Þjóðviljinn - 09.12.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.12.1961, Blaðsíða 4
úfvarpsa n n á 11 Vikan 26. nóvember til 2. desember Hin fyrstu kynni er ég hafði af útvarpi þessarar viku, ,var vikugömul messugerð frá 'Útskálakirkju, er flutt hafði verið til útvörpunar í Reykja- vík, sökum þess að nefnd kirkjá var hundrað ára göm- ul. í>að er löng leið í tíma og rúmi frá upphafi kristindóms til Útskála-kirkju. Þegar ■presturinn á Útskálum hafði olnbogað sig fram gegnum alla kirkjusöguna og var kcrninn í nánd við sjálft af- mælisbarnið, kirkju sína, var því nær komið að ræðulok- um. Varð hann því að vera íáorður um sögu þessarar hundrað ára gömlu kirkju og var því ókunnugur hlustandi engu nær um hvað á daga .hennar hafði drifið. Hið sama •varð uppi á tengingnum hjá biskupi, er kom í ræðustól að sóknarpresti frágengnum. — Hann var eitthvað að bolla- leggja í sambandi við guð- spjall dagsins, svo bað hann ósköp vel fyrir hinu aldna húsi, en um sögu þess gat hann ekki neitt frætt hlust- endur, og hefði þó mátt ætla að einhverjir þeir atburðir hefðu verið því tegndir er vert hefði verið að rifja upp. Um kvöldið flutti Elsa Guð- jónsson erindi um gamalt ís- lenzkt altarisklæði í hollenzku safni. Elsa segir liðlega frá -og flytur vel. Keflavikur- sjónvarpiS I þættinum Spurt og spjall- að yar um það dejlt, iivor-t það væri gott og blessað að "hafa sjónvarp á Keijavíkijr- ílugvelli. Tveim ræðumönnum fannst það gott og blessað, en tveir töldu að það væri ekki gott og blessað. En annar þeirra Sigurður A. Magnús- son tók það jafnframt, fram að hann væri fylgjandi vest- rænni samvinnu. Korni það fyrir að áhangendur vesturs- ins taki afstöðu með íslenzk- um málstað bregzt það ekki, að þeir lýsi jafnframt yfir að vestrið eigi þá. Gera þeir þetta eflaust til þess að bjarga mannorði sínu og koma í veg fyrir að þeinit verði refsað í misgriþum fyrir ótínda komm- únista, Eru þeir þá vpnjulega ’latnir sleppa með þá refsingu eina að vera kallaðir nytsam- ir sakleysingjay. Á rtl&'nudagskvöldið talaði Jón Árnason fyrrum banka- stjóri um daginn og veginn og var svartsýnn sem fyrr. Virtist sem gamla mannin- um haíi íundizt sem viðreisn- arstjómin væri enn foýsna langt frá því marki að kippa fjármálum landsins í lag. Las hann upp margar tölur, sem sýndu að ástandið var ekki nándar nærri eins gott og það átti að vera, og var það frek- ar leiðinlegur lestur. En inn á mijii talnanna glytti allt af annað veifið í setningar, sem voru svo skemmtilega vel orð- aðar að sem heild var þessi pistill ekki eins leiðinlegur og ætla mátti í fljótu bragði. Þorvarður Helgason talaði þetta kvöld um tilraunaleik- hús, en það var frekar leiðin- legur lestur og lítið á honum að græða. Þriðjudagskvöldið var and- legt að framhaldsleiknum frá- töldum. Séra Öskar Þorláks- son talaði um Alkirkjuráðið og söngmálastjóri flutti söng- málaþátt. AllsstaSar ^ r * er am Séra Öskar segir fremur ó- skipulega frá og hættir við að endurtaka. Hið skemmti- legasta í frásögn prestsins var þó það, að sumir hinna vísu feðra í þessu ráöi eru sagðir smeykir við að taka rússnesku kirkjuna inn í samtökin og óttast að henni kunni að fylgja hin albjóðlega spenna, eins og ræðumaður komst að orði, og mátti lesa það á milli lín- anna, að hinir kristnu bræður austur í Rússíá væru nokkurs- konar laumukommúnistar, og fttyndu kánnski gera ein- í hvern usla í hinni vestrænu kristnu hjörð. Allstaðar er á- in, sagði telpan, þegar hún korrt að ' bæjarlæk nágrann- ans. Hún var nefnilega hrædc' við árta heima. j Af söngmálabættinum er það helzt að segja, að Róber'- Ottósson, söng nokkra gamlai' sálmastefnmUr fyrir séra Sig- urð