Þjóðviljinn - 30.12.1961, Blaðsíða 3
Skozkir þjóðdansor s ÞiéS’eikhúslnu
Eftir áramótin kemur hing-
að til landsins dansflokkur
frá Skotlandi og sýnir -skozka
þjóðdansa í Þjóðleikhúsinu.
Sýnt verður tvisvar sinnum
og verða sýningarnar í Þjóð-
leikhúsinu 7. og 8. janúar
næstkomandi.
í dansflokknum eru 18
skozkir listamenn, dansarar,
sekkjapípuleikarar, söngvarar
og píanóleikari.
Skozkir listdansar eiga sér
aldagamla hefð. en hafa á
síðari árum verið færðir í
listrænt form. Dansflokkur sá,
sem hingað kemur, hefur á
undanförnum árum sýnt á
tón- og leiklistarhátíðinni í
Edinborg og hlotið miklar vin-
sældir þar. Auk 'þess hefur
flokkurinn sýnt víða í Evr-
ópu að undanförnu við mikla
hrifningu. Listafólkið hefur
einnig farið í sýningarferð til
Ameríku og þangað mun ferð-
inni heitið að loknum sýning-
um hér í Þjóðleikhúsinu. Mun
uinn° i BuXs uuumjnoijsuep
heiztu borgum Bandaríkjanna
í vetur.
-— Myndin er af einni af
aðalsöngkonum flokksins,
Hildu Stewart.
I
Enn erfiðleikar
á síldarlöndun
Nokkur síldveiði var í fyrri-
nött í Skerjadýpi, þó ekki einsog
nóttim áður. Þegar áliðið var á
nóttina, brældi og ætluðu marg-
ír bátar að liffgja úti með slatta
og bíða Þess að veður skánaði.
Einn bátur, Dofri frá Patreks-
firði, kom til Reykjavíkur rneð
750 tunnur undan Jökli og er það
eina síldin sem kemur þaðan í
langan tíma.
Enn eru erfiðleikar á löndun.
JBið í Keflavík. en bangað barst
mikið magn. Bátar frá Sandgerði
'koma þar við og létta á sér, til
að geta ko.mist fyrir Garðsskaga.
• Akranes
Þangað áttu að köma Kei'ir
með 700 tunnur, Skírnir með 600
'tunnur, Sigurður AK með 600,
•en margir bátanna áttu að liggja
■úti.
Reykjavík
Megnið af Reykjavíkurbátun-
■um munu bíða veðurs úti, en
þessir áttu að koma í land með
síld: Ólafur Magnússon EA með
900 tunnur, Guðmundur Þórðar-
son 550 tunnur, Steinunn með
800 tunnur, Bjarnarey með 750
tunnur, Stapafell með 11—1200
tunnur.
• Keflavík
Til Keflavíkur áttu að koma
12 hátar með samtals um 9000
tunnpr. Hæztu bátarnir eru þess-
ir; Árni Geir með 1100 tunnur,
Bergvík með 1000 tunnur, Pálína
með 900 tunnur, Eldey með
1000 tunnur og Gunnólfur með
1000 tunnur.
• Sandgerði
Þangað var kominn Mummi
með 350 tunnur og Stapafellið
var þar að létta sig, það var
með fullfermi. Von var á Víði II.
til að létta á sér.
WASHINGTON 29/12 — Robert
Kennedy dómsmálaráðherra og
bróðir Kennedys Bandaríkjafor-
seta er að leggja af stað í ferða-
lag um Asíulönd. Hann mun
koma víða við á ferð sinni og
fer hann rri.a. til Indónesíu
þar sem hann mun ræða við
Súkarnó forseta.
TIL SJÓS OG LANDS
GUNNAR JÓN KRAGH,
línumaður hjá símanum
kaus nýlega við stjórnarkjör í Sjómannafélagi Reykjavíkur. -
Hverra hagsmuna hefur hann að gæta?
Starfandi sjómenn, kosið er alla virka daga frá kl. 3—6 í skrif-
stofú S.R., Hverfisgötu 8—10. Kjósið lista starfandi sjómanna
B-listann.
X B-listi
Jafn-
rétti niður á við
Verkakonur hafa á undan-
förnum árum haft mikinn hug
á því að koma í framkvæmd
þeirri réttlætiskröfu að kaup
sé ekki skammtað eftir kyn-
ferði þess sem vinnuna selur.
Hafa sum verkakvennafélög
barizt fyrir þeirri kröfu, ýms-
ar tegundir vinnu eru nú
goldnar sama kaupi hvort sem
karl efa kona framkvæmir
verkið, og: tT eru þeir staðir a
landinu þar sem jafnrétti hef-
ur verið framkvæmt. En þeg-
ar verkakonur voru að búa sig
undir að leiða þetta mál fram
til fullnaðarsigurs gerðust þau
tíðindi að þingmenn stjórnar-
flokkanna samþykktu lög um
að jafnréttið sky’di fram-
kvæmt í áföngum á sex árum.
Tilgangur þeirra var sá einn
að tefja málið, þegar sýnt var
að ekki tjóaði lengur að standa
algerlega gegn því.
Nú um áramótin kemur
fyrsti sjöttiparturinn af jafn-
réttinu til framkvæmda, og að
sjálfsögðu reyna stjórnarblöð-
in að hæla sér af bví, að rík-
isstjórnin hafi beitt sér fyrir
réttlætismáli með því að tefja
framgang þess. En hætt er við
að skammturinn verði léftur í
Alvarlegt umferðarslys
hjá Árbæ í fyrrakvöld
Um kl. 19.13 í fyrrakvöld varð
maður að nafni Jón Valgeir Júlí-
usson, Litluvöllum við Rauðavatn,
fyrir bifreið á Suðurlandsbraut
skammt austan við Arbæ og
slasaðist alvarlcga. Var hann
þungt haldinn í gær.
Það var sendiferðabifíeið, sem
ók á manninn, og segir ökumað-
ur hennar svo frá, að hann hafi
allt í einu séð gangandi mann á
veginum framan við bifreiðina
og snarhemlað. Það var hins
vegar orðið of seint og lenti bif-
reiðin aftan á manninum, er
kastaðist upp á vélahúsið og
mun höfuð hans hafa leftt á
framrúðu bifreiðarinnar og
brotið hana og dældað karminn.
Má af því ráða, hve höggið hef-
ur verið mikið. Maðurinn barst
síðan spölkorn með bifreiðinni og
féll í götuna, er hún staðnæmd-
ist.
Jón Valgeir var fluttur á
slysavarðstofuna og síðan í
Landsspítalann. Hafði hann hlot-
ið opið fótbrot og einnig tals-
verð höfuðmeiðsli. Var líðan
hans í fyrstu sæmileg eftir at-
1 vikum, en versnaði í fyrrinótt.
I Jón er 58 ára að aldri.
Heilbrigt félagslíf líkleg-
asta leiðin til útrýmingar
úfengisneyzlu unga folksins
Árlegt þing Sambands bindind-
isfélaga í skólum, hið 30. í röð-
inni, var haldið í desember. 40
fulltrúar frá skólum í Reykja-
vík, Laugarvatni, Skógaskóla og
Akranesi sátu þingið.
Ragnar Tómasson, fráfarandi
formaður, flutti skýrslu stjórnar
og bar hún vott um mikið og
gott starf í þágu skóla landsins.
Sambandsstjórn sá m.a. um út-
gáfu „skólablaðs“, en v blaðaút-
gáfa hefur verið stór þáttur í
starfsemi S.B.S. Að þessu sinni
voru kynnt skólablöð Verzlunar-
og Kennaraskólans.
Fulltrúar hvers skóla um sig
fluttu að venju þinginu skýrslu
um störf félaganna og báru þær
með sér að starfsemi þeirra mót-
aðist af eflingu á heilbrigðu fé-
lagslífi.
Við stjórnarkjör var formaður
kosinn Róbert Jónsson Verzlun-
arskólanum, með honum í stjórn
eru varaformaður Ólafur Hall-
grímsson Kennaraskólanum, með-
6tjórnendur: Gerður Ólafsdóttir,
Kennaraskólanum, Jóhanna
Guðnadðttir, Kvennaskólanum og
Sveinn Skúlason, Verzlunarskól-
anum. Eftirlitsmaður var kosinn
Hörður Gunnarsson.
