Þjóðviljinn - 22.12.1961, Blaðsíða 15
Hún engdist ekki lengur, en hún
kreppti tærnar og bað varð til
þess að vekia meðaumkun hans.
Fyrst datt honum í hug að
iyfta henni, flytja hana fjær
þessu drynjandi eldhafi. En þeg-
ar hann beygði sig í þeim til-
gangi að stinga höndunum undir
grannan, helauman kroppinn,
missti hann allt í einu kjark-
inn. Hann fann þungan æða-
slátt í hálsi sér og hann fékk
magaverki. Áhrif slyssins og
skelfingarinnar voru að byrja
að segja til sin, og hann fann
hvernig móttur hans þvarr. Hann
iyfti höfðinu í örvæntingu og
andaði ótt og títt og útundan
sér sá hann hvar Franklinn nálg-
aðist hann gegnum runnagróð-
urinn.
Þreklegi, dökkklæddi maður-
inn var með fráhnepptan jakk-
ann, hattbarðið dregið niður á
ennið og hann sneri andlitinu
til hálfs burt frá eldinum. Hay-
den haíði ekki dojtið í hug að
fleiri gætu verið lifandi, en hann
var of veikburða þessa stund-
ina til að verða hissa. Hann
fann aðeins til léttis vfir því
að vera ekki lengur einn.
Hann heyrði sjálfan sig segja:
,,Hún er sú eina.“
Franklinn starði niður á hann
og riðaði lítið eitt. Hayden sá
sem snöggvast skelfingu í augna-
ráði hans þegar hann leit á stúlk-
una. Það virtist líða langur tími
áður en hann talaði.
..Guð minn góður.“ Hann
stundi við og sneri sér síðan
undan, hlífði andlitinu með
skjálfandi hendi og horfði inn í
eldhafið „Enginn annar?“
„Ég er búinn að fara allan
hringinn," sagði Hayden. ,,Hún
er sú eina“.
„Veslings fólkið,“ tautaði
Franklinn „Guð minn góður,
veslings fólkið — “.
Ofsalegir skellir í glóandi
málmi þögguðu niður í honum.
Ný og marglit eldgiisa spýttist
í áttina til þeirra. Mennirnir
tveir hörfuðu undan hitanum.
„Það verður að flytja hana,“
hrópaði Franklinn og hopaði.
Svitinn þornaði á andliti hans
Fastir liðir eins og venjulega.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 Við vinnuna: Tónleikar.
17.40 Framburðarkennsla í espe-
ranto og spænsku.
18.00 ,.Þá riðu hetjur um héruð":
Guðmundur M. Þorláksson
'segir frá Agli Skallagrims-
syni.
20.00 Daglegt mál (Bjarni Einars-
son cand. mag.).
20.05 Lestur úr nýjum bókum. —
itónleikar.
21.30 Útvarpssagan: ,.Gyðjan og
uxinn" Sögulok.
22.10 Um fiskinn (Thorolf Smith
frétiíaimaður).
22.30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk
itónlist.
23.25 Dagskrárlok.
9. efsgur
jafnóðum og hann brauzt fram.
„Það er engin von um hana
hérna.“
Hayden reis á fætur. Hann
var ringlaður í höfðinu, það var
bleikrauð móða fyrir augum
hans. Brælan fyllti kverkar
hans og hann var þess fullviss
að hann færi að kasta upp, ef
hann liti einu sinni enn á ver-
una á jörðinni með lokuð aug-
un og krepptar tærnar. Hann sá
Franklinn kom nær, lúta niður
til að taka stúlkuna upp, svo
sá hann að hann hikaði, og á
meðan stóð hann sjálfur þarna,
lémagna og barðist við hina
vaxandi ógleði.
,,Hamingjan góða, hún er illa
komi“, sagði Franklinn. „Það
er ekki hægt að taka hana upp“.
Hann leit í skyndi á Hayden, tók
eftir óhreinu og hrufluðu and-
litinu; rákóttum prestaflibban-
um. Nú þekkti hann manninn.
Þetta var allt að skýrast. ,,Er-
uð þér ómeiddur?"
Hayden kinkaði kolli.
„Gætuð þér hjálpað mér að
bera hana? Ég sá einhvers
staðar teppi þarna fyrir hand-
an.“
„Það ætti ég að geta.“
Stóri maðurinn hljóp við fót
í burtu. tlayden ho.rfði á eftir'
honum þar sem hann hljóp
milli hauganna eins og gamall
hundur á óljósri slóð. Hann sá
hann beygja sig niður og snúa
við, vöðla teppinu undir hand-
legginn meðan hann hljóp til
baka. Hann var ekki að hlífa
sér. Andlit hans var fölt og
gljáandi af svita þegar hann
kom til baka. Hann hristi úr
.þykku ferðateppi. Þeir teygðu
úr því á milli sín og lögðu það
niður hjá stúlkunni. Svo kraup
’ Franklinn niöur og lyfti henni
varlega yfir á það. Hún sýndist
brothætt eins og brunnið tré, en
hún var máttlaus í örmum hans,
eins og ekkert bein væri í
kroppnum á henni. Brunnar
fataflyksur féllu frá henni þegar
hann lagði hana niður. Nú
hreyfði hún ekki tærnar og hann
lagði eyrað að barmi hennar.
