Þjóðviljinn - 02.02.1962, Page 6
m-m
IIIÓÐVIUINÍÍ
Útsefandi: BameininKarflokknr alt>ýða — Sóslallstaflokkurinn. — Ritstlórari
Magnús KJartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. —
PréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgelr
Magnússon. - RitstJórn, afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 1».
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mán. — LausasÖluverð kr. 3.00.
PrentsmiðJa ÞJóðvilJans h.f.
Verður ríkisfyrirtækjum
rænt?
jyjorgunblaðið skýrir svo frá í gær, að mikill áhugi
sé fyrir því í Varðarfélaginu, flokksfélagi íhaldsins
í Reykjavík, að hætt verði við ríkisrekstur á ýmsum
sviðum. Þessi áhugi er að vjsu ekki nýr. Það hefur áð-
ur gerzt, að t.d. milljónaskuldaþrjótar íhaldsins og
máttarstólpar Sjálfstæðisflok'ksins hafa getað hugsað
sér það að sölsa undir sig ríkisfyrirtæki, einkum ef þau
gefa verulegan arð. Þannig hefur nú árum saman verið
unnið að því leynt og ljóst að reyna að stela einu
stærsta fyrirtæiki íslenzka ríkisins og alþjóðar úr eign
almennings og fá það hlutafélagi, sem aðeins hefur
lagt fram lítið brot af stofnkostnaði fyrirtækisins. Sú
viðleitni, að stela Áburðarverksmiðjunni úr ríkiseign
stangast að sjálfsögðu algjörlega við lög, og vegna
margendurtekinna aðvarana sósíalista á Alþingi og ut-
an þings hefur verið vakin svo almenn athygli á þess-
ari stærstu tilraun til þjófnaðar á íslandi, að vonandi
tekst hún ekki.
Jjn gróðabrallarar íhaldsins á íslandi og fingralangir
menn í öðrum flokkum hafa látið sig langa í fleiri
fyrirtæki ríkisins. Þeir hafa t.d. látið sig langa í Skipa-
útgerð ríkisins, í Síldarverksmiðjur ríkisýis og mörg
smærri fyrirtæki. Þeir hreinskilnustu hafa flutt frum-
vörp á Alþingi um afhendingu slíkra fyrirtækja til
einkabrasksins. Og að sjálfsögðu hefur það verið gert
í nafni „frelsisins“, eins og líklegt er að ræðumenn
1 íhaldsfélaginu Verði hafi líka haft við orð. Hins er
þá hvergi getið að þessi ríkisrekstur á stórfyrirtækjum
á Islandi er eikki sízt til kominn vegna þess, að einfca-
auðvaldið hefur gefizt upp við verkefnin, svo ríki og
bær urðu að koma til.
gn berist talið að utanríkisverzlun landsins, þá mega
hinir misjafnlega fínu forsvarsmenn „frelsisins“ og
„frjálsrar verzlunar“ ekfci lengur heyra frelsið nefnt!
Þá hafa aðalklíkur íslenzka auðvaldsins lengst af beitt
pólitísku valdi til þess að skapa söluklíkum sínum,
uppbyggðum með atkvæðisrétti þorskanna að öðrum
þræði en pólitískum fyrirákipunum að hinum, einok-
unaraðstöðu til varnar arðráni sínu og gróða. Raunar
hafta þeir líka hvað eftir annað skapað sér og gæðingum
sínum forréttindaðstöðu í innflutningsverzluninni líka,
og mun þess lengi minnzt að það var Sjálfstæðisflokk-
urinn sem mótaði lögin um hið alræmda fjárhagsráð,
átti formann þess og réð mestu um framkvæmd fjár-
hagsráðslaganna og margs fconar haftaákvæða í svip-
uðum stíl. Það eru því ekki ríkisafskiptin sjálf, sem
hinir misjafnlega fínu pappírar íhaldsins eru á móti,
það hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt með hvers konar
misnotkun ríkisafskipta til að tryggja gróðalýð sínum
og brösikurum auðsöfnunaraðstöðu. En íihaldið er and-
vígt þeim ríkisafskiptum af atvinnurekstri sem hugs-
azt gæti að takmarkaði ofsagróða afætulýðsins, væri
eða gæti orðið vörn fólksins gegn því skipulagða arð-
ráni, sem verið hefur og er aðalmarkmið íhaldsins. Að
hve miiklu leyti ríkisrekstur í einu eða öðru formi get-
ur verið fólkinu slík vörn gegn arðráni og gripdeild-
um einkaauðvaldsins fer eingöngu eftir styrk verkalýðs-
hreyfingarinnar, verkalýðsfélaganna og verkamanna-
flokks, og skyldu menn varast að taka mark á þeim
hugtakaruglingi afturhaldsblaða að ríkisrekstur í auð-
valdsþjóðfélagi sé sama og „sósíalismi“. En opinber
rekstur eins og við þekkjum hann á ýmsum sviðum
atvinnulífs og fjármála (ríkisbamkarnir), getur hvenær
sem fólkið vill og þorir orðið vopn í höndum þess,
gegn arðránsklækjum og auðvaldsspillingu. Þess vegna
styður alþýðuhreyfingin heilbrigðan ríkisrekstur og
þess vegna vill afturhaldið hann feigan. — s. ;
Eftir tíu daga baktjaldamakk
og þóf á ráðstefnu banda-
lags Ameríkuríkja hefur Dean
Rusk utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna séð þann kost vænstan
að gefast upp við að koma
fram ályktun um algera ein-
angrun Kúbu frá öðrum lönd-
um álfunnar. Þegar utanríkis-
ráðherrar bandalagsríkjanna,
allra sjálfstæðra Ameríkuríkja
nema Kanada, komu saman í
Punta del Este í Uruguay fyrra
sunnudag, hafði Kennedy for-
seti falið Rusk að reiða hátt til
höggs gegn erkióvininum
Castro. Ætlun Bandaríkjamanna
var að fá á ráðstefnunni sam-
iþykktir um þrennskonar ráð-
stafanir gegn byltingarstjórn-
inni á Kúbu. f fyrsta lagi
skyldu öll Ameríkuríki slíta
stjórnmálasambandi við Kúbu-
menn. í öðru lagi hugðist
Bandaríkjastjórn láta bandalag-
ið setja viðskiptabann á Kúbu,
sem fyrst í stað skyldi aðeins ná
til vopna og hergagna, en smátt
og smátt færast yfir á aðrar
vörutegundir unz algert við-
skiptabann væri komið á. f
þriðja lagi vildi Bandaríkja-
stjóm svo að bandalag Ame-
ríkuríkjanna kæmi á laggirnar
sérstakri stofnun sem hefði það
verkefni að fylgjast með innan-
landsástandi í bandalagsríkjun-
um og leitast við að fyrir-
byggja að þar kæmi til byltinga
svipaðra og Kúbubyltingin.
Ríkin í bandalagi Ameríku-
ríkjanna eru 21 að tölu og
til þess að samþykkt sé bind-
andi þarf tvo þriðju atkvæða.
Bandarísk blöð skýrðu frá því
þegar ráðstefnan í Punta del
Este hófst, að Bandaríkjastjórn
gerði sig ekki ánægða með að
merja í gegn samþykktir að
sínu skapi með 14 atkvæðum,
hún teldi að fylgi sextán til
átján ríkja þyrfti til að gerðar
ályktanir hefðu raunhæfa þýð-
ingu gagnvart Kúbustjórn.
Kólumbía var fengin til að bera
fram tillögu um aðgerðir í þeim
anda sem Bandaríkjastjórn
vildi. Á sömu sveif snerust smá-
ríkin í Mið-Ameríku með tölu,
Venezuela, Perú, Paraguay og
Dominikanska lýðveldið, tólf
ríki alls. ÖU fjölmennustu og
öflugustu ríki Rómönsku Ame-
ríku neituðu hinsvegar að fall-
ast á þvingunarráðstafanir
gagnvart Kúbu. Þar voru
fremst í flokki Brasilía, Chile
og Mexíkó en á þeirra bandi
voru einnig Argentína, Ecuador
og Bólivía. Tvö ríki sem
Bandaríkjastjórn hafði talið á
sínu máli, Uruguay og Haiti,
reyndust beggja blands.
Stjórn Kólumbíu og öðrum
harðsnúnum féndum Castros
til mikillar gremju -gafst Rusk
upp við að knýja fram vilja
Bandaríkjastjómar, þegar hann
sá hvemig flokkar skiptust á
ráðstefnunni. 1 þess stað lögðu
Bandaríkjamenn megináherzlu á
að rjúfa fylkingu hinna stærri,
rómönsku ríkja. Um skeið taldi
bandaríska sendinefndin sig
hafa náð þeim árangri að Arg-
entína flytti tillögu um brott-
vikningu Kúbu úr bandalaginu.
Við nánari athugun snerist þó
Argentíunmönnum hugur. Loks
var gerð í Punta del Este al-
menn ályktun um að marx-
.lenínismi sé ekki í samræmi
við amerí'ska stjórnarfars-hefð.
Einnig tókst Rusk að fá sam-
þykkt að banna Kúbu þátt-
töku í starfi stofnana banda-
lags Ameríkuríkjanna. Auk
ríkjanna tólf sem stutt hafa
frá uphafi tilraunir Bandaríkja-
manna til að fara sem harðast
í sakirnar gagnvart Kúbu, feng-
ust fulltrúar Uruguay og Haiti
til að fylgja brottvísun Kúbu
úr bandalaginu.
Fangaráð Bandaríkjastjórnar
eftir að innrás málaliða
hennar á Kúbu fór út um þúf-
ur síðastliðið vor, var að bjóða
iríkisstjómum Rómönsku Ame-
ríku ómældar dollarafúlgur til
liðveizlu við sig gegn bylting-
unni á Kúbu. Áratugum sam-
an hafa Bandaríkin vísað á bug
beiðnum rómanskra Ameríku-
ríkja um fjárframlög, hliðstæð
Marshallaðstoðinni við Vestur-
Evrópu til atvinnuframkvæmda
í þessum vanþróuðu löndum.
Ríkisstjórnunum í Suður- og
Mið-Ameríku var vísað á
bandarískt einkafjármagn. Af-
leiðingar þess eru að atvinnu-
framkvæmdir hafa ekki farið
eftir þörfum þjóðanna sem í
hlut eiga heldur gróðavon
bandarískra auðfélaga. Óvíða
voru ítök bandarískra aðila í
atvinnulífinu meiri en á Kúbu.
Þegar Kennedystjórninni tókst
ekki að steypa stjórn Castros
með vopnavaldi, sá hann þann
kost vænstan að lofa öðrum
ríkjum Rómönsku Ameríku gulli
og grænum skógum í þeirri von
að þar myndu þá síður rísa
upp nýir Castroar. Stofnað var
fyrir forgöngu Bandaríkjastjórn-
ar svonefnt Framfarabandalag.
1 því eru sömu ríki og í banda-
lagi Ameríkuríkjanna að Kúbu
undanskilinni. Hefur Banda-
ríkjastjóm heitið því að leggja
fram á næsta áratug 20 millj-
arða dollara af bandarísku rík-
isfé til atvinnuframkvæmda í
þeim ríkjum Rómönsku Ame-
ríku, sem finna náð fyrir aug-
um hennar.
• • I
Strax í fyrstu ræðunni á ráð-
stefnunni í Punta del Este
lýsti Rusk utanríkisráðherra yf-
ir að örlæti Bandaríkjaþings á
fjárveitingar til Framf,arabanda-
lagsins myndi fara eftir því
•hve fús rómönsku ríkin reynd-
ust til að styðja Bandaríkin í
ráðstöfunum gegn Kúbu. Úr því
dollurunum var svo ákaft veif-
að í allra augsýn, má nærri geta
hvaða aðferðum hefur verið
beitt bakvið tjöldin til að £á
fulltrúá rómönsku ríkjanna til
Tuttugu manns biðu bana í Caracas, höfuðborg Venezuela, þegar
vopnuð lögjregla réðst á borgarbúa sem mótmælíu stuðningi ríkis-
stjórnarinnar við fyrirætianir Bandaríkjanna um þvingunarráð-
stafanir gegn Kúbu. Efri myndin er af hópgöngu stúdenta í
Caracas. í fararbroddi eru bornir Ivúbufánar. Á neðri myndinni
brennur lögreglubíll sem velt hefur verið.
að láta að vilja Bandaríkjanna.
Það gekk þó ekki betur en lýst
hefur veríð hór á undan. Þrátt
fyrir auð sinn og hervald
standa Bandaríkin höllum fæti
í viðleitni sinni til að einangra
Kúbu frá öðrum Ameríkuríkj-
um og búa þannig í haginn fyr-
ir nýja atlögu gegn by.ltingar-
hreyfingunni þar. Þetta hefur
enn einu sinni sannazt á ráð-
stefnunni í Punta del Este.
Jafnvel íhaldssamar ríkisstjórn-
ir eins og þær sem sitja að
völdum í Argentínu og Chile
vilja ekki fallast á kröfur
Bandaríkjastjórnar um pólitísk-
ar og efnahagslegar aðgerðir
'gegn stjóm Ca-stros.
1 fstaða þessara ríkisstjórna
stafar ekki af því, að þær
hafi tiltakanlega mikla samúð
með byltingunni á Kúbu. Þarna
er sjálfsbjargarhvötin að verki.
Samskipti Bandaríkjanna og
þjóða Rómönsku Amerjku fyrr
og nú hafa verið á þann veg
að suður þar er sá stjórnmála-
maður mest virtur að öðru
jöfnu sem þykir líklegastur til
að hafa kjark til að láta eklci
hlut sinn fyrir Könum. Verstu
harðstjórar sem setið hafa að
völdum í löndum Rómönsku
Ameríku, svo sem Batista á
Kúbu, Trujillo í Dominikanska
lýðveldinu - og Somoza í Nicara-
gua, komust til valda með
stuðningi Bandaríkjastjórnar og
bandarískra kaupsýslumanna og
kúguðu og féflettu þegna sína
áratugum saman með banda-
rísku fulltingi. Þau ríki sem
neituðu að fylgja Bandaríkjun-
um á ráðstefnunni í Punta del
Este eiga það sameiginlegt að
þar eru stjórnmálasamtök al-
þýðu manna einna öflugust í
Rómönsku Ameríku. Jafnvel í-
haldssamar stjórnir sem ekkert
er um Castro gefið vilja ekki
eiga það á hættu að verða
stimplaðar handbendi Banda-
ríkjanna með því að leggja
biessun sína yfir brottvikningu
Kúbu úr samtökum Ameríku-
ríkja.
Ráðstefnan í Punta del Este
vakti ólgu um alla Róm-
önsku Ameríku og víða sauð
uppúr. í Guatemala var yfir-
foringi leynilögreglunnar drep-
inn og Ydigoras Fuentes for-
seti setti herlög í landinu. í
skjóli þedrra voru fundahöld
bönnuð og forustumenn stjórn-
arandstöðunnar handteknir. í
Venezuela kom til verulegra
blóðsúthellinga, einkum í höf-
uðborginni Caracas. Þar ríkti
umsátursástand dögum saman.
Götubardagar voi’u háðir milli
iögreglu annars vegar og stúd-
enta og verkamanna hinsveg-
ar, sem kröfðust þess að full-
trúi landsins á fundi Ameríku-
ríkjanna styddi málstað Kúbu-
búa. Ein sakargifta Bandaríkja-
manna og samherja þeirra á
hendur Kúbustjórn er að hún
reki undirróður og reyni að
stofna til byltinsa í öðrum
ríkjum álfunnar. Erfitt er að
sjá hvernig unnt er að vopna
byltingarheri í fjarlægum lönd-
um frá eyju umgirtri hafi þar
sem bandaríski flotinn ræður
lögum og iofum. Hitt er hverju
orði sannara, að fordæmi Kúbj
er sífeild ógnun við valdhafana
í ýmsum Ameríkuríkjum, þar
sem fámenn, vellauðug yfir-
stétt situr yfir hlut bláfátæks
almennings í þandalagi við
bandarísk stórfyrirtæki. Þannig
háttaði til á Kúbu meðan Bat-
ista ríkti, og Castro hefur sýni
öllum Ameríkuþjóðum að ráð
eru til að breyta því ástandi.
Þessir þrír leigubílstjóra(r í Havana voru fyrr meir vinnukonur hjá fyrirfólki í borginni. Eftir bylt-
inguna fóru húsbændur þeirra úr landi en stjór narvöldin sáu stúlkunum fýrir nýrri atvinnu, létu
kenna þeim akstur og lögðu þcim til bíla.
Framfarabandalagið svonefnda
er hugsað af hálfu Banda-
ríkjastjórnar sem fjárfesting til
að afstýra nýjum byltingum í
Rómönsku Ameríku. Tuttugu
milljarðar dollara eru væn
fúlga, en ráðamönnum í Was-
hington þykir því fé vel varið
til að kaupa af sér nýja Castróa.
Bandalag þetta er ekki enn tek-
ið til starfa, en strax er orðið
ijóst að árangurinn verður ekki
að öllu leyti sá sem Banda-
ríkjastjórn hafði vænzt. Jafn-
vel þeir aðilar í Rómönsku
Ameríku sem taka bandalags-
hugmyndinni fegins hendi
þakka væntanleg fjárframlög
miklu frekar Fidel Castro en
Jack Kennedy. Árum saman
hafa valdhafarnir mænt vonar-
augum á fjárhirzlurnar í Was-
hington sem ausið var úr á
tvæi’ hendur til ríkja í fram-
andi heimsálfum en orðið að
sætta sig við lítinn skerf. Ekk-
ert minna en byltingin á Kúbu
dugði tii að mýkja hjörtun í
Washington. í Rómönsku Ame-
ríku eru menn þess fullvissir
að Bandaríkjastjórn myndi enn
kæra sig kollótta um fátæktina,
eymdina og fáfræðina sem
þjakar mikinn meirihluta þjóð-
anna í nágrannaríkjunum í
suðri, hefðu ekki hinir skeggj-
uðu byltingarmenn á Kúbu sýnt
í verki að alþýða þessara landa
er þess megnug að brjótast und-
an innlendu og erlendu arð-
ráni. Meira að segja í augum
aðila sem ekki kæra sig hót um
byltingar né sjálfstæði gagnvart
Bandaríkjúnum en géra sér Ijóst
að núverandi ástand í Róm-
önsku Ameríku getur ekki stað-
izt er Fidel Castro því hinn
þarfasti maður. Bandaríkja-
stjórn hefur lengi róið að því
öllum árum að koma í kring
sameiginlegum aðgerðum Ame-
ríkuríkja gegn Kúbu. Ráðstefn-
an í Punta del Este hefur sýnt
að þar á hún enn langt í land.
M. T. Ö.
Nú er síðasta tækifærið til að koma á raunhæfu, norrænu samstarfi
blökk Norðurlanda
fl til að lœgja viðsjdr
Tillaga um Norðurlajnda-
blökk óháða hernaðar-
bandalögum og utan við
efnahagssamsteypur en
undir sérstakri vernd SÞ,
var borin fram á fundi í
Kaupmannahöfn á þriðju-
dagskvöldið. Jens Kirk
stórbóndi, forustumaður
hreyfingarinnar gegn aðild
Danmerkur að Efnahags-
bandalaginu, hét á þá sem
væru á sama máli að skera
upp herör um öll Norður-
lönd í nafni frelsis og frið-
ar. i'i | !
Kirk hélt aðalræðuna á fundi
sem nefndin gegn aðild Dan-
merkur að Efnahagsbandalag-
inu (Nefndin til varðveizlu
frelsis Danmerkur fullu nafni)
hélt í Grundtvigshúsinu í
Kaupmannahöfn. Próf. Jörgen
Dich og A. J. Jörgensen heima-
varnarliðsforingi eru forsetar
nefndarinnar ásamt Kirk.
Frelsið í veði
1 fyrri hluta ræðu sinnar
gerði Kirk grein fyrir því hvers
vegna hann er mótfallinn inn-
göngu Danmerkur í Efnahags-
bandalagið. Þar myndu frjáls-
legir þjóðfélagshættir Danmerk-
ur líða undir lok og fyrirheitin
um efnahagslega paradís myndu
ekki rætast.
Aðild að Efnahagsbandalag-
inu væri rothögg á sjálfstæði
og frelsi Danmerkur, fyrir
þjóðræðið og þingræðislegt vald
yfir hvemig landinu er stjórn-
að. Við myndum skuldbinda
okkur til að fylgja um alla
framtíð stefnu í utanríkis- og
hermálum, sem enginn hér-
lendur maður getur tekið á-
byrgð á, sagði Kirk.
Úr A-bandalaginu
I lok máls síns kvaðst Jens
Kirk vilja benda á annað og
betra úrræði en Efnahags-
bandalagið — norrænt úrræði.
Hann sagði:
— Það sem ég segi nú bygg-
ist á hugmyndum sem ræddar
hafa verið um skeið í hópi þar
sem bæði eru fylgismenn og
andstæðingar A-bandalagsins,
fylgismenn og andstæðingar
Efnahagsbandalagsins, stjórn-
málamenn, hagfræðingar, sér-
fræðingar í utanríkismálum,
hátt settir herforingjar, blaða-
menn og svo venjulegt fólk eins
og ég.
Til að útiloka misskilning tek
ég fram að ég er ekki aðeins
fylgismaður A-bandalagsins, —
heldur lýsi mig meðábyrgan
fyrir því að Danmörk gekk í
bandalagið sökum sambands
míns við blaðið Information.
(Kirk er í blaðstjórn þess. Aths.
Þjóðv.).
Tillagan er í stuttu máli á þá
leið að Danmörk, Noregur og
Island fari úr A-bandalaginu
með vinsamlegu samkomutagi
við bandalgsríkin, og í staðinn
verði mynduð norræn ríkja-
blökk . allra fimm Norðr.rlanda,
sem sagt einnig Finnlands og
Svíþjóðar, ekki afvopnuð blökk,
heldur blökk sem lætur SÞ
heimilan herafla sinn til að
beita honum hvar sem vera
skal á hnettinum, þó þannig
að öll Norðurlönd verði svæði
án kjarnorkuvígbúnaðar, SÞ-
svæði undir vernd SÞ. Ég vil
leggja áherzlu á, að bæði í sátt-
mála A-bandalagsins og sátt-
mála SÞ eru ákvæði sem gera
þessa tillögu framkvæmanlega.
Drægi úr viðsjám
Jens Kirk sagði ennfremur:
— Litum við á þetta frá eig-
ingjörnu sjónarmiði eingöngu,
myndu Danmörk og Norðurlönd
öll verða aðnjótandi einstæðrar
velvildar, bæði af hálfu vestur-
veldanna og austurblakkarinn-
ar. En frá víðara sjónarhorni
séð myndi þetta, meira en
nokkur önnur ráðstöfun sem nú
er unnt að gera á jörðinni,
stuðla að því að draga þegar
í stað úr viðsjám, ekki aðeins
milli austurs og vesturs heldur
einnig milli norðurs og suðurs.
Og Norðurlönd eru eina land-
svæðið á öllum hnettinum jafn
víðlent og hernaðarlega þýðing-
Framhald á 10. síðu.
jg) — ÞJÚÐVILJINN — Föstudagur 2. febrúar 1962
Föstudagur 2. febrúar 1962 — ÞJQÐVILJINN — (7j