í Hraungerði. Úr áíögum ■ Þess er oft getið í þjóðsög- um. að illar kindur lögðu það á mennska menn að íara í vmsra kvikinda líki og vinnít þá ýms; þau verk er> þeim voru þvért þm geð og um- hendis. Slíkum' mönnum vai’ð það oft huggun í raun, að sjöundu hverja nött var þeim leyft að verða mennskir og lifa eins og þeim var eðlilegt. Úivarpinu okkar eru í raun- inni búin svipuð örlög. Vqstræn samvinna hefur lagt yfir það álagaham áróð- ursins og í honum lifir það og hrærist sex daga vikunn- ar með nokkrum undantekn- ingum þó. En sjöunda hverja nótt, eða öllu heldur sjöunda hveri kveld, er álögunu.m af því létt og það verður mennski; og þjóðlegt. Slíkt kallast kvöldvaka og er á miðviku- dögum. Og kvöldvaka þessarar viku var engu síðri en hinar fyrri. Benedikt Gíslason frá Hof- teigi flutti erindi um hinu glötu.ðu Jökuldælu, einkar- írcðlegt og gætt sama seið- magni og önnur erindi um þjóðleg fræði, er hann hefur flutt í útvarp áður. Benedikt ber ótt á, þegar hann flytur sitt mál, og raunar um of. En samt er engu líkara en að hinn hraði frásagnarháttur hans beinlínis knýi heyrand- ann til þess að leggja fraro athygli sína alla og óskipta Baldur Pálmason las upp stökur eftir Halldói' Ölafssor frá Fögrubrekku vel gerðar en flestar þeirra með nokkuð1 þunglyndislegum blæ. Vic' gamlir góðkunningjar Hall- dórs myndum gjarna hafc viljað fá meira að heyra a' hinu léttara tagi. Þótt skeyti hans væru ekki stór, hittu þau ævinlega í mark. Siggi hunda- kóngur Gaman þótti mér að heyra stemmurnar af Ströndum sem hann d.oktor Símon kvað. Þær minna nrig su.mar hverjar á stemmumar hans Sigga hunda kóngs, og er mér ekki grun- laust um að doktor Símon hafi í æsku sinni norður í TÍrékyllisvík eitthvað af Sigga lært. Siggi hundakóngur hreinsaði neínilega hunda Sirandama.hnaí marga ára- t.ugi á fyrri hluta þessarar aldar, en kvað söng á síð- kvöldum að lolcnu dagsverki, eöa nánar tiltekið þegar hann halði hleypt út húndunum, og þótti hvai'vetna aufúsu- gestu.r. því hann hafði geysi- mikla rödd. Hefði hann fajðst um það leyti sem hann dó, myndi hann ekki hafa þúrí't að ganga um Strandir, tötrum klæddur, hreinsa hund.a og kveða stemmur heldur stað- ið kjólklæddur á sviðum ó- peru'húsanna og sungið aríur. Fi.mmtudagskvöldið bauð upp á kennslustund í erfða- fræði, erindi um jólagleði, og er það upphaf erindaflokks og því nokkuð langdregið og enn þáttur að vestan frá þeim Stefáni Jónssyni og Jóni Sig- bjömssyni,. pgúií þetta sjnn frá Súgandafirði. Verður ekki annað. sagt en að þeir félag- ar hafi fiskað vel vestur þar í sumar og vonandi ekki séð fyrir endann á því enn. Allt voru þetta indælir karlar sem stóðu vel fyrir sínu og svo var klykkt út með því að sjálfur presturinn þeirra Súg- firðinga lét Ijós si.tt skína. Ekki var það þó stólræða sem þeir félagar hljóðrituðu eftir prestínum heldur gamanvísur, ekki neitt sérleg hagleiksmíði að vísu, en ágætar svona til heimanotkunar og er það sannfæring mín að kristin- d.ómslííið í landinu stæði með miklu meiri blóma en raun er á ef prestarnir gerðu það jöínum höndum að semja stólræður og yrkja gamanvís- ur og hverjum stendur nær en einmitt sálusorgaranum að koma sóknarbömunum í gott skap? Fösfudagur- inn langi Föstudagurinn 1. desember, festudagurinn langi mætti hann heita sökum þess hve dagskráin var löng og frá- munalega leiðinleg. Sá háttur hefur verið á haíður hin síð- ari ár, að gera þennan dag að áróðursdegi fyrir þau mál er stjómai*völdunum. voru efst í huga og jafnframt óvinsælust með þjóðinni. Að þessu sinni var áróðursefnið það sem stjórnarvöldin nefna vestræna samvinnu eiginlega algerlega óþekkt hugtak meðal alls