Þjóðviljinn - 28.03.1962, Side 12

Þjóðviljinn - 28.03.1962, Side 12
Frumvarp tim tekjttstofna sveitarfélaga til umræðii á Alþingi þlÓÐVIUINN -------------------í Miövikudagur 28. marz 1962 — 27. árgangur — 72. tölublað <8> Á l'undi neðri deildar Alþing- is síðdegis í gœr, kom fram nokkur gagnrýni frá framsögu- mönnum beggja minnihluta heil- brigðis- og félagsmálanefndar á því atf.e^li þingjiorsetanna að hraða svo afgreiðslu mála, að nefiiidum, gæfist jafnviel e/kki kostur á að athuga þau og ræða sem slcyldi. Hannibal ValdU- marsson mælti fyrir breytingar- tillögum sínum við frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfé- laga. í nefndaráliti því, sem hann stendur að, er sagt frá mótmæl- um og breytingartillögum all- margra aðila varðandi aðstöðu- gjaldið og telur hann að flest- ar breytingartillögur meirihlut- ans séu til nokkurra bóta, þó Ávarp frá Schweitzer IWtlNCIIEN 27 3. — Friðarverö- launahafinn dr. Albert Schweit- zer hefur nú beint nýju ávarpi til kjarnorkuveldanna um að stöðva tilraunir sínar með kjarn- orkuvopn. I ávarpinu er einnig skorað á kjarnorkuveldin að spilla ekki heilsu mannkynsins og eyðileggja allar birgðir kjarn- orkuvopna. Ávarp Schweitzers birtist í vikutílaðinu Das Gewissen sem gefið er út í Múnchen. Ávarpið er undirritað af fleiri mönnurri|. þar á meðal brezka heimspek- ingnum Bertrand Rus'sel. i---------------------- Bandaríkin vilja samsteypustjórn er hann algjörlega á móti því að 48. gr.. frumvarpsins verði felld niður, en þar er kve.ðið á um skyldu atvinnurekenda og fyrirtækja að annast innheimtu opinberra gjalda af kaupi starfs- fólks sins. Telur Hannibal í nefndaráliti sínu að þessi þjón- usta sé svo mikilvæg fyrir rík- ið og sveitarfélögin að betra sé að borga viðkomandi fyrirtækj- um eitthvað fyrir að inna hana af hendi, heldur en að hún falli algerlegá niður. Þá leggur Hannibal til, aö d-liður 5. kafla frumvarpsins falli niður, en þar er kveðið á um álagningu útsvaranna og verkaskiptingu skattstjóra og framtalsnefnda, þar eð fram- kvæmdin eins og frumvarpið gerir ráð fyrir henni, sé illfram- kvæmanleg og þar að auki ó- hóflega dýr. Leggur hann til að sami háttur verði hafður á framkvæmd þessara mála eftir- leiðis sem hingað t:l. Veigámesta tírey’ inlgin, ’se-m Hannibal leggur til að gerð verði á frumvarp'nu er sú, að ekki verði lagt útsvar á lægri hreinar tekjur en 30.000 kr. í stað 15,000 eins og ráð er fyrir gert í frumvarpinu og útsvars- stiganum vill hann breyta til samræmis við það, eða þannig: 1. Einstaklingar: Af 30—40 þús. kr. greiðist kr. 1000 af 30 þús. kr. og 16% af afg. Af 40—50 þúr. kr. greiðist kr. 2800 af 40 þús kr. og 18% af afg. Af 50—60 þús. kr. greiðist kr. 4800 af 50 þús. og 20% af afg. Af 60—70 þús kr. greiðist kr. 7000 af 60 þús. og 22% af afg. Af 70—100 þús. kr. greiðist kr. Framhald á 10. síðu. arar eftir í gærmorgun kom Skúli Magnússon til Reykjavíkur með 130—140 tonn af ísfiski af heimamiöum. Sennilega hefur hann landað hér og verður síðan bundinn. Þá eru ekki nema tveir af togurum bæjarútgerðarinnar á sjó, Þormóður goði og Þorsteinn Ingólfsson; þeir munu nú vera að enda sína túra og ekki er vitað hvort þeir sigla með aflann. -fc- Júpíter og Narfi eru ný- lagðir af stað í söluferð og sömuleiðis Jón foi'seti; þá er Karslefni enn úti, hann seldi í Hull í gær. Úranus er vænt- anlegur heim í dag úr sinni frægu reisu, en sem kunnugt er fékk hann áfall á útleið í veðrinu mikla, sem gekk á úti Norðursjó fyrr í vetur. ★ Séð er nú fyrir endann ák togaraútgerð héðan frá Rvík] að minnsta kosti í bili þegar þessi skip hafa klárað sína túra. 'k Mjög slæmur markaður er nú ytra, því afli hefur aukizt hjá bæði enskum og þýzkum togurum og mikið berst að annarsstaðar frá. Myndin sýnir hluta verkfallsflotans í Ucykja- víkurhöfn. Skipin fremst á myndinni cru Neptúnus, Ingólfur Arnarson, Jón Þorláks- son og hægra megin við hann grillir á brúna á Hallvcigu I^róðadóttur. Aftan við þessi skip eru svo þcir Haukur, Fylkir og Þorkell máni, en þcir sjást varla. Hinum niegin við togara- bryggjuna láguu þcgar myndin var tekin Pétur Halldórsson, Egill Skallagrímsson og Hvalfell. — (Ljósm. Þjóðv. G. O.). Góður andi ríkir í Genf VIENTIANE 27/3. — Varautan- ríkisráðherra Báhdarfkjanria, Averel Harrimann, hefur sett stjórn Bouns Oums í Laos úr- slitakosti. Hann krefst þess að Boun Oum samþykki að sam- steypustjórn undir forustu Souv- anna Phouma, foringja hlut- leysissinnanna, verði fengin völd- in í hendur. Gamla vélin í Ægi gamla I gærmorgun fór varðskipið 'Ægir með 15 nemendur vélskól- ans í smáreisu hér útá flóa. Það hefur tíðkazt undanfarin ár að þeir færu með skipinu til að taka línurit af vélinni. Pétri Sigurðs- syni forstjóra landhelgisgaezlunn- ar varð að orði þegar blaðið tal- aði við hann í gær: „Vélin í Ægi er orðin svo gömul og góð, að strákarnir eiga hægt með að ijylgjast með henni; það er ekki gufuvél, en hún gengur fast að því eins hægt.“ í Varðskipið Þór kom inn í gær með vélbát frá Akranesi í togi. Hafði vél bátsins bilað undan iMalarrifi. GENF 27/3. — Fyrsta þætti af- vopnunarráðstefnu hinna sautján ríkja lauk í dag og eru utanríkis- ráðherrar landanna farnir að hugsa til hcimferðar og nokkrir þeirra þegar farnir. Þingið sjálft mun sitja áfram í marga mánuði, jafnvcl mörg ár. Rusk og Gromi- ko birtu í dag sameiginlega yfir- Iýsingu og sögðu að umræður þeirra hefðu bæði verið opin- skáar og gagnlegar, þeim hefði orðið vcrulcga ágengt í að skilja á milli þeirra atriða sem sam- komulag hefði þegar náðst um og þeirra sem enn væru umdeild. Utanríkisráðherrarnir tveir eru ákveðnir i að taka upp aftur samhand sín á milli eftir að þeir hefðu gefið ríkisstjórnum sínum skýrslu. Home lávarður og Rusk héldu heimleiðis í dag og Gromiko mun væntanlega fara á föstudaginn kemur. Hinir utanríkisráðherr- arnir eru annað hvort farnir þegar eða munu gera það bráð- lega. Rusk sagði í dag að ráðstefnan ynni gott starf er hún kæmi sér saman um eftirfarandi atriði: 1. Vígbúnaðurinn yrði stöðvað- Geimferð eftir nokkrar vikur BROWNWOOD — HOUSTON 27 3. — I gærkvöld sendu Banda- ríkjamenn upp tvo loftbelgi búna tækjum sem rannsaka eiga geisla- virka úrkomu og geislavirkni efst í gufuhvolfinu. Bandaríkjamenn hafa áður sent slíka loftbelgi á loft og lét þá brezka blaðið The Flight í ljós grunsemdir um að þeir væru ætlaðir til njósna yf- ir Sovétríkjunum. í dag var tilkynnt að næsta geimfara Bandaríkjamanna. Scott Carpenter, yrði skotið á loft eft- ir fimm eða sex vikur. Eftir á- ætluninni á Carpenter að fara þrjá hringi umhverfis jörðina líkt og Glenn. gerði. ur. Ef þau mál þróuðust áfram eins og verið hefur yrðu birgðir eyðileggingarvopna 1966 tvöfalt meiri en þær eru nú. 2. Kjarnavopnum yrði ekki dreift til landa sem ekki hafa þau nú þegar 3. Ráðstafanir yrðu gerðar til að koma í veg fyrir að stríð brjótist út vegna slysni eða mis- taka og að skyndiárásir verði gerðar. Meginmismunurinn á afvopn- unaráætlunum þeim sem fram hafa verið lagðar er að Banda- ríkjamenn gera ráð fyrir að af- vopnunin taki níu ár en Sovét- ríkin hafa stungið upp á algerri afvopnun á fjórum árum. Ljóst er að þegar ráðstefnan kemur saman á morgun hefur eftirfarandi markmiðum verið 1. Hinn rétti andi ríkir á þing- inu. Þingheimur hefur varnað kalda stríðinu dyranna með því að forðast deilur. 2. Ráðstefnan hefur komið sér Framhald á 3. síðu. Kennedy hót- ar kjarnaárás NEW YORK 27/3. — 1 viðtali vid hið þekkta bandaríska tímarit Saturday Evening Post sagði Kennedy Bandaríkjaforseti að Bandaríkjamenn yrðu að vera reiöubúnir til að nota kjarnorku- vopn að fyrra bragði án þess að víla fyrir sér afleiðingarnar. Kennedv sagði að Sovétríkin gætu. verið viss um að ef þau kæmu af stað styrjöld myndu Bandarík.iamenn svara með kiarnorkuárás. En Krústjoff má emnig búast við því að Banda- ríkjamenn eigi frumkvæðið ef um hagsmuni ríkisins er að tefla, sagði forsetinn. Salinger blaðafulltrúi forsetans sagði í dag að Bandaríkin myndu nota allar hugsanlegar aðferðir til að knésetja Rússa ef þeir reyna að ná Vestur-Evrópu á sitt vald. Nokkuð þyk.ja þessar hótanir forseta Bandaríkjanna stinga í stúf við afvopnunarhjal utanrík- isráðherra sama lands í Genf.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.