Þjóðviljinn - 29.11.1961, Blaðsíða 4
14. nóvember sl. var 50
ára afmælisdagur Föroya
fiskimannafélags. Þá heim-
sóttu Færeyjar í boði
Fiskimannafélagsins þeir
Hannibal Vaidimarsson
forseti A.S.Í. og Eðvarð
Sigurðsson formaður Dags-
brúnar. Afmælis samtak-
anna var minnzt með stór-
myndarlegum hátíðahöld-
um og gestrisni, sem Fær-
eyingum er í blóð borin.
Þegar leitaö var til þeirra
félaga um frásögn af
ferðalaginu, kom það fljótt
í ljós, að þeir höfðu frá
mörgu að segja. Þeim kom
saman um, að þrátt fyrir
erfiðleikana við að komast
til Færeyja og þaðan aft-
ur á þessum tíma árs,
hefði ferðin öll verið hin
ánægjulegasta, móttökur
höfðmglegar og viðurgern-
ingur allur með afbrigðum
góður.
Með þátttöku almenn-
ings, forustumanna í fé-
lagssamtö^um og fuþtrúa
þess opinbera, iíktust há-
tíðahöldín íremur þjóðhá-
tíð en afmæ'i verkalýðs-
sambands, enda nýtur
Fiskimannafélagið virðing-
ar allrar þjóðarinnar og
trausts og ástsældar fær-
eyskrar alþýðu.
Það var Jíka mjög nyt-
samlegt að eiga viðtöl viö
forystumenn færeyskrar
verkalýðshreyfingar, kynn-
ast viðhorfum þeirra svo
og starfsskilyrðum af
eigin raun.
pfp
Éii
Rϒt viS forseta A.SJ. og formann
Dagsbrúnar um Fœreyjaför
U ARA
Forustumenn íslenzkra
verkalySssamfaka heim
sóffu Fœrey]ar I boSi
Fiskimannafélagsins
• i v»- ■.
I
■
S. P. úr Konoy, fyrsti formaður
Fiskimannafélagsins
Ég var naumast seztur inn
í hina vistlegu skrifstofu for-
seta Alþýðusambandsins í nýju
heimkynnunum á efstu hæð í
húsinu Laugaveg 18, þegar Eð-
varð. Sigurðsson birtist. Það var
ekki auðvelt að ná fundi
þessara beggja manna samtím-
is, svo annríkt höfðu þeir átt
Æíöan þeir komu úr ferðinni
til Færeyja. Það var því bezt
að hefjast handa strax til þess
að missa þá ekki úr greipum
sér.
— Jæja, hvað viltu fá að vita
spyr Hannibal?
— Allt um ferðina til Fær-
eyja, fólkið, Fiskimannafélag-
ið, veizlurnar- og dansinn.
® Kveðja til þeirra,
sem féllu
— Ja, þá er bezt að við segj-
um þér sögu ferðarínnar eins
og hún gekk og það 1 mátiú v'xta
að þetta voru ánægjulegir dag-
ar. Við komum frá Kaup-
mannahöfn til Þórshafnar með
Tjaldri, manudaginn 13. nóv-
ember. Fórum þá til Kirkju-
bæjar og íengum þar ákaflega
höfðinglegar og elskulegar mót-
tökur hjá Páli bónda Paturs-
syni og frú hans. Síðan héldum
við til Þórshafnar .aftur. Klukk-
an tvö þennan dág var minnzt
látinna sjómanna við minnis-
varða færeyska sjómannsins í
lystigarðinum í Þórshöfn.
Blómsveigar voru lagðir að fót-
stalli varðans til minningar um
og í vírðingarskyni við fallna
sjómenn í Færeyjum. Fyrstur
lagði . blómsveig formaður
Firkimannafélagsins, Erlendur
Patursson, síðan ég, fyrir okk-
ar hönd, þá fulltrúi Norð-
manna frá Nor-sk Fiskarlag og
síðan fjölmargir fulltrúar sam-
taka og stofnana í Færeyjum.
• Upphaf hátíðahalda
Klukkan fimm þennan dag
var sameiginlegt borðhald með
stjórn Fiskimannafélagsins,
sýsluformönnu.m þess og eigin-
konum þeirra. Það var í fyrsta
sinn, sem við hittum forystu-
menn samtakanna. Frá þessu
boröhaldi fórum við beint upp
í hinn veglega hátíðasal barna-
skólans í Þórshöfn. Það ■ var
‘éigínlega upphaf hátíðahald-
anna. Allri þeirri dagskrá sem
þar fór fram var útvarpað í
gegn um útvarp Færeyja. I
upphafi samkomunnar flutti
Erlendur Patursson snjallt á-
varp. Bauð alla gesti og alveg
sérstaklega erlenxíu gestina vel-
komna, gerði grein fyrir því að
Grænlendingar hefðu einhvern
veginn forfallazt á síðusfu
stundu, og Danir væru ekki
mættir heldur.
— Hvaða orsakir lágu til
þess?
• Klefinn var tómur
— Ja, það er ekki gott að
segja, sagði Hannibal, en
Grænlendingarnir tveir voru
skráðir á farþegalistann á
Tjaldri, búið að ákveða þeim
klefa og þess háttar, en þang-
að komu engir grænlenzkir
fulltrúar og klefinn var tóm-
ur. Það var fyrst daginn eftir
að frá þeim kom skeyti þess
efnis, að þeir hefðu vegna mik-
illa anna í Kaupmannahöfn
hindrazt í að halda förinni á-
fram. En við heyrðum það á
Færeyingum, að margir þeirra
voru ekki í neinum vafa um,
að Danir hefðu verið þeim inn-
an handar um verkefni, sem
eklci hefðu orðið til að greiða
götu þeirra til Færeyja. Hvað
fulltrúum Dana viðv'íkur, höfðu
engin svör borizt þaðan við
boði Fiskimannafélagsins.
• Af mikilli reisn
— Eftir ávarp Erlendar. segir
Eðvarð, flutti Sigurður Joen-
sen, i'lögþingsmaður kvæði mik-
ic[, það var formálsljóð.
!—. I-Ivernig var ljóðið?
— Ja, — segir Hannibal og
■ brosír’ý'ið, — ög sá það bara
• að Dimmalætti.ng sagði um
proloíinn; ,,Hann var vakur“.
— Og þó er Sigurður Þjóð-
veldismaður.
— Já, það er hann, einn
þeirra fremstu.
— Síðan fór þarna fram
mjög glæsilegur söngur bland-
mzi.. *£ ■ »u 'Ai, y i J'''SIvfi
Erlendur Patursson, formaður Fiskiniannafélagsins
aðs kórs og. þegar sungið hafði
verið flutti Erlendur Patursson
snjalla ræðu um starf Fiski-
mannafélags Færeyj.a. Hann
flutti hana mjög sköruglega
og af mikilli reisn. Þá flutti
Norðmaðúrínn avarp á norsku.
Við Eðvarð Sigurðsson fluttum
svo okkar ávörp. að ráði fær-
eyzkra, á íslenzku. Síðan fluttu
þarna ræður fulitrúi lands-
stjórnarinnar, Kristiaa Djur-
huus, varalögmaður 03 borgar-
stjórinn í Þórshöfn, Sigfried
Skaale, sem er að öðrum þræði
íiskimaður en jafnframt borg-
arstjóri og forseti bæjarstjórn-
arinnar.
— Og þetta skeði í hátíða-
sal barnaskólans?
— Já einmitt, giæsilegum sal-
skreyttum ævintýramyndum á
vegg.ium eftir skáldið Heinesen,
Ingolf a£ Reini og fleiri góða
listamenn.
— Það má geta þess, sagði
Eðvarð, að á eftir ávörpum er-
lendu gestanna, voru sungnir
þjóðsöngvarnir, sá norski og
íslenzki, mér fannst það gert
af slíkum þrótti og almennri
þátttöku, að ég held að úti-
lokað væri að fá svo almennar
undirtektir : undir ókkar þjóð-
söng hér héitna. Það má vera
að þeir fái það í Noregi þegar
þeir syngia „Ja vi elsker“.
— Og hvað voru margir á
þessari samkomu?
— Það hafa verið um þrjú
hundruð manns. Okkur var
sagt. að svo vel hefði dag-
skráin líkað. að áskoranir væru
teknar að berast um að endur-
taka hana í útvarpinu.
t
• Kjörgripir og góðar
gjafir
— Morguninn eftir; á sjálfan
afmælisdaginn, þann 14. nóv-
ember, var svo opinber mót-
taka í skrifstofu Fiskimannafé-
lagsins og komu þar margir
góðra erinda. Þar kom lög-
maðurinn, fulltrúi frá lands-
stjórninni, fulltrúi útgerðar-
inanna í Klakksvík: Kjölbro
yngri, og fjöldi fyrirmanna í
allskonar samtökum, trygging-
arsamtökum o.fl. FJestir höfðu
meðferðis kostulegar gjafir,
stórbrotin málverk og margs-
konar aðra kjörgripi.
— Hvaða gripi munið þið
sérstaklega?
— Jú. segir Eðvarð, það var
t.d. ákaflega vel gerður grip-
ur þarna úr færeysku grjóti,
slípuðu, og seglskúta með
gamla laginu faguriega rist.
í steininn.
— Svo var þarna meðal gjaf-
anna líkan af nýtízku togara,
mjög fallega unnið. Við Eðvarð
afhentum þarna gjöf Alþýðu-
sambandsins, sem var eftir-
prentun á listaverki Kjarv'als,
Fjallamjólk, hinu veglegasta
málverki í listasafni Aiþýðu-
sambandsins. Því var strax
valinn mjög g >ður staður á
skrifstofunni og það tekið
fram af viðtakendum, að þeim
þætti mikils virði að eiga slíka
mynd eftir Kjarval.
• Tveir fyrirlestrar og
færeyskt landslag
— Klukkan 3 þennan sama
dag var svo komið saman í
Hafnarbíó. Þar voru fluttir
tveir fyrirlestrar, Hannibal
flutti þar fyrirlestur um ís-
lenzka verkalýðshreyfingu og
Norðmaðurinn rakti meginþætt-
ina í starfi og skipulagi Norg-
es Fiskelag. Að þessum fyrir-
lestrum loknum var svo sýnd
færeysk kvikmynd, mjög vel
tekin, sýndi bæði landslag og
þjóðlíf í Færeyjum að fornu og
nýju, atvinnulíf fyrr og nú.
Myndin var með færeysku tali.
Bíóið var að mestu fullskipað,
um 300 manns a.m.k., þó var
foráttuveður þennan dag, helli-
Framhald á 10. síðu.
) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 29. nóvember 1961