Þjóðviljinn - 25.03.1962, Side 5

Þjóðviljinn - 25.03.1962, Side 5
Iburðarmiklar fyrir hundruð milljóna kr. Kvikmyndaframleið'endur mæta kreppunni á kvik- myndamarkaöinum aöallega meö þrem tegundum af kvikmyndum: 1) Kvikmynd- ir, sem kappkostaö er aö gera vandaðar á listrænan hátt. Slíkar myndir njóta nú vaxandi vinsælda í stór- borgum. 2) Skemmtimynd- ir, spennandi. og aöallega foyggöar á samtali tvegR'ja. 3) Stórmyndir með miklum íburði og mikilfenglegum sýningaratriöum. Árið 1962 virðist ætla aö vera ár slíkra kvikmynda. Við gerð hinna íburðarmiklu stórmynda virðist enn giida hið gamla, rómaritíska lögmál kvikmyndagerðarinnar: Kastaðu fénu út um gluggann, og meira að segja eins miklu og hægt er — til þess að það komi aft- ur margfaldað innum dyrnar. Dýrt gaman. Fyrir skömmu var frumsýnd í Róm kvikmyndin „Barabas“. Þetta er ítölsk mynd og hefur ekkert verið til hennar sparað. Viðfangsefni og söguhetja mynd- arinnar er ránmorðinginn Bara- bas, sem kunnur er úr Bibh'unni. Hann skyldi krossfestast í félags- skap Jesú Krists, en Jerúsalems- búar settu hanri á til lífs en völdu Jesúm hlutskipti dauðans, er þeim var veitt heimild til að kjósa öðrum þeirra líf. í ftölsku kvikmyndinni eru 70.000 i,statistar“. Auk þess eru um 100 leikarar sem þurfa að tala í hlut- Verkum sínum. Fimm þeirra eru s,dýrar stjörnur“. Þar sem ekki var leyft að kvikmynda í söguborginni Jerú- salem, varð að reisa heljarmikla pappírsborg. Kostnaður við það var 380.000 dollarar. Þá kostaði 100.000 dollara að útbúa vígvöll Tæknin orsök nýrra sjúkdóma FRANKFURT — Háls- nef- og eyrnasjúkdómalæknar eru nú farnir að glíma við nýjan, áður óþekktan eyrnasjúkdóm. Þessi cjúkdómur hrjáir aðallega þá sem ferðast mikið með farþegaþotum, og hefur hlotið nafnið Aero-Otit- is Media (Flug-miðeyrnabólga). Einkenni sjúkdómsins eru deyfð heyrn og tilfinning í eyranu stingur inni í eyranu, jafnvægis- truflanir og dálftill sljóleiki. Lækning á þessum sjúkdómi tek- ur nokkrar vikur. Sjúkdómurinn orsakast fyrst og fremst af því að mannseyrað þol- ir ekki lofiþrýstingsmismuninn þegar farþegaþota lendir eftir flug í miikilli hæð. Hljóðhimnan þrýstist inn á við, og rifnar í einstaka tUfellum: Bezta ráðið til að fyrirbyggja þetta er gamla ráðið: Þiggja tyggigúmí eða brjóstsykur hjá flugfreyjunum. Eitt af atriðum kvikmyndarinnar „Ben Húr“, kappaksturinn. < l fyrir skylmingaþrælana. Því þurfti að láta gera 15000 búninga fyrir. kvikmyndina, 5000 hárkollur, 1500 gerviskegg, 75 flutningabíla til þess að flytja „statistana" og 13 ijón. Það tók 157 daga að fullgera kvikmyndina. Kostnaður: 10 milljónir dollara — um 430 milljónir ísl. króna. Um svipað leyti var gerð á Italíu og í Marokkó kvikmyndin „Síðustu dagar Sódómu og Gómerru". Sú mynd kostaði ekki minna en um 520 milljónir kr. Þriðja myndin af svipuðu tagi er „Kleopatra", sem nú er að verða fullgerð í Róm. Kostnaður við hana er svipaður. Milljónir Kleópötru. Um þrjú ár eru liðin síðan byrjað var á kvikmyndinni. „Kleópötru". Verkið hefur tafizt vegna tíðra veikindatilfella Elisa- beth Taylor, sem leikur aðal- hlutverkið. Elisabeth fær eina milljón dollara í laun fyrir hlutverkið. — Það eru hæstu laun, sem leik- konu hafa verið greidd fyrir eitt kvikmyndahlutverk. Þetta eru samt ekki hæstu tekjur, sem leik- ari hefur fengið fyrir kvikmynda- leik. Það.er William Holden, sem með kænsku sinni tókst að krækja . í mestan ávinning af einni kvikmynd. Fyrir myndina „Brúin yfir Kwai“ samdi Hold- en ekki aðeins um föst laun, heldur áskildi sér ágóðahlut af því sem inn kæmi fyrir sýningar á myndinni. Kvikmyndin náði miklum vinsældum, og' Holden 9Mt». ► 160 þós. farast í unferðarslysam NEW YORK — Samkvæmt skýrslum alþjóða heiilbrigðismála- stofnuninnar (WHO) farast að jafnaði um 100.000 manns á hverju ári í umferðarslysum í heiminum. Langflest umferðarslys verða í Bandaríkjunum. Þar farast fleiri í bifreiðaslysum heldur en vegna sjúkdóma. hefur til þessa krækt sér í 5 milljónir dollara fyrir myndina. Peningamir halda áfram að að streyma í vasa hans, því myndin er enn sýnd víða um heim. Fleiri -stórmyndir eru á döf- inni, enda þótt þær séu ekki önn- ur eins risafyrirtæki og áður- nefndar myndir. 1 Múnchen era þýzk og bandarísk félög að géra kvikmyndina „Sindbað sæfari". Fyrir þá mynd hefur m.a. ver- ið smíðað sjóræningjaskip fyrir rúmar tvær milljónir króna. 30.000 statistar verða í myndinni. í Moskvu er unnið að kvik- myndinni „Stríð og friður" eftir hinni frægu skáldsögu Tolstojs. 200 leikarar koma fram og auk þess 15.000 statistar. Þetta verður breiðtjaldsmynd. Nú er verið að leita að stúlku til að leika Nat- asja. 1 bandarísku kvikmyndinni „Stríð og friður“ lék Audrey Hepburn þetta hlutverk, en sov- ézkum kvikmyndamönnum þótti hún ekki hæfa vel í það hlut- verk. I Frakklandi er kvikmyndastjór inn Christian-Jaque að undirbúa dýrustu kvikmynd sem sögur fara af í því landi. Það er „Marco Polo“ um heimsfla varann fræga. Kostnaður er áætlaður um 140 milljónir króna. Alain Delon mun leika aðalhlutverkið. Mynd- in verður frumsýnd í lok þessa árs. Það má því búast við, að á þessu ári verði meira sýnt af í-' burðarmiklum stórmyndum held- ur en nokkru sinni áður. Auk þeirra sem áður hafa verið nefnd- ar, er þegar byrjað að sýna bandarísku biblíumyndina „Kon- ungur konunganna“, sem Samuel Bronston framleiðir. Þá hafa bandarískir framleiðendur á prjónunum kvikmynd um Múha- með spámann. Sú hugmynd hef- ur mætt mikilli andúð meðal múhameðstrúarþjóða, því sam- kvæmt kenningum þeirra má ekki sýna spámanninn á mynd. Múhameðstrúarmenn gera mikið gys að biblíukvikmyndum Banda- ríkjamanna, sem þykja glysgjarn- ar og reyfarakenndar. Bronston hefur gert aðra rán- dýra kvikmynd „E1 Cid“ með Soffíu Loren ög Charlton Heston í aðalhluitverkum. Soffía fór í mál við Bronston, þar sem nafn hennar var með smærra letri en nafn Hestons á auglýsingaspjöld- unum. Bronston lætur skammt stórra högga á milli. Næsta við- fangsefni hans er „Hrun Róma- veldis“. Þá er bandaríski kvikmynda- stjórinn George Stevens kominn til Rómar til að stjórna biblíu- kvikmyndinni „Stærsta saga, sem nokki'u sinni hefur verið sögð“. Þetta verður líka dýrasta saga, sem nokkru sinni hefur verið sögð — og dýrasta kvikmynd í heimi. Áætlað kostnaðarverð um 1300 milljónir króna. Auglýsinga- tækni notuð Ngo Dinh Diem, einræðis- herra í Suður-Vietnam, var áður reglubróðir í Benedikta- klaustri, en býr við stöðugt vaxandi óv.'nsældir í núver- andi starfi. Nú hefur hann lagt inn stórar fjárfúlgur hjá bandarísku auglýsingafýrir- tækí, sem í staðinn kemur nafni hans á framfæri sem Dftast og sem víðast í USA. Með þessu móti telur einræð- isherrann að lánsmöguleikar 3Ínir auk:st í Bandaríkjun- Fólksfjðlgun Egypta mikið vandamól KAIRO — Xnnan skamms hefst alþjóðleg læknaráðstefna, sem á að fjalla um takmörkun barn- eigna í Egyptalandi. Verður þá í fyrsta sinn þar í landi fjallað op- inberlega og í fullri hreinskílni um stærsta vandamál Egypta: Um stöðugt vaxandi fólksfjölgun í landinu. Þéttbýlasta landsvæði jarðar Egyptaland er ekki annað en Nílardalurinn auk óbyggilegra eyðimarka. íbúar eru nimar 27 milljónir. Þetta er þéttbýlasta land jarðarinnar, og ásamt Kína og Indlandi er það fremst allra landa varðandi hlutfallslega fólksfjölgun. Á hvert þúsund íbúa fæðast á ári hverju 40 börn. Þess ber að geta, að ungbarnadauði er mikill í landinu. En vanda- málið er stórt: íbúunum fjölgar um hálfa aðra milljón á ári. Þær tilramir sem til þessa hafa verið gerðar í því skyni að stemma stigu við þessari miklu fólksfjölgun hafa ekki verið nógu afgerandi. Auk þess hafa þær strandað á fáfræði fólksins, því menntunarskortur er enn al- mennur þótt mikið hafi áunnizt í þeim efnum á síðari árum. Erfðavenjur og hjátrú hamla einnig nauðsynlegri takmörkun barneigna. Trúarhöfðingjar og prestar telja tákmörkun barn- eigna ósamrýmanlega Kóranin- um. Alþýða manna er bláfátæk, einu auðæfin sem þetta fólk get- ur eignazt eru stór barnahópur. Þetta gerir tilraunir yfirvald- anna til að bæta úr hreinlætis- ástandinu og auka lieilsugæzlu mun erfiðari. Baráttan við hindurvitni Ríkisstjórnin er byrjuð að koma upp heilbrigðismiðstöðvum víða um landið. Þar eru ungir læknar staðsettir ásamt húkrun- arliði. Sovétríkin hafá lagt til öll lækningatæki og áhöld og annan tækniútbúnað í þessar stöðvar. Hlutverk þeirra er að auka íiJ- menna heilsugæzlu og að auka hreinlæti, og síðast en ekki sízt að útrýma skottulækningum) sem eru landlægar í mörgum þorpum. Þá hafa þessar heilbrigðisstöðvar einnig það hlutverk að sýna fólki fram á að sjálfsagt og nauð- synlegt sé að hafa hemil á barnafjölguninni. Oti um landið hefur það kost- að mikla baráttu að fá fólk til að nota ný vatnsból með hreins- uðu neyzluvatni í staðinn fiyrir fúlt og heilsuspillandi Nílarvatn- ið. Konurnar óttast að hreina vatnið geri þær ófrjóar. Opinberir embættismenn og hagskýrslufræðingar telja að ekki dugi annað en að grípa til mjög róttækra aðgerða, ef telja á al- menning á nauðsyn þess að tak- marka barneignir. Enginn hefur hinsvegar bent á færa leið. Þess- vegna binda egypzk yfirvöld; miklar vonir við ráðstefnuna. Sunnudagur 25. marz 1962 — ÞJÖÐVlLJINN cs

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.