Þjóðviljinn - 16.03.1962, Qupperneq 4
Um þessar mundir stendur
yíir í Snorrasal að Laugavegi
18 listiðnsýning, er tímaritið
Melkorka gengst fyrir. Á
sýningunni er 80 gripir eftir
24 reykvískar konur og kenn-
ir þar margra grasa. Hefur
þessi sérstæða sýning vak ð
mikla athygli og hlotið ein-
róma lof þeirra, er hafa lagt
Ryateppi gert af Vigctísi Kristjánsdóttur. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.)
!''■*** * ** *
ít-.
c *. v
&* . '"** p '*<*'
* *»*■ vtt.r-x-Wf
,&*>■' w':
§$£#**%< m
t.w» ,
Á borðinu eru keramikgripir unnir af Stcinunni Marteinsdóttur. Til vinstri á veggnum eru
tvö teppi úr íslcnzkri uli unnin af Dolindu Tanner Björnsson en til hægri cr teppi gert af
Vigdísi Kristjánsdóttur. — (Ljósm. Þjóöv. A.K.)
þangað leið sína.
Nú í vikunni brá blaðamað-
ur frá Þjóðviljanum sér á
sýninguna ásamt Ijósmynd-
ara. Hitti blaðamaðurinn þar
fyrir annan ritstjóra Mel-
korku, Þóru Vjgfúsdóttur.
Varð hún góðfúslega við þe:m
tilmæium að svara nokkrum
spurningum varðandi sýning-
una.
— Hver-t er tilefni þess-
arar sýningar?
— Tilefnið er að leiða í
Ijós, hvað listhagar konur
hafa fyrir stafn:. Tímaritið
snerj sér til þriggja kvenna,
Valgerðar Briem, Ásdísar
Thoroddsen og Kristínar
Jónsdóttur og bað þær að
taka sæti í dómnefnd og velja
muni á sýninguna. Barst mik-
ið af muiium, sem þær völdu
síðan úr. Hafa þær séð um
uppsetningu sýningarinnar o.g
e:ga heiðurinn af því hve vel
hún hefur tekizt.
— Hvernig öfluðuð þið
muna á sýninguna?
— Með því að hrjngja í
konur, sem við visum um að
áttu eitthvað í fórum sínum,
og þær brugðust allar mjög
vel við. En undirbúnings-
tíminn var stuttur svo að
ekki náðist til nærri allra
sem sk.yldi. Drífa Viðar sagði
í ræðu við opnun sýningar-
innar: ,,Það má búast við,
að ekki hafi náðst til allra
þeirra,. sem fást við listiðnað.
Faldir fiársjóðir kunna að
liggja í handraðanum einhvers
staðar eða hanga á vegg í
ókunnu húsi og fjnnast þar
eftir nokkur ár eða jafnvel
öld“.
— Þetta- virðist vera mjög
fjölbreytt sýn.’ng.
— Já, það ber raunar mest
á unnum munum úr ull en
auk þess eru hér leirmunir,
silfursmíði, smelti, útskurður
í leður, mosaik, tágavinna og
ýmislegt fleira. Nokkrar af
konunum, sem ejga gripi hér
á sýningunni eru þjóðkunn-
ar l.'stakonur en flestar hafa
þó unnið þessa muni í kyrr-
þei á heimilum sínum.. Og
Melkorka vildi einmitt stuðla
að því • með sýningunni. að
draga það fram í dagsljósið,
að konur eru nú eins og fyrr
sistarfandi að skapandi við-
fangsefnum. Nú er hins veg-
ar sá munur á, að efn.ð, sem
þær hafa til þess að vinna
úr er orðið miklu fjöl-
breyttara en áður var. En
sýningin hefur sannað það, að
konur á atómöld gefa sér
ekki síður en formæður
þeirra tíma til þess að fást
við listiðnað. Margar af þess-
um konum eru þó giftar og
' margra barna mæður.
— Er þetta ekki fyrsta sýn-
ingin, sem tímaritið Melkorka
gengst fyrir?
— Jú, en við vonumst til
að geta efnt til fleiri slíkra
sýninga menningarlegs efnis.
Þessi salur er mjög hentugur
til slíkra sýninga og gefur
ómetanleg tækifæri, enda er
hann þegar orðinn eftirsótt-
ur.
— Hvernig hefur aðsókn-
in verið?
*— Ágæt. Þegar á f.vrsta
degi komu á sjötta hundrað
manns og aðsókn hefur einn-
ig verið góð síðan, svo að alls
hafa komið um 1200. Sýning-
Framhald á 10. síðu.
i
Nær sjötti hver fé-1 íélagatalan 296. í félagið gengu
á árinu 27 nýir félagsmenn, einn
hefur dáið en fimm verið felldir
lagsmaður í Verkfræð-
ingafélagi íslands er nú
starfandi erlendis. Bætt-
ust 10 íslenzkir verk-
fræðingar í hóp starf-
andi verkfræðimenntaðra
landa erlendis á síðasta
ári og er heildartalan
þá komin upp í 50.