Eftir andartak rétti hann úr
sér. Það fóru viprur um munn
hans.
„Hjartað slær enn.“ Hann
horfði niður á harta, fúljur, sam-
úðar, svo hnykkti hann til höfð-
inu. „Taklð þér í teppið til fóta“.
sagði hann og Hayden hlýddi.
Hún var létt. Þeir lyftu henni
með varúð, héldu í hornin á ]
teppinu og hún hékk á milli
þeirr.a eins og í hengirúmi. Þeir
lögðu af stað, tdaufalegir í fyrstu
cg ekki í takt. Hayden var
næstum búinn að gleyma því að
stélið var til, en jiegar þeir
fjar’ægðust brakandi eldhafið,
sá hann stóra uggann glitra í
kaktusaþyrpingu nokkur hundr-
uð metra í burtu.
Allt í einu rofaði ögn til í
huga hans og hann mundi að
Frankli.nn var maðurinn, sem
hafði setið hinum megin við
gangveginn.
„Hvað kom fyrir?“ spurði
hann um öxl. „Af hverju hrap-
aði vélin?“
„Það er mér hulin ráðgáta.“
Hann heyrði, að Franklinn
spýtti. Hann reyndi að gera
eins og losa sig við viðbjóðslega
bræluna, en hann var skrælþurr
í kverkunum.
Hann hafði mókt rétt áður en
vélin hrökk í sundur. Hann
vaknaði við óskiljanlegan hávaða,
ys og skelfingu og það var eng-
inn tími til að átta sig á því
sem var að gerast. Hann sat í
sæti sínu og greip ósjálfrátt um
endana á öryggisbeltinu; í næstu
andrá þeyttist hann út í runn-
ana í ærandi sprengingu. Þegar
hann hætti að velta og sá eld-
hafið skammt undan, dró það
hann til sín eins og segull. En
nú komu spurningarnar, risu
uppúr magnleysi hans og ringl-
un; knúðu titrandi hnefum á
skilningarvit hans og heimtuðu
skýringu á hinni skyndilegu
eyðileggingu og dauðsföllum og
því óskiljanlega kraftaverki að
vera á lífi.
Það var eins og stúlkan yrði
allt í einu þung. Miðja vegu að
stélinu stönzuðu þeir stutta
stund, lögðu hana varlega niður
milli runnabrúska. Móðir og
sveittir horfðu þeir til baka
inn i eldhafið. Enn voru fuglar
á sveimi hátt yíir bálinu og
smásprengingar létu í eyrum
eins og riffilskot í kyrrðinni.
„Það var engin von um þá,“
sagði Franklinn beisklega. „Eng-
an þeirra — jafnvel þótt þeir
hefðu ekki farizt í sjálfu fall-
inu. Engin von.“ Hann þurrkaði
sér um munninn. „Guð minn
góður, þetta er hræðilegt. Ég
get ekki áttað mig á því enn . . .
Það hljóta að vera þarna um
tuttugu manns.“ Hann mundi ó-
ljóst eftir einu og einu andliti —
konu í rósóttum kjól, hnakka á
gráhærðum manni. „Hafið þér at-
hugað það? Tuttugu manns . . . Ef
til vill meira.“
„Ég fór tvisvar kringum bál-
ið,“ sagði Hayden. „Það var
enginn annar — “.
„Og áhöfnin. Það hafa senni-
lega verið einir tuttugu og
fimm — “.
,,Enginn nema hún“.
„Það var engin von um þá,
veslingana." Stóri maðurinn
kingdi. „Hún var á leiðinni aft-
urí. þegar við losnuðum frá, þér
munið það. Hún hefur sennilega
þeytzt útúr á siðustu stundu,
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við and-
lát og jarðarför móður okkar
ÞORBJARGAR ÞORBJARNARDÓTTUR
Ingibjörg Steinsdóttiir Steinþór Steinsson.
JólaéTeni og sala
kJ O
Grenisala, kransar og krossar, skálar, kertaskreytingar,
körfur, mikið úrval af allskonar jólaskrauti á góðu verði.
Fyrir þá, sem vilja skreyta sjálfir allskonar skraut í körf-
ur og skálar. Gott verð, góð þjónusta.
BLÓMA- OG GRÆNMETISMARKAÐURINN Laugav. 63.
TORGSALAN á Vitatorgi.
BLÓMASKÁLINN við Nýbýlaveg.
Athugið að Blómaskálinn við Nýbýlaveg er opinn alla
daga frá kl. 10—10. — Sími 1-69-90.
RÚSSNESKAR
VÖRUR
Ilmvötnin ódýru kom
in aítur, hvergi
meira úrval.
Rússneskar furu-
nálasápur
á kr. 3.50 stk.
★
Stórmótaskákklukk-
an TAL.
Myndavélar.
★
Rússneskt postu-
lín, gjafverð.
★
Slæður í öllum
litum.
RAUÐA
MOSKVA
Aðalstræti.
Skrásett heíur
Séra Jón GuSnasen
Dalamenn og aðrir áskriíendur vitji bók-
anna sem fyrst í Bókaútgáíuna Feykishóla,
Austurstræti 9, sími 22712.
ATH.: Síðustu eintökin af Æviskrárritinu
Strandamenn fást þar einnig.
jg.i. Föstudagur 22. ðesemlaer 1981 — ÞJÖÐVILJINN —> (JJ