Eftirfarandi samþj’kktir voru
gerðar á þinginu:
„Þrítugasta þing S.B.S. beinir
beirri áskorun til hins opinbera
að það margfaldi styrkveitingar
oínar til heilbrigðrar æskulýðs-
starfsemi í landinu. Þingið vill
benda á að fæst hinna mörgu
æskulýðsfélaga eru það vel efn-
um búin að þau geti haft starfs-
mann á launum en nauðsyn þess
er auðsæ. Það er álit þingsins
að fjárveitingar til æskuiýðs-
starfsemi sá arðbær fjárfesting.
sem sinna beri meir en gert hef-
ur verið.“
„30. þing S.B.S. telur mikla
þörf á að ríkisvaldið auki stuðn-
ing sinn við bindindishreyfing-
una, meðal annars með því að
láta hefja fasta fræðslu í bind-
indismálum í skólum landsins
með skipan sérstaks námsstjóra,
til þess að sjá um þessi mál.
Þingið ítrekar fyrri samþykktir
þessu að lútandi".
„30. þing S.B.S. haldið 2.—3.
des. 1961, fagnar útkomu og vexti
hins nýja málgagns bindindis-
manna — Nútímans. Heitir þing-
ið á alla meðlimi S.B.S. að yeita
því allan þann stuðning sem
mögulegt er. Þingið beinir þeim
tilmælum til ritstj. Nútímans,
að hún taki til birtingar greinar
er fjalli um ýmis áhugamál
unga fólksins frekar en til þessa.
Álítur þingið að heilbrigt félags-
líf sé líklegasta leiðin til út-
rýmingar á áfengisneyzlu unga
fólksins."
Eldur í verkstæði
Steypystöðvar
Reykjavíkurbæjar
Um kl. 4.30 var slökkviliðinu
tilkynnt að eldur væri kominn
upp í verkstæði við Langholts-
veg. Reyndist bað vera á verk-
stæði Steypustöðvar Reykjavik-
urbæjar að Langholtsvegl 171,
sem er til húsa í stórum bragga.
Kviknað hafði í út frá olíu-
kynditæki, sem hafði bilað og
var aðaleldurinn í olíu út frá
tækinu. Urðu talsverðar skemmd-
ir á tækinu sjáifu en litlar á
húsinu. Rétt eftir að slökkvilið-
ið kom á vettvang varð talsverð
sprenging í kynditækinu og
reyksprenging út frá því, en eng-
an mann sakaði, og gekk slökkvi-
staríið fljótt og vel.
veski hjá verkakonunum; hann
nemur nokkrum tíeyringum á
klukkustund. Kaup í almennri
verkakvennavinnu hækkar um
63 aura um tímann, og yfirleitt
nemur hækkunin 2—4%. í tíð
núverandi ríkisstjórnar hefur
fatnaður hinsvegar hækkað um
28% að jafnaði, kjötvörur um
18%, mjólk og feitmeti um
22%, feitmeti um 30%, mjöl-
vara um 66%, brauð um 35%
hiti og rafmagn um 34%, og
að meðaltali hafa vörur og
þjónusta sem vísitölufjölskvld-
an notar hækkað um ‘29%.
Nýju tíeyringarnir í umslög-
unum hrökkva því miður
skammt á móti þeim ósköpum.
Stefna ríkisstjórnarinnar í
launajafnréttismálum er þessi:
Hún hefur lækkað karlmanns-
kaupið niður í kvenmanns-
kaup. Hún hefur lækkað
kvennmannskaupið niður í
unglingakaup. Og nú segist
hún ætla að láta konur ná
sínu fyrra kaupi í áföngum á
sex árum, þannig að karlar og
konur mætist í kvennakaupinu.
Og síðan ætlast hún til að kon-
urnar þakki fyrir það jafnrétti,
að karlakaupið skuli hafa ver-
ið lækkað niður i það sem þær
eiga að fá eftir nokkur ár. —
Austri.
Laugardagur 30. desember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (3