Þjóðviljinn - 17.12.1961, Page 14

Þjóðviljinn - 17.12.1961, Page 14
Haustið 1907 varð ég 10 ára og því kominn á skóla-skyldu- aldur. Áður hafði ég, .ásamt öðrum, iært í heimaskóla ömmu minnar og það var góður skóli. Ég settist í 5. belvk E Barna- skólans, en í honum voru ein- -göngu börn, sem ekki höfðu verið í barnaskólanum áður. Mikil var eftirvæntingin, en um ieið hálfgerður beygur. Skóla- stjóri ver þá einn af merkustu skólamönnum þessa lands, fyrr og síðar, Morten Hansen guð- fræðingur. Hann hafði nður verið kennari móður minnar. Allir bæjarbúar (innan við 10 þúsund þá, að ég h37gg) báru takmarkalausa virðingu . fyrir þessum lágvaxna manni með herðakistilinn. Ég kannaðist við nöfn sumra kennaranna, til dæmis „fröken“ Guðlaugu Ara- son, skriftarkennara. Mikið orð fór af stórlyndi hennar og und- arlegum háttum, en við urðum vinir frá fyrsta degi og til þess er hún fluttist burtu í fjær- lægt land til þess að bera þar beinin. Nú eru aðeins tveir kennarar minna í barnaskólan- um á lífi, þeir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Steindór Björnsson frá Gröf, báðir úr- vals kennarar. Fáir kennara minna verða mér samt jafn minnisstæðir og Hallgrímur Jónsson, sem nú er látinn. Hann kenndi mér fyrsta veturinn íslandssögu Boga Th. Meisteds og Mannkynssögu Þor- leifs H. Bjarnasonar („Litla Þorleif“), en hin tvö árin, sem ég var í skólanum, einnig ís- lenzku, auk sögunnar. Hall- grímur var frábær kennari, einkum þeim, sem vildu læra. Nú var það svo, að við sátum saman. leikbróðir minn og vin- ur, Friðrik V. Björnsson (síðar læknir). og sagan var bezta námsgrein okkar. Við sátum fremstur í bekkjarröðog því var það oft. að Hallgrímur beindi spurningum að okkur. þegar sá, sem „var uppi“, gat ekki svar- að. Hófst því snemma með okk- ur vinátta. Hal-lgrímur var strangur kennari, en allra manna gam- ansamastur. Honum voru sér- staklega hugljúfar námsgreinir þær. sem hann kenndi og krafðist þess ekki, að nemend- ur . færu alveg að orðaröð kennslubókanna, cnda var það þannig með okkur Friðrik, að við böfðum lesið kynstrin öll í sögu áður en við komum í skól- ann og höfðum alltaf svör á hraðbergi. Ég var ekki eins góður í íslenzkunni, enda hafði amma mín (málsins vegna) ekki kennt mér íslenzka málfræði. Nú vil ég hér bæta inn í, að við 10 ára krakkar urðum að læra Ritreglur Valdimars Ás- mundssonar í íslenzkri mál- fræði. Ekki held ég að það Hafi haft ill áhrif á heilsu okkar, en nú er sagt. að ekki megi „of- þyngja" börnum með alltof miklum lærdómi, já, svei attan! Það var alltaf skemmtilegt í fímum hjá Hallgrími, enda kryddaði hann kennsluna frá- sögnum til skemmtunar og fróð- leiks. Mér verður alltaf ógleym- anlegt þegar þessi hávaxni mað- ur var að kenna íslenzkuna. Það var eins og að hann væri með einhvern dýrgrip milli handanna, sem við ættum að njóta með honum og varðveita vel. Hann gat orðið snarpreið- ur, en stillti sig þó, ef einhver gerðist sekur um virðingarleysi við þennan kjörgrip. Hallgrímur var Strandamað- ur. Iiann var fæddur 24. júní 1875 á Óspakseyri og hafði því sex um áttrætt. cr hann andað- ist í Reykjavík hinn 7. þessa mánaðar. Hann tck gagnfræða- próf frá Flensborgarskóla alda- mctaárið og Icennarapróf þaðan árið cftir. Hann varð kennari við Barnaskóla Reykjavíkur (nú „Miðbæjarbarnaskólinn") 