Þjóðviljinn - 02.02.1962, Side 5
Faofreyingar eru líklega mesta fiskveiðiþjóð í heimi, ef tekið er tillit til fjölda þeirra sem sjóinn
stunda, en meirihluti vinnufærra karlmanna cyjanna eru sjómenn. Við Islendingar höfum í mörg
fiitfin! mpdar stjórn
mel jafnaðarmönnum ''
NAPOLI 1/2 — Landsfunflur Kristilcga ítalska Demókrataflokksins
boðaði í gær nýtt stjórnarsamstarf Kristilega Demókrataflokksins
og flokkanna til vinstri. Hér mun
Saragats og flokk lýðvelflissinna.
Landsfundurinn lýsti sig fyjgj- :
andi því, að' slíkt stjórnarsam-
starí nyti stuðnings Nenni sósí-
alista á þingi. Amintore Fanfani,
forsætisráðherra, hafði áður um
daginn lýst sig fylgjandi slíku
samstarfi, en Kristilegir demó-
krata vantar 26 atkvæði upp á
hreinan þingmeirihluta. |
Búizt er við að Fanfani verði
áfram forsætisráðhérra, eftir að
hin nýja stjórn hefur verið
mynduð.
vera átt við jafnaðarmannaflokk
Andstæðingar Fanfanis í flokki
hans, hafa haldið 'því fram, að
samstarf við vinstri flokkana
muni hafa áhrif á utanríkispóli-
tík landsins. Fanfani, fullvissaði
landsfundinn um, að hin nýja
stjórn myndi fylgja sömu utan-
ríkisstefnu og þeirri sem fylgt
hefur verið til' þessa. Tók hann
sérstaklega fram samstarf við
Nató og að barizt yrði með öllum
tiltækum ráðum gegn kommún-
isturh og fasistum.
ár sótt áhafnir á skip okkar til Færeyja og sama má scgja um Þjóðverja og Norðmenn. — Mynd-
in hér að ofan er frá höfuðstað eyjanna, Þú(rshöfn.
S:í:
Sovétríkin
óriðiuver sl. dr
Hagskýrslustofnun Sovétríkj-
anna, hefur birt skýrslu um
efnahagslegar framfarir í Sovét-
ríkjunum á síðastliðnu ári. Það
kcmur fram í skýrslunni, að
framfarir í iðnaði hafa farið fram
úr áætluninni, sem gerði ráð fyr-
ir 8,1%, en aukningin varð 9,1%.
Það eru því miklar líkur til þess,
að áætlunin standist í ár, sem
er fjórða ár sjö ára áætlunar-
innar.
ört vaxandi iðnaður
Það kemur fram, að heildar-
íramleiðsla Sovétríkjanna árið
1961, var jafnmikil og á fimm
fyrstu árunum eftir heimsstyrj-
öldina. Fyrstu þrjú ár sjö ára
áætlunarinnar, var framleiðslu-
aukningin 33%, í stað hinna
áætluðu 27.
Ekki hvað þýðingarminnst, er
gæðaaukningin á framleiðslu síð-
asta árs, og hin rhikla vélvæð-
ing og sjálfvirkni, sem hefur létt
Detroit 31/1 — í gærkvöld urðu
8000 manna áhorfendur að því,
er fjórir línudansarar féllu úr
15 metra hæð, með þeim afleið-
ingum að tveir þeirra dóu á
sjúkrahúsi skömmu. síðar. Annar
var 33ja ára gamall austurþýzk-
ur flóttamaður, Dieter Schbep að
nafni, hinn var Richard Faughan
29 ára að aldri. Hinir tveir liggja
á sjúkrahúsi stórslasaðir.
Slysið varð með þeim hætti,
að sjö listamenn áttu að búa til
lifandi pýramída á línunni, en
19 ára gömul stúlka, sem átti að
standa á toppnum féll og þegar
félagar hennar gripu í hana í
fallinu dró hún þá með sér.
Þrem listamannanna tókst að
standa þessa raun af sér og urðu
eftir á línunni.
mjög undir með iðnaðarfólkinu,
en því hefur fjölgað úr 4 millj.
í 66 millj.
Framleiðsluaukning á hvem
iðnverkamann var 4% á árinu
og aukningin á hverja vinnu-
stund var 11%, þó hámarks-
vinnutími iðnverkafólks, hafi ver-
ið styttur niður í 41 klst. á viku.
Bein laun hafa hækkað um 4%
og þjóðfélagsleg fríðindi allskon-
ar, hafa aukizt enn meira.
Sl. ár voru smíðaðar 2,2 millj.
nýtízku íbúðir í borgum Sovét-
ríkjanna.
Samkeppnin við Bandaríkin
Efnahagsvöxturinn í Sovétríkj-
unum, er hraðari en í nlokkru
auðvaldsiandanna. Síðastliðið ár,
voru tekin í notkun 800 stór-
iðjuver og fjölmörg önnur voru
endurbætt. 1/3 af iðnaðarfram-
leiðslunni kom frá verksmiðjum,
sem hafa verið byggðar sl. þrjú
ár.
Árið 1961, var iðnaðarfram-
leiðsla Sovétríkjanna komin
upp í 60% af þeirri bandarísku.
Aukningin í stálframleiðslu Sov-
étríkjanna var 8%, en stálfram-
leiðsla Bandaríkjanna minnkaði
um 1,7% á árinu. Raforka jókst
í Sovétríkjunum um 12%, en ekki
nema um 4% í Bandaríkjunum,
olíuframteiðslan í Sovétríkjunum
um 12%, en í USA um 2,5%.
Heildarframleiðsluaukning í USA
var 1% á rnóti 9,2% í Sovétríkj-
unum.
Blómstrandi landbúnaður
Þó kjötframleiðslan hafi minnk-
að nokkuð á árinu vegna óhag-
stæðrar veðráttu, hefur orðið
þýðingarmikil aukning á öðrum
sviðum landbúnaðarframleiðsl-
unnar, sérstaklega á mjólk, osti,
eggjum, sykri, grænmeti og á-
vöxtum. Kornframleiðslan hefur
aukizt um 3 millj. tionna, eða
upp í 137 millj. tonn. Aukning í
öðrum greinum landbúnaðarins
er þó enn meiri. Mesta þýðingu
hefur þó aukning búfjárstofnsins,
en hún var 18 millj. upp í alls
292,4 millj.
750.000 sérfræðingar
Upplýst er í skýrslunni, að í-
búatala Sovétríkjanna, sé nú um
220 millj. og að dánartala sé
þar lægst í heimi.
Fimm millj. manns, eru nú
við nám í æðri skólum og sér-
skólum allskonar. Sl. ár útskrif-
uðust 750.000 sérfræðingar, þar
af 320.000 frá æðri menntastofn-
unum. 120.000 þeirra voru verk-
fræðingar. Tala vísindamanna,
sem starfa við hinar ýmsu vís-
indastofnanir komst upp í 400.000.
HAAG — 1/2 — Forsætisráðherra
hefur komið upp um ráðabrugg |
OAS-manna, um að sprengja
sjónvarpsstöðina á Eiffelturnin-
um í loft upp næstkomandi
mánudagskvöld, þegar de Gaulle
flytti ávarp sitt til frönsku þjóð-
arinnar. Áætlunin gekk undir
dulncfninu Budapest.
Skjöl sem sanna þetta, fundust
í fórum Philip Castille hæstráð-
anda OAS í París, en hann var
Sáttaumleitanir
HAG 1/2 — Forsætisráðherra
Hollands, Jan de Quay, segir í
bréfi að engir möguleikar séu á
því, að gagnkvæmar samninga-
viðræður milli Hollands og Indó-
nesíu út af deilunni um Vestur-
Irian geti farið fram. Slíkar við-
ræður yrðu að byggjast á breið-
ari grundvelli. Ráðherrann stað-
festir, að hollenzka stjórnin hafi
ekki í hyggju að leggja deilunaj
fyrir öryggisráð SÞ, sem sakir
standa.
Stjórnin mun ekki bregða fæti
fyrir tilraunir U Thants, til að
finna friðsamlega lausn deilunn-
ar.
Samkvæmt fréttastofufregnum,
hélt U Thant nýjan fund í gær-
kvöld með fuiltrúum beggja
deiluaðila, til að reyna að finna
friðsamlega Jausn, sem báðir
gætu við unað.
handtekinn í gærkvöld.
Auk þess að sprengja sjón-
varpsstöðina í loft upp, var ætl-
unin að fremja 47 plastsprengju-
tilræði víðsvegar um borgina.
I fórum Castilles fundust líka
áætlanir um að myrða næstæðsta
foringja franska heimavarnarliðs-
ins.
Fangelsi fyrir að
sinna nauðþurftum
I herþjónustu eru menn undir
ströngum aga og það jafnvel svo
að nýlega var danskur hermaður,
dæmdur í þyngstu refsingu "fyrir
agabrot, og fyrir að valda danska
ríkinu tjóni, sern nam á að gizka
fjórum krónum þarlenzkum.
Svo illa varð ástatt fyrirmann-
aumingja þessum, þar sem hann
stóð í varðskýli sínu, að hann
þurfti að ganga örna sinna hið
bráðasta, ekkert afdrep var þar
nærri, en herbifreið stóð rétt hjá.
1 nauðum sínum, varð manninum
á sú ósvinna að taka bílinn
traustataki og aka í honum til
næsta salernis. Þarna hafði hann
slegið tvær flugur í einu höggi,
yfirgefið varðstöðu sína án leyfis
og tekið bílinn án skriflegrar
umsóknar, en bjargað brókum
sínum.
Útaf þessu broti mannsins urðu
allkátleg réttarhöld í Kaup-
mannahöfn, þarsem ákærandinn
og verjandinn vógust á hart og
títt um frelsi mannsins.
Verjandinn hélt því fram, að
þar sem ekki ríkti styrjaldar-
ástand í landinu, væru það frum-
stæðustu mannréttindi hvers og
eins, að skýla sér gegn augum
forvitinna vegfarenda meðan at-
höfn sem þessi færi fram.
Ákærandinn sýndi hinsvegar
fram á það, að maðurinn hefði
framið agabrot og bókstafurinn
yrði að blífa.
Rétturinn tók það fram, að
manninum hefði verið nær að
framkvæma athöfnina á staðnum
og brosa blítt til áhorfenda,
heldur en að láta flækja sér
fyrir rétt.
Hermaðurinn var dæmdur í
átta daga varðhald.
Samsærismean frá
Nepal í Indkndi
Katmandu. — Tulsi Giri utanrík-
isráðherra Nepals, hefur heimt-
að, að Indverjar framselji nú
þegar Nepalska samsærishópa,
sem halda sig í Indlandi. Hann
sagði að enginn vafi væri á því,
að hið misheppnaða tilræði við
Mahendra konung á dögunum,
hefði verið verk þessara manna.
Ennfremur sagði utanríkisráð-
herra, að Indverjar hafi lokað
augunum fyrir margítrekuðum
aðvörunum Nepalstjórnar, um að
samsærismenn þessir hafi gert
Indland að miðstöð starfsemi
sinnar.
Utanríkisráðherrann fullyrti, að
áframhaldandi afskipti Indverja
af starfsemi þessara manna, gæti
haft hinar alvarlegustu afleiðing-
ar.
Indverjar ættu, með tilliti til
hinns vinsamlega sambands ríkj-
anna, að verða við kröfunni um
framsal, annars verða Nepalítar
að grípa til annarra ráðstafana.
I
1
Moskvu 1/2 — Molotoff, fyrrv.
utanríkisráðherra Sovétríkj anna,
er nú í sjúkrahúsi til lækninga
á hjartameini, segir í Rauters-
frétt frá Moskvu. Molotoff var
fluttur í sjúkráhúsið fyrir 10
dögum. Hann er ekki talinn
hættulega sjúkur, og er búizt við
að hann geti bráðlega yfirgefið
sjúkrahúsið.
Skolið á óþekktai1
flugvél yiir Súez
KAIRO 1/2 — Loftvarnaliðið á
Súez-svæðinu skaut í gærkvöld
á óþekkta flugvél. Það er í þriðja
skipti á einni viku. Sagt er í op-
inberri tilkynningu, sem gefin
var út í Kairo, að vélin hafi
hypjað sig, strax og byrjað var
að skjóta. Á laugardag og sunnu-
dag, sáust einnig óþekktar flug-
vélar yfir svæðinu og var skotið
á þær. ,
• I
Föstudagur 2 febrúar 1962 — ÞJÖÐVILJINN — (5