Þjóðviljinn - 02.02.1962, Síða 4
FRANSKIR VERKAMENN KREFJAST
VOPNA TIL AÐ VERJAST OAS
Fyrra laugardag efndu verkamenn í bílaverksmiðjum Renaults, fjölmennasta vinnustað Frakklands,
til hálftíma verkfalls og héldu mótmælafund til að láta í !jós reiði sína yfir hermdarverkum fas-
istasanitakanna OAS og krefjast aðgerða af háifu stjórnarvaldanna gegn uppreisnarundirbúningi
þeii'ra. A fundinum voru bornar fram kröfur um að verkamönnum yrðu fengin vopn í hcndur til
(að verja franska lýðveldið, ef OAS gerir alvöru úr uppreisnarhótunum sínum. Myndin er af
fundi verkamatina hjá Renault.
Kanar herja á gróourínn
I Viet Nam mel eifri
Préttaritari New York
Times, segir í fréttaskeyti til
blaðs síns frá nýstárlegum
hernaðaraðgerðum banda-
ríska flughersins í Suður
Viet Nam.
Flugvélarnar fljúga meðfram
landamærunum, þar. sem skæru-
liðar kommúnista halda sig. Þar
strá þær plöntueitri yfir frum-
skóginn, með þeim afleiðingum
að allur gróður visnar og eftir
standa aðeins berir trjástofnarn-
ir. Þar með eru. felustaðir skæru-
liðanna afhjúpaðir en ekki er
vitað hvaða áhrif þetta hefur á
menn, sem það kynni að falla á.
önnur afleiðing þessa eitur-
hernaðar Bandaríkjanna er sú,
að nytjajurtir falla ekki síður en
aðrar og veldur það hungursneyð
íbúanna á þessum svæðum.
Ngo Dinh Diem, leppur Banda-
ríkjanna í Suður Viet Nam, er
sagður leggja fast að Könum að
beita þessu vopni í enn ríkari
máli, ef takast mætti að svelta
íbúa þeirra héraða, sem skæru-
liðar hafa á valdi sínu, til hlíðni.
Frá Saigon berast þær fréttir,
að til hafnar þar séu nýkomnir
fimm tundurspillar úr sjöunda
bandaríska flotanum og að þar sé
amerískt flútningaskip áð af-
ferma allskonar hergögn. Áður
hafði flugvélaskipið Breton, kom-
ið þar með tíu njósnaflugvélar
og tvær þyrlur handa Diem. Allt
eru þetta skýlaus brot á Genfar
samþykktinni frá 1954.
Huglelðingar um
hátíðadagskrá
1. des. 1981
Næðir um mig svo napurt kul,
norn er um þjóðarframtíð dul,
Iítið um skjól að lána.
Víst er skuggalegt veðrafar,
vaka hrælogar bér og þar
og illspá frá urðarmána.
Komin er trú á Kanasið,
kallast landráð að spyrna við,
fánýtar fornar dyggðir.
Ekkert er nú sem áður var,
allt sem í vindi háðungar
hangir um heimsins byggðir.
Sölumennskan á svikaknör
siglir hraðbyr að þrældómsvör,
von er á verstu tíðum.
Yfir nútímans skúlaskeið
fer skaðræðisheimskan á þeysi-
reið
svo ofbýður öllum lýðum.
BJÖRN BJARNASON:
5. þingið II
ekki-ó
Friðinn er hœat að vernda
Mesta nauðsynjamál okkar
tíma er verndun friðarins. Hinn
ægilegi eyðingarmáttur nútíma
vopna gerir styrjöld geigvæn-
legri en nokkurntíma fyrr. En
á meðan heimsveldisstefnan er
við lýði vofir styrjaldarhættan
yfir mannkyninu. Verkalýður-
inn verður að halda vöku sinni
ef unnt á að vera að koma í
veg fyrir þær ógnir, sem af
styrjöld myndu leiða. Vopna-
búnaður þjóðanna gleypir æ
stærri skerf þjóðarteknanna á
kostnað lífskjaranna og félags-
iegra framfara, en vopnafram-
leiðendurnir raka saman gróða.
Til eru þeir menn í hópi for-
ystumanna verkalýðsins, eink-
um finnast þeir í Bandaríkj-
unum, er reyna að telja verka-
iýðnum trú um að styrjaldar-
stefnan sé til hagsbóta fyrir
verkalýðinn og að laf-vopnun
t myndi þýða samdrátt atvinn-
unnar og versnandi lífskjör en
þetta er hin versta falskenning
og aðeins til framdráttar hags-
munum auðhringanna, Verka-
iýður Bandaríkjanna hefur af
eigin raun getað sannprófað
gildi þessarar kenningar, því
þrátt fyrir hástemmda vígbún-
aðarframleiðslu vex atvinnu-
úeysið þar hröðum skrefum.
Stríðs-postularnir reyna að
telja íólki trú um að orsaka
styrjaldanna sé að leita í
manneðlinu sjálfu, og þess
vegna sé það ekki á valdi
fjöldans að ráða því hvort
friður haldist, en þetta eru hel-
ber ósannindi. Því þrátt fyrir
ótvíræðan vilja heimsvalda-
sinnanna til að kveikja nýtt
styrjaldarbál, eru þeir ekki
lengur allsráðandi um fram-
vindu málanna. Nú verða Þeir
að taka tillit til sósíalistaríkj-
anna, hlutlausa ríkjanna og
hinna nýju ríkja, sem öll vilja
vernda friðinn.
Verkalýðshreyfingin verður
ið einbeita sér að 'því að sam-
fylkja verkalýðnum um kröf-
una um frið, að ágreiningsmál
þjóða í milli verði leyst með
friðsamlegu samkomulagi og að
samvinna náist milli þjóða með
ólíkum hagkerfum.
Alþjóðasambandið skorar á
öll verkalýðssamtök að taka
höndum saman í baráttunni
fyrir friði, fyrir friðsamlegri
sambúð og samvinnu þjóða,
fyrir upplausn allra hemaðar-
bandalaga og brottflutningi
allra herja, sem staðsettir eru
á erlendri grund, fyrir fullkom-
inni og algerri afvopnun undir
alþjóðlegu eftirliti, algeru
banni við öllum tilraunum með
kjarnorku- og vetnisvopn og
eyðileggingu allra byrgða slíkra
vopna, fyrir friðarsamningum
við Þýzkaland, sem feli í sér
viðurkenningu beggja ríkjanna,
fyrir samningum um Vestur-
Berlín, sem hindri að hún verði
áfram miðstöð njósna og stríðs-
æsinga.
Með samstilltum átökum alls
verkalýðs og annarrar friðelsk-
andi alþýðu tekst að ná þessu
marki.
(Framhald).
Friðrik og Filip
gerðu jafntefli
í fjórðu umferð á skákmótinu
í Stokkhólmi gerði Friðrik jafn-
tefli við Filip, Yanowsky vann
Uhlmann, Schweber vann Teschn
er og Pomar vann Aaron. Jafn-
tefli gerðu Petrosjan og Geller,
Bertok og Chermann, Benkö og
Gligoric, Bilek og Bisguier. Aðr-
ar skákir fóru í bið. Filip er
enn efstur með 3V2 vinning en
um röð næstu manna verður ekki
sagt fyrr en að loknum biðskák-
um úr tveim síðustu umferðum.
í fimmtu umferð teflir Friðrik
við Bolbochan.
Ranohermi leiðréf t
Ég las nýlega í dagblaðinu
„Tímanum" útdrátt úr ræðu
Þórarins Þórárinssonar aiþing-
ismannsi sem hann hélt á Al-
þingi um launakjör opinberra
starfsmanna. Þar segir hann að
mánaðarlaun barnakennara séu
kr. 6000. Þetta getur verið rétt,
. ef um níu mánaða skóla er að
ræða. en við átta mánaða skóla
eru þessi laun krónur 5023 að
frádregnu lífeyrissjóðsgjaldi og
byrjunarlaun lægri.
★
En það er margt fleira en
launakjörin, sem athugavert er
við, en það eru starfsskilyrði
okkar kennara. Þegar maður
sem stundar kennslu er 55 ára
að aldri styttist vinnutími hans
um sex kennslustundir á viku
og verða 30 tímar, en auðvitað
er vinnutími miklu lengri þeg-
ar litið er á heimavinnu sem
nauðsynleg er. Nú er ekki
þannig farið eftir starfsaldri,
og veit ég dæmi til að í þessum
kennaravandræðum byrja sum-
ir í þessu starfi eftir 55 ára
aldur og þarf sá hinn sami
•ekki að skila nema 30 stundum
en kennari sem búinn er að
vera í starfi í 20 ár en ekki
hefur náð þessu aldurstakmarki
verður að skila 36 stundum
upp í sín laun. Sjá allir heil-
vita menn hvílík hringavitleysa
þetta er. Auðvitað á að miða
þessa styttingu við hvað við-
komandi er búinn að vera lengi
í sífelldu starfi.
I margsetnum skólum, en
þeir eru margir þurfa kennarar
oft að vinna matar- og kaffi-
tíma og lengi eftir að aðrar
stéttir hafa lokið eðlilegum
vinnutíma. Fyrir þetta er engin
aukagreiðsla. sem er þó viður-
kennd að öðrum stéttum beri.
Mér er það með öllu óskilj-
anlegt að nokkurt ungmenni
skuli sækja kennaraskóla, eins
og ástandið er', vitandi hvaö
bíður þess að námi loknu, þvf
það virðist svo að valdhafar
þessarar þjóðar álíti þetta erf-
iða og ábyrgðarmikla starf svo
auðvirðilegt, að hægt sé að fara
með þá, sem glapizt hafa á að
gera þetta að ævistarfi eins og
skynlausar skepnur. Við unga
fólkið vil ég segja þetta: At-
hugið vel ykkar gang áður en
þið takið þá ákvörðun að gera
kennslu að ævistarfi, það starf
sem er illa launað og einskis
metið, enda er nú kennarastétt-
in deyjandi stétt, ef svo fer
fram sem nú horfir.
Kennari.
Smámennaglópum veitast völd,
vesalmenni sér kjósa gjöld,
mest þcir sem minnst til vinna.
Samvizkan er og sálin föl
sýnist á stundargróða völ,
harðna þá kjörin hinna. ____
Stríð er háð við storm og s.jó,
staðið á verði í frosti og snjó,
þungt er í þegna geði,
því allt sem vinnst er afturkræft,
arðsránsklíku að vopni hæft,
svo stopul er starfsins gleði.
Eandsdrottnar gerast leigubý,
landsrétt og þesrna selja á ný,
fölskvuð er frelsisglóðin.
Drengskapur, sæmd og dáðin
með
diúnt er grafin í mútuféð,
því er nú döpur þjóðin._______(
Þeir segja þjóðinni að svart sé
hvítt,
siáifsfæðí nvfengjð einskis nýtt,
herlmmh’’ herðar slesrin.
píirfl, cör e.nfran rétt,
áróðurcive'in er hpprra, sett,
og þýlyndisgjöldin þegin.
Feðraarf er í glötun grýtt,
glapstigir troðnir, einskis nýtt
þau rök sem reynslan kenndi.
Gissurar feta götu enn,
góðklæðum búnir flugumenn,
með hamingju þjóðar í hendi.
En þeir koma dagar að fjand-
inn fær
til fullnaðarnota sáiir þær
sem átti hann áður að veði.
Þá munu sökkva draugar í dys
dáðvonir birtast við árdagsris,
sem ýtum fær aftur gleði.
M. H.
Þetta kvæði hefur beðið birt-
ingar alllengi.
Danskir hermenn
í hungurverkfalli
200 danskir hermenn í 1. stór-
skotaliðsherfylkinu á Sjálandi,
gerðu nýlega hungurverkfall til
að mótmæla matarræðinu, sem
þeir verða að þola.
Þeir eru óánægðir með ein-
hverja óútreiknanlega kássu, sem
þeir verða að éta og fleskið er
að þeirra áliti of feitt. Þá þykir
þeim hreinlætið í herbúðaeldhús-
inu ekki uppá marga fiska. Rott-
ur og mýs vaða þar um, eins og
ekkert sé sjálfsagðara.
Þeir munu halda áfram að
svelta sig, þar til lagfæring hef-
ur verið gerð. ■
*4) —: ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 2. febrúar 1962