Þjóðviljinn - 16.11.1961, Side 5
Togliatti, leiðtogi ítalskra kommúnista, hefur gefið
miöstjórn þeirra skýrslu um 22. þing Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna, og var hún birt í heild í blaði þeirra á
laugardaginn. Meginhluti skýrslunnar fjallar um megin-
mál þingsins, hina nýju stefnuskrá flokksins og stór-
fenglegu starfsfyrirætlanir, en í síðari hluta hennar er
hins vegar fjallað um uppgjörið út af mistökum og af-
brotum á valdatíma Stalíns og fara. hér á eftir kaflar
úr þeim hluta.
.,Að því er spurt“, segir
Togliatti, „hvort í rauninni
hafi verið nauðsynlegt að
byrja aftur á fordæmingunum
og beina spjótunum að hópi
gamalla samstarfsmanna Stal-
íns, sem settir voru úr mið-
stjórn Elokksins árið 1957. Það
er ekki auðvelt að gefa full-
nægjandi svar við þeirri spurn-
ingu, þar eð við þekkjum ekki
allt það sem gerzt hefur inn-
an sovézka ilokksins og í
stjórn hans. Hitt er víst að
hinar heiftarlegu árásir gegn
þessum hópi auðvelda okkur
skilning á mörgu því sem við
gátum ekki fyllilega gert okk-
ur grein fyrir eftir 20. þingið.
Það kemur þannig á daginn að
breytingunni sem þá var á-
kveðin á stefnu og starfi
flokksins fyigdi sleitulaus bar-
átta gegn hópi flokksforingja,
sem voru andvígir henni, sem
reyndu að torvelda allar ráð-
stafanir til endurnýjunár, sem
voru þrælbundnir við liðinn
tíma og liðnar starfsaðferðir,
enda þótt reynslan hefði leitt
í ljós aö brýna nauðsyn bar til
þess að sagt væri við þær
skilið. Atburðirnir ’í Póllandi
og Ungverjalandi voru senni-
lega notaðir af þessum hópi til
að koma fram sinni afturhalds-
stefnu og leiddi til þess að hann
reyndi í júní-júlí 1957 bein-
línis að beita valdi til að
bylta stjórn flokksins og aft-
urkalla ákvarðanir 20. flokks-
þingsins. 22. þingið hlaut að
taka afstöðu til þessara hluta,
eins og það líka gerði. Hættan
sem var á ferðum var mjög
mikil. Ef til vill hefði hin
aiþjóðlega hreyfing kommún-
ismans staðið betur að vígi, ef
henni hefði verið fengin ná-
kvæmari vitneskja um þessa
lilraun, annaðhvort þegar í
stað eða skömmu síðar. Hrein-
skilni skaðar aldrei þegar
þannig á stendur. Því skærari
birtu sem á slíka hluti er
brugðið, því skjótari og hald-
betri ráð finnast gegn þeim.
En hvernig sem því háttar, þá
er ckkur fyllilega ljóst hið
pólitíska eðli árásanna á hinn
svonefnda fiokksandstöðuhóp
og við erum þeim algerlega
s-ammála. og því ’fremur sem
við s.iálfir höfum á undanförn-
um árum orðið að taka afstöðu
opinberlega gegn skrælnaðri
kreddútrú og ótta manna við
það nýja.
Kreddutrú og þröng-
sýni verstu vegar-
tálmarnir
Kommúnistaílokkur Sovétríkj-
anna, sem sett hefur sér að
markmiði sköpun hins komm-
únistíska samfélags, hlaut jafn-
íramt að setja sjálfum sér
stefnumið og takmörk, sem
kröfðust róltækrar endurnýj-
unar á allri starfsemi hans.
Við skcpun hins kommúnist-
íska samfélags eru það ekki
einungis uppistöður þjóöfélags-
ins sem taka breytingum. Yf-
irbyggingin verður einnig að
breytast, og þá um leið starfs-
aðferöir floklcsins. tengsl hans
við alþjóð, háttur sá sem hann
hefur á því að framkvæma
forystuhlutyerk- sitt. á skeiði
sem ætti að hafa í för með
sér síáúkið iýðrásði og 'skap-
andi frumkvæði hins vinnandi
fólks. Þegar þannig háttar til,
verða kreddutrú og. þröíjgsýni,
fasjþejdnl viðy baði gamla og
andúð á því nýja verstu veg-
artálmarnir. Þarna mun vjssú-
lega að finna helztu tengslin
milli grundvallarákvarðana . 22.
flokksþingsihs og hinna endur-
unnteknu árása á „flokksand-
stöðuhópinn'k
Fordæmingin var
óhjákvæmileg
Hinar nýju fordæmingar
glæpaverka bæta .hins vegar
ekki rniklu við það sem lesa
mátti í hinni frægu „leyni-
ræðu“. Það er að nokkru leyti
um nýja atburði að ræða sem
sennilega hafa komið fram í
dagsljósið fyrir starf nefndar
þeirrar sem 20. þingið skipaði
og að nokkru leyti um hluti
sem þegar var vitað um. Það
má vera að fyrir okkur hafi
þessar nýju fordæmingar ekki
verið nauðsynlegar, það kann
einnig að vera að þær valdi
hér og þar beizkju og uppnámi.
En við verðum að leggja okk-
ur fram um að skilja ástandið
í Sovétríkjunum. Réttarfars-
brotin og glæpirnir sem framd-
ir voru í æðstu röðum flokks-
ins, hersins og ríkisins á á-
byrgð Stalíns,' voru voðalegur
harmleikur, sem enn hvílir
þungt á bæði hinni gömlu og
nýju kynslóð. Það er ekki ó-
sennilegt að krafan um að
gert sé hreint fyrir dyrum
komi neðan frá og kommúnistar
geta ekki hagað sér eins og
vissir kaþólskir sagnfræðingar,
sem telja enn Alexander 6.
meðal mestu tignarpáfa og
gleyma alveg að segja frá því
hvernig hann var í raun og
veru,- Fordæmingin er því ó-
hjákvæmileg þegar um er að
ræða að girða fyrir fortið, sem
á að vera dauð og grafin, þó
ekki gleymd.
Flutningurinn á jarðneskum
leiíum Stalíns úr grafhýsi Len-
íns á stað þar sem hvíla aðr-
ir mikilhæfir leiðtogar komm-
únista var í rauninni ráðstöf-
un sem þegar var tímabær eft-
ir 20. þingið, en var, að ég
held, aðeins frestað vegna
þess að almenningur hefði þá
ekki gelað gert sér grein fyrir
henni. Ég á hins vegar per-
sónulega erfitt með að skilja
þá ákvörðun að skipta um nafn
á Stalingrad, og það ekki af
u.mhyggju fyrir minningu Stal-
íns, heldur vegna þess að við
það ;iafn hafa milljónir manna
tengt, tengja enn og munu
áfram tengja hina miklu or-
ustu, sem olli þáttaskiptum í
s-ðari heimsstyrjöldinni. Hinir
sovézku félagar ættu að gera
sér grein fyrir raunverulegum
aðstæðum og viðhorfi alþýðu
manna í auðvaldslöndunum og
ekki heimta að'.annað sé gert
én brýna nauðsyn ber til.
Vaíidamál sem imi
verður að fjalla
Mðl Stalíns er, alvárlest,
diúpstætt vandamál, sem íelur
meira í sér en fordæmingu á
einstökum grimmdarverkum og
leggur fyrir verkalýðshreyfing-
una og kommúnista gru.ndvall-
aratriði til úrlausnar, sem ekki
er hæst að skjóta sér undan
'að f.ialla um. Af þessari ástæðu
álítum við. ranga og óhenpil.ega
þá afstöðu sem albanskir
kommúnistar hafa tekið, að
nokkru leyti studdir af kín-
verskum . félögum. Fordæm-
in.gum sovézku félaganna svara
bei.r aðeins með yfirborðs-
kenndum unDhrópunum og láta
aúa gagnrýni lönd og leið. Það
verður að vísa slíkri afstöðu
afdrá.ttarlaust á bu.g. Verðleik-
um Stahns neitar enginn, það
væri jafn fráleitt og að neita
hinum stórfengleau sigurvinn-
inen.m verkalýðsstéttar og
þióða Sovétríkianna á því
tímabili, þegar Stalín var fyr-
ir flokknum og ríkinu. En voru
ekki athafnir hans frá ákveð-
inni stundu neikvæður þáttur
í öllu ástandinu? Þetta er ein
af beim niðurstöðum sem ekki
er hægt að loka augunum fyr-
ir, einnig þegar um er að ræða
þróun fræðikenningarinnar.
Hætta sem bægja verð-
ur frá fyrir fullt og’ allt
Lesi maður t.d. aftur í dag
síðasta rit hans um vandamál
hins sósíalistíska hagkerfis, þá
reynist það einkennast af
íhaldssemi, sem kasta verður
fyrir borð, ef ætlunin er að
sækja áfram. Það er hægt að
gera sér í hugarlund, hversu
skaðleg hún hlaut að vera,
þegar þannig var í pottinn
búið, að í forystu flokksins var
hann orðinn einn sem gat lát-
ið í ljós skoðanir sínar, sem
allir urðu síðan að beygja sig
fyrir. Hér er um mikla hættu
að ræða, sem ráðazt verður
gegn og bægja frá dyrum fyr-
ir fullt og allt. Stjórnmála-
flokkur sem byggir á marxism-
anum og hefur það verkefni_
að vera forystusveit fjöldans,
getur ekki leyft sér slíka
blindni. Hann vérður að örva
rökræður meðal óbreyttra fé-
laga sinna, sem og í foryst-
unni, mótun leiðtoga af ýmsu
tagi, stöðug skoðanaskipti, en
um leið verður að forðast að
sérhver ágreiningur leiði til
sundrungar og refsiaðgerða.
Þetta er enn nauðsynlegra í
dag, þegar okkur hefur vaxið
fiskur um hrygg, þegar aðstæð-
urnar sem við höfum við að
glíma eru orðnar svo flóknar,
Palmiro I oqIiatti
þegar stcöugt koma upp ný
vandamál og því stöð.ugt þörf
á pólitíski'i hugvitssemi. Ein-
hugurinn og. baráttuviljinn
verður að vei'a'” alger í starfi
flokksins og aðgerðum, en slík-
ur einhugur fæst aöeins fyrir
opinskáar rökrgeður innan
hans.
Hin verstu afgíöp
Það sem einkum var ámælis-
vert við síðasta þing Verka-
lýðsflokks Albaníu var að þess-
ir starfshættir voru algei'lega
virtir að vettugi, þingstörfin
einkenndust af stöðugum leið-
indaþulum um verðleika eins
manns, jafnframt því sem all-
ar lýðræðisreglur voru þvei'-
bi’otnar. Þannig kenndi hvorki
Marx né, Lenín að kommún-
istaflokkar ættu að skipuleggja
starf sitt og þróast. Þegar
þannig háttai', geta engar
íræðilegar rannsóknir fai'ið
fram og því engar framfarir
orðið á því sviði. Sérhvér sem
brýtur upp á einhverju nýmæli
er talinn trúvillingui', en af
því leiðir aftur, að sá hinn
sami tekur þann kostinn að
játa syndir sínar og fer að
lokum að þylja það sama sem
þegar hefur verið sagt. Hvern-
ig er hægt að vinna ný öfl
til fylgis við marxismann, úr
röðum verkamanna, mennta-
manna, æskumanna, ef flokk-
urinn verður þannig að spr-
trúarflokki blindra bókstafs-
trúarmanna? Flokkur sem er
við völd eins og sá albanski
og tekur slíkri breytingú, hlýt-
ur að fara að líta á öll vanda-
mál sem unp koma frá. sjónar-
miði valdbeitingar, en þetta
eru hin verstu pólitísku af-
glöp, ein þeirx-a sem Stalín
gerði sig einmitt sekan um.
Tvær spurningar
Auk þessa sem hér hefur
verið talið vakna tvær spurn-
ingar við fordæmingarnar á
því sem árum saman átti sér
stað undir stjói'n og á ábyrgð
Stalíns, sem braut hei'iilega
gegn stjórnarskrá og lögunum,
sem sovézka ríkið hafði sett
sjálfu sér. Hvernig gátu svo
voðalegir hlutir gerzt og hvern-
ig má tryggja að þeir gerist
ekki. aftur?
Eg er enn ekki fyllilega á-
nægður með það svar sepi gef-
ið hefur verið við fyrri spurn-
ingunni og felst í því að kenna
neikvæðum eiginleikum Stalíns
um állt, eiginleikum sem Len-
ín hafði reyndar á sínum tíma.
kynnzt og varað við. Það
' kemu.r hú á daginn að við hlið
hans voru aðrir menn sem unnu
með honum að lagabrotum; og
auk þess má spyi'ja, hvernig á
því hafi staðið að flokkurinn
skyldi ekki taka til greina
hina alvarlegu aðvörun Leníns,
sem honum hafði þó verið birt
á einu þingi hans? Það verður
að grafa dýpra, það verður að
bi'jóta til mergjar hinar ytri
aðstæður sem í'éðu þróun hins
sovézka þjóðfélags, — ekki í
því skyni að réttlæta það, sem.
í dag er iöi'dæmt, með þein’i
röngu fullyrðingu að „ekki
gat fai'ið öðruvisi“, heldur í
því skyni að skilja það betur
og draga af því lærdóma fyr-
ir alla. Árið 1956 gei'ði ég
með samþykki félaganna í
stjórn floksins en á eigin á-
byrgð tilraun í hinu kunna
viðtali við Nuovi Argumenti
til að kanna þessi mál öll og.
ég er þeirrar skoðunar, að
þær niðurstöður sem ég komst
þá að séu enn í fullu gildh'
Það hafa a.m.k. ekki verið
borin fram haldgóð rök gegn
þeim. Hinar nýju uppljóstran-
ir á 22. flokksþinginu ganga.
ekki í berhögg við þessar nið-
urstöður, heldur staðfesta þær.
Það er því nauðsynlegt að
halda áfram i'annsókn málsips.
kafa dýpra og grafast fyrir
rætur þess og sovézku félag-
arnir ættu að leggja þeirri
rannsókn sitt mikla lið, því
að þeir hafa einnig f sínu
landi þörf fyrir hana, svo aö
svör fáist við þeim spurning-
urn sem hinar nýju kynslóðir
Sovétríkjanna hljóta að velta
fyi'ir sér.
Hveriiig métti það
verða?
Af því sem sagt var. á 22.
flokksþinginu má raða. £|ð
réttarl'arsbrotin í Sqvétríkj-
unum eigi rætur sínar að rekja
til mpr.ðsins á Kíroff, sem can
er ekki að*fullu upplýst. Þc'b
Framhald á 10. síðu.
Fimmtudagur 16. nóvember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (^