Þjóðviljinn - 22.03.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.03.1962, Blaðsíða 7
Unnið með múgavéi. — Það virðist gott í ekki stærra byggðarlagi, — og er ekki líka ungmennafélag? — Jú, u.ngmennafélagið er í töluverðu starfi, það hefur m.a. haldið uppi leikstarfsemi árum saman, ennfremur íþróttastarf- semi og skemmtunum. Unga fólkið fer samt burt á vetrum, bæði í skóla,- á vertíð og annað, svo þann tíma ársins er það mest gift fólk sem held- ur uppi starfseminni, end.a er formaður félagsins bóndi og margra barna faðir. — Það hlýtur að hafa verið mikið verk að undirbúa lands- mót ungmennafélaganna? — Já, Héraðssamband Suður- Þingeyinga sá um landsmót UMSÍ og það var geysimikið verkefni að undirbúa það . . Já það var afar glæsileg samkoma. Það er talið að 8 þús. manns 'hhfi sótt mótið. Óskar Ágústs- son formaður HSÞ stjórnaði undirbúningi og mótinu. Félög- in byrjuðu þegar sumarið áður að undirbúa leikvöllinn og mótsstaöinq. þau gerðu það í sjálfboðavinnu, eitt kvöldið þetta félag, annað kvöldið hitt félagið. — Svo við víkjum að bú- skapnum aftur, hvenær byrjuð- uð þið mjólkurframleiðslu hér í Reykjadal? — Hér var stofnað rjómabú árið 1940 og því var breytt í mjólkursamlag árið 1947. — Hingað kom fyrst dráttar- vél laust fyrir 1930. Bóndi frammi í dal fékk dráttarvél, plóg og herfi og vann eina og eina dagsláttu fyrir aðra. Aðal- breytingin varð hér 1946 þegar fyrsta skurögafan kom. Glúmur byrjaði t.d. jarðræktarfram- kvæmdir að marki það ár og hefur síðan auldð töðufeng sinn úr 70—80 hestum í 600 nú. — Hvernig er þetta hjá ykk- ur í Hólum? — Iiólum er nú búið að skipta í þrennt. Hér fengrust áður 200—300 hestar af heyi, en nú hátt á öðru þúsundinu. Áður var bæði úthey og taða, nú ein- ungis taða. Það stefnir allt á að fullrækta allt land og beita að- eíns á ræklað land. Á sumum bæjum er kúm aðeins beitt á ræktað land, en á öðrum að ein- hverju leyti. — Hvaða ráð sjáið þið helzt til þess að koma £ veg fyrir að bændur verði í framtíðinni þrælar vélanna? — Ég held það sé fyrst og fremst samvinna, svarar Garð- ar, þannig að tveir eða fleiri bændur slái sér saman um bú- skapinn og get; þannig tekið upp verkaskiptingu og vakta- skipti og fái þaniiág nægilega hviid og tómstundir. Þá kæmi líka hagkvæmari nýting véla- kostsins, þar sem hvert bú þyrfti ekki að kaupa allar nauðsynlegar vélar til búrekst- ursins, heldur væri hægt að nota þær í sameiningu og er það stónt fjárhagsatriði, stór sparnaður, sem myndi leiða til bættrar afkomu búanna. J. B. OPIÐ BRÉF TIL PRÓFESSORS JÓHANNS HANNESSONAR Herra prófessor! í síðasta hefti Heilbrigðs lífs, tímarits Rauða krossins, komið þér fram með frumleg- ar hugmyndir varðandi áfeng- isneyzlu í framtíðinnj og bend- ið á leiðir til úrbóta. Mér finnst undirstaðan að þeim til- lögum harla loftkennd, en efa- laust situr illa á mér, alþýðu- manninum, að skrifa yður op- inbert ‘bréf. Grein yðar ásamt ummælum í útvarpi kom mé'r tjl að hugsa um þessi mál, einnig skrif Hannesar á horn- inu um tillögur yðar. Mér þykir rétt að taka fram að ég er ekki neinn bindindis- félagi og á kunningja bæði meðal bindindismanna og þeirra sem blóta Bakkus. Var einu sinni í ungmennafélagi, þegar ég var ungur, en var þá á móti bindindisheitinu í því formi i sem ungmennafélögin höfðu J>að, af því að mér fannst þetta stía mönnum í sundur en ekki vera sú raun- verulega sto.ð, sem ungmenna- félögin byggðu á. Ég hef ekk- ert lesið af visindaritum um vin eða áhrif þess, en hef séð unga og gamia verða víninu að bráð og falla út úr lífinu sem starfandi menn, m.a.s, þá menn sem ekki brögðuðu áfengi fyrr en þeir voru komn- ir á fertugsaldur. Og mennta- menn, sem er fullljóst hvaða skaðvaldur áfengið er, hafa orðið miður sín af þess völd- um, engu síður en aðrir. Er rétt sú stefna, sem nú er far'n í þessum málum? Ríkið græðir á því að gera menn ó- víga til starfa og reynir svo að hressa við reköldin með styrkjum til líknarstarfa, sálu- bótahjali og alls konar samúð- artali, sem á að vera einhver raunabót fyrir sjúklingana sem orðnir eru utangátta í þjóð- félagjnu, hafa brotið og drekkt siðferð’sþrekinu í báru vín- drykkjanna. Þér talið um vísindalega rannsókn á áfengisþörf manna. Á hvem hátt hugsið þér yð- ur að sú rannsókn fari fram? A að stofna skóia, sem kenni mönnum að drekka á löglegan og vísindalegan hátt, eða á að stoflna nýítt skrifstofubákn með viðeigandi embættís- mannakerfl, er hafl; erlenda sérfræðjnga sem ráðgjafa o.g rannsaki sálræn og líkamleg áhrif áfengis á borgarana? Eða á að mynda nýja tegund af löggæzlumönnum, sem léiði hina seku fram á skýrslur og sakaskrá? Allir íslendingar munu víst sammála um að drykkjusiðir og drykkjuviðhorf landsmanna sé ekki rétt tegund mannasiða, en um það hefur lítið verið Framhald á 10. síðu Meira tónskáld en pólitíkus Tónskáldið Jón Leifs átti sinn þátt í því að Vettvangur dags- ins í Morgunblaðinu náði sama klímax s.l. föstudag og Matt- hías Johannessen náði með guðspjalli sínu eftir komu Gagaríns á Keflavíkurflugvöll i sumar sem leið. f grein þessari ræðir Jón Leifs um afstöðu sína til hersetu. Hann virðist í grein sinni í fyrstu vera forlagatrúar og seg- ir, að íslendingar ráði engu í hernámsmálum sinum — „ekki fremur í framtíðinni en í for- tíðinni“. Að vísu fellur hann frá þeiflri trú sinni strax í næstu setningu og segir, að vér íslendingar hefðum getað ráð- ið þessu. „Vér hefðum eftir síðasta heimsófrið getað lýst því yfir. að vér værum alveg hlut- laus þjóð“. Þetta er samt ekki í ei.na skiptic). sem Jón mótmælir sjálfum sér í þessafli’ rtiéflkilegu grein. Svo verða kaflaskipti hjá tónskáldinu. í næsta kafla talar Jón um „jákvæðar aðgerðir" annars vegar og „mótmæli" hi.nsvegar eins og þetta tvennt séu tvær höfuðandstæður í heimspólitíkinm í dag: „Það hefur enga þýðingu að mót- mæla; mótmæli. hafa ekki var- anleg áhrif. Nú er ekki um ann- að en jákvæðar aðgerðir að ræða. Hinn skapandi maður mót- mælir aldrei — hann skapar.“ Og nú vaknaði forvitni und- irritaðs. Hann langaði að vita, hverjar væru þessar jákvæðu aðgerðir, sem hefðu varanleg á- hrif. Og hvað hinn skapandi maður ætti að skapa. Og skýr- ingin kom litlu síðar: Vér fslendingar þ.e. 'hinn skapandi aðili, ættum að skapa fimm vel þjálfaða lögreglubjóna til að stjórna bandaríkjaher á íslandi sem væri rnjög auðvelt að koma í kring, þar eð hern- aðarvísindi útheimta hvorki gáfur né menntun (!) eins og sjálfur Napóleon sagði. Síðar í þróunarsögunni kæmi fimm þúsund manna her með al- væpni, sem íslendingar myndu nota til að verja hlutleysi sitt! Og enn mótmælir Jón sjá.if- um sér og meira að segja Napo- leon líka: Þó að í öðrum kafla greinarinnar þyrfti hvorki gáf- ur né menntun til að stjórna her og heiminum þá er svo komið í þriðja kafla, „að mann- f.iöldinn ræður ekki heiminum heldur menntuniri vizkan og kunnáttan.“ (Skyldi Jón hafa gert sér grein fyrir þessu, þeg- ar hann benti á fimm-manna úrlausnina á hervandamálinu?) í lok greinarinnar kemur í ljós h.i.n mikla ást Jóns á fóst- urlandinu góða og menningar- verðmætum þess. Hann segir, að íslendingar verði jafnvel að fórna lífinu fyrir sjálfstæði sitt og menningarlegt hlutverk sem of ntargir (!) sjómenn vorir hafi gert.. Þegar sjómenn fórust í ofviðri þá fórnuðu þeir lífi sínu fyrir menningarlegt hlutverk íslendinga og sjálfstæði! „Og skáldin og listamennirnir fórn- uðu hamingju sinni fyrir mann- dóminn“!. .Og tónskáldið spyr lesendur: ,,Er óeðlilegt að ein- hverjir aðrir vilji gera slíkt hið sama?‘*. (Hvemig ætlar Jón að fórna lífinu fyrir manndóminn?). Jón er eftir skrifum sínum að dæma ekki ánægður með, að sjómenn hafi farizt og skáld hafi dáið úr hungri (fyrir manndóminn), hörmungarnar verða að koma niður á fleirum en þessum tveimur stéttum. Hin þriðja á -líklega að vera her- mennirnir. Jón Leifs segir, að sjálfstæði Islendinga og andlegum menn- ingarverðmætum verði því að- eins borgið. að við höfum her og séum í hernaðarbandalagi. og þarafleiðandi tækjum þátt í hernaðarátökum, ef verða. Með þátttöku okkar í nútímastyrj- öld verða fslendingar þurrkaðir út sem aðrir þátttakendur. Fá- ir verða þeir. sem lifa a£, til að njóta þess sjálfstæðis, sem hin- ir látnu munu bá njóta. Og menningarverðmætin? Var þeim þar með borgið? Hvorki hermenn hermannna- útvarp, hermannasjónvarp né styrjöld eru góðir forsvarar ménningarinnar og hafa aldrei verið. Þrátt fvrir að Jón Leifs seai að ..aðferðin til að bjarga ísl. þióðerni og ísl. sjálfstæði sé aðeins ein og engin önnur leið sé fær“ þ.e. hermanna'eiðin og hinir fimm ísl. lögregluþjónar, þá biður tónskáldið menn í lok greinar sínar að skilja ekki orð sín svö, að hann „láti sér detta í hug. að ísl. stofni nokk- urn tíma her að hætti stór- þjóða“. Við þurfum landeæzlu- her segir 'hann, sem er aJlt arm- að en venjulegu.r her! O.a skýr- ingin er þessi: Landvömin þvrfti að vera andleas eðlis, eins og páfans landgæz'a! Og þarna tók Jón sér oáfann til fyr- irmyndar um heimspóJitík- í annað sinn í arein sinni. Sb'kt jnnHCTmzJuHð á n+m skylt við Nató, og voonabúnað- ur þess kemur að bvsna li+inm notum í barátti’n"! Þ+rir menningu oa sjálfstæði, Eða finnst tónskálriinu að baori.a- rískt bermannaútvarn og nökkr- ir rifflar suðu.r í Keflavík hafi komið sér vel í þeirri baráttu? Eða trúir hann ef ti' v;l’i að hermannasjónvarpið verði bezta x+ppnið? Au.k alls bessa. sem unn er taJ.ið h.ér, er grein Jóns fu.ll af alls kyns meiningarlausum setn- ingum. Til dæmis: „Þeir, sem eru að ski.Duleagja mótmæJi gegn hernámi, eru í raun o<? veru að vinna gegn sínum eigin á'h."gamálu.m“(!) Sialdan h.efur nokkrum arein- arhöfundi Mforgunblaðsins tekizt að þjappa saman eins miklu bu.ui í pi.ns fáar línur. Já, Jón Leifs er áreiðanlega meira tónskáld en hann er póli- tíkus. Lesandi Morgunblaðsins. Ekið á 75 ára pmlcn mann í fyrradag um kl. 13.30 ók piltur á skellinöðru á 75 ára gamlan mann á Hverfisgötu stutt austan Rauðarárstígs. Mað- urinn féll í götuna og meiddist nokkuð. Lögreglunni var ekki tilkynnt um atburð ,þennan fyrr en í gær. Biður hún piltinn, er ók skellinöðrunni að gefa sig fram, svo. og sjónarvotta að slysinu. Fimmtudagur 22. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.