1904 og yfirkennari 1933. Skólastjóri varð hann 1936 og gegndi þeim starfa til 1941. Hann tók mik- inn iþátt í hagsmunabaráttu barnakennara og var um hríð formaður Stéttarfélags barna- kennara. ' Hann átti sæti i barnaverndarráði og í fram- kvæmdanefnd Stórstúku Islands af I.O.G.T. Fjöldi bóka, bæði frumsaminna sagna og Ijóða, barnabóka um kennslu og þýddra, eru til eftir hann. Hann kvæntist árið 1903 Vigdfsi dótt- ur Erlends hreppstjóra (eldra) á Breiðabólsstöðum á Álftanesi. Þau eignuðust þrjú börn sem náðu fullorðinsaldri, Maríu (laekni). Meyvant (prentara) og Önnu (kennara). Vigdís er látin fyrVr mörgum árum. ir Það átti fyrir mér að liggja, að kynnast Hallgrími betur síð- ar og starí'a með honum. Haust- ið, eða öllu heldur snemma vetrar 1921 gekk hann í Jafn- aðarmannafélag Reykjavíkur. Þá var fyrir skömmu lokið „hvíta stríðinu“, er við vorum fangelsaðir Ólafur Friðriksson og nokkrir félagar okkar. Hall- grímur hafði til þessa fylgt að málum ' „Sjálfstæðisflokknum gamla“. Sá flokkur var-þá að- eins svipur hjá sjón eftir að sjálfstæðisbaráttu þess tíma lauk með Sambandslögunum frá 1918. Hallgrímur var tilfinn- ingamaður og allt ranglæti var honum hvimleitt. Honum þótti allt málið bera vott miskunnar-. leysis og hrottaskapar af hálfu -stjórnarvaldanna. Það var engin hálfvelgja í Hallgrími og þegar skarst í odda með forystumönn- um hægra armsins í Alþýðu- flokknum og okkur hinutn, gekk hann þegar í stað í lið með vinstri mönnum. Hann var með allra áhugasömustu félögum og sat að minnsta kosti tvisvar Al- þýðusambandsþing (þá voi’u Al- þýðuflokkurinn og Alþýðusam- bandið eitt og hið sama). Hall- grímur var mikill mælskumað- ur og er mér alltaf minnisstæð ræða, sem hann flutti eitt sinn 1. maí að lokinni kröfugöngu hafði þá æst götustráka til þessr að gera sprell. Var Hallgrímur ekki mjúkmáll um þá fram- komu auðstéttarinnar. Hallgrímur Jónsson hafði kynnzt þeim fræðum, sem oft éru nefnd „dulspeki" og lagði mikla stund á þau. Þegar upp úr sauð með Ólafi Friðrikssyni og vinstri mönnum innan and- stöðuarmsins í Alþýðuflokkn- um og fullur skilnaður varð. voru það Hallgrími mikiil von- brigði og tók hann þá að stunda enn meir „dulspekileg” fræði. Eftir iþví, sem aldurinn færðist ýfir hann, jókst áhuginn. Við hittumst ekki oft eftir það, en töluðum oft saman í síma. Ég mat meira hérvistarmálin og áttum við fátt eitt sameiginlegt á því sviði. Þar til fyrir fáum árum var það venja hans, að hríngja til mín ef honum fannst tungunni misboðið í útvarpi. einkum ef ég átti þar hlut að máli. Ég hygg, að af öllum ver- aldlegum hlutum hafi íslenzk- an veriö honum einna hjart- fólgnust. Ég sagði eitt sinn í bók, að Hallgrímur hefði verið mín samvizka um íslenzkt mál. Ég kveð nú þennan gamla kennara minn og vin með þeirri ósk, að honum megi verða að trú sinni nú þegar hann er allur. Hann átti það skilið. Fastir li'ðir eins og venjulega. 8.30 Létt mörguríög, 9.20 Morgunhugleiðing um mús- ik: „Áhrif tónlistar á sögu og siði“. 9.35 MoriTunt.ónleikar: a) Óbó- konsert í F-dúr eftir Vivaldi. b) „Vakið!", ka.ntata nr. 140 cftir Bach. c) Konsert fyrir hljómsveit eftir Béla Bartók. 11.09 Jólaeuðsþjónusta í Dóm- kirkjunni fyrir börn.. Sóra Jón Auðuns dómprófastur. Orgánleikafi: Dr. Pá!l ís- ólfsson. Barnakór syngur undir stjórn Kristjáns Sig- tryggssonar. Strengjahljóm- sveit drengja leikur jóla- lög undir stjórn Páls Pamp- ichlers Pálssonar). 13.15 Úr sögu stjörnufræðinnar; III. erindi (Þorsteinn Guð- jónsson). 14.00 Miðdegistónleikar: Óperan „Carmen" eftir Bizet (Vict- oria de los Angeles. Nicolai Gcdda Janine Micheau, Ern- est Bla.nc o.fl. syngja með kór og hljómsveit franska útvarpsins; Sir Thomas Beecham stjórnar. — Þor- steinn Hannesson kynnir ó- peruna). 15.30 Kaffibíminn: a) Hafliði Jónsson og félagar leika létt lög. b) Oberkrainer-kvint- ettinn leikur létt lög. 16.15 Á bókamai’kaðinum (Vil- hjálmur Þ. Gíslason útvarps- istjóri). 17.30 Barnatími (Helga og Huíida Va’týsdætur). a) Framhalds- sa.gan .,í Mararbaraborg". b) „Ljúfa álfadrottning", leikrit með söngvum eftir ölöfu Árnadóttur; III. þátt- ur. c) Lesið úr nýjum barna.bókum. 20.00 Tónloikar: Leonid Kogan fiðluleikari leikur inngang og ti'brigði eftir Paganini. 20.15 Erindi. Thomas Payne, skoð- anir hans og ævistarf (Hannes Jónsson félagsfræð- ingur). 20.45 Vinsæl lö<r: Capitol-hlióm- sveitin Dikur; Carmen Dragon stjórnar. 21.00 Spurt og snialla.ð í útvarps- sa.l. — Þáfttákendur: Adda Bára. Sigfúsdóttir voðurfr., Guðrún Guð'nugsdóttir hús- frú. dr. Matthias Jónasson r>róf. og öla.fur Sveinsson. Sivurðuir Magnússon fulltr. stjórnar umræðum. 22.10 Danslög. — 23.30 Dagskrár- lok. verkalýðsins, en Morgunblaðið Hendrik Ottósson. NýkomiB Hollenzku gangadreglarnir Glæsilegir litir. Margar breiddir. SfórlœkkaS verS GEYSIR HoF. TEPPA- 0G DREGLADEILDIN. Þetta er óskdbók allra, sem unna þjóðleg- um jróðleih. ÍSLENZK KONA VINNUR BÓKMENNTAAFREK. Guðrún P. Ilelgadóttir ritar bók ; um skáldkonur fyrri alda. Komin er á bókamarliaðinn ný bók: I Skáldkonur fyrri alda eftir GUÐRÚNU P. HELGADÓTTUR, ; j skólastjóra Kvennaskólans í Reykjavík. I bók þesSari segir hofundur á látlausan og alþýðulegan hátt frá menntun kvenna til forna og hlutdeild þeirra í sköpunarsögu bókmenntanna. I bókinni er m. a. sagt frá einsetukonum, seiðkonum og völvum og lýst nunnu- klaustrunum tveim. Þar segir frá Ásdísi á Bjargi, Steinunni Refsdóttur, Þetta er óskabók ís- Þórhildi skáldkonu, Steinvöru á Keldum og ungu stúlk- lenzkra kvenna unni Jófríði í Miðjumdal. Þá er þar athyglisverður kafli ' um dansa og rímur og rakin þróunarsaga íslenzku stök- unnar. kvöldvökuútgAfan. Utvarpið á mánudag. 13.15 Búnaðarþáttur: Hialti Gcstsson ráðunautur talar um sauðfjárrækt. 13.30 „Við vinnuna": Tón’eikar. 17.05 ..I dúr og moll": Sií.gild tón- list fyrir ungt fólk (Reynir Axelsson). 18.00 Rökkurf ögur: ’ Hugrún ' skáldkona talar við börnin. 20.00 Daglegt, mál (Bjarni Einars- son cand. mag.). 20.05 Um daginn og veginn (Ing- ólafur Guðmundsson stud. theol). 20.25 Einsöngur: Guðmundur Jónsson syngur lög eftir Pál H. Jónsson, Stefán Á- gúst Kristiánsson, Victor Urba.ncic, Hallgrím Helga- son o.fl.; Fritz Weisshapp- el leikur undir á píanó. 20.45 Einleiksbáttur; „Umkomu- leysi“ eftir Steingerði Guð- mundsdóttur (Höfundur flytur). 21.05 „Söngur næturinnar", sin- fónía nr. 3 op. 27 eftir Szymanowski. 21.30 Útvarpssagan: „Gyðjan og uxinn". 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). 23.00 Dagskrfárlok. 14) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 17. desember 1961

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.