Þjóðviljinn - 02.02.1962, Qupperneq 12
Afleiðing af stefnu Sjálfstæðisflokksins:
enn i bröggum -17 árum eftir striSslok
í bráðum tvo áratugi, eða allt frá lokum síð-
þeirri spurningu til borgarstjóra
. ... .. . x með hvaða hætti hann hygðist
listll Il6iniSStyr33.Icl3.lj hefui meirihlutl Sj^listeö" útrýma braggaíbúöunum. Adda
isflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur staðið gegn Bára minnti á að á undanförn-
„ 11; . .. . » ,___. . um árum hefðu þær íbúðir, sem
og fellt tillogur sosialista um að bærinn byggði
ieiguíbúðir til þess að útrýma braggaíbúðunum.
íbúðir þær sem bærinn hefur byggt á undan-
förnum árum — til útrýmingar heilsuspillandi
húsnæðis hafa verið seldar — og íbúar bragganna
því orðið að hafast áfram við í þeim.
1 tilefni af braggabruna fyrir
skemmstu, þar sem íbúarnir,
kona og börn, björguðust nauð-
uglega bar Þórður Björnsson
jram þá fyrirspurn fyrir borgar-
stjóra á bæjarstjómarfundi í gær
hve margir íbúar byggju enn í
bröggum og þá hve mörg börn.
Borgarstjóri, Geir Hallgríms-
eon, svaraði því.
Enn er búið í 188 herskála-
íbúðum. íbúarnir eru samt. 776
j þar af 376 börn, eða að með-
altali 2 börn í íbúð.
Borgarstjóri kvað bæinn eiga
innréttingar í 123 bröggum, en
íbúarnir sjálfir í 143. Með því að
kaupa innréttingarnar kvað hann
bæinn vera að styðja fólkið til
að kaupa sér íbúð (hve mikill
hluti íbúðarverðsins skyldi sá
stuðningur vera?!).
Þórður Björnsson þakkaði
greið svör við fyrirspurn sinni og
kvaðst vo.nast til þess að áður
en mörg ár væru liðin yrði síð-
asti braggabúinn fluttur í betra
húsnæði.
Adda Bára Sigfúsdóttir full-
trúi Alþýðubandalagsins beindi
Fengu engan
mann kjörinn
Aðalfundur Sjómannafélags
Hafnarfjarðar fyrir árið 1962 var
haldinn sl. sunnudag og fór þar
m.a, fram kosning 6 manna i
trúnaðarmannaráð félagsins en
stjórn félagsins skipar einnig
trúnaðarmannaráðið og eiga sæti
i henni 5 menn. Eins og kunnugt
er sigraði B-listinn naumlega við
stjórnarkjörið í síðasta mánuði
og hafa blöð ríkistjórnarflokk.
anna gumað mjög af þessum
sigri yfir „kommúnistum“ innan
verkalýðshreyfingarinnar. Við
kjörið í trúnaðarmannaráðið fór
hins vegar svo. að B-listamenn
fengu engan kjörinn og eingöngu
voru kjörnir menn sem sæti
áttu á A-listanum eða í fráfar-
andi stjórn félagsins. Hlutu þess-
fr kosningu:
Ólafur Ólafson, var í síðustu
stjórn og í ritarasæti á A-listan-
um, Ólafur Brandsson, var í
varaformannssæti á A-iistanum,
Kristján Jónsson, fráfarandi for-
maður A-listans, Þorvaldur Ás-
mundsson, varaformaður í síð-
ustu stjórn, Garðar Eymundsson,
var í gjaldkerasæti á A-listan-
um og Þorgeir Þórarinsson, var
varamaður í síðustu stjóm og á
A-listanum. Varamenn í trúnaðar-
mannaráð voru kjörnir Ingimar
Kristjánsson, Guðmundur Ragn-
arsson, Hermann Valsteinsson,
Sigfús Svavarsson, Þórarinn Þór-
.arinsson og Bragi Björnsson.
í stjórn Sjómannadagsráðs
voru endurkjörnir Kristján Jóns-
son fráfarandi formaður og Ein-
ar Jónsson núverandi formaður
félagsins.
Á fundinum var samþykkt ein-
róma tillaga um að skora á
stjórn happdrættis DAS að fela
Sjómannafélagi Hafnarfjarðar
umboð happdrættisins í Hafn-
íarfirði. Hafði fráfarandi stjórn
SH farið þess á leit við stjórn
happdrættisins á sl. ári en feng-
ið neitandi svar eftir langa bið
og ítrekuð tiimæli.
Sjómannafélag Hafnarfjarðar
hefur nú lausa samninga og lá
fyrir fundinum tillaga, er gerð
var á sameiginlegum fundi
stjórna sjómannafélaganna við
Faxaflóa, um að félögin hefðu öll
samstöðu við samninga og legðu
saman atkvæði í öllum félögun-
um við atkvæðagreiðslur um
væntanlega samninga. Var sam-
þykkt tillaga frá Hermanni Val-
steinssyni þess efnis, að SH væri
samþykkt að hafa samvinnu við
hin sjómannafélögin við Faxaflóa
um samninga ef 1) þrír menn
frá hverju félagi væru í samn-
inganefnd og 2) tryggt væri að
eingöngu starfandi bátasjómenn
greiddu atkvæði í félögunum um
samningana.
Reyltjavíkurborg hefur byggt
samkvæmt lögum um útrýmingu
heilsuspillandi húsnæðis verið
seldar. íbúar bragganna hafa að
verulegu Ieyti verið fólk sem
ekki hafði neina fjárhagslega
möguleika til að kaupa íbúð.
Sú stefna Sjálfstæðisflokks-
ins að selja íbúðir þær sem
byggðar hafa verið til útrým-
ingar heilsuspillandi húsnæð-
is en leigja þær ekki, er því
orsökin fyrir því að enn verða
nær 800 manna, þar af 376
börn, að liírast í þessum
hreysum.
í Reykjavík er stór hópur
fólks, sagði Adda Bára, sem af
ýmsum ástæðum getur ekki
keypt sér íbúð.' Fyrir þetta fólk
kemur því ekki annað til greina
en leiguhúsnæði.
Þá vék hún að því að höfuð-
borgir annarra Norðurlanda
hefðu leiguhúsnæði á eigin veg-
um fyrir það fólk er ekki gæti
af eigin ramleik eignazt íbúð.
Mér virðist að Reykjavík verði
að fara inn á þessa braut, sagði
Adda Bára, ef borgarstjórnin
ætlar ekki beinlínis að skapa hér
fátækrahverfi.
Geir Hallgrímsson borgar-
stjóri flutti enn gömlu plötuna
um að æskilegast væri að allir
gætu búið í eigin húsnæði — og
hefði ríkisstjórnin í hyggju að
bæta lánakjör og lækka útborg-
anir fyrir þetta fólk. Hann kvað
Reykjavíkurborg eiga yfir 350
leiguíbúðir, sumar í nýjum, góð-
um húsum, aðrar í gömlum sem
yrðu að hverfa. Hann kvað það
stefnu meirihlutans að „útrýma
Framhald á 11. síðu.
Forarvilpa
leiksvæði barna
Um margra mánaða skeið hafa vegfarendur, sem leið hafa
átt um Kaplaskjólsveg. veitt athygli forarvilpu, sem mynd-
azt hefur austan við götuna, í móanum milli Blátúns (ibúð-
arhúss Jóns heitins Þorleifssonar listmálara), harskálahverf-
isins (Kamp Knoxj og nýbyggingar, sem er að rísa við veg-
inn, handan Jófríðarstaða. Það sem valdið hefur þcssari
vilpu er ónýt skólplögn frá herskálahverfinu, en til þessa
hefur lítt verið fengizt við lagfæringar enda þótt þalrna sé
leiksvæöi fjölmargra barna úr næsta nágrenni.
í gær bar þó til að menn komu til að athuga frárennslið
í forinni og þótti nágrönnum sú framtakssemí bæjaryfir-
valdanna tíðindum sæta. Myndin var þá tekin. (Ljósm. Þjóðv.)
Tillaga frá þingmönnum Alþýðubandalagsins
Verður jarðhitaorka nýtt
til fóðurframleiðslu?
Verður jarðhitaorka Reykja-
hverfis í Suður-Þingeyjarsýslu
notuð til fóðurframlciðslu, í
sambandi við stórfellda rækt-
un hinna gróðursælu land-
svæða þar um sveitir?
Þingmenn Alþýðubanda-
Iagsins leggja til að það mál
Reyna OAS-menn
að hrifsa völdin?
París 1/2 — Franska stjórnin hef-
ur ákveðið að fjölga til muna
striðsvögnum og skriðdrekum í
París, til þess að koma í veg
fyrir uppreisnartilraun, sem bú-
izt cr við að fasistasamtökin OAS
muni gera einhvern næstu daga.
N.k. mánudag flytur de Gaulle
forseti útvarpsræðu. Talið er að
náðst hafi samkomulag í höfuö-
atriðum milli frönsku stjórnar-
innar og útlagastjórnar serkja, en
samningaviðræður hafa farið fram
með leynd. Reiknað er með að
OAS-menn muni gera tilraun til
að hrifsa til sín völdin, er de
Gaulle skýrir frá samkomulag-
inu.
Þá hefur stjórnin einnig fjölg-
að um 600 manns í uppreisnar-
lögreglunni og hafa þeir 32
brynvagna til umráða. Verða þá
25.000 manns á verði í París, þeg-
ar de Gaulle flytur ræðu sína.
S.l. laugardag komu fjögur her-
Framhald á 10. síðu.
verði rannsakað, og kom1
þíngsályktunartillaga þeirra1
um það mál til umræðu á'
fundi sameinaðs þings í gær.
Páll Kristjánsson, fyrsti flutn-
ingsmaður tillögunnar, er nú
farinn af þingi, en hann er 1.
varaþingmaður Alþýðubanda-
lagsins í Norðurlandskjördæmi
eystra. Annar flutningsmaður til-
lögunnar, Björn Jónsson, gerði
grein fyrir málinu í stuttri fram-
söguræðu og mælti m.a. á þessa
leið:
„Eins og fram kemur í tillög-
unni og greinargerð sem henni
fylgir, háttar svo til í Reykja-
hverfi í Suður-Þingeyjarsýslu að
þar fara saman náttúrugæði, sem
annars vegar eru fólgin í mikilli
óbeizlaðri hveraorku og hins-
vegar víðáttumiklum landsvæð-
um sem eru sérstaklega vel fall-
in til ræktunar í stórum stíl.
Þar er jörð frjósöm og þarfn-
ast lítillar eða jafnvel engrar
framræslu til ræktunar, Þetta
hefur ieitt hugi manna norður
þar að þeim möguleikum, sem
á því kynnu að vera að nýta
þessi náttúrugæði samhliða og
þá einkanlega með þeim hætti að
taka mikil lönck til ræktunar og
nýta síðan orku hveranna til þess
að vinna gras ræktarlandanna í
heymjöl, heyböggla eða aðra
hliðstæða framleiðslu á fóðri.
Framhald á 10. síðu
Tveir stórir
þilfarsbátar róa
frá Siglnfirði
SIGLUFIRÐI 1/2. — Héðan frá
Siglufirði róa nú tveir stórir þil-
farsbátar, Hrefna sem Þráinn
Sigurðsson gerir út, og Hringur
sem gerður er út af Síldarverk-
smiðjum ríkisins.
Hringur hóf veiðar strax upp
úr áramótum og hefur nú, þrátt
fyrir stirðar gæftir, fengið á ann-
að hundrað tonn.
Hrefna hóf róðra mun séinna
en Hringur iog er afli hennar
talsvert minni.
Báðir iþessir bátar munu verða
gerðir út á netaveiðar fyrir norð-
an, ef ástæða þykir til.