Þjóðviljinn - 21.01.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.01.1962, Blaðsíða 5
a 33 H! Jj Rifsíj.: Sveinn Krisfinsson FRÁ SKÁKÞINGI REYKJAVÍKUR Fimm umferðum er nú lokið á Skákþingi Reykjavíkur og er Benóný Benediktsson efstur í meistaraflokki, hefur hann unn- ið allar sínar skákir. Næstir honum koma þeir Bragi Björns- son, Helgi Jónsson. Jón Hálf- dánarson og Sigurður Jónsson með 3 Vi vinning hver. Þegar tekið er tillit til vinningataln- anna, þá verður að telja, að Benóný sé hartnær öruggur með að lenda í efsta sæti á mótinu. enda teflir hann nú af meiri festu og alvöru en oft áður. Ef Benoný verður skákmeistari Reykjavíkur í ár, þá er það í annað sinn, sem hann vinnur þann titil, hitt skiptið var 1956. Annars hefur hinn ungi skák- snillingur Jón Hálfdánarson vakið einna mesta athygli til þessa á Reykjavíkurmótinu. Hann lagði Björn Þorsteinsson meistara Tafifélagsins að velli í 2. umferð og í 3. umferð gerði hann Kára Sólmundarsyni sömu skil. Slik afrek 14 ára unglings eru vissulega hin athyglisverð- ustu og eiga sér engin for- dæmi hérlendis nema ef vera skyldu skákafrek Friðriks Ól- afssonar á bernskutíð hans. Útsala! — Útsala! AHt á að seljast. — AHt að helming niðursett. Vetrarkápur frá 300 krónum úr alull. — Nælon-poplín- kápur frá 500 krónum. — Ódýrir smábarnakjólar og kápur Ullar-, orlon-, banlonpeysur og golftreyjur frá 150 krónum Höfuðklútar og sleeður frá 35 krónum. Komið og skoðið. KAPrSALAN Laugavegi 11 þriðju hæð. Sigurður Guðmundsson klæðskeri. — Sími 15982 Þykjá mér bæjarblöðin venju fremur spör á prentsvertu, að þau skuli ekki hafa léð slíkum viðburðum sitt feitasta letur. Hér fer á eftir vinningsskák Jóns gegn Kára Sólmundarsyni, en Kári er sem kunnugt er í hópi öruggari meistaraflokks- manna okkar, hefur m.a. setið í landsliði. Hvítt: Kári Sólmundarson Svart: Jón Hálfdánarson Gruhfeldsvörn 1. d4, Rf6; 2. c4, g6; 3. Rc3, d5. (Grúnfeldsvörn er einskon- ar angi kóngsindve'rskrar varn- ar. Þriðji leikur svarts gefur henni sterkust séreinkenni. Varnarkerfið er fremur sjald- gæft núorðið, mun sjaldgæfara en hreinræktuð kóngs-indversk vörn.) 4. cxd5. (Auk þessa leiks koma einkum til greina leikir eins og 4. Rf3, 4. Bf4, 4. e3 og 4. Db3. Það er smekksatriði hver leiðin er valin). 4. —• — Rxd5; 5. e4, Rxc3; (Stundum er leikið 5. — — Rb6). 6. bxc3, c5; 7. Be3. (7. Bc4 er nákvæmari leikur og al- gengari. Hvítur á að koma Töskuútsala Útsala á töskum heíst á morgun (mánudag) Verðið hagstætt og fjölbreyttar gerðir á boðstólum. Töskubúðin, Laugavegi 21 mönnum sínum sem fyrst út kóngsmegin.) 7.-------Bg7; 8. Bc4, 0—0. (Til athugunar kom fyrir svart- 1 an að leika 8. — — cxd4; 9. i cxd4, Da5t o.s.frv.) 9. Re2, Rc6; 10. Dd2. (Hér kemur Kári fram með nýjan leik, sem er varla eins heppi- legur og 10. 0—0.) 10. — — Da5. (Bezta svarið Hvítur verður nú að leika d- peðinu fram, en það er ekki sérlega hagstætt fyrir hann á þessu stigi málsins.) 11. d5, Re5; 12 Bb3, Bg4! (Jón er næmur á eðli stöðunn- ar, þótt ungur sé. Hann hótar nú að drepa á e2, þar sem hvíta dro.ttningin er bundin við völdun c-peðsins. Kára er vandi á höndum, því 13. f3 strandar auðvitað á — — Bxf3 og 13. Hci á — — c4. Hann afræður því að fórna peðinu á c3 og II. VÉL — 2. sp. — SKÁKIN koma kóng sínum sem skjótast í var.) 13. 0—0, c4 (?). (Sterklega kom til greina að þiggja peðs- fórnina. T.d. 13. — — Dxc3; 14. Ha-cl (14. f4 er ef til vill betra.) 14.-----Dd3; 15. Dxd3, Rxd3; 16. He-dl, Rb2; 17. Hd2, c4 o.s.frv.) 14. Bdl, Hf-d8; 15. f3, Bc8; 16. Rd4. (Kára hefur tekizt að ná föstum tökum á stöðunni og stendur nú vel að vígi.) 16. -----e6. (En Jón lætur ekki standa á sér með mótað- gerðir.) 17. dxe6, Bxe6; 18. Dc2, Hd6; 19. Be2, Hc8; 20. Hf-dl Da6; 21. Rxe6, Hxe6; 22. Hd5, Hd6; 23. Ha-dl, IIxd5; 24. Hxd5 Rc6; 25. f4, He8; 26. e5, f6. (Veikir svörtu kóngsstöðuna, en Jón á erfiða stöðu og vill ekki láta svæla sig inni sem mel- rakka í greni.) 27. De4. (Hótar fyrst og fremst c-peðinu). 27, -----Ra5. (Þetta er vand- ræðareitur fyrir riddarann, en 27.------b5 strandar auðvitað á 28. Hd6.) 28. Hd7. (Sterkara sýnist hér að leika 28. Bd4, t.d. 28. — Rc6, 29. Hc5 óg hvítur vinnur.) 28.-------Db5; 29. e6, f5. Hvitt: Kári Sólmuudarson ABCDEFOH LJÓÐIN ERU LÍF ÞJÓÐAR: Sýningarglugginn Laugavegi 1 8 kynnir í dag og næstu daga ljóð ungra skálda. BÖKABUÐ MÁLS OG MENNINGAR Laugavegi 18 AaODBBOM Svart: Jón Ilálfdánarson (Nú erum við komin að mikil- vægu augnabliki í skákinni. Hvítum standa hér tvær leið- ir til boða, sem leiða að minnst^ kosti til jafnteflis fyrir hann. Báðar. eru mjög skemmtilegar. Það er sem sé I. 30. Bd4t — fxe4. (Svartur tapar, ef hann tekur ekki drottninguna.) 31. Hxg7t og þráskákar síðan á f7 og >g7. Og II. 30. Hxg7t! Kxg7; 31. Dd4t, Kg8; 32. Bf3 og nú má svartur prísa sig sæl- an ef hann heldur jafntefli. Bezti varnarúrkosturinn fyrir svartan væri þá 32. — — Rc6. T.d. 33. Dd7, He7; 34. Dc8t, Kg7 og nú getur maður sagt að svartur bjargist á hunda- vaði. 35. Bxc6, bxc6; 36. Bd4t, Kh6; 37. Df8t, Kh5 og ef hvít- ur tekur nú hrókinn, þá þrá- skákar svartur. En vera má, að endurbætur leynist í þessari leið fyrir hvítan, sem ríði baggamuninn.) 30. Df3? (Kári var í tírna- hraki, leikur af sér hinu öfl- uga peði á e6, en við það snýst taflið Jóni í hag). 30. Hxe6; 31. Hd5, Dblt; 32. Kf2, Bxc3; 33. Hxa5(?) (Kára hefur orðið svo mikið um minnkandi stríðs- gæfu, að hann leikur sig í mát. En staða hans er n\i sjálfsagt töpuð hvort eð er.) 33. — Del mát. Innihaldsrík skák og auðug að margvislegum möguleikum, þótt ekki væru þeir allir nýtt- ir sem skyldi. Leit er hœtt f gær var hætt skipulegri leit að bandarísku flotaflugvélinnl sem t ýndist milli fsiands og Grænlands. Ekki hefur fundizt tangur né tetur af vélinni, sem. var með 12 manna áhöfn, í átta daga leit. b ú t a r d r e g I a r m o 11 u r t e p p i A MANUDA OPNAR AXMÍNSTER Skipholfi 21 við Sœlakaffi Ú t s a 1 a Ú t s a 1 a Ú t s a 1 a Ú t s a 1 a » » » » » » ► » Sunnudagur .21. janúar 1962 — ÞJÖÐVILJINN (S!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.