Þjóðviljinn - 22.12.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.12.1961, Blaðsíða 6
a'■■■' aw«a Haraláur Pétursson: Kjósarmenn. Æviskrár. Átthagafélag Kjósverja 1961. Á fornri bck íslenzkri getur að lesa þann fróðleik, að ætt- vísi hafi verið meðal hins fyrsta, sem íslendingar rituðu. þegar þeir byrjuðu að draga til .stafs á móðurmáli sínu. Siðan hefur margt verið ritað um ætt- fræði og persónusögu á landi hér, og eru sumar þeirra bóka ■ í, tölu hinna þykkustu, sem rit- aðar hafa verið af íslenzkum mönnum. Vera má, að fámenni þjóðarinnar hafi löngum beint huga manna að bessu viðfangs- ■ efni. en tala beirra manna er legíó, sem um það hafa fjallað meira eða minna, einkum í tómstundum sínum. Hafa marg- ir beirra komizt furðu langt á- leiðis, en vafalaust. hefur nokk- uð skort á samvinnu þeirra í milli. Nýlega hefur Haraldur Pét- ursson safnhúsvörður sent frá. sér roikið rit, persónusöguiegs eðiís. Heitir það Kjósarmenn. Æviskrár og er gefið út af Átt- hágáfélaei Kjósverja. Þetta er mikil bók, nokkuð .á sjötta hundrað blaðsíður, og- hefur að geyma æviágrip tænlega þús- und manna, sem búið hafa í Kjós leneri eða skemmri tíma og heimildir finnast um. Har- aldur hefur um langan aldur viðað að sér fróðl°ik sínum, og munu vart aðrir honum fróðari um menn og ættir í uppsveitum Árnessýslu og syeitunum suðvestanlands að.. Hvalfirði. Eins og áður segir eru 'í' bók þessari birtar æviskrár allra þeirra manna. sem búið háfa í Kjós og hafzt hefur upp á. Rakinn er æviferill þeirra, greínt frá ’kvðnfangi,' búsetu og börnum, og ættir stundum raktar nokkuð fram. En margt af þessu fólki stað- festist heima í sveit sinni, og rekumst við aftur á það sem bændur eða húsíreyjur á ein- hverjum bænum og bannig koll af- kolli. Má víða rekja ættir um marga liðu, .þótt bókin hafi ekki að geyma ættartölur i venjulegum skilningi. Fárra manna er getið fyrir siðaskipti. Landnámsmönnum og öðru fólki, sem sagt er frá í fornritum, er að engu getið, en fátt vitað um fólk næstu aldirnar. Við verðum að sætta okkur við það, hvort sem okk- ur iíkar betur eða verr, að á þessu tímabili má heita, að gjörvöll þjóðin sé týnd þesar frá eru taldar nckkrar höfð- ingjaættir og einstaka menn, sem bregður fyrir í skjali. Eft- ir siðaskiptin fer heldur að rofa í mvrkrið, enr heimildir eru strjálar lengi vel. Það er ■í raun og veru ekki fyrr'érr í lok 17. aldar og upphafi hinn- ar’ÍS?., sem heimildir fara að verða til nokkurrar hiítar. Vafalaust fer það nokkuð eftir sveitum, hve- auðvelt er að vinna verk eins og þetta. Sum? staðar voru kirkjubækur ,, ekki, færðar fyrr en seint Ðg- um síðir. Víða hafa þær og' onnur' skialaeögn farizt í eldi eða með öðrum hsétti og verður pkki úr baett. ' Á fle'tum' bæium hefur Har- áldi' fekizt að finna eitthvað af bændum, sem sátu jarðirn- ár á!.’17.'. ’öid og ■ sums staðar .nokicuð fengra- aftur, jafnvel nokkurn veginn samfellt frá ■ 1500. Eftir 1700 virðist mér hann hafa haft upp á- þeim Öllum, og hvergi sé öruggiega eyða í röðina, bó er aldrei fyr- tr að synia. að einhverja kunni að vapta, sem í bili hafa haft meiri eða minni jarðaryfirráð, en varla munu þeir margir. Engum dylst, sem les bók- ina, eða jafnvel blaðar í henni lauslega, að bak við hana ligg- ur afar mikil vinna. Viða hef- ur orðið að leita heimiida, sem :allar eru cprentaðar cg mjög á dreif. Haraldur lætur sér ekki nægiá að fylgia hinni þurru forsktíft æviskránna með endalausum nöfnum og ártöÞ um, heldur kostar þess kapps eftir föngum að gera nokkra grein fyrir mönnum og draga fram svipmót beirra. Glæðir það æviskrárnar lífi og gerir frásögnina ekki jafn beinabera og annars mundi vera, án þess að fara út fyrir það svið. sem höfundur markaði verki sínu í uoDhafi. Víða er brugðið upp slíkum svipmyndum af mönn- um og atvikum. Hefur sá hátt- ur vafalaust orðið tímafrekur og torsóttur. hví að efniviður- inn hefur orðið að draga að sér ú.r mörgum dreifðum heim- lldum, jarðasivö’um, dómabók- um o.s.frv. Margar þessar at- hugasemdir gefa athyglisverða innsýn í kjör almennings og annaii menningarsögulegan fróðleik, svo sem hlutfallið milli búsetu og jarðargæða. Ég er ekki fróður um ættir eða persónusögu Kjósverja, en mér virðist ',mega ráða af bók- inni, að höfundur hafi unnið verk sitt af elju og fágætri kostgæfni. Framan við bókina er lýs- ing sveitarinnár eftir Ellert Eggertsson, enn fremur upp- dráttur af Kiósinni og myndir allmárgra hinna eldri Kjós- v’erja. Bókin er prentuð í prent- smiðjunni Hólum og frágangur allur hinn vandaðasti. Haraldur Sigurðsson. af merkisdýruni Bergsteinn Kristjánsson: Æskan eg dýrin. Frásagnir af mönniira og dýrum. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykja- vík 1961. Bókin geymir 14 sögur og frá- ■gagnir af. .mönnprp.uqg dýrum. Flestar eru minningar sveita- drengs og bónda um forna vini sína, en nc-kkrar greinar frá kynnum annarra manna af málleysingjum. þessa lands. Meðal ■ þeirra er frásögn höfð eftir Eldeyi-ar-Hjalta af hundin- um hvíteyga,. sem rak á f jöru við Grindavíik og skildi heims- ■málin'. Þetta var einn af þeim heiðurshundum, sem varpa frægðarljóma á alla hundaþjóð- ina. Því miður varð hann of skammlífur og saga hans of stutt. Hvíteygur er ekki eini full- trúi hins merka ættbálks, sem lengst og dyggilégast hefur þjónað manninum. Einn þeirra er svo smitaður af aldarfarinu, að honum dettur ekki annað í , hug en heimta greiðslu fyrír góða veiði. Sagan um Sigga á Litlugrund fraeðir okkur um nokkrar merkispersónur í dýra- stétt, sem uppi voru í Reykja- vík seint á 19. öld, því fræga tímabili Thomsens og lands- höfðingjanna. Sólborgartíkin, Flekka, Brúrin, Grána og kött- urinn Rósa eru allt skýrar per- Srrlr! miíí.nisstæðasta •$&* ■ Með hárfínni blckgjöf Wim rm Framieiðsla THE PARKER PEN CGMPANY Löngu eftir viðtöku gjafarinnar þá mun þín og Parker 61 minnst með á nægðum eiganda. Frábær að gerð og lögun og Pa ker 61 er sá penni, sem verður notaður og glaðst yfir um árabil-og er hug- Ijúf minning um úrvals g jöf um leið og hann er not- aður. Algjörlega laus v ið að klessa, engir lausir hlutir, sem eru brothætt ir eða þa'rf að hugsa um, hann iblekfyllir sjálfan si g með sjálfum sér. Þér ætt- uð að velja fyrir næstu. þ á allra beztu ... Parker 61 penna. — Li'tið á Parker 61 — átta gerðir um að velja — ailar fáanlegar m _eð hiýaxiti í stíl. Bergsteinn Kristjánsson. sónur, sem settu svip á bæinn engu síður en aðrir, sem gengu sperrtari. Blettur er dramatísk saga um stórbrotinn kattarpersónuleika, sem börnin dá í up>pvexti, en lendir á glapstigum út af ásta- málum. Að lokum verður hann ógurlegur urðarköttur og er hengdur öðrum köttum til við- vörunar. Hestar, kýr og kindur koma hér einnig við sögu, og ein frá- eögnin fjallar um síðustu arnar- hjónin í ölfusinu. Þar varp örn fram til 1913 og frá 1932 til 1938, en eftir það er konungur fuglanna horfinn af þeim slóð- um og hjarir nú einungis á ■' nokkrum stöðum vestanlands. Þetta er greinagóð lýsing á 1 háttum amanna log samskiptum þeirra við mannfólkið í síðasta vígi þeirra á Suðurlandi. Af þeirri lýsingu er auðskilið, að mörgum ibyki sjónarsviptir orð- inn og dauflegt yfir Núpnum, er örninn er horfinn. Um jói í fyrra bað é.g Birgi Kjaran að beita áhrifavaldi sínu til þess að biarsa þessum deyjandi kvnibætti íslenzks dýrarfkis, en hann ætlar sennile.ga alveg að plpvrafl beirri frómu bfén. Fyr- ir nokkrum árum varð örninn piapiifSnT' árið 1957 hófu arrarhión bar buskap að nviu í tré einu. Skotar hri’oðust. (irpioilpva vl.ð o.g settu vörð um hreiðrið. Fk.ki tékst vjirv.inn heti”' an svo { hað sinn, að bjúfur náði ergíum og braut hau bæði á flóttanum. Eftir hetta var iskozka hsrnum falið að gæta arngrms. og hgfur síð- an ekkert mis.iafnt drifiq á daga ■hans þar f landj. Hér :á landi er her. hét4 aidrei höfum við átt i ófrfði. ÉR býst ekkií við, að iafnvel á-köfustu d ýilkendum hans detiti f h’.’g. að fiér geti hann dugað til bess að vemda svo mikið sem örninri; Dæmi Skota ..ætti bó afj sýna okkur, að víða ’’m lend p- ma'ret eert til bess að vemda dvrarfkið fyr- ir skakkaföllum. Við íslending- ar erum frænir fvrir &ð hafa hn"-íð bananrð nf síðasta geir- fi'gHnum í heiminum. Það væri iriðihleet tii ef naesta •frsegðarverk okVar í náttúru- v'.rindum væri að sálga síðasta hafeminurn. Bók Bersst.eins er skrifuð á ■ lipn.’ og raLá+iausu máli og er ■ gædd ást og: næmum skilningi á mönnum og dýrum. Hún er skreytt mörgum óvenju góðum dýramyndum og hlýtur að vera kærtoomin öllum þeim, sem hafa hæfileika til þess að eign- ast ferfætta vini. B. Þ. Nytscm jóiagjöf POTT-STÁLBORÐBtnVAMJR er viðurkenndur um allan heim fyrir gæði. 100 aukahlutir 1 hverju munstri. G.B. SILFURBÚÐIN Laugavegi 55 Sími 11066 g) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 22-. désembei*'1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.