al- mennings, og þarf áreiðanlega langan og strangan áróður til þess að menn almennt átti sig á hvað það eiginlega eigi að tákna. En mikils ér víst talið við þurfa svó fast var róður- inn scttur ó föstúdaginn. Ég vék mér að vísu undan þeim kaleik, að hiusta á ræðu- hold þau er fram fóru um miðjan daginn, en begar ég kom inn í kvöldfréttir var verið að lesa geysi ýtarlegan úrdrátt úr ræðum þeim y. er-. íiuttar höfðu verið fyrr um d.aginn, einkum var greint ná- kvæmlega frá , ræðu forsætis- ráðherrans, svo mikiis hefur þótt við burfa að enginn færi á mis við fagnaðarerindið. Um kvöldið var biskupinn, ’ Sigurbjörn, dreginn inn í þennan Hrunadans. Hefði mareur eflaurf viliað hafa cskaö honum betra hlutskiptis. Og insruur mun hafa minnzt þess að hann hefur áður flutt ræðu 1. desember og þá verið öllu rismeiri en nú. Síðar um kvöldið var svn útvarnað frá veiz:uíagnaði þessara vestansamvinnumanna og flutti Torfi Hjartarson toll- stjóri einhverja furðulegustu ræðu sem ég hefi heyrt. Framan af var ræða hans sundurlaust og meiningarlaust hial og .maður gat búizt við að hanri segði amen þá og þegar. En allt í einu var eins og einhver hefði hnippt í hann og hann man þá eftir því, að honum hafði verið sagt að tala um vestræna samvinnu. En svo var ræða hans ruglingsleg, jafnvel eftir að hann komst að hinu fyrir- skipaða umtalsefni, að fullvíst má telja að enginn mun hafa sannfærzt um ágæti þessarar samvinnu, fyrir hans orð. En það verður bó að segia toll- st.ióranum til hróss að hann gekk ekki með öllu fram hjá þeim hættum sem fylgdu vest- rænni samvinnu í sambandi við efrtahagsbandalagið. Guðmundur Si.gurðsson gam- anvísnasmiður, sem vanalega hefur látið hvern og einn fá sinn skammt, brá út af venj- unni og lét skáldgáfu sína þióna vestrænni samvinnu af slíkri kostgæfni, að bví var líkast sem honum hefði verið borgað fyrir. Andi klukkunnar Ræða sú er Thór Thórs hafði flutt á Allsherjarþing- inu um afvopnunarmáhn var flutt í útvarnið að hinni svo- nefndu hátiðadagskrá lokinni. Það kann að hvkia ótrúlegt, en ég held að þessi ræða hafi verið hið bezta af töluðu orði þessa dags. Hún var öfgalaus, hnfsamJeg og að mestu laus við áróðu.r. Hefði biskuoinn haft gott af þvf að hlýða henni áður en hann fJutti sína ræðu. Thór dró enga dul á að risamir væra tvei.r, hinn vést- ræni' og austræni. En biskrip- inn sá'aðeins einn, hinn aust- ræna. Ri.sinn í æfintvrinu gat ekki brotið anda klukk- unnar. og andinn réði að lök- um niðurlögum risans. Bisk- unmn trúði æfint.vrinu og taldi að andi klukkunnar, ís- landsklu.kku.nnar senn.i.lega, — myndi að lokum ráða niður- lögum hins austræna risa. En é.g held að við jnegum ekki faká. ■æfintýri Andérsens allt of bóksta'flega. Það 'er nefni- lega hægt að drena anda Hukkunnar, Isl.andsklukkun- ar. að vísu ékki með hví að br.iéta hana með sieggiu held- u.r á fínan og I”~’>*:Iegan hátt. B.isinn þarf ekki að nota sleggiu við jafn litla k'ukku og Islandsklukkuná. Þaö næg- ir að vefja hana innan í hern- áðttr- og ’ efnahagsbandalag, herða svolitið að henni svo hún molni og andinn slokkni. Mér skúst að þáð sé þetta sem þeir kalla vestræna sam- vinnu fyrir sunnan og fu.Il- veldishstfðin, var helguð að þessu sirini. SKULA GUÐJÓNSSON fró Liótunnarstöðum NÝJAR VERZLANIR - NÝJAR VÖRUR - NÝTT VERÐ Höfum opnað .vefnaðarvöruverzlanir að Nesvegi 39 og Grensásvegi 48. Seljum alískonar vefnaðarvöru, snyrtivöru, leikföng, jólapappír, lím- bönd, jólakort og fleira og fleira. Skeiían, Nesvegi 39, Skeifan, Grensásvegi 48 eg Skeifan, Blönduhiíð 35. Sími 18414. Sími 19177, 'i\ — ÞJÓÐVILJINN — Láugardagur f). desember 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.