Þjóðviljinn - 06.01.1962, Qupperneq 4
!
:
!
'
!
j
1
-
Ánnálsritarinn hélt upp á
jólin, meðal annars með þ\?í
að gefa sjálfum sér frí frá út-
varpshlustun að nokkru eða
öllu leyti suma daga vikunn-
ar. Af þeim sökum verður
annáll þessarar viku nokkuð í
brotum.
Bezt einnar
tegundar
Þess skal þá fyrst getið, að
á annan í jólum var flutt hin
36 ára gamla revía Haustrign-
ingar með bráðskemmtilegum
formála og skýringum frá
öðrum höfundi hennar, Páli
Skúlasyni.
Var sannarlega ekki van-
þörf á slíku, bæði til að þeir
hinir yngri fengju nokkra
nasasjón af atburðum þeirra
tíma sem við sögu Roma í
leiknum og einnig til hins, að
hressa upp á minni okkar,
sem að vísu mundum þessa
atburði flesta, svona eftir að
við höfðum verið á þá minnt-
ir, svo sem eins og stóru
síldarmálin á Hjalteyri,
danska Mogga, fjólurnar, þar
á meðal Dúdúfuglinn, krukk-
úrnar (útlegging Moggans á
danska orðinu krykke), um
íbúana í Borgarnesi, sem lifðu
hver á öðrum, og kjöt af ís-
Ienzkum bændum, og ótal
margt annað, sem menn lærðu
af Mogganum í þá daga og
hentu milli sín, sér til dægra-
dvalar.
1 stuttu máli, flutningur
þess leiks var hin bezta
skemmtun, og mér er nær að
halda að þessi revia sé ein-
hver hin bezta sinnar tegund-
ar, eins og þer segja í út-
varpinu, sem flutt hefur verið
hér á landi.
Islenzka
tlmafaliS
Á fimmtudagskvöldið voru
tveir guðfræðiprófessorar á
ferð í útvarpinu. Annar þeirra.
prófessor Jóhann Hannesson,
talaði um sögu jólatrésins, og
ef maður mætti orða það svo,
þá var það frekar leiðinlegur
lestur.
Hinn prófessorinn, Magnús
Már Lárusson, ræddi um sum-
araukann og hið forna íslenzka
tímatal. Var erindi hans að
vísu nokkuð þurrt, en mjög
fróðlegt og samið af vísinda-
legri nákvæmni.
náll
VIKAN 24. TIL 30. DESEMBER
Að lokum komst iþó höf-
undur að þeirri dapurlegu
niðurstöðu, að hið forna tíma-
tal myndi senn gleymast öll-
um almenningi og engir
myndu kunna á því skil aðr-
ir en þeir menn er reiknuðu
út almanakið.
Mér er þó nær að halda, að
þetta ágæta þjóðlega tímatal
muni enn lifa um nokkurn
aldur út um sveitir landsins,
enda þótt það verði í náinni
framtíð alger hebreska fyrir
bæjarbúa, og mun þegar vera
orðið. Það er enn svo lifandi
mál í sambandi við kvikfén-
að og heyöflun, að óhugsandi
er að það týnist í náinni
framtíð, nema einhver sérstök
óhöpp verði því að aldurtila.
Við tölum ennþá um að kýr
beri svo eða svo margar vikur
af vetri ,eða þetta margar vik-
ur af sumri. Sauðburður, rún-
ing, sláttarbyrjun og göngur
miðast undantekningarlítið við
sumarvikur. Það er dálítið
merkilegt, hvernig sumarvik-
ur og vetrarvikur eru taldar
með ólíkum hætti. Frá sum-
armálum og allt fram í 22.
viku sumars er talað um svo
eða svo margar vikur af
sumri. Þá er söðlað um og
talið að vetrar komu, — jnán-
uður til vetrar, vika til vetrar
o.s.frv. Vetrarvikur eru svo
taldar áfram til miðs vetrar.
En með þorrakomu er vana-
legá farið að tala um að svo
eða svo margar viku séu til
sumars.
Það er engu líkara, en að
bak við þetta málfar liggi
einhver áráttá um að skjóta
vetrarkomunni á frest, svo
lengi sem auðið er, en á hinn
bóginn fer svo þráin eftir
sumarkomu að segja til sín
strax á miðjum vetri.
er þeir halda þaðan út í líf-
ið.
Á föstudagskvöldið komu
þeir Björgvin og Tómas með
þáttinn sinn Efst á baugi og
voru óvenjulega visamlegir i
garð Rússa, sem þýðir að
spennan hefur fallið, enda
sögðu þeir sjálfir að svo væri.
Hið athyglisverðasta í þætti
þessum var þó það, að skýrt
var frá hvernig þeir úti í
Ameríku fara að því að búa
sig undir dauðann. Það kom
fram, sem raunar var áður
vitað, að kjarnorkustyrjöld
getur brotizt út svona rétt af
sjálfu sér og án þess að nokk-
ur hafi um slíkt beðið, eða
eftir óskað. Það þarf ekki
annað en að rafeindaheilarn-
ir, sem eiga að vaka yfir hegð-
an hins ímyndaða óvinar,
reikni eitthvað skakkt. enda
kváðu þeir ekki vera óskeikul-
ir; þá er fjandinn laus og allt
komið í bál og brand.
En þeir góðu menn þarna
úti vilja vera við slíkum ó-
höppum búnir. Þess vegna
hafa þeir á prjónunum ráða-
gerðir um að byggja geysi-
mikil neðanjarðarbýrgi. Þang-
að á svo að safna ungum
undaneldishæfum hjónum og
þetta fólk á svo að æxlast
og UDDfylla jörðina á ný. þeg-
ar ósköpin eru yfir gengin.
En til þess að allt sé undir-
búið og æft, þegar ógæfan
dynur yfir, á að senda vænt-
anlega undaneldisgripi í þessi
neðaniarðarhíbýli, og þar eiga
þau að láta fyrirberast um
hveitibrauðsdagana, allt að
sex mánuði, sennilega til þess
að vera öllum hnútum kunn-
ug þegar kallið kemur.
Gunnlaugur gamli á Tanna-
stöðum braut róðrarkallana
sína og henti þei.m í sjóinn,
þegar þeir ætluðu að róa hann
í kaf.
RéSiS hans
Gunnlaugs
Eftir síðari kvöldfréttir flutti
Vigdís Víglundsdóttir mjög at-
hyglisvert erindi um Blindra-
skólann í Boston og þá starf-
semi, er þar hefur fram far-
ið. Væri fróðlegt að heyra
framhald þeirrar sögu og þá
einkum og sér í lagi, hvað við
tæki hjá nemendum skólans,
Við skulum vona og verðum
að vona, að þeir sem mestu
ráða um gang veraldarmála
reynist ekki óvitrari en Gunn-
laugur, og brjóti róðrarkalla
sína áðui' en þeir róa veröld-
ina í kaf.
JéiaguBsorB
Guðsorð jólaVikunnar var
eins og venja er til geysimikið
að vöxtum og hefur vonandi
verið gott að sama skapi.
Annars fór það að mestu
leyti fram hjá mér.
Á aðfangadagskvöld heyrði
ég álengdar sætlegan sálma-
söng og lystilegt orgelspil, og
eitthvað heyrði ég í presti,
sem var að flytja jólahug-
vekju. En einhvern veginn
fannst mér sem hann væri
ekki neitt jólalegur í andar-
drættinum, en vel má það
hafa verið misheyrn.
Þar að auki mun ég hafa
heyrt einhver slitur úr jóla-
ræðum þriggja annarra presta.
Einn heyrði ég hafa orð á
því að rússneska kirkjan hefði
fengið inngöngu í Alkirkju-
ráðið og að líkneskjur Stalíns
hefðu verið ofan teknar í
Rússlandi. Taldi hann þetta
hvorttveggja til góðra tíðinda,
og myndi verða til eflingar
guðs ki'istni. enkum þó hið síð-
arnefnda, því Stalín þessi
hefði verið einna óþarfastur
guðs kristni á jörðu hér. Von-
andi verður klerki þessum að
trú sinni.
Annar kennimaður hafði orð
á því, að menn hér á voru
landi gerðu alltof mikið að
því að hugsa um strfðsundir-
búning og albjóðapólitík og
tækiu allt of alvarlega ýmsan
áróður í því sambandi, og var
þetta vel og viturlega mælt.
Sami ræðumaður hafði einnig
við orð, að þá sjaldan menn
ræddu innanland.smál, snerist
talið nær eingöngu um fjár-
mál. Einnig þetta taldi hann
öðruvísi en vera ætti, því
önnur mál hér heima væru
miklu mikilsverðari fyrir Iand.
og þjóð en fjármálin. og einn-
ig þetta mætti til sanns veg-
ar færa.
7 rum a
manninn
Sá hinn þriðji kennimaður
hafði orð á því’ að mennirn-
ir væru yfirleitt góðir, en það
kæmi einna bezt í ljós á jól-
unum.
Fyrir svo sem fjörutíu til
fimmtíu áru.m var kenningin
um, að mennirnir væru yfir-
leitt góðir, næstum óumdeild.
En síðustu tuttugu árin hefur
hún mjög sett ofan, og meira
að segja hefur henni verið
andmælt kröftuglega, eink-
um þó af kirkjunnar mönn-
um, og er þeim óneitanlega
nokkur vorkunn, því margt
hefur gerzt í veröldinni á
þessum tíma, er gerir það að
verkum, að mennirnir hafa
tekið að efast um gæzku
hvers annars.
Og því var það, að þegar
ég heyrði prestinn hafa orð á
því, að mennirnir væru í raun
og veru góðir — það var
reyndar hið eina sem ég
heyrði af ræðu hans — þá
minntist ég hinnar gömlu trú-
ar, sem var ríkjandi á fyrsta
fjórðungi þessarar aldar, trú-
arinnar á manninn og batn-
andi heim hans á jöi'ðinni.
Jafnframt minntisf ég þess, að
á þi’iðja fjórðungi þessarar
aldar hefi ég heyrt þessa trú
lítilsvirta af ýmsum svartsýn-
ismönnum sem reikna í ái’um
en ekki öldum, og slíkir menn
finnast ekki hvað sízt í hópi
kirkjunnar þjóna.
Ég skal hreinskilnislega
játa, að ég er svo gamaldags
í mínum hugsunarhætti, að
mér finnst það vel ómaksins
vert að tilraunir yrðu hafnar
í þá átt að endurvekja trúna
á manninn, ekki einstaklinga
eða ofurmenni, heldur hinn
venjulega mann, homo sapi-
ens, eins og lærðu mennii’nir
kalla það, og framtíð hans á
jörðinni. Annað mál er svo
hitt, hvort það tekst.
Tamninga-
menn
drottins
Hér áður fyrr fékkst ég
dálítið við að temja dráttar-
hesta.
Ég komst þá að raun um, að
það var vænlegra til árangurs,
ef maður vildi fá þá til að
leggja sig alla fram og koma
þeim af því að hlaupa útund-
an sér, að tala þægilega til
þeirra og skjalla þá dálítið,
en að viðhafa ljót orð og
sýna þeim svipu.
Væri nú ekki heppilegi’a og
líklegra til góðs árangurs fyr-
ir prestana, þessa tamninga-
menn di’ottins, að lofa mönn-
unum að heyra það, svona
endrum og eins að minnsta
kosti, að þeir væru agnar
pínulítið góðir, einnig hinum
trúlitlu, en að vera sí og æ
að veifa svipu vandlætingar-
innar yfir höfðum þeii’ra og
hafa uppi tilburði í þá átt að
húðstrýkja þá með sporðdrek-
um heilagrar ritningai', eins
og Kiljan oi’ðar það einhvers-
staðar?
iS " i
eftir SKULA GUÐJONSSON fró Liótunnarstöðum
Krana
og klósettkassaviðgerðir.
Trúlofnnarhringlr, steln.
hringir, hálsmen, 14 og 18
karata.
VATNSVEITA
REYKJAVlKUR.
Sírni 1-31-34.
TIL SJÓS OG LANDS
KARL KARLSSON, vatnssölumaður
kaus nýlega við stjórnarkjör í Sjómannafélagi Reykjavíkur. —
Starfandi sjómenn, kosið er í dag frá klukkan 10—12 og
15—22 í skrifstofu S.R., Hverfisgötu 8—10. Kjósið lista starfandi
sjómanna, B-listann.
X B-listi
Hollendingsr búest ii! varnar
Framhald af 1. síðu.
Djakarta í dag, að stjórnin
níyndi fagna því ef þriðji aðili
gæti verið milligönguaðili í deil-
unni við Hollendinga, og komið
því til leiðar að vesturhluti
Nýju-Gíneu yrði sameinaður
Indónesíu á friðsamlegan hátt.
LATIÐ OKKUR
mynda barnið
LAUGAVEGI 2.
Sími 1-19-80.
Ilcimasími 34-890.
Ef slíkt yrði ekki, myndi Indó-
nesar gei’a inni'ás á eyna.
Ætla að berjast
Hollenzki ambassadorinn í
Ásti’alíu, de Beus, sagði í dag að
hollenzkar hei'sveitir myndu
berjast af öllu afli gegn Indó-
nesum, ef her þeiri’a gei’ði inn-
í’ás á Nýju-Gíneu. Vel gæti svo
farið að Holland myndi biðja
Ástralíu um hjálp í slíkum á-
tökum, sagði hann.
Reynt að ná sáttum
Áreiðanlegar heimildir í aðal-
stöðvum Sameinuðu þjóðanna í
New York herma að U Thant
haldi áfram tilraunum sínum til
að fá deiluaðila til að setjast að
samningaborðinu.
OrðsencHng
vim býzkaland
Bonn 5/1 — Sovétstjórnin hef-
ur sent langa orðsendingu um
Bei’línar- og Þýzkalandsmálin til
stjórnarinnar í Bonn.
Talsmaður vestui’þýzka utan-
x'íkisi'áðuneytisins skýrir frá því
að orðsendingin hafi verið af-
hent ambassador Vestui’-Þýzka-
lands í Moskvu, Hans Ki’oll,
hinn 27. desember s.l.
Stjórnum Bandaríkjanna, Bret-
lands og Frakklands hefur ver-
ið tilkynnt um efni orðsending-
ax’innar, sem nú er til athugun-
ar hjá Bonnstjórninni.
— ÞJÖÐVILJINN
Laugardagur 6. janúar 1962