Þjóðviljinn - 22.03.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.03.1962, Blaðsíða 1
Hil i Morðœði OAS heldur dfram í Alsír ALGEIRSBORG 21/3 — OAS-menn geröu enn í dag fjólda mórðárása og tilrauna til að æsa til ófriðarbáls í Alsír. Serkir í Alsír sýna stillingu og hlýða áskorunum Þjóðfrelsishreyfingarinnar um að svara ekki ofbeldis- árásum frönsku fasistanna. 1 riótt og fyrrihluta dags var fremur rólegt í borgum Alsir, en síðdegis kom til verulegra átaka. í Oran reyndu lögreglumenn að ná 1 á vald húsi þar sem OAS- menn höfðu leynilega útvarps- stöð. OAS-menn tóku á móti með vélbyssuskothríð, og sló í harðan bardaga. Fimm lögreglu- menn særðust og sömuleiðis sex OAS-menn. f Algeirsborg gerðu OAS-menn margar morðárásir og myrtu sjö Serki en sex urðu sárir. Flestir hinna myrtu eru menn, sem óku matvælum til arabahverfanna. Þá beindu OAS-menn mikilli skot- hríð frá borgarhlutanum Bad-el- Argentínustjórn fer frá vðldum BUENOS AIRES 21/3. — AHir ráðherrar argentínsku stjórnar- innar Iögðu í dag fram lausnar- beiðni sína. Ringulreiðin í stjórn- málum landsins fer stöðugt vax- andi. Ilerinn ræður nú lögum og Iofum. Frondizi forseti mun nú ætla að Tóku brjótinn Myndirnar eru af þeim skip- verjum á varðskipinu ÆGI, sem mest komu við sögu er brezki landheigisbrjóturinn var tekinn í íyrrakvöld. Á fremri myndinni sjást Ægis- mennirnir þrír, sem sendir voru um borð í togarann og sigldu honum til Vestmanna- eyja. Þeir eru, frá vinstri: Guðjón l’ete#^en stýrimaður og hásetarnir Ingvar Guðna- son og Sverrir Halldórsson. Hin myndin er af Ilaraidi Björnssyni skipherra, Bene- dikt Guðmundssyni 1. stýri- manni, Jóni Steindórssyni Ioftskeytamaður, Leon Karls- syni 2. stýrimannl og Guð- jóni Petersen 3. sýýrimanni. (Ljósm. P. H.) reyna að mynda samsteypustjórn með þátttöku hersins og ílestra þeirra flokka, sem tóku þátt í kosningunum s.l. sunnudag. 1 kosningunum fengu Peronistar þriðjung greiddra atkvæða, og náðu yfirráðum í fimm fylkjum. Að undirlagi hersins hefur Fron- dizi forseti lýst kosningarnar ó- gildar, og herinn hefur hrifsað til sín völdin í þeim fylkjum, sem Peronistar náðu völdum í. Verka- lýðssambandið lýsti yfir 24 stunda allsherjarverkfalli vegna þessarar ákvörðunar, en veka- lýðshreyfingin studdi yfirleitt flokk Peronista í kosningunum. Ofbeldisvöld hersins Frondizi forseti hefur nú gert samning við yfirmenn hersins um að mynda samstjórn stjórnmála- manna og herforingja. Sam- kvæmt samningunum féllst Fron- dizi á þá kröfu hersins að fjar- lægja fjármálaráðgjafa sinn, Frigerio, úr embætti, og sömu- Framhald á 10. síðu. Oued, en þar hafa þeir aðal- bækistöðvar sínar. M.a. notuðu þeir sprengjuvörpur og var skot- árásinni beint gegn borgarhlut- anum Diar-el-Kaf, þar sem Serk- ir búa. Lögregluyfirvöldin fyi'irskipuðu þegar í stað útgöngubann í hverfi OAS-manna. Herlið umkringdi borgarhlutann og gerði húsrann- sóknir m.a. til að reyna að hafa upp á sprengjuvörpum þeim sem OAS-menn hafa notað und- anfarna daga. 24 féllu í dag. Samkvæmt opinberum upplýs- ingum féilu 24 menn fyrir morð- árásum OAS-manna í dag. Flest- ir þeirra biðu bana er sex hand- sprengjum var varpað í mann- þröng á torgi í Algeirsborg. Um 60 manns særðust. Tveir Evrópu- menn biðu bana. í Bad-el-Oued fundu lögreglu- menn í dag lík 48 ára gamals Evrópumanns, sem fjórir aðrir Evrópumenn höfðu rænt daginn áður. Líkið var í poka með á- festum miða er á stóð: Kommún- isti. Niður með þá sem svíkja föðurlandið. í dag voru verzlanir opnaðar að nýju í Algeirsborg að loknu tveggja daga allsherjarverkfalli franskættaðra íbúa. Sorphreins- unarmenn halda verkfallinu á- Framhald á 10. síðu. Botnvarpan lá „ótilhöfð“ á þilfari WYRE MARINER, þegar tog- arinn kom til Vcstmannacyja í gærmorgun, og aflinn óaðgerður i fiskstíunum, mjög smár fiskur sem aðeins veiðist á grunnu vatni (Ljósm. P.H.). Gamall landhelgisbrjótur tekinn við Eyjar: Yfirmaður á Palliser taldi mœlingar varðskipa réttar VESTMANNÁEYJUM 21/3, frá fréttaritara — Um 8 leytið í fyrrakvöld tók varöskipið Ægir brezka tog- arann Wyre Mariner frá Fleetwood að ólöglegum veiöum á Selvogsbanka, um 2 mílur fyrir innan fisk- veiðitakmörkin, sem miðast við 8 mílur á þessu svæði. Þessi sami togari var tekinn að ólöglegum veiöum 17. september 1960 og skipstjór- inn þá dæmdur á Seyöis- firöi. Farið var með togarann til Vestmannaeyja og hófust yfif- heyrslur í gær. Fyrstur fyrir réttinn kom skip- herrann á Ægi, Haraldur Björns- son> og lagði fram skýrslu frá Ægi og Óðni um töku togarans. Haraldur skýrði frá því, að tek- ið hefði verið niður á segulband Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.