Þjóðviljinn - 16.03.1962, Síða 11

Þjóðviljinn - 16.03.1962, Síða 11
Hún sagði ekkert. Hún laut höíði og huldi andlitið í tiönd- um sér og olnbogunum studdi hún á skrifbo.rðið. Eftir andar- tak lyfti hún andlitinu og neri kinnarnar með krepptum hnef- um eins og hún ætlaði að reyna að nudda aftur í Þær lífi. Við Karl-Jörgen stóðum grafkyrrir. „Hvað ... úr hverju dó hann?“ „Ungfrú Lind, ef þér viljið koma með okkur inn til Eiríks Holm-Svensen, þá skal ,ég segja yður þáð. — Hvaða dyr?“ „Þessar þarna,“ — hún benti, en svo gekk hún fram fyrir okkur og barði að dyrum. Eiríkur sat við skrifborðið sitt og talaði í annan símann. Hann leit upp þegar við kom- um inn, hann brosti og bandaði handleggnum í áttina að stólun- um og sófanum við annan lang- vegginn í skrifstofunni. Svo hélt hann áfram að tala. Við settumst. Hann var nokkrum árum eldri en Sveinn, en hann var líkur bróður sínum. Sama stóra, ljósa höfuðið, hnakkinn. sem var dá- lítið ólútur á þreklegum herð- unum, dálítið grófgert andlitið. Og svo góðlegu, gáfulegu aug- un. -Hann virtist vera að tala við London, en hann gaut öðru hverju augunum til okkar þriggja sem sátum stirðleg í sófanum hans o E stólunum. Hann hlaut að vera forvitinn um erindi okkar. Skrifstofan leit út eins og platskrifstofa, ef ekki hefði verið fyrir skrifborðið og það sem á því var. Hún var næst- um eins og skrifstofa Sveins, nema hvað Eiríkur hafði Kai Fjell á veggjunum. Mér fannst madonnu-andlitin hor.fa & mig úr öllum fjóru.m óttum heims, og það nægði til að gera mann Faatir liSir eins og venjulegia. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna". 17.40 Framburðarkennsla í espe- rantó og spænsku. 18.00 „Þá riðu hetjur um héruð". Ingimar Jóha.nnesson segir frá Auðuni vestfirzka. 20.00 Daglegt mái (Bjarni Einars- son C!jnd. mag.). 20.05 Efst á baulgi. 20.35 Kórsöngur: Neeber-Schuler karlakórinn í Frankfurt syngur. 20.45 Erindi: Konferer<siráðið i Kaupmlannaihöfn (Birgir Kjatan a’þingismaður minn- ist 200 ára afmælis Magnús- ar Stephensen). 21.15 Tónlcikar: Sónata í c-moll nr. 6 fyrir fiðlu og píanó éftir Heinrich von Biber. 21.30 Btvarpssagan: „Seiður Satúrnusar". 22.10 Passíusálmur (22). 22.20 Um fiskinn (Stefán Jónsson frétbamaður). 22.40 A síðkvöldi: Lótt-klaasfiWk . tónlist. 23.25 Dagskrárlok. taugaveiklaðan. Kétt eins o_g ég værj ekki nógu taugaóstyrkur fyrir. Svo lagði hann símann frá sér. „Góðan daginn,“ sagði hann. „Réttvísin í morgunsárið.“ Hann reis á fætur og gekk til okkar og heilsaði. „Komdu sæll, Karl-Jörgen, ég hef ekki séð þig í mörg ár. Er- uð þið Marteinn að leita að inn- brotsþjófi? Sitjið kyrr, sitjið kyrr . ..“ Ekkert í björtu og bros- mildu andhti hans benti til þess að hann héldj neitt annað en það sem hann sagði. Og þó trúði hann sennilega ekki einu sinni því að við Karl-Jörgen værum að leita að innbrotsþjófi. Hann hafði auðvjtað enga hug- mynd um hvers vegna við vor- um komnir. En svo var það sem hann kom auga á svipinn á and- litum o.kkar. „Er nokkuð að?“ „Eirikur, — mig tekur það sárt að þurfa að segja það, en bróðir þinn er dáinn.“ ,,Dáinn?“.. . Hann starði á Karl-Jörgén. „Það gekk ekkert að honum þegar hann'fór héðan í gærdag. Af hverju hefur eng- inn sagt mér að hann væri veikur? Er hann dáinn seg- irðu .. .?'“ Það var eins og hann gæti ekki áttað sig ó þessu. „Hann er dáinn, Eiríkur. Mar- teinn fann hann á golfvellinum við Bogstad í morgun. Hann . . . hann hafði verið skotinn.“ Lísa greip annarri hendinni fyrir munninn eins og hún vildi bæla niður óp. Hún var gædd mikilli stillingu, Eiríkur varð dökkrauður í framan. „Hvar er hann?“ „Okkar menn sjá um allt sem þarf að gera,“ sagði Karl-Jörg- en, „en þótt ykkur vjrðíst það kannski tillitslaust, þá verð ég að fá að leggja nokkrar spurn- ingar fyrir ykkur ungfrú Lind“. Eiríkur gekk þvert yfir stóra herbergið, að skrifborðinu með símunum tveimur. Hann tók tólið af öðrum og talaði við simastúlkuna. „Ég vil ekki láta ónáða mig. Sendið ungfrú Hansen inn í fremrj skrifstofuna mína og segið henni að sjá um að eng- inn komi hingað inn.“ Svo kom hann aftur til o.kk- ar. Það var dauðaþögn í stóru skrifstofunni. „Gét ég hringt í Karenu,“ sagði hann. „Við erum ekki fleiri . ,. . þetta er svo lítii fjölskylda ...“ „Já ... hún getur alveg eins komið hingað stra'x.“ „. . . en viltu ekki gera svo vel að segja mér allt af létta áður en hún kemur ...“ Ég hjó eftir þvi að hann tók ekki sama tiilit til Lísu, og samt var það henni sem hafði þótt vænt um Svein, nógu vænt til þess að ætla að giftast hon- um. Karl-Jörgen Hall sagði ekki allt af létta. Hann sagði í ör- fáum orðum frá því, sem ég hafði verið áhorfandi að frá brúninni á sandnáminu. Svo þagnaði hann. „Það virðist kannski fráleitt að leggja fram svona spurmngu, en ég má til. Átti bróðír þinn nokkra óvini?“ ,Óvini..sagði, Eiríkúr. Ó- sjálfrátt kom háðshreimur í röddina. „Útgerð er heiðarleg atvinnugrer'n, við eigum enga ó- vini. í útgerð eigum við keppi- nauta en það er einn liður í starfinu og o.kkur líkar það vel. Við rekum ekki skeiðvöll, leík- hús eða verktök". „Enga persónulega óvini?“ „Tja,“ sagðj Eiríkur. „Sjálf- sagt hafa margir horn í síðu okkar. Við .rökum saman pen- ingum og maður verður ekki vinsæll á því hér á landi. Nema þegar maður þarf að styrkja einhver kvenfélög ... Auk þess — er yfírleitt litið á útgerðar- menn sem ríka öre'ga. Eins kon- ar mótsögn —“. Bakvið skrautið og duldirnar bjó hann yfir sjálfsgagnrýni. Ég dáðist að honum. „Ungfrú Lind?“ „Nei,“ sagði Lísa. „Ég hef enga trú á því að hann hafi átt neina óvini, eins og 'þér kaliið það. Hann er ... hann var . .. svo góður maður“ Hún fór að gráta hijóðlega. „Marteinn?" „Hann gat farið í taugarnar ,á fólki,“ sagði ég. „Einmitt af þeim orsökum sem bróðir hans nefndi. En hann var ekki sú manngerð að neinn gæti hatað hann.“ „Og samt hefur einhver ráð- ið hann af dögum?“ Við sátum þarna lengi þegj- andi. „Er nokkur sem hagnast á dauða Sveins?“ sagði Karl- Jörgen. „Ég“, sagði Lísa. Hún sagði þetta hátt og hörkulega og það var þrjózkusvipur á andlitinu. „Karl-Jörgen, má ég hringja í einn af lögfræðingunum okk- ar?“ sagðj Eiríkur. „Auðvitað, hverjir eru það?“ „Heimer, Helmer, Helmer og Bang.“ „Ejnn ætti að duga. Láttu hann koma undir eins.“ Við biðum þeg'jandi í tíu mín- útur. Það var Bang sem kom. Karl- Jörgen skýrði honum frá mála. vöxtum. Bang lögmaður brá ekki svip. „Er nokkur sem hagnast á dauða Sveins Holm-Svensen út- gerðarmanns?" „Já og nei,“ sagði Bang lög- maður. „Viljið þér útskýra þetta nán- ar?“ „Fr.á mannlegu sjónarmiðj hlýt ég að segja nei. Holm-Svensen útgerðarmaður var nýtur og dugandi maður og góður dreng- ur.“ Ég fékk aukna virðingu á Bang lögmanni. Hann hafði fundið Svein sjálfan bakvið skrautið. „Efnalega séð hlýt ég að segja já. Hann var mjög. vel efnum búinn.“ „Hver erfir hann?“ „Hoim-Svensen-bræðusair höfðu gert gagnkvæma erfða- skrá um að eftirlifandi bróðir ættj að erfa þann sem dæi fyrst. Þegar Eiríkur útgerðar- maður kvæntist • fyrir tveim ár- um, arfleiddi hann konu sína að sínum hluta útgerðarjnnar og persónulegum eignum. Þegar Sveinn trúlofaðist, arfleiddi hann ungfrú Lísu Lind að sín- um hluta. Við horfðum á hana allir fjór- ir. Hún var orðin föl. Hún var lika dálítið rauðflekkótt eftir grátinn, rauðeygð og úfin. En hún var jafn þrjózkuleg á svip- inn. !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«»»■»■«■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■»■■■■■» Helgi Hjörvar rithöfundur hefur sent alþingismönnum og forráðamönnum Reykjavík- ur bókina „Bæjartóftir Ing- ólfs“. Bókin hefst á ávarpi þar sem 14 menn skora á Al- þingi, ríkisstjórri og borgar- yfirvöld að sjá til þess „að bæjarstæði Ingólfs Arnarson- ar við Aðalstræti verði frið- lýst sem þjóðhelgur staður“. Hinir 14 telja það efalaust að bær Inaólfs hafi staðið við þann misskilning. Líkið hlyti j að vera af einhverjum öðr- ; um. Þessu til sönnunar lagði hún fram persónuskilráki sín. Dómarar gerðust snúðugir. Sögðu reyndar að ekki væri um annað að ræða en grafa líkið upp og reyna að komast að því hver hin látna hefði verið. En þangað til það væri Ijóst, væri Pálína steindauð í lagalegum skílningi. Hún fengi ekkert leyfi til að gifta sig Þctta cr náunginn sem vill láta kalla sig hcimsmeistara í mara- j ■ þon-twisti. Hann dansaði twist í 32 klukkustundiir og 31 mínútu j í danshúsi einu í Harlow New Town í Essex á Bretlandi. ; Myndin er tekin undir lok þolraunarinnar. II sunnanvert Aðalstræti að vest- an, andspænis þeim stað þar sem síðar var kirkja og gamli kirkjugarðurinn. Síðan eru í bókinni margar gagnmerkar greinar eftir Helga um Ing- ólfsbyggð og sérstaklega um miðbæinn í Reykjavík og skipulag hans. Helgi er manna skorinorðastur og kjarnyrtast- ur. Hann segir m.a. í grein- inni „Líkræningjar í miðbæn- um“: ... “Landsíminn hefur um langan aldur stundað hauskúpuveiðai’., eins og gaml- ar og forhertar mannætur gera. Veiðilandið er ekki stórt, einn lítill fátækrakirkjugarð- ur kristmna rnanna .... í Hverjir valda slíkum firrum? , kumpánar ríkisvalds og Jram- fara, íklæddir klofháum rosa- bulium fyrir lítið vald. enga ábyrgð og taumlausan þjösna- skap“ ... ★ ★ ★ Líkið af 24 ára gamalli stúlku, Pauline Magce, fannst í Thems i desembermánuði. stendur í skýrslum lögreglunn- ar í London. Fyrir skömmu kom Pálína í eigin persónu til rannsóknardómara, kvaðst hafa heyrt að hún væri drukknuð en vildi leiðrétta fremur en annað dautt fólk, j og auk þess fengi lxún engin ; sjúkratryggingargjöld né fé úr : opinberum sjóðum. Pálínaj beitir nú krók á móti bragði ; og harðneitar að gi-eiða skatta, j og bendir á að það sé ekki til ; siðs að kref.ia dauða um slíkt. * Auk þess heimtar hún endur- j gi’eiðslu á þeim sköttum sem ; ■ teknir hafa vexið af henni j „síðan hún drukknaði“. : ■ *** ; ' a Julíus Balkow, austurþýzkur j verzlunarmálaráðherra, sagði j að hin mi-sheppnaða tilraun ■ NATO-iikjanna til að hindra ; þátttöku í kaupstefnunni í ; Leipzig. befði afhjúpað það : * fU' r " • J einingarleysi sem ríkti innan ; Atlanzliafsbandalagsins'. * i * * Bertrand Russel og 12 aðrir i kunnir vísindamenn í Bret- j landi hafa sent Janosi Kadar, i formanni Verkamannaflokks- j ins í Ungverjalandi áskorun i um að beita sér fyrir því, að i Istvan Bilbo verði sleppt úr haldi. Istvan Bibo er sagn- fræðingur, og hefur setið í fangelsi síðan 1957. Hann var á sínum tíma ráðherra í stjórn Imre Nagy. Jj_li Föstudagur 16 marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN — Qfj U

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.