Þjóðviljinn - 30.03.1962, Blaðsíða 1
Landsráðstefnan
í kvöld kl. 8.30 hefst
landsraðírftefiiu Al|>vðubandu-
lagsins i félagsheimilinu í
Kóþavogi. Setur Ilaimibal
Valdiniarsson, formaöur Al-
þýðubandalaf ílns, ráðstefn-
una.
Hvert kjördæmi á rétt tit
að senda á ráðstefnuna eins
marga fulitrúa og þingsæti
eru ]>ar.
® Eins og Þjóðviljinn minntist lítillega á
í gær, er togarinn Karlseíni nú að veiðum
. í banni Sjómannaíélagsins. Verkíallsbrot
útgerðarinnar er mjög alvarlegt mál, því
auk þess sem hún hlýtur að hafa af því
bæði skömm og skaða, heldur hún mönn-
unum nauðugum útí sjó vitandi það að
skipið fær hvergi að landa aflanum.
Fangavist á miðunum
Karlséíni' lét úr höfn hér þ.
3. marz sl. og seldi afla sinn
í Bremerhaven í Þýzkalandi
þ. 21. Skipið mun síðan hafa
haldið beint heim og hafið
veiðar, því það sendi út afla-
fréttir í kóda um helgina og
hafði þá verið að fá 1 poka í
í hali. Á þriðjudag sendi skip-
ið skeyti þess efnis að það
væri hætt veiöum, en ekki er
vitað hvert ferðinni hefur þá
verið heitið og ekki var það
komið til Reykjavíkur í gær-
dag. Verið getur að útgerðin
hafi i ekki viljað hafa það í
kallfæri Loftskeytastöðvar-
innar og sent það til Græn-
lands eða Nýfundnalands.
• VANDIÆGA UNDIRBÚIÐ
BROT
Telja verður víst. að útgerð-
in hafi strax í byrjun marz
verið búin að ákveða að fara
í kringum verkfallið og gert
ráðstafanir til að hafa kost og
aðrar nauðsynjar tiltækar úti,
þegar er sölunni væri lokið.
Jafnframt hefur hún svo kom-
ið á kreik þeirri sögU|. að skip-
ið sé til viðgerðar úti.
• STÖÐIN LOKUÐ MÖNN-
UNUM
Eiginkona eins skipverjans
hafði í gær samband við blað-
ið og - greindi fró viðskiptum
sínum við útgerðina í þessu
máli. Hafði hún um helgina
samband við skrifstofuna og
spurðist fyrir um hvenær
skipið kæmi heim. Hún fékk
ógreið svör, en þar eð hún
hafði pata af að verkfalisbrot
hefði verið fyrirhugað gekk
hún á manninn, sem viður-
kenndi þá að skipið væri ó
veiöum hér ó heimamiðum.
Sagði hann henni jafnframt,
að mennirnir fengju ekki að
hringja heim, en myndu hafa
skrifað frá Þýzkalandi.
• LOFTSKEYTASTÖÐIN AF
FJÖLLUM
Kona sú, sem er heimildar-
maður blaðsins, hringdi í
Loftskeytastöðina seinnipart-
inn á mánudag og spurðist
fyrir um skipið, en fékk það
svar að ekkert hefði í því
heyrzt. Blaðið hafði samband
við Loftskeytastöðina rétt fyr-
Framhald á 4. síðu J
SIMSÁTIN UM BAB EL OUED
I gær lauk varðhaldi franska hersins um Bab cl Oued, það hverfi evrópskra manna ! Algeirsborg
sem OAS liafði gert að meginvígi sínu. Ur frönskum herbílum var haldið uppi gæzlu meðfratn
gaddavírsgirðingunni sem slegin var um hverfið eins og myndin sýnir. / Tíu þúsund manua.
franskt lierlið búið brynvörðum bílum og skriðdrekum annaðiist varðgæzlu og leitaði liús ur húsi
að vopnum og felustöðum OAS-manna. I fyrrinótt voru um 600 menn teknir fastir í Bab el Oued
grunað(r um þátttöku í h ermdarverkasamtökunum.
Frondizi forseta varpaS i fangelsi
Hershöfðingjar hrifsa til
sín völdin í Argentínu
BUENOS AIRES 29/3 —
Herforingjaklíka hefurhrifs-
að til sín völdin í Argent-
ínu og steypt Frondizi for-
seta og stjórn hans af stóli.
Frondizi hefur verið varp-
að í fangelsi.
Herinn handtók Frondizi for-
seta um hádegi og flutti hann til
ríkisfangelsisins á eynni Martin
Garcia í La Plata-fljóti. Undan-
farna 11 daga, siðan þingkosning-
um lauk í landinu með sigri Per-
ónista, hefur verið mikil ringul-
reið í Argentínu vegna þess að
hinir afturhaldssömu herforingjar
í landinu hafa hótað Frondizi
öllu illu, ef hann lýsti ekki kosn-
ingarnar ógildar. Fjórum klukku-
stundum áður hafði Frondizi af-
salað forsetavaldinu í hendur
Basavilbaso hæstaréttardómara.
Yfirmenn landhers, flughers og
flota birtu yfirlýsingu við hand-
Forsendur gengislœkkunar
reynast fals og blekkingar
Viö umræöurnar um geng-
isskráninguna og gengis-
Jækkunina í efri deild í gær
og fyrradag hefuir þaö kom-
ið eins skýrt fram og verða
má að ríkisstjórnin stendur
varnarlaus í tveim meginat-
riðiun þeirra mála.
1. Bráðabirgðalögin um
að flytja gengisskráningar-
valdið úr hendi löggjafans
er ótvