Þjóðviljinn - 06.01.1962, Síða 1

Þjóðviljinn - 06.01.1962, Síða 1
1 ■ - Fu.ndur í fulltrúa- og trún- aöarmannaráöi n.k. mánudags- kvöld kl. 8.30 í Tjarnargötu 20. Til umræöu húsnæðismál. Sósíalistafél. Reykjavíkúr. Tugir Icigumorð^ ingja handteknir l —aa™——■b— ALGEIRSBORG 51 — Franska öryggislögreglan hefur handtckið 237 meðlimi hinna Ieynilcgu of- bcldissamtaka fasista OAS. Handtökurnar hafa fariö fram á síðustu tveim mánuöum. segir yfirmaður frönsku upplýsingaþjón ustunnar í Alsír, Jean Sicurani, í d.ag. Hann greinir frá því í yfirlýsingu, sem hann gaf blaða- mcnnum, að öryggislögreglan hafi komið höndum yfir fjölda skjala sem sanni ofbeldis- og hernaðar- áform OAS, og einnig um nöfn meðlima. Af skjclunum má marka - að mikill ágreiningur sé innan fas- istasamtakanna. í yfirlýsingu Sicuranis segir að OAS hafi feng- iö leigumorðingja sína úr hópi afdánkaðra hermanna út útlend- ingaherdeildinni og meöal af- brotaunglinga. Lögreglan hef- ur handtekið 44 morðingja OAS- samtakanna, 35 sérfræðinga í plastsprengjum, 25 hermenn úr útlendingadeildinni og 58 menn er báru ólöglega vopn. Þá hefur lögreglan iokað húsnæði fasi'sta- samtakanna í Algeirsborg, Oran, Boida og víðar. f yfirlýsingunni eru ýmsir læknar og sjúkrahússtarfsfólk sakaö um samvinnu við OAS. Er betta fólk m.a. sakað um að hafa hjálpað fangelsuðum morðingj- 'um og ofbeldismönnum til að flýja, þegar þeir hafa legið á sjúkrahúsum. f skjölunum, sem fundizt hafa. eru uþplýsi.ngar um að OAS hafi skipulagt flokka til að hertaka mikilvægar stöðvar með skyndi- áhiaupum ef gerð yrði tilraun til að steypa stjórninni. Hálaunaðir morðingjar í yfirlýsingu Sicuranis segir að morðingjarnir, sem OAS leigir, fái 50.000 franka í fastalaun á mánuði og auk þess sérstök pen- ingaverðlaun fyrir hvert morð er þeir fremdu fyrir OAS. varnar með USA-vopnum Djakarta 5 1 — Yfirherstjórinn í Austur-Indónesíu, Busjiri ofursti, gaf í dag fyrirskipun um almcnnt herútboö á stjórn- svæði sínu, sem cru eyjarnar næst vesturhluta Nýju-Gíncu er Ilollendingar ráða. Ilerútboðið nær til allra karla og kvenna á aldrinum 1G til 45 ára. Jafn- framt cr flugvélum bannað að fljúga yl'ir Austur-Indónesíu. Kunnur leiötogi í vesturhluta Nýju-Gíneu, Dimara, hvatti í dag til þjóðaruppreisnar gegn yfir- ráðum Hollendinga. Dimara er um þessar mundir á ferðalagi á- samt Súkarnó forseta á Celebes. Talsmaður flotans í Indónesíu, Ambardy, sagði í dag að indó- nesísk herskip séu nú að mikil- vægum æfingum. Kvað hann flotann vera búinn til orustu hvenær sem væri. Hollendingar með USA-vopn Ambassador Indónesíu í Pak- istan, Hendraningart hershöfð- ingi, sagöi í dag í Djakarta að Hollendingar hefðu rúmlega 10.000 manna herlið á vestur- hluta Nýju-Gíneu og væri það búið bandarískum vopnum. Hann kvaðst vænta þjóðarupp- reisnar í Vestur-Nýju-Gíneu þegar Indónesar geröu þar inn- rás. Vilja landið án stríðs Opinberlega var tilkynnt í Framhald á 4. síðu. \ Frá Reykja- j j víkurhöfn / Þessi mynd er ekki frá / J Vestmannaeyjum og ekki frn / \ Keflavík cða Siglufirði, held- I 1 ur frá Reykjavík. Þessa dag- \ t ana er Reykjavík höfuðstaður t i síldvciöanna og myndin er ( / tekin í gær, þcgar íitlit var í 1 fyrir að landlegu síldveiði- / 1 flotans lyki. (Ljósm. Þjóðv. / ^ A. K.). 1 Þrettándabrenna ÆFR í kvöld í Draugahlíðum Eins og frá hefur verið sagt hér í blaðinu efnir ÆFR til þrettándabrennu við skíðaskál- ann í Draugahlíðum í kvöld. Ferðir verða frá Tjarnargötu 20 kl. 4 og kl. 7 síðd. Gist verð— ur í skálanum og komið í bæinn annaö kvöld. Nánari upplýsing- ar í skrifstofu ÆFR, sími 17513. Síldarbátarnir tínast á miðin I gær voru fyrstu bátarnir að tínast út á síldarmiðin , eftir langa landlcgu, eða síðan á gamlársdag. Búizt var við, að veður færi batnandi er á dag- inn liði og var talsverður hug- ur í sjómönnum að komast út. Síldveiðisjómenn veiða talsvert af upsa á færi og einnig eru gerðir út færabátar til að veiða þennan dýrmæta fisk. Fyrir hvern stórupsa eru nú borgaðar 30—35 krónur, svo þessar veið- ar eru góð búdrýgindi fyrir sjó- mennina. Upsinn er flattur, salt- aður, reyktur, sneiddur og soð- inn niður í dósir og þá heitir hann sjólax og þykir herra- mannsmatur. Sjómenn bíða nú þess, að samningar takist um skiptahlut- fall á vetrarvertíðinni og verði það bráðlega, má búast við að nokkuö verið róið með línu £ vetur. Netavertíð hefst ekki fyrr en í febrúar-marz. Góðar togzrasölur í Engkndi og Þýzkalandi ' ! Þrír íslenzkir togarar seldtt afla sinn crlendis í gær. Narfi seldi 183 tonn í Grims- by, fyrir 10.823 stpd. Harðbak- ur seldi í Hull, 194 tonn fyr- ir 14.351 stpd. Surprise seldi 129 tonn í Cuxhaven og fékk 106.000 mörk. Allar eru þessar sölur mjög góðar. ýý':; yý:-::-.-.- Sú saga gengur ljósum log- um við höfnina, að aðalvélin í „Viðreisnar-Sigurði“ hafi stórskemmst, ef ekki eyðilagst í frostakaflanum um daginn. ^^Sigurður er, sem kunnuggt er, einn af nýj-u 1000 lesta tog- urunum, sem keyptir voru til landsins eftir Nýfundnalands- ævintýrið mikla 1958 og 1959. Þrjú þessara skipa hafa verið gerð út hingað til, en Sigurð- VELIN I VIDREISNAR SIGURDI ONYT? ur fór 1 eða 2 túra, vai' þá lagt, hefur legið síðan og ligg- ur enn. Menn sem fylgjast vel með við höfnina, hafa séð þetta fræga skip, skjótast öðru hvoru upp í slipp og leggjast síðan aftur í sitt notalega lægi við hlið cndemisfleytunnar Brimness, sem nú er frægt af Axelsmálum. Hvað sem hæft er í sögunni um aðalvélina, er það ekki andskotalaust, að 40 milljóna, króna framleiðslutæki, skuli liggja ár eftir ár í hálfgeröu hirðuleysi hér í höfninni öll- um til angurs, sem á þurfa að horfa. Einhverntíma gerðist það, að skipið var falað til síldar- flutninga, en um það var synj- að á þeim forsendum að það væri of fínt. Kannski er skýringin sú, að Einar Sigurðsson vilji hafa skipið við hendina, svo að hann geti gengið niður á Grandagarð á góðviðrisdögum og sagt við sjálfan sig: „Sko, þetta fallega skip á ég!“ Það er dýrt mont.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.