Þjóðviljinn - 03.01.1962, Qupperneq 6
gMÓÐVILJINN
etgefanðl: Same1ningarf!otkur alÞíSu - Sósfallstaflokkurlnn. - RltstJórar:
Magnús KJartansson (áb.), Maenús Torfl Ólafsson, SigurSur °u8)If.u"ds®°°„elI,
PréttarltstJórar- ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. - Auglysingastjóri. Guðgeir
Magnússon. - Ritstjórn, afgreiSsla. auglýslngar, prentsmlSia: SkólavbrSust. 19.
Biml 17-500 (5 llnur). AskriftarverS kr. 50,00 á mán. — Lausasoluverð kr. 3.00.
PrentsmiðJa Þjóðviljans h.í. _^
Getur ísland verið
sjálfstætt?
Þegar minnzt er á sjálfstæðisbaráttu íslendinga gegn nýlendu-
ríkinu Danmörku og á leiðtoga hennar eru allir íslendingar
á einu máli: Sjálfstæðisbarátta íslendinga gegn Dönum var
þjóðinni lífsnauðsyn, lagði grunninn að hinu íslenzka nutima-
þjóðfélagi. forystumenn þeirrar baráttu voru velgjörðarmenn
þjóðarinnar; nöfn þeirra manna sem lengst gengu í sjálfstæðis-
kröfunum, í þrotlausri, fómfrekri baráttu fyrir málstað Islands,
sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar_ ber hæst allra í íslandssögu
þess tímabils, á þau nöfn bregður skærri birtu hugsjóna, fram-
sýni og stórhugs.
• • •
En voru bá engir andvígir bví að ísland yrði sjálfstætt ríki? g
Var sjálfstæðisbaráttan einvörðungu háð gegn máttarvöld- _
um nýlenduríkisins danska? Nei, þannig hefur sjálfstæðisbar-
átta engrar þjóðar orðið. Forvígismenn islenzkrar sjálfstæðis- |
baráttu þurftu ekki einungis að berjast gegn erl.endum nýlendu-
kúgurum, he'.dur varð það jafnan að vera annar aðalþáttur bar- g
áttu beirra að freista þess að sameina þjóðina, sannfæra ís-
lendinga sjálfa um réttmæti islenzks sjálfstæðis, sannfæra ís-
lenzkt fólk að því væri lífsnauðsyn að berjast þar til fullt og g
óskorað sjálfstæði þjóðarinnar værí fengið, ísland sjálfstætt _
ríki. Og oft var einmitt betta örðugasta baráttan. Þar var ekki
einungis við að stríða sinnuleysi og þekkingarleysi fólksins, held-
ur voru jafnan í landinu háttsettir embættismenn og valda-
menn sem studdu leynt og ljóst hinn erlenda málstað. beittu |
tii þess ísmeygilegum rökum og harðvítugum áróðri. Þetta vill
oft gleymast. Þegar rætt er um sjálfstæðisbarattuna oS foringja
liennar þykir mönnum viðkunnanlegra að láta váka -íyrir 'sér |
óljósa mynd af einhuga þjóð að baki fræknum foringjum. þann- _
ig að íslenzkt íólk hafi einungis átt við hið erlenda kúgunarvald ■
að etja. |
• • •
F’nginn sem nú lifir getur sagt fyrir með vissu hvernig íslands- |
SLi sagan muni meta og dæma atburði fyrstu áratuga ís-
lenzka lýðveldisins og stjórnmálamenn samtíðarinnar. En skyldi |
þó ekki vera hægt að hafa nokkra hliðsjón og leiðbeiningu af ■
því að rifja upp það sem gerzt hefur í sjálfstæðisbaráttu ís-
lendinga hinni fyrri? Þykir mönnum líklegt, með hliðsjón af g
því hvernig nú er dæmt um þá menn sem á íslandi studdu _
danska málstaðinn að komandi kynslóðir verði mildar í dóm- I
um um íslenzka stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka sem á
fyrstu áratugum íslenzks lýðveldis svikust að þjóð sinni til að
leyfa hernaðarstórveldi afnot íslenzks lands til herstöðva á frið- g
artímum, ánetjuðu bjóðina í hernaðarbandalag auðvaldsstór- ■
velda og nýlendukúgara? Skvldi það nokkru sinni talið til
þjóðbrifa að sömu menn undirbúa nú að varpa sjálfstæði Is- |
lands algjörlega fyrir borð, vilja láta innlima ísland sem
ósjálfráðan hrepp í nýja ríkjasamsteypu? Hafa ekki heyrzt I
áður á íslandi hin ísmeygilegu rök háttsettra manna .sem látin I
eru dynia á þjóðinni þessa dagana, röksemdir gegn því að
íslendingum sé það fært og þorandi að vera sjálfstæð þjóð, |
að íslenzka þjóðin eigi ekki annarra kosta völ en afsala sér -
sjá'fstæði sínu, láta innlimast í stóra ríkisheild. Einmitt þau I
,rök“, að ísland vrði að vera í stærri ríkisheild, þótti lepp- g
um Dana áhrifamikil til að svæfa andvaralausasta hluta þjóð-
arinnar.
! ■
• • •
TT'orvígismenn þeirrar sjálfstæðisbaráttu kunnu samt skýr og
ósveigjanleg svör, skýr og sterk rök fyrir því að íslénzka
þjóðin gæti verið og ætti að vera sjálfstæð þjóð. Faðir fyrrver-
andi forsætisráðherra kunni þau svör. Reynslan hefur sannað
að þau voru rétt og raunsæ, að hinn ísmeygilegi áróður gegn
því að ísland gæti verið sjálfstætt var falskur og rangur. Og
rökin fyrir sjálfstæði íslands hafa enn verið flutt nú um þessi
áramót studd ríkri og ótvíræðri reynslu og þekkingu á þjóð-
félagsþróuninni. Og enn er háð sú tvíþætta og tvísýna barátta
um sjálfstæði íslands. Við erlenda ásælni og við innlenda valda-
menn sem ala á andvaraleysi íslenzks fólks og draga lokur frá
hurðum. Enn veltur framtíð þjóðaripnar á því að takist í
tím.a að samfylkja meirihluta þjóðarinnar um íslenzka málstað-
inn, til varnar og sóknar fyrir sjálfstæði íslands. 1— s.
EFTIR DVÖL Á SLÍKU ÞINGI SKILUR MAÐUR ÞAÐ BETUR
AÐ SIGUR HINS VINNANDIMANNS ER Á NÆSTA LEITI
Samtal við Alfreð Guðna^on frá Eskifirði, fulltrúa á
5. þingi Alþjóðasambancb verkalýðsfálaga (W.F.T.U.)
Á 5. þingi Alþjóðasambands verkalýðs-
félaga (W.F.T.U.), sem haldið var ' í
Moskvu dagana 4.—16. desember voru
mættir 3 áheyrnarfulltrúar frá íslenzkri
verkalýðshreyfingu. Fulltrúar þessir voru:
Þorsteinn Jónatansson frá Alþýðusam-
bandi Norðurlands, Alfreð Guðnason frá
— Var þetta ekki fjölmennt
þing og markvert, Alfreð?
— Jú, þingið sátu um 1200
manns, þar a.f voru um 900
fulltrúar frá 9Q löndum, sem
áttu aðild að sambandinu, ,en
auk þess voru fjölmargir á-
heyrnarfulltrúar frá ýmsum
löndum, þar á meðal við ís-
lendingarnir. Þarna voru kjörn-
ir fulltrúar fyrir ÍÖ7 milljón-
ir verkamanna, sem í samtök-
unum eru.
— Hvar var þingið haidið?
— Það var haldið- í nýrri
stórbyggingu í Kreml, sam-
komuhöll, sem tekur 6000
manns í sæti.
— Og hvernig leizt bér á þá
bygg'ingu, er hún ekki skraut-
þung eins og margar bygging-
ar þeirra sovétmanna?
— Nei, það er eitthvað. anh-
að, þetta er mjög nýtízkuleg
bygging, björt og létt — mik-
ið gler. — Þarna er ákaflega
stórt og gott leiksvið og út-
búnaður þar allur sá fullkomn-
asti sem þekkist. Við fengum
tækifæri til þess að sjá það
notað til annars en þinghalds-
ins, því bar sáum við og heyrð-
urn þjóðdansa, íþróttir, söng,
hljóðfæraleik, ballett.
— Og svo þingið? ■
— Já, þingið stóð í 12 daga,
þetta var mikið þing o.g fast
setið, nálega 8 tíma á dag.
Enda voru hin merkilegustu
mál á dagskrá og miklar um-
ræður. Þingið var ákaflega vel
undirbúið og skipulag allt með
ágælum, má þar nefþa til
dæmis að túlkað var á 16
tungumálum, og gat hver valið
það sem hann vildi í heyrn-
artæki sínu.
— Og hver voru svo verk-
efnin?
— Þinghaldíð hófst á skýrslu
Louis Saillant framkvæmda-
stjóra samtakanna. Það var
löng ræc|a, sem var hvort-
tveggja í senn, skýrsla um
störf samtakanna frá síðasta
þingi og lýsing á ástandi Og
verkefnum eins og þau blasa
við augum verkalýðshreyfingar-
innar í dag.
— Hver voru aðalmál þings-
ins?
Alþýðusambandi Austuflands og Halldór
B. Stefánsson frá Vérkamannafélaginu
Dagsbrún. Rétt fyrir jplin náði blaða-
rnaður frá Þjóðviljanum tali af Alfreð
Guðnasyni í þann round sem hann var
að búa sig heim til Eskifjarðar, eftir
stutta viðdvöl hér í bænum.
>— Ég mundi segja, að aðal-
mál þingsins hafi verið ný-
lendumálin og friðarmálin. Það
er að ségja hvernig hægt er
■að leysa fólkið í nýlendunum
undan oki hringavalds og ný-
lenduvelda og koma verkalýðs-
samtökum þeirra á legg, og
svo hitt jafnhliða, hvernig
hægt.er.að knýja auðvaldsöfl-
in, sem er.u að tapa baráttunni
við verkamanninn í heiminum
til þess að halda friðinn og
grípa ekki til tortímingar-
stríðs. — Þetta held ég að
verði forðað rtfrá örlögum
kjarnorkudauðans, Rússnesku
fulltrúarniy lögðum mikla á-
herzlu á‘ þáð, að friður væri
forsenda vaxanai velmegunar
og framfara sovézkra manna
ekki síður en ’annars vinnandi
fólks í heiminum.
— Tölmðu. .þarr.a fulltrúar
allra la.nda,- sgni. sæíi áttu á
þinginu° • ,
— Já,. einn ,frá hverri sendi-
nefnd qg abeyrnar-fulltrúar líka.
Þorsteiim Jónatansson flutti á
Fulltrúar frá Kúbu og Mongólíu á fimmta þingi Alþjóðasambands
verkalýðsfélaga í Moslivu ræðast við i fundarhlci.
hafi verið aðaímálin. Þarna
töluðu margir fulltrúar frá ný-
lenduþjóðunum og sögðu
reynslu þjóða sinna, óskaplega
reynslu og blóðuga; ótrúlega
'fyrir íslending.
— Og friðarmálin?
— Svo til hver einasti full-
trúi, sem fil máls tók á þing-
inu lagði ríka áherzlu á nauð-
syn þess að friður héldist.
Japönsku fulltrúarnir sögðu:
„Við erurn þeir einu í heim-
inum, sem þekkjum kjarnorku-
sprengjuna af eigin raun. Enn-
þá deyja margir af völdum
kjarnorkuárása Ameríkumanna
á japönsku borgirnar Hiro-
sima og Nagasaki. Við óskum
þess eins að öilum mönnum
varp fyrir hönd okkar þre-
menninganna '
— Var Krústjoff gestur
þingsins?
— Já, hiinn kom þarna í
boði framkyæmdastjórnar
þingsins og.-.hélt mikla ræðu.
Fyrst talaði haún í 35 mínút-
ur utan við blöðinv. síðan tæpan
klukkutíma af . þhöðum. Hann
er mikill ræðumaður og ómyr.k-
ur i máli. Hann lagði m.a. á-
herzlu á verndun friðarins.
Hann sagði að ef friður héld-
ist myndi ekker.t. stöðva hrað-
fara sigurgöngu sovétfólksins á
braut sósíalismans. sú kynslóð
sem nú lifðúí Rússlandi mundi
lifa kommúnismann og færði
rök . að þvi hvílík uisaskref
i«pi
iíííSiíííiíHS
llilll
Ibrahim Zakharia, ellnn af framkvæmdastjórum Alþjóðasambands
verkalýðsfélaga, í ræðustól á þingi sambandsins.
myndu þá verða stigin fram úr
þeim þjóðum, sem byggju við
ófullkomnari samfélagshætti.
Ef til styrjaldar kæmi mundi
sókiiin tefjast. í ræðu sinni
kom Krústjoff inn á kjarnorku-
sprengingar Rússa. Iíann sagði
að þeim væri það manna ljós-
. ast, að geislavirkt helrvk ýrði
Rússum jafnhættulegt sem öðr-
•urn, en vegna varna Sovétríkj-
áhna, sem væru umkringd af
hervirkjum auðvaldslandanna
'og síauknum styrjaldarundir-
.búningi hefðu kjarnorkuspreng-
ingarnar á Novaia Semlia ver-
ið með öílu óhjákvæmilegar.
— Var Krústjoff nokkuð
sldþpur, virtist þér, eða því-
líkur. að hann hefði fengið slag,
— eins og. sagt var hér í pen-
ingapressunni?
— Nei,- hann var aldeilis
ekkert slappur, bvert á móti,
og daginn eftir að hann flutti
ræðuna, sáum við hann í veizlu,
sem þinginu var haldin og þá
var hann hinn kátasti og lék
við hvern sinn fingur, svo enn-
þá virðast borgarablöðin vera
of trúgjörn á bað sem þau
óska sér að væri satt.
— Töluðu fleiri nafnkunnir
gestir á þessu þingi?
— Já, margir, þótt við ekki
þekktum þá alla, en enginn
svo kunnur sem Krústjo.ff, —
nema einn — landi hans Titoff
geimfari. Hann sat þingið sem
gestur og sagði bar nokkur orð,
m.a. sagðist hann að vísu vera
gestur núna, en næst þegar Al-
þjóðasambandið héldi þing
hefðu geimfarar stofnað sitt
eigið stéttarfélag og þá gerði
hann sér vonir um að verða
kosinn fulltrúi og fá að greiða
atkvæði.
Hvað viltu seg.ja mér
fleira .um verkefni bingsins og
störf?
■ -— Það er náttúrlega margt
sem segja mætti frá þingi eins
og þessu, sem stóð í 12 daga,
en. :til þess er ekki tækifæri.
né tími nú. -Hitt get ég sagt
þér að eftir umræður og með-
ferð mála í nefndum, fengu á-
lyktanir þingsins einróma af-
greiðslu bess. Þarna vóru að
sjálfsögðu fulltrúar' frá öllum
sósíalistísku löndiinum, Albanir
sem Pólverjar, Kínverjar sem
Tékkar, og fulltrúi Albana
flutti sína ræðu á þinginu eft-
ir að Sovétríkin höfðu slitið
stjórnmálasambandi við land
hans, mál hans var auðvitað
með öllu laust við ágreining
ríkisstjórnanna. þar voru að-
eins flutt sameiginleg sjónar-
mið hins vinnandi manns og
var ræðu hans vel fagnað.
— Og hvemig leizt þér svo
á þig í Moskvu, Alfreð, hafð-
irðu komið þar áður?
— Nei, ég hafði ekki kornið
þar áður.---það var að sjálf-
sögðu mikil nýung fyrir mig
að gista þá borg, en tíminn,
sem við hö.fðum var því mið-
ur of naumur til þess að við
fengjum notið nema lítils af
því sem þar er hægt ,að njóta.
Við skoðuðum þó söfnin í
Kreml oe þá mörgu og furðu-
legu hluti, sem bar eru geymd-
ir. Þá komum við í grafhýsið
þar sem Lenin er nú aftur einn
og yfirgefinn, — ekki kæmi
mér það á óvart, bótt tími
smurlinganna væri senn á enda
þar eystra.
Þá komum við í Moskowits-
verksmiðjurnar. fylgdumst þar
með tilbúningi bílsins frá fyrsta
handtaki þar til hann er kom-
inn í gang. Það var mjög fróð-
legt.
— Hvernig var aðbúnaður
fólks í bessum verksmiðjum?
— Hann virtist ver.a góður,
matsalir við hveria deild, heil-
brigðiseftirlit undir umsjá
lækna o.s.frv. Unnið var ým-
ist í ákvæðis- eða tímavinnu
eftir eðli vinnunnar. Meðallaun
voru 180 rúblur á mánuði (ca.
8.600 kr.), en þar fyrir utan
Framhald á 10. síðu.
um Thor Vilhjálmsson
Eins og kunnugt er af frétt-
um kom bók Thors Vilhjálms-
sonar „Andlit í spegli dropans“
út í Svíþjóð i haust. Þjóðvilj-
anum hefur borizt ritdómur
um bckina sem Ijóðskáldið
Artur Lundkvist, einn kunn-
asti gagnrýnandi Svía, birti í
Stockholmstidningcn 2. nóv. sl.
undir fyrirsögninni „Islenzkur
frumherji", og fer hann hér á
eftir í heild:
Laxness er hin mikla eik,
sem varpar skugga sínum yfir
íslenzkar nútímabókmenntir.
Svo hlaut að fara, að hann
hefði ekki aðeins örvandi held-
ur einnig letjandi áhrif á ný-
græðinginn. Það er fyrst á síð-
ustu. árum. að maður, sem boð-
ar kynslóðaskipti, brýtur sér
leið: Thor Vilhjálmsson. Hann
er fæddur 1925 og leiðtogi nýrr-
ar nútímahreyfingar, sem tek-
ur við þar sem Laxness nam
staðar.
Vitað er. að Laxness hefur
hvatt Thor Vilhjálmsson til
ritstarfa, án þess að hann geti
þess vegna talið hann feta í
fótspor sín. Yngri höfundurinn
fer eigin leiðir með óbifandi
festu, er sjálfstæður frumherji
módernismans á Islandi. Hann
er enn ei.tt dæmi íslenzkrar
alþjóðahygg.iu, evrcpsk tengsl
eru honum sjálfsögð og sam-
'tímis ofurlítið kappsmál, lífs-
nauðsyn í hinum íslenzku
þrengslum.
Evrópuhyggja hans dregur þó
ekki úr íslenzkum einkennum,
fremur hið gagnstæða. Vegna
hins suðræna baksviðs og evr-
ópskrar stílvitundar, verða
norðurhafseinkenni hans enn
skýrari, birtast sem greinilegar
afleiðingar átaka. Fjöll og vind-
ur af hafi, dimm náttúra og
sörguð er ávallt nálæg í hug-
arheimi hans og cinnig íshafs-
köld og forrieskjuleg fjarlægð
milli manna, sem verður til
þess að hann notar sjald.an
noín, en talar í bess stað í
tóni, sem ekki verður stældur
um. „manninn“, ,,konuna“.
Bók hans frá 1957 „Andlit í
spegíi dropans,“ sem Peter
Haliberg hefur nú þýtt (Rabén
och Sjögren, 17:50) veitir les-
endanum sérstæða reynslu.
Þessir óbundnu kaflar segja
ekki frá miklu, atburðirnir
geta ekki færri verið. Þeir
koma til móts við lesandann
eins og þrunginn hugblær,
onnast h'kt og málverk mikilla
fjarvíddá. Þeir marka atvik
skörpv.m línum. umlykja magn-
þrungnu ástandi. Áhrifum ná
þeir með markvissum stílbrögð-
um, stílfærðum tjáningarþrótti,
fcstu formi sínu.
Lesandinn er sífellt minntur
á nútímamálverk. Þarna bregð-
ur fyrir myrkum, æstum ex-
pressionisma, sem tjáir óljósa
lífsþjáningu millistríðsára. Það
crlar á súrrealisma með hausa-
víxlum og hálfvegis óhlut-
kenndum myndum af hlutum
og vistarverum, efnistrúum og
sönnum í' furðuÁika fjínum
eins og nærgöngul kvikmynda-
vél hefði tekið þær. Lengri
þætti eins og „Þeir“ er einnig
skipt í sérstakar myndir eða
kvrrstæða kafla. þar sem at-
buröarásinni vindur fram líkt
og skuggamjmdum sé brugðið
á tiald.
Þessi þáttur mun áhrifa-
mestur í bókinni sem frásögn,
með andlit sin, skapgerðir og
vandamál, sem stíga fram hvert
af öðru. Þetta er saga með ein-
kennurn exístensíalismans um
gróflegar þjóðfélagsandstæður,
um fáeina fanga sem leysa á úr
haldi, um flokkseitil sem ryður
röngum manni úr vegi. Á köfl-
um er hún hörkuspennandi,
eins og glæpamynd, en glatar
þó hvergi inntaki sínu sem
grandskoðun hu.gsjóna og raun-
verulegur, mannlegur harmleik-
ur. Jafnframt er hún gædd á-
hrifaþunga gnýjandi tónlistar,
dimmrar hrynjandi ljóðlistar.
„Þau“ er líkari skurðmynd-
um að gerð, dálítið ýktur
prímitívismi í lýsingu á brák-
uðu hjcnabandi, dýrslegri og
þrúgaðri þorps-Messalínu og aí- í,
burða elskhuga, sem er dr'ep-
inn. Hin ógæíusömu hjón
sökkva í tímann eins og í lind,
í kyrrstöðu og grámóskulega
uppgjöf.
Flestir þáttanna eru ekki ann-
að en tilíinningamettaðar mynd-
ir, kyrrstæðar en samt drama-
tískt margbrotnar, . fullar af
bældum ofsa. Þetta eru myndir
í skarpvökulu auga, þar sem
þær hafa staðnæmzt með ó-
sögðu, en eigi að síður sérlega
auðskynjuðu inntaki sínu. Hér
hafa sýn og reynsla kristallazt
í mynd, sem geymir í áþreifan-
legu líki rök lífsins, er sífellt
víkja undan: þennan leynd.ar-
dóm líðandi stundar, sem hef-
ur þó eilifðargildi.
„Ekki má slaka á leitinni að
myndlegu gildi“, segir á einum
stað, í greinilegum yfirlýsing-
artóni „... Ber ekkert nema
þau dýru myndlegu verðmæti
fyrir au.gu hinnar skapandi
konu þegar hún horfir á þenn-
an mann sitja svona öndvert
sér“. Eða á öðrum stað:
.....hann hafði ekki enn
drukkið bjór sinn en horfði á
litina í glasi sínu eins og kín-
verskt skáld næmur fyrir
myndinni en byggði með hátt-
vísi traustan múr sem lokaði
útí hinn æsta mannskæða veð-
urofsa tilfinningalífsins sem
ólgaði í veröldinni kringum
hann“.
Stundum verður myndin að
leiftrandi sýn ei.ns og f Ivsmff-
unni á lestinni: ......sem gat
ekki hætt að æða áfram í enda-
lausri nóttinni með hvítan
reykinn sem stundum fleygðist
eins og hjúpandi traf utan um
hana sjálfa eða kastaðist út í
loftið eins og kona að hlaupa
í stormi í brúðarklæðum með
flaksandi slóða og týndist í
svörtu veðri næturinnar og
ömurleikinn hékk út um glugga
lestarinnar og lamdist við tein-
ana þar sem hún þaut um lönd
heimsins....“
Ef til vill er ekki íslenzkt
mótív að neinni þessara mynda.
Þ;»i' hafa almpr|nt eildi, í beim
bregður fyrir frönskum og suð-
urevrópskum dráttum, stundum
greinilegum ferðamyndum frá
fararstjórnarárum höfundar. En
sanit sem áður er hið íslenzka
ævinlega vakandi í vitund skoð-
andans. í samlíkingum hans, í
rótarbráðum skynjananna. Það
er íslenzkt sérkenni harla ólíkt
hinu biarta skapívndi Laxness,
leikgleði hans rnitt í allri þjóð-
félagsheiftinni. Thor er hrjúf-
ari, ferg.iaðri af myrkri, háð
hans úfnara, brosið dræmara.
Mér finnst hann minna mest
á Lagerkvist á ynari árum,
stálsleginn, fastbyggðan prósa
hans og viðleitni hans til að
skaoa ákafaheit varanleikaverk.
iÆPerkvist var að kljást yið
sömu tilraunir og Thor til að
sameina háleitan ■ norrænan
anda suðrænu litaflóði, hina
kyrrstæðu mvnd og hin mann-
legu dramatísku umbrot.
Heil tylft af köflum bókar-
innar hefur verið felld niður (í
sænsku útgáfunni) án þess að
u.m hað sé getið. Frumverkið
ber líka dirfskulegri titil: And-
lit í soegli dropans, en á sænsk-
u.nni: Speglat i en droppe. Hinn
áffæti býðandi bókarinnar mun
ekki bera ábyrgð á því.
Framhald ,af 1. síðu.
verið árangurslaus og muni
frekari funda að vænta næstu
daga.
Thompson sendiherra hefur
sent stjórn sinni skýrslu um við-
ræðurnar og í Washington eru
menn sagðir ánægðir með árang-
ur fyrsta fundarins. AFP-frétta-
stofan segir að Bandaríkjastjórn
telji brýna nauðsyn bera til þess
að samkomulag verði gert um
Berlín. en með þeim ófrávíkjan-
legu skilyrðum af hálfu vestur-
veld.anna, að þau haldi frjálsum
flutningaleiðum sínum til Berlín-
ar og frá og að íbúar Vestur-
Berlínar fái að búa við óbreytt
stjórnarfar. Sovétstjórnin hefur
áður gefið í skyn að hún gæti
gengið að slíkum skilyrðum.
Gromiko utanríkisráðherra
vildi ekkert láta uppi um við-
ræðurnar þegar blaðamenn
lögðu fyrir hann fyrirspurnir í
b’oði hjá sendiherra Kúbu í dag,
en hann lék við hvern sinn fing-
ur og ræddi lengi við brezka
sendiherrann, sir Frank Roberts.
Gromiko staöfesti að hann myndi
ei.ga f’Ieiri fundi. með Thompson,
en sagði að ekki hefði verið á-
kveðið hvenær þeir hittust aft-
ur.
HAVANA 2 í — Mikil hátíða-
h.öld voru á Kúbu i dag þegar
mi.nnzt var þriggja ára af-
mælis byltingarinnar. Her-
sýning var í Havana og talaði
Castro forsætisráðherra þar.
Miðvikudagur 3. janúar 1962 ---ÞJÖÐVILJINN — (7
g) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 3. janúar 1962