Þjóðviljinn - 02.02.1962, Qupperneq 9
Reykjavíkurmeistaramótið
í sundi var alltof dauflegt
^ 1r hlaut alla meistaratitla og setti met í 4x50 m boðsundi
Aðeins var keppt í 5 sundgrcinum og síðan fyllt upp með
unglingasundum.
Mál sem þarf athugunar við.
Þetta Reykjavíkurmót í sundi
er það lakasta sem farið hefur
fram til þessa. Þátttaka var
mjög lítil úr Reykjavík, og
hefði orðið dauflegt í mörgum
greinum, ef ekki hcfði vesáð
hoðið sundfólki bæði úr Kefla-
vík, Hafnarfirði og víðar að til
þess að fylla í skörð og „punta
uppá“. Er þctta alvarlegt mál
og þá ekki sízt fyrir höfuðstaö-
Inn að geta ekki haldið for-
svaranlegt mcistaramót með
eigin sundfólki. Þetta var svo
alvarlegt, að í sumum unglinga-
sundum var ekki einu sinni
sj'nt á öllum þrautum, en þar
vírðist sem heldur ætti að vera
meiri áhugi. Það segir ef til
vill nokkuð til um fátæktina á
sundfólki, að aðeins er keppt
Þakkir fró
forsefa ÍSf
Benedikt G. Waage, forseti
ÍSÍ. hefur beðið blaðið um að
koma á framfæri þökkum til
allra þeirra, sem sent hafa
íþróttasambandi íslands (ÍSÍ)
og honum sjálfum, blóm, höfð-
inglegar gjafir, heillaskejrti og
kvæði á þessu fimmtíu ára af-
mæii ÍSÍ. Þetta er og verður
okkur öllum ógleymanlegt, þar
sem nú er hægt að leysa nokk-
ur af aðkallandi verkefnum fsf.
Að lokum vildi forseti ÍSÍ
ijninna á, að: Það eru fagrar og
háleitar liugsjónir, sem heim-
inn fegra og fullkomna — og
þar eru íþróttirnar í farar-
broddi.
í 5 greinum, scgi og skrifa
fimm sundgreinum, og er þetta
svo kallað Sundmcistaramót
Reykjavíkur! Svo er fyllt upp
með unglingasundum.
Vafalaust eiga forustumenn
sundsins við að stri'ða erfiðleika
af ýmsu tagi hvað þetta snertir
hér í Reykjavík. Óneitanlega
virðist sem bæir eins og Hafn-
arfjörður, Keflavík og Akranes
nái hlutfallslega betri tökum
á sundmálunum hjá sér en
Reykjavík gerir. Gæti það bent
til þess að eitthvað væri hægt
að gera hér fyrir keppnissund-
fólkið. Er þetta sannarlega mál,
sem þarf athugunar við, um-
ræðna forustumannanna, og ef
til vill leikmanna líka.
Skemmtilegasta sundið var
eins og alltaf áður 200 m
bringusundið. Sá var þó mun-
urinn í þetta sinn, að keppnin,
sem verulega yljaði, var milli
tveggja manna, þeirra Harðar
Finnssonar ÍR og Árna Þ.
Kristjánssonar úr Hafnarfirði.
Áður voru það venjulega 4 sem
börðust þannig að vart mátti á
milli sjá.
Hörður hefur blandað sér í
þessa skemmtilegu keppni und-
anfarið, en Árni hefur komið
upp með undra-hraða og hef-
ur náð mjög góðum árangri.
Hann vann Hörð í Hafnarfirði
um daginn, og í þessu sundi
hafði hann heldur forustuna,
þar tií eflir voru um 8 m,
að Hörður dró á og munaði 1/10
úr sek. á þeim og var það hinn
kunni endasprettur Harðar, sem
gaf honum sigurlnn.
Hin nyju I
fullgeríánæ?
í viðtali við fréttamenn í gær
sagði Gísli HaJIdórsson, formað-
ur afmælisnefndar ÍSÍ, að ÍSÍ
hafi nú verið gefnar eða fengið
loforð um 1 milljón króna í
byggingu íþróttamiðstöðvar ÍSÍ.
Þannig er tryggt að íþróttastöð-
in verður steypt upp á þessu
ári og fullgerð á næstu tveim
árum.
Gisli lagði áherziu á, að þessi
bygging gæti orðið mikil lyfti-
stöng fyrir starf ÍSÍ, þar sem
öll sérsambönd verði samein-
uð í einu húsnæði. Þarna verða
7 rúmgóð herbergi til funda-
haida og annarrar starfsemi og
í nánum tengslum við húsa-
kynni ÍSÍ verður rúmgóður
veitingasalur, þar sem hægt er
að halda stærri fundi og þing.
Áætlaður kostnaður við
íþróttamiðstöðina er tvær millj-
ónir króna í húsnæði ÍSÍ og
tvær milljónir í húsnæði ÍBR,
en sameiginleg byggingarnefnd
þessara tveggja íþróttasamtaka
sér um allar framkvæmdir. Það
þykir nú sýnt að fjárskortur
muni ekki hamla framkvæmd-
um, ÍSÍ mun t.d. selja húsnæði
sitt að Grundarstíg 2A og verja
því fé í byggingu íþróttamið-
Stöðvarinnar.
Fréttamönnum var sýnd
teikning af þessu mikla mann-
virki, sem verður 101 metri að
lengd, og er mestur partur þess
sjálfur íþróttasalurinn, sem
mun taka um 2000 manns í
sæti.
Hrafnhildur og Guðmundur
voru í sérflokki á þcssu sund-
móti.
Árangur Guðmundar Gísla-
sonar í öllum þeim sundum
sem hann tók iþátt í var mjög
góður. En Guðmundur er í sér-
flokki. Sama er að segja um
Hrafnhildi. Hún var keppnislaus
og í sérflokki á móti þessu.
Keppni þeirra Guðmundar
Harðarsonar, Ægi, og Davíðs
Valgarðssonar fBK var
skemmileg og eru þar á ferð-
inni efnilegir sundmenn.
ÍR setti íslandsmet á 4x50 m
fjórsundi og áttu þeir sjálfir
gamla metið sem var 2.06,7
það nýja er 2.05,8. ÍR tók þar
með alla 5 titlana!
1 sveitinni voru Sverrir Þor-
steinsson, Hörður Finnsson,
Guðmundur Gislason og Þor-
steinn Ingólfsson.
Framhald á 10. síðu.
USA deila um forystu
V 26. janúar sl. er Iðng grein í „The New York Times“ urt)
hættuástand innan bandarísku íþróttahreyfingarinnar. Innan
bandarísku íþróttahreyfingarinnar starfa tvö félög, sem eru
lang atkvæðamest, AAU (Amateur Athletic Union) og NCAÁ
(National Collegiate Athlelic Association). Innan NCAA er meiri-
hlutinn af skólaæsku landsins, en innan AAU eru íþróttamenrj
úr öllum áttum og á ýmsum aldri.
V AAU hefur hingað til haft úrslitavöld innan bandarísku1
íþróttahreyfingarinnar, en nú gerir NCAA kröfur til að vera á odd-
inum. Félögin hafa ræti þessi mál sín á milli, en ágreiningurinn
er djúpstæður og deilur harðvítugar.
Ef þessar deilur haida áfram er talin hætta á að Bandarík-
in komi veikari til keppni við Sovétríkin í frjálsum íþróttum nú
í ár, en sú keppni hefur verið ákveðin 21.—22. júlí í Palo Alto.,'
Kaliforníu. Einnig geta þessar deilur haft áhrif á þátttöku USÁ
í næstu olympíuleikum.
V Kenneth L. Wilson, formaður bandarísku olympíunefnd-
P:'
arinnar, hefur :ékýrt frá því að hann muni freista þess að koma
á sáttum. Hanri ætlar að kalla saman fulltrúa félaganna og ræða
með þeim ágréiningsmáiin. Kenneth sagði: „Áhugamenn unj
íþróttir spyrja ekki um hver hafi ráðin í hendi sér, heldur hve®
árangurinn sé.“
Senda þarf stórvelduinsin
eia NATO tilmæli um að
sföSva vei
STOKKHÓLMI 1/2 — í viðtali
við Stockhoolmstidningen sagði
varaformaður Alþjóðaskauta-
sambandsins, Sven Laftman, að
það ætti að senda tilmæli til
stórv'eldanna, eða NATO, um
að stærstu íþróttaviðburðir, svo
sem olympíuleikar, heimsmeist-
ara- og Evrópumeistaramót, séu
undanþegnir vegabréfsþvingun-
um.
Ég hef, sagði Laftman, síðan
á miðvikudag talað við marga
alþjóðlega íþróttaleiðtoga og
stungið upp á að halda ráð-
stefnu um þessi mál svo fljótt
sem verða má. Á þessari ráð-
stefnu þyrftu sem flestir
íþróttaleiðtogar að mæta og
leggj a drög að ályktunum
þessu máli. Slík ráðstefna gæts
sent tilmæli til stórveldanna,
eða NATO, að hafa fyrrnefnds
íþróttaviðburði undanþegny
vegabréfsþvingunum, eða með
öðrum orðum, að alþjóða í
þróttahreyfingin standi fyri-
utan stjórnmál.
VIÐTÆKJASALÍ:
B U O i N
KR efrsir fil unglingakennslu á
skéðum laugardag og sunnudag
Klapparstíg 26.
Um næstu helgi gengst
skíðadeild KR fyrir kynningu
á starfsemi sinni og efnir til
unglingakennslu á skíðum.
Deildin hefur fengið þau
systkinin, Jakobínu og Stein-
dór Jakobsson frá ísafirði til
að annast kennsluna. Kennsl-
an hefst á laugardag kl. 16 og
sunnudag kl. 10. Á sunnudag
verður haldin svigkeppni fyr-
ir drengina og stúlkurnar, en
á laugardagskvöld verður
kvöldvaka, sem skíðamenn sjá
um.
Undanfarið hafa verið gerð-
•ar ýmsar endurbætur á skiða-
lyftunni og sett hefur verið
upp ágæt raflýsing meðfram
lyftunni.
Um þessa helgi og fram-
vegis verða seldar nokkrar
veitingar í skálanum, svo
’fólk sem kemur til þess að
dveljast einn dag eða svo þarf
ekki að hafa með sér mat.
Unglingakennslan verður
einkum miðuð við aldurinn
12—15 ára, en að sjálfsögðu
er öllum heimill aðgangur að
skálanum. Ferðir um helgina
verða frá BSÍ sem hér segir:
Á laugardag kl. 2 og kl. 6 og
á sunnudag kl. 9.
(Frá skíðadeild KR)
&
S»KÍ,MAUIfitKB RIMS.INV
Herðubreið
austur um land til VopnafjarðaJ,
hinn 7. þ. m.
Vörumóttaka í dag og árdegiy
á morgun til Honnafjarða^
Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðv«
arfjarðar, Mjóafjarðar, ÐorgaN
fjarðar og Vopnafjarðar. j
Hekla
6. þ. m. — Vörumóttaka í dag fif
Þórshafnar og Kópaskers. j
Föstudagur 2. febrúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN-