Þjóðviljinn - 06.01.1962, Page 10

Þjóðviljinn - 06.01.1962, Page 10
ÓSKASTUNDIN — (3 1 2) — ÓSKASTUNDIN Gullna Toivo varð hræddur þegar harm sá hvað hann hafði gert. hljóp í burt og faldi sig. Prinsessan grét og kveinaði svo hátt, að allir hallarbúar komu hlaupandi. Þegar konungurinn sá hornin, reyndi hann að skera þau af, en þau voru harðari en járn og föst við höf- uðið. Hann skipaði tveim hermönnum sínum að íylgja prinsessunni hvert sem hún færi og halda undir hornin. Það var engin furða Þó öll hirð- in væri í uppnámi. Kon- ungurinn drottningin, hirðmeyjarnar og hirð- mennimir töluðu ekki um annað en vesalings prinsessuna sem orðið hafði fyrir þessu óláni. Að lokum iét konungur íara í leiðangur um gjör- vallt ríkið méð svohljóð- andi orðsendingu: Sá sem getur læknað kóngsdótt- urina og fjarlægt hornin af höfði hennar, skal fá hana fyrir eiginkor.u. og hann verður gerður yfir- hershöfðingi í her hans hátignar. Læknar og spekingar streymdu til hallarinnar hvaðanæva. >eir reyndu lyf sin og neyttu kunnáttu sinnar. en allt kom fyrir ekki, hornin sátu þar sem þau voru komin. Að lokum þegar margir dagar voru Jiðnir, frá því ógæfan skipið dundi yfir prinsessuna brauzt Toivo út úr mann- þyrpingunni, kraup við fætur konungs og sagði: — Herra konungur, leyfðu mér að gera til- raun til að lækna dóttur þína. — Ég efast um að þú getir nokkuð hjálpað, drengur minn, svaraði ko.nungur. — Þú hefur séð lækna og spekinga reyna allt sem þeim datt í hug árangurslaust. Þeir hafa sjálfir dvalið hér í góðu yfirlæti, en dóttir Framhald á 4. síðu. Gaman og alvara HIRÐFÍFLIÐ Dag nokkurn sagði einn af hirðmönnunum við hirðfíflið: ,,Ef þú hermir eftir mér, bá ber ég þig til bana."‘ Hirðfíflið fór strax til kóngsins og kvartaði yfir þessu. „Óttastu ekki,“ sagði kóngurinn. „Ef nokkur ber þig til bana, skal hann sjálfur deyja fimm mínútum á eftir.“ „Heldur fimm mínútum ÞJÓÐSAGA Skammt frá Almanna- gjá í Grímsey er Stór- hóli. Það er ofurlítill ás og segir sgan að í hömr- unum séu haugbúar tveir útlendir, annar á rauð- um kjól og hinn á græn- um kjól. Þeir komu frá útlöndum einhvérntíma í fyrndinni og létu heygja sig þarna í hólnum með skipum sínum og ógrynni fjár. Þegar sólin skín á hólinn og logn er á sund- um, þ.e. kyrrt veður í lautunum kringum hól- inn, koma þeir með loga gyllt skáktafl út úr hóln- um, setjast sunnan í brekkuna og fara að tefla, en mórauður rakki með týru í skottinu leggst við fætur þeim og geltir stundum að smalamönn- um. fyrr, yðar hátign,“ sagði hirðfíflið. AUÐVELT AÐ SVARA „Nú eigið þið öll að svara í stuttu máli því, sém ég spyr um,“ sagði kennarinn. „Hvað mynd- uð þið gera, ef þið eign- azt milljón krónur?“ Allir fóru að skrifa. En Óli var fljótastur að svara, og hhnn hafði orð fyrir að vera heldur lat- ur. Hann skrifaði aðeins eð stórum stöfum; — Ekki neitt. ÞAÐ VAR ÁSTÆÐAN Konan: „Hvað er að manninum mínum?“ Læknirinn: „Hann hef- ur fengið vatn 'í hnéð.“ Konan: „Já, það var einmitt það. sem ég sagði við hann, að hann skyldi ekki fara út í rigninguna í svona þunnum buxum.“ Vinda andi • * * Vinda andi í vöggum sefur vogar þegja og hlýða á, haf um landið hendur vefur hvítt og spegilslétt að sjá. Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum. A sér hár hún er að greiða upp úr bárulaugunum. Sig. Breiðfjörð. i t ) J ! Brunatryggingar- Hinn 2. janúar íéllu í gjalddaga fasteigna- { skattar til borgarsjóðs Reykjavíkur árið ■ 1962: . i j _ i..4gjsL i Húsaskattur i Lóðarskattur i ) Vatnsskattur f Lóðarleíga (íbúðarhúsalóða) [ - Tunnuleiga. « 1 Ennfremur brunatryggingariðgjöld ' f) ! árið 1962. 1 Öll þessi gjöld eru á einum og sama gjald- seðli íyrir hverja eign, og haía gjaldseðl- arnir verið sendir í pósti til gjaldenda. Framangreind gjöld hvíla með lögveði á { íasteignunum og eru kræf með lögtaki. Fasteignaeigendum er því bent á að hafa í f ‘ huga, að gjalddaginn var 2. janúar og að skattana ber að greiða, enda þótt gjaldseð- { ill hafi ekki borizt réttum viðtakanda. ( { Reykjavík, 5. janúar 1962. ! Borgarritarinn. > j flO) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 6. janúar 1962 Grein Lúðvíks um efnahegsmál Framhald af 7. síðu. Gott árferði er ekki viðreisn- inni að þakka. Mikill afli er ekki afleiðing viðreisnarstefnunnar. Þvert á móti er það augljóst að vaxandi afli er afleiðing af stefnu vinstri stjórnarinnar, sem stækkaði landhelgina og keypti til landsins þann nýja skipaflota sem nú ber uppi afla- aukninguna. „Viðreisnin" hefur ekkert gert til þess að búa í haginn fyrir aukna framleiðslu. „Viðreisnin" stöðvar eðlilegt viðhald framleiðslutækjanna og veldur truflunum í rekstrj þeirra. Engin stefna í efnahagsmálum er rétt, sem ekki byggir á þeirri grundvallarreglu: að sjá um örugga uppbygg- ingu og endurnýjun atvinnu- tækja landsins, verndun fiski- miðanna og friðsamlegt sam- starf um rekstur atvinnulífs- ins. „Viðreisnin" hefur brotið öll þessi grundvallaratriði. Stúlka éskast Dugleg, reglusöm vélritunar- og skriístoíu- stúlka óskast. Umsókn með upplýsingum um menntun og íyrri störí leggist inn á aígreiðslu Þjóðvilj- ans merkt „Fast starf“ 1001. Þjóðviljann vantar unglinga til blaðburðar um Laugarás og Hverfisgötu I Afgreiðslan, sími 17-500 Volkswagen kom ó nr. 5690 í happdrœtti Þjóðviljans. - Átt þú þann miáca?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.