Féiagsmenn Verkfræðingafé-
lagsins eru 317 og skiptast þann-
ig eftir sérgreinum:
Arktektar 7; byggingaverk-
íræðingar 115, þar af erlendis
23; efnaverk- og efnafræðingar
62, þar af 7 erlendjs; rafmagns-
verkfræðingar 58, þar af erlend-
is 9; skipa- og vélaverkfræðing-
ar .57, þar af 11 erlendis; ýmsir
Verkfræðingar o.fl. 28.
í byrjun síðasta starfsárs var
af félagaskrá. Af hinum nýju
félagsmönnum hafa 19 nýlega
lokið námi en 8 var veitt inn-
ganga í félagið skv. 5. gr. fé-
lagslaga, sem heimilar að bjóða
öðrum en verkfræðingum að
gerast féiagar, ef þeir hafa unn-
ið að tæknistörfum eigi skemur
en 10 ár og leyst af hendi
tækn leg verkefni sjálfstætt og
á eigin ábyrgð.
Minnzt 50 ára afmælis
19. apríl n.k. verður Verk-
fræð ngafélagið 50 ára og verð-
ur í tilefni af afmælinu haldin
ráðstefna íslenzkra verkfræð-
inga. Er það önnur slík ráð-
stefna, sem haldin er hér á
landi. Verður fjallað á ráðstefn-
unni um orku- og iðnaðarmál
og er nú verið að vinna að und-
rbúningi hennar. Þá verður og
í tilefni af afmælinu gefjð út
rit. saga verklegra framkvæmda
á íslandi í hálfa öld. Eru þeir
feðgarnir, prófessor Guðni Jóns-
son og Jón Guðnason sagnfræð-
ingur að semja ritið. og er það
verk vel á veg komið.
Aðaifundur Verkfræðinga-
félagsins' var -haldinn 28. febrú-
ar sl. Ur stjórn félagsins gengu
þá þrír menn, fráfarandj for-
maður, Jakob Gíslason raforku-
málastjór’, Hallgrímur Björns-
son efnaverkfræðingur og Hauk-
ur Pétursson mæiingaverkfræð-
ingur. í þeirra stað voru kjörn-
ir í stjórnina t'.l tveggja ára
Sigurður Thoroddsen, formaður,
Haukur Pálmason rafmagns-
verkfræðingur og Karl Ómar
Jónsson byggingaverkfræðingur.
Fyrir í stjórninni voru Gunnar
B. Guðmundsson byggingaverk-
fræð'ngur o.g Hjáimar R. Bárð-
arson skjpaverkfiæðingur.
„Rússland“ og „Þ.jóðsögur og
sagnir“ eru nýjustu útgáfubækur
Almenna bókafélagsins.
Fyrrnefnda bókin er annað rit-
ið, sem út kemur í flokknum um
Lönd og þjóðir. Áður er út kom-
in bókin Frakkland, sem varð
mjög vinsæl er hún kom út í
desember sl. og seldist í 3000
eintökum.
Höfundur Rússlands-bókarinn-
ar er Bandaríkjamaðurinn Charl-
es W. Thayer, en þýðendur Gunn-
ar Ragnarsson og Thorolf Smith.
Bókin er með skrám og mynda-
síðum 175 blaðsíður í stóru broti.
Textinn svarar til um 160 blað-
síðna í Skírnisbroti, en myndirn-
ar eru hátt á annað hundrað eða
álíka margar og í bókinni um
Frakkland. Eru þetta bæði lit-
myndir og svart-hvítar myndir
og hefur prentsmiðja á Italíu
annazt prentun á þeim en Oddi
prentað allan texta.
Marzbók AB er Þjóðsögur og
sagnir, safnað hefur og skráð
Torfhildur Þorsteinsdáttir Hólm,
en útgáfuna hefur annazt dr.
Finnur Sigmundsson. Ritar hann
rækilegan formála um Torf-
hi.ldi.
Þjóðsögurnar eru 240 talsins
og hafa ekki verið prentaðar áð-
ur að örfáum undanteknum.
Handrit þessara þjóðsagna, sem
er um 80 ára gamalt, barst
Landsbókasafninu á si. ári. Safn-
aði skáldkonan þjóðsögunum
vestan hafs á árunum 1876—’78,
öllum eftir munniegum heimild-
um en sögumenn eru um 40 að
tölu, íslendingar nýfluttir til
Vesturheims. Eru flestar sögur
eftir Sigríði Jónsdóttur, móður
Nonna, Elínu Guðmundsdóttur,
Sigríði Pétursdóttur og Ingi-
björgu Eggertsdóttur Fjeldsted.
Eins og að Jíkum lætur eru
þjóðsögur þessar úr öilum lands-
hlutum, eins og sögumenn, og
efnið mjög margvíslegt,. allt frá
drauga- og álfasögum til kveð-
skapar, skringisagna og sannra
viburðasagna.
4) - ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 16. marz 1962