Þjóðviljinn - 22.03.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.03.1962, Blaðsíða 6
frtceíftndl: SamcJnlncarfloklnir alþfda — Sóslallstaflolcknnnn. — RltatJórari Magnús KJartansson (áb.), Magnús Torfl Ólafsson, SlgurSur Quðmundsson. — FríttarttstJórar: fvar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýslngastjórl: OuOgclr Macnússon. — RltstJórn, afgreiOsla, auglýslngar. prentsmiOJa: Skólavðrðust. 19. ■laai 17-500 (5 línur). Askriítarverð kr. 55.00 á mán. — Lausasöiuverö kr. 3.00, Prantsmiðja ÞJóðviljans h.t. Landhelgin enn í hættu 'Dáðherrum og þingmönnum flokkanna sem sviku í landhelgismálinu og hleyptu togaraflotum Bret- lands og Vestur-ÞýzkaLands inn í 12 mílna landhelg- ina var óvenju tregt um mál, þegar vestur-þýzki samningu-rinn kom til umræðu á Alþingi nýlega, en ríkisstjórnin gerði þann samning upp á sitt eindæmi, milli þinga. Eins og eðlilegt var blönduðust í þær umræður hið fyrra og örlagaríka undanhald stjórn- arflobkanna í landhelgismálinu, og fór svo, að hvorki ráðherrar né aðrir þeir alþingismenn, sem ábyrgð bera á landhelgissvikunum, treystu sér til í lok umræð- unnar að svara hinni hörðu og markvissu ádeilu, er fram hafði komið í ræðum þingmanna úr báðum flokkum stjórnarandstöðunnar. Ctjórnarflokkarnir eiga heldur ekki hægt um vörn í því máli. Uppgjöf Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu flokksins í landhelgismálinu var svo smánarleg, svo gersamlega óþörf, að allri þjóðinni varð ljóst hvað var að gerast. „Það er aðalatriði þessa máls,“ sagði Lúðvík Jósepsson í umræðunum á Alþingi á dögun- um, „að við höfðum fengið fullan sigur varðandi 12 mílna landhelgina við ísland, þegar samningurinn við Breta var igerður. Við höfðum fengið meiri og betri friðun á fiskimiðum okkar innan 12 mílnanna, og í rauninni við Island almennt, en við höfðum þorað að búast við, þegar landhelgin var stæikkuð 1958. Frið- unin var fengin og við höfðum fengið mikilvæga við- urkenningu annarra þjóða fyrir hinni nýju landhelg- islínu okkar, en þrýstingurinn frá erlendum aðilum á íslenzk stjórnarvöld hélt áfram. Leitað var leiða til að heygja íslenzk stjórnarvöld til hlýðnisafstöðu við er- lendar ríkisstjórnir í þessum efnum. Og það tókst að fá íslenzk stjómarvöld til að fórna þeim sigri sem við höfðum unnið og gera undansláttarsamninginn við Bretann.“ ¥ úðvík lagði áherzlu á, hve þessi bilun í vörn ís- lendinga hefði reynzt afdrifarík. En einmitt í for- ystuliði þessara flokka, Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins, hefði veilan verið áberandi allt frá því fyrstu átökin urðu vegna 12 mílna landhelginnar. Sú veila hefði orðið öllum augljós þegar samningurinn var gerður við Breta, og hún hefði enn orðið augljós- ari þegar við bættist að líka var gerður slíkur und anlátssamningur við Vestur-Þýzkaland, og enn gæti orðið reynt að þrýsta þar á. ¥jað kom skýrt fram í þessum alþingisumræðum um * þýzka samninginn, að hættan á enn frekari .á- sælni erlendra ríkisstjórna varðandi 12 mílna land- helgina er ekki liðin hjá, að brezku ofbeldismennirn- ir eru nú þegar farnir að ræða það opinskátt með hverjum hætti megi takast að beygja íslendinga til framhaldssamninga, þegar hinu umsamda þriggja ára tímabili Ijúki. Með hinum hættulegu ákvæðum sem sett voru ekki einungis í brezika samninginn heldur einnig í samninginn við Vestur-Þýzkaland, og ætlað er að skuldbinda áslenzk stjórnarvöld til að tilkynna ríkisstjórnum þessara landa fyrirætlanir um frekari stækkun og að iþeim sé heimilt að leggja slíka stækk- un undir Haagdómstólinn, þykjast erlend sjómarvöld hafa tryggt sig gegn stækkun íslenzku landhelginnar í bráð. En hugleiðingar brezku ofbeldisaflanna um að tækifæri ikunni að igefast til að opna landhelgi íslands varanlega fyrir togaraflotum Vestur-Evrópuríkjanna er tengd hugmyndunum um að þvœla íslandi í Efna- hagsbandalag Evrópu. Einnig í því sjálfstæðismáli ís- lendinga, yfirráðum þjóðarinnar yfir landhelgi sinni, getur það ráðið úrslitum að ísland láti ekki ánetjast Efnahagsbandalaginu. Skilningur á þeirri staðreynd virðist sem betur fer vaxand.i, en þó verður að hafa á fulla gát, ef flokkarnir sem sviku í landhelgismálinu eiga ekki að fá færi á því að vinna enn verri verk. — s. • «• A síðustu áratugum hefur fólki í sveiíunum fækkað ár frá ári. Á sama tíma hefur það gerzt að framleiðsla landafurða hefur aukizt jafnt og þétt og er orðin meiri en nokkru sinni. Ilvernig getur þetta tvennt í'arið saman? Skýr- ingin er raunar augljós: I»að er aukin véltækni við landbúnaðinn sem hefur margfaldað afköst fólksins í sveitinni. En jafnframt þessari ánægju- legu aukningu framleiðslunnar hefur annað komið í ljós, sem veldur vaxandi fjölda bænda áhyggjum: nú stefnir á að einyrkjabændur verði þrælar vélanna á búum Á s.l. sumri átti ég ánægju- lega stund sem gestur þeirra Glúms Hólmgeirssonar í Valla- koti og bræðranna Garðars og Haralds Jakobssona í Hólum í Reykjadal, og ræddu þeir m. a. þetta vandamál. Landbúnað- ur var vitanlega aðalumræðu- efnið og fyrsta spurningin: — Hvernig er að vera bóndi núna? — Aðstaðan hvað véltækni og ræktun snertir hefur stórbatn- að frá því sem var fyrir 15—20 árum. Samt er það svo að þessi síðustu ár, „viðreisnar“árin, höf- um við ekki fengið sambæri- legt verð fyrir afurðirnar miðað við framleiðslu okkar. — Ekki hefur verð á fram- leiðsluvörum ykkar lækkað? — Nei, það hefur ekki lækk- að, en það hefur ekki hækkað tilsvarandi við aukinn reksturs- kostnað, og þess vegna er af- koma búanna verri nú en áður. Svo er það allt önnur saga að við hér um slóðir höfum aldrei náð vísitölubúverði á mjólkurvörur okkar. — Hvernig stendur á því? — Við höfum ekki eins mik- inn neyzlumjólkurmarkað og t.d. Eyfirðingar, mestur hluti mjólkurinnar hér fer til vinnslu. Það eru að vísu engin vand- kvæði með sölu á mjóikurvör- umj en verðið er lægra þegar mjólkin fer til vinnslu en ekki til neyzlu. Mjólkurframleiðsla er almennt helmingur af fram- leiðsiuvörum bænda hér, og hefur farið vaxandi. — Hefur sauðfé þá fækkað, eða er þetta framleiðsluaukn- ing? • sínum. — Það er aukning og hefur því orðið feiknaframleiðslu- au.kning hér. Sauðfé hefur ekki fækkað heldur hafa sauðfjáraf- urðir frekar aukizt og er mjólk- urframleiðslan því alger viðbót við þá sem fyrir var. Við þetta hafa orðið mikil umskipti á efnahag bænda á undanförnum árum. — Leikur þá ekki allt í lyndi? — Nei, það er orðinn sá galli á þessu að bændurnir eru nú orðnir þrælar vél- anna; geta ekki um annað hugsað en sinna kúm og öðr- um fénaði á búum sínum, og hafa því miklu verri aðstöðu til félagslífs en áður var. Áður, meðan búin voru lítil, höfðu. menn meiri tíma til fé- lagslífs; stærri hús, stærri tún og dýrar vélar þýða að búið verður að vera stærra til að standa undir kostnaðinum, og vegna stækkunarínnar verður bóndinn bundinn við bústörf- in hvern dag ársins. Útkoman hjá bónda hér í sveit sem held- ur búreikninga og hefur eitt bezta búið í sveitinni var sú að hann hafði 14 kr. fyrir vinnustundina s.l. ár. — Já, það er tímafrekur búskapurinn. — Hefur þá vinnudagurinn lengzt í stað þess að styttast? — Já. Þegar krakkarnir mínir voru í skóla, svarar Garðar, og ég sinnti búinu einn vann ég 70—80 stunda vinnuviku. Það gengur því erfiðlega að láta vinnudaginn styttast, — og það befur mistekizt hjá verkamönn- um líka. Þetta þarf að breytast hjá báðum. Rœtt við Glúmur Hólmgeirsson Garðar Jakobsson —•' Liggur þá allt félagslíf í dái? — Nei, við reynum samt að ■hálda uppi félagslífi. Ég sæki t.d. söngæfingar, svárar Garðar. Páll H. Jónsson söngkennari á Laugufn hefur'stjórnað söng 1 'Reykjadál í 28 ár ög haft bæði blandaðan kór og karlakór. Það hafa verið ’um 30 mánns í karlakómum og svipað í bland- aða kómum,- kirkjukórnum. jg) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 22. marz 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.