ekki nenna til A-Berlínar
„á flóttanum" geta farið með
Borgarbrautinni beint frá A-
Þýzkalandi til V-Berlínar á 9
stöðum, frá suðri, vestri og
norðri. Og svo eru sagðar sög-
ur af fólki á flótta yfir gadda-
vír! Asnar hljóta þessir flótta-
menn að vera: að vera að flækj-
ast í gaddavír í stað þess að
borgarhliðið þá hefur lögreglan
þurft að stöðva alla umferð,
svo að bóndinn kæmist með
féð vestur yfir. Allt á sömu
bókina lært. Svo birtir Morgun-
blaðið sínar tölur — og aftur
tölur, gerir samanlagt: allir
flúnir! Það er líklega þess
vegna, sem DDR er ekki viður-
kennt. Allir á bak og burt. Af
hverju þarf þá að „frelsa" land-
ið? Frá hverju? Jú, þar búa
nokkrir, en það eru allt komm-
ar. Engin smáræði af komm-
um það! Þarf að „frelsa" þá
undan þeim sjálfum?
HvaS er
pólítlskur
flóttamaSur?
Orðið „flýja“ er almennt not-
að um þá, sem hverfa frá A-
Þýzkalandi til V-Þýzkalands.
(Hvað skyldi heita á Morgun-
Brandenborgarhliðið
flýja meá hraðlest, fyrir 20
Pfenning — ódýrasta farartæki
Evrópu, sem fer á dag sem
svarar hálfum öðrum hring um-
hverfis jörðina. Líklega hefur
fólkið ekkert heyrt um þessa
Borgarbraut sína getið þessi 16
ár frá stríðslokum, þótt 1,4
milliónir manna fari með henni
daglega (það svarar til þess, að
nær annar hver Berlínarbúi
fari með henni einu sinni á
dag). Af hveriu eru ekki allir
flúnir frá A-Þýzkalandi? Nóg-
ur var tíminn: 16 ár. Eða er
bað ef til vill hér eins og með
flóttamanninn, sem Morgun-
biaðið sagði, að hefði undirbú-
ið flótta sinn í 3 ár — það að
stíga einfaldleea uop á hafnar-
garðinn í Reykiavík — 3 ár —
og svo flýði hann til baka! Já,
af hverju? Líklega hefur hann
verið orðinn svo uppalinn við
kúgunina, að hann hafi ekki
kunnað við sig án hennar.
Eða hvað segir Morgunblaðið?
Jú, það segir bónda hafa flúiö
með fleiri hundruð ær yfir til
V-Berlínar. Ja, ef rollurnar
hafa farið i gegnum Branden-
blaðsmáli allra stétta að hverfa
frá V-Þýzkalandi til A-Þýzka-
lands?). Með orðinu flótti er
yfirleitt átt við pólitískan flótta
í þessu sambandi, sem þó er
ekki alltaf rétt.
Hvað er pólitískur flótti?
öll pólitík er rekin í vissu
augnamiði. Hún er rekin til að
viðhalda eða bi’eyta gefnum
eignaafstæðum. Auðvaldsstéttin
notar sitt ríki (þ. e. ríkisvél,
lö.ereglu, her o. s. frv.) til að
verja og styrkia afstöðu sína til
framleiðslutækjanna gagnvart
öreigaivðnum (til að geta arð-
rænt. hann).
Eftir að verkalýðsstéttin hef-
ur tekið ríkisvaldið í sínar
hendur beitir hún því til að
breyta eignaafstæðunum og
veria þær breytingar álíka og
auðvaldsstéttin notaði sína rík-
isvél til að verja eignaafstæður
au ð valdsski pulagsi n s.
Neiti nú fyrrv. verksmiðiu-
eigandi að viðurkenna sameign
þjóðarinnar á „hans“ fyrrv.
verksmiðju og reyni hann á all-
an hátt að vinna gegn sameign-
inni, þá er hinu pólitíska valdi
verkalýðsstéttarinnar beitt gegn
honum (og refsing því meiri
sem lög ríkisins og þá um leið
verkalýðsins eru freklegar brot-
in). Flýji hann nú þetta ríki,
flýr hann pólitíska valdbeitingu
þess. Hann er pólitískur flótta-
maður. Sama er að segja t. d.
um verkamann, sem neitar að
virða einkaeign auðvaldsherr-
ans. Hann er beittur pólitísku
valdi ríkjandi stéttar til varnar
einkaeign auðvaldsherran-s.
Flýi hann, þá er hann póli-
tískur flóttamaður.
Nú er það svo, að fæstir af
þeim, sem farið hafa yfir til
V-Þýzkalands frá A-Þýzkalandi,
eru pólitískir flóttamenn. Þeir
hafa oftast farið af öðrum á-
stæðum en þeim, að þeir hafi
búist við pólitískri valdbeitingu
rík.i.sins gagnvart sér. Sjáum við
þetta bet.ur á eftir.
Mér til hagræðis mun ég
kalla alla þá, sem flutzt hafa
á milli land.anna, flóttamenn,
þótt síaldnast sé átt við póli-
tíska fióttamenn.
Hverjír flýja
vestur?
Fyrst ber að nefna nazista-
foringjana. Þeir vildu ekki
verða eftir á sovézka her-
námssvæðinu. Þeim var það
ameríska og brezka kærara
(sbr. Eðvald Miksson). Almenn-
ir nazistar (þ.e. ekki foringjar)
hafa verið að fiýja allan tím-
ann frá stríðslokum. Þeir sjá
sína framtíð opnast á ný í V-
Þýzkalandi. Þar úir og grúir
áilít stiórnarkerfið af nazistum:
lögregluforingjar (eins og lög-
reglustjórinn í Reykjávík), dóm-
arar — iafnvel 11 af 17 ráðherr-
um v-býzku stiórnarinnar (auk
ríkisstiðrans Globke) hafa sinn
stóra brúna blett.
Þá koma auðkýfingar (sem
að vísu voru flestir nazistar)
log sórjarðeigendur. Þeir sem
neituðu að sætta sig við það í
lok stríðsins, að verksmiðjur
,,beirra“ væru þjóðnýttar, hypj-
uðu sig yfir. Aðrir urðu oftast
háttsettir í st.iórn þjóðnýttra
verksmiðianna, sem naut þá
revnslu þeirra (bað gildir þó
ekki um st.ríðsglæpamennina).
Þessa flót.tamenn, má almennt
telia til pólitískra fióttamanna
og flúðu þeir einna fyrst eftir
1945. Aldrað fólk hefur bétra og
öruggaóa líf í A-býzkalandi en
í V-Þýzkalandi. Þó er það^einn
hónur ellilaunafólks, sem Hefur
betri kiör hinum megin og er
nær allt flúið. Það eru ekkjur
stríðsleiðtoga (allra tegunda)
Hitlerstímans. Þær fá auka-
greiðslur frá v-býzkum (eða v-
Berlínar) yfirvöldum.
í sósíalisma er vélvæðing
landbúnaðarins skilyrði f.vrir
bróun sósíalismans. Én í stað
bess, að einn eignast'hóp sam-
£ J — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 23. september 1961