Þjóðviljinn - 29.11.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.11.1961, Blaðsíða 3
fvrir sjávarútvegiiin 7Framhald al 12. síðu. inu felst, úr 2.9% í 7.4—9.4%. Leggja á á nýtt útflutningsgjald ■er nema mun um 50 millj. kr. á ári og renna skal til nýs vá- "tryggingakerfis og einnig á að leggja á nýtt giald til stofn- lánadeildar sjávarútvegsins, um ■45 millj. kr. á ári. Ennfremur á samkvæmt frumvarpinu að þre- íalda tekiur hlutatryggingasjóðs úr 10 milljónum kr. í 31,5 millj. króna. Lúðvík taldi þörf breytinga á vátryggingakerfinu. en sagði að það væri að fara inn á alranga braut að afla tekna til þess með almennri álagningu og benti á, að Norðmenn hefðu allt annað kerfi, er byggðist á bví, að hver einstaklingur væri látinn borga sjálfur iðgjöidin. Um gjaldið til stofnlánadeildarinnar sagði hann, að samkvæmt lögunum um þá deiid væri gert ráð fyrir, að hún legðist smátt og smátt nið- ur, enda hefði hún ekki veitt neitt -lán um langan tima og engar reglur væru til um það, hvernig ætti að verja þessum nýja tekjustofni. Þá ræddi Lúðvík um aukn- ingu hlutatryggingasjóðs. Til hans hafa runnið 0.5% af út- flutningstekjum bátaútvegsins og 0,75% af síldarútflutningnum. Þessi gjöld á nú að hækka í 1,25% og ennfremur að leggja sömú prósentu á framleiðslu tog- araflotans. Eru ákvæði í frum- varpinu um það, að þessi tekju- auki renni í nýia deild er veiti stuðning þeim greinum sjávar- útvegsins, er verða fyrir sér- stökum óhöppum. Sagði Lúðvík, að sýnt væri, að þessu ætti að verja til stuðnings togaraútgerð- inni, en með því væri farið inn á þá braut að leggja skatt á 4;IdVeiðarnar og bátaútgerðina til stuðnings togaraútgerðinni. Væri þetta mjög varhugaverð leið og útvegsmenn henni al- mennt mjög andvígir. Þá benti Lúðvík ennfremur á, að með þessum auknu út- gjöldum væri verið að raska samningum útgerðarmanna og sjómatina um skiptingu afla- verðmætis, þar sem taka ætti 50 mi’lj. kr. í vátryggingar- sjóð af óskiptum hlut, er út- gerðin ætti ein að greiða og jafnframt yrði stofnlánasjóðs- gjaldið til þess, að fiskverðið yrði lægra í landinu en ella. Þessu hiytu sjómenn að svara með því að segja, samningun- um upp, og útgerðarmenn sjáifir væru þessu andvígir og liefðu lagt til á fundi LÍÚ að ráðstafa þessum gjöldum á annan hátt. I Tjón fyrir útgerðina í lok ræðu sinnar benti Lúð- vík á, eð á sl. ári hefði vá- trvggingariðgjaldið verið greitt af hinu oninbera, um 90 míllj. kr. oa hefði ríkisstiórnin þannig tekið upp uppbótakerfið, sem boðað var að ..viðreisnin ætti að útrýma/ Ennfremur færði hann rök fyrir því, að útgerðarkostn- aður hefði við gengislækkunina og álögur þær, sem henni fylgdu. hækkað um um 15—16% en hins vegar myndu tekjur útgerð- arinnar í hæsta lagi aukast um 8% við gengislækkunina, þegar búið væri að draga bað frá, sem leggia ætti í sjóði sam- kvæmt frumvarpi bessu. Og ýh'^rP greinar sjávarútvegsins hefðu enn ekki fengið neina hækkun, t.d. hefði fiskverðið til bátaflotans ekki hækkað um eyri og ekki sildarverðið þrátt fyrir aukin útgiö’d. Gengisfell- ingin yrði því útveginum til tjóns en ekki gróða. Aðrir ræðumenn við umræð- urnar voru Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, er fylgdi frumvarpinu úr hlaði. og Ey- steinn Jónsson og Björn Páls- son, er báðir deildu fast á það. Að lokum var Bjarni Benedikts- son byrjaður á svarræðu, er fundi var frestað.J Frá vélanámskeiði Dráttarvéla h.f. Dráttarvélar h.f. efndu til tveggja vikna vélanámskeiðs Fyrir nokkru cr lokið 2jaar til meðferðar þær nýjar gerð- ir af Ferguson og Massey-Fergu- son diesel dráttarvélum, sem mest eru notaðar hérlendis. Dráttarvélarnar voru teknar sundur stykki fyrir stykki, af þátttakendum sjálfum, sem fengu mjög nákvæmar útskýringar á svo að segja hverjum smáhlut i vélu.num. Forstöðumenn Dráttarvéla h.f. hyggjast í framtíðinni efna til slíkra námskeiða sem oftast, — og helzt Binu sinni á ári hverju, til að rifja upp og auka við þekkingu viðgerðarmanna sem sjá um viðhald þessara véla, hver á sínu svæði. vikna dráttarvélanámskeiði hjá Dráttarvélum h.f. í Reykjavik. Bauð fyrirtækið verkstæðisfor- mönnum og viðgerðarmönnum víðsvegar af landinu til þátttöku. 12 menn sóttu námskciðið. Námskeið þetta var sniðið eft- ir námskeiðum, sem Massey Ferguson verksmiðjurnar halda í eigin skóla í Stoneleigh, War- wickshire í Englandi. Kennari sem Dráttarvélar h.f. fengu frá skólanum í Englandi var James Kerr. Aðstoðarkennari og túlkur var Kristján Hannesson. Á þessu námskeiði voru tekn- Fjölmenntuð og dugmikil kennarastétt hættir að vera til séu kjör hennar Aðalfundur Stéttarfélags barna- kennara í Reykjavík var hald- inn í Melaskólanum 18. og 19. nóv. sl. Aðalmál fundarins voru launamálin, og í sambandi við þau var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Aðalfundur S.B.R. 1961 lítur mjög alvarlegum augum þann geigvænlega kennaraskort, sem barnaskólarnir eiga nú við að búa og vex með ári hverju. Sé litið á heildina, er nú ókleift að halda uppi óskertri almennri menntun í landinu. Þó er hér, eins og alls staðar, mjög mikil j þörf fyrir aukna og bætta at- vinnumenntun. Orsök iþessa ófremdarástands er sú, að laun og kjör kennara eru ekki sambærileg við kjör, sem mönnum með hliðstæða mennt- un bjóðast í öðrum starfsgrein- um. Eins og oft hefur verið bent á, eru byrjunarlaun barnakenn- i ara lægri en daglaunamanns. í ! slíkum launakjörum felst svo j hættulegt vanmat á starfi, sem krefst a.m.k. fimm ára undir- búningsmenntunar og teljast verður eitt hið ábyrgðarmesta í þjóðfélaginu, að hliðstæður mun örðugt að finna. Á sama tíma og aðrar stéttir hafa bætt laun sín allverulega með sérsamningum og margs konar fríðindum, hafa kjör barnakennara staðið óbreytt. Af- leiðingin hefur orðið sú, að kenn- arar hafa í sívaxandi mæli neyðzt til að afla sér viðbótartekna með aukavinnu sér til framfærslu. Slík aukavinna kennara hlýtur að leiða af sér meiri eða minni vanrækslu í starfi til skaða fyrir nemendur þeirra og til tjóns fyr- Ir þjóðfélagið í heild. Fjölmennt- uð . og dugmikil kennarastétt hættir að vera til, séu kjörin hrakleg og auðmýkjandi til lengdar. Það er því tvímælalaus skylda ríkisvaldsins að vinna að skjót- um úrbótum í þessum efnum. En þar sem svo virðist, að launa- lögum verði ekki breytt á næst- unni, er krafa aðalfundarins þessi: „Barnakennurum verði á þessu árs fjárlögum ætluð launabpt, VÖRUSKIPTIN í OKTÓBERLOK ÓHAGSTÆÐ UM 194.8 MILLJ. í októberlok var vöru- skiptajöfnuðurinn við útiond orðinn á þessu ári óhagstæð- ur um 194, 8 milljónir króná. Inn hafa verið fluttar vörur fyrir 2360,7 millj. króna, þar iaf skip og flugvélar fyrir 80,2 millj, en útflutningurinn hef- ur á sama tímabili numið 2165,9 millj. króna. Vöruskiptajöfnuðurinn í októbermánuði varð óhag- stæður úm 33,7 millj. króna. Út voru fluttar vörur fyrir 301, 9 milij. en inn fyrir 335,7 millj. króna. Fyrstu 10 mánuði fyrra árs, 1960, var vöruskiptajöfnuð- urinn við útlönd óhagstæður um 462,6 millj. króna. Út- er geri laun þeirra hlutfallslega sambærileg við kjör stéttar- bræðra þeirra á Norðurlönd- um“.“ Erindi um kennslumál fluttu á fundinum kennararnir Björgvin Jósteinsson og Kristján Sig- tryggsson. Einnig flutti fræðslu- stjóri Reykjavíkur, Jónas B. Jónsson, ávarp. í stjórn félagsins voru kosnir: Steinar Þorfinnsson formaður, Jóhannes Pétursson, Sigurður Marelsson, Svavar Helgason og Þorsteinn Sigurðsson. flutningurinn nam þá 2027,7 millj. en innflutningurinn 2490,3 millj., þar af voru á ’ tímabilinu flutt inn skip og flugvélar fyrir 276,9 millj. króna. í októbermánuði 1960 voru vöruskiptin hagstæð um 63,8 millj. króna (útflutning- ur; 295,4 millj. og innflutn- ingur; 231,6 millj. kr.). Skipin sem flytja jóla- póstinn Póststofan hefur beðið Þjóðviljann að vekja at- hygli lesenda á hentugum skipaferðum til útlanda í sambandi við jólapóst. Goðafoss fer til New York seint í þessari viku (sjá nánar skipafréttir) og er það sennilega bezta ferð- in sem gefst til Bandaríkj- anna fyrir jól. Selfoss fer 1. desember áleiðis til New York með viðkomu í Dublin Irlandi og gert ráð fyrir að hann verði í New York 18. des- ember. Sérstaklega er því hentugt að senda Evrópu-. póst með Selfoss. Dr. Alexandrine fer 11. desember héðan til Þórs- hafnar og Kaupmannahafn- ar og fer því allur Evrópu- póstur með þessu skipi, ef ekki verður um aðra ferð að ræða. í fyrradag voru samþykkt á alþingi lög um hækkun á bótum almannatrygginga. Nemur hækkunin 13,8% og verður á algengustu bótunum sem hér segir: Ellilífeviii einstaklinga hækkar um kr. 165.60 og verður þá 1365,60 á mánuði. Fyrir hjón verður hann kr. 2450,08 á mánuði hækkar um kr. 298,08. Bainalífevrii hækkar úr 600 krónum í kr. 872,80 á mánuði eða um kr. 72,80. Örorkubætur hækka úr 1200 krónum (al- gengasta upphæðin) í kr. 1365.60 á mánuði, eða um kr. 165,60. Fjölskvldubætur hækka fyrir hvert barn um kr. 29,95 og verða þá kr. 246,95 fyrir barn á mánuði. Fyrir þrjú börn, sem vera mun einna algengast, hækka þær þá í kr. 740,85 á mánuði, hækkunin er kr. 89,85. Hætt er við að mörgum iinnist þessi hækkun hverf- andi lítil miðað við þá dýr- tíðaröldu sem risið hefur í tíð „viðreisnar'-stjórnarinnar og erfitt er að sjá hvernig gömlu fólki til dæmis er ætlað að fæða sig og klæða og jafnvel borga húsnæði fyrir einar 1365 krónur á mánuði! Lögin gera ráð fyrir að hækkunin á bótunum greiðist frá og með júlí sl. og verður hækkunin fyrir þessa sex mánuði greidd út með bótun- um í deáember. FullvsSdisfagn- i sður Stúdentdél.! Reykjavíkur I gær hófst sala aðgöngumlða að fullveldisfagnaði Stúdentafé- lags Reykjavíkur í Lídó annað kvöld, 30. nóv. Örfáir óseídir miðar eru enn til sölu hjá fé- lagsformanni, Einari Árnasyni, Frikirkjuvegi 3. Um hvað er verið cð semjs í Bonn? Framh. af 1. síðu. Sending nefndarinnar nú er framhald á þeim viðræðum við Vesturþjóðverja eina saman. •Því. er almenningi spurn: Um hvað er verið að semja við Vesturþjóðverja sérstak- lega undir þvj yfirskini að verið sé að ræða við Efna- hagsbandalagið? Ekki sizt þar sem sendimg nefndarinnar til Bonn kemur i kjölfar þeirrar vitneskju að Vesturþjóðverjar hafi hug á að fá aðstöðu til heræfingá hér á landi. Miðvikudagur 29. nóvember 1961 — ÞJÓÐVILJINN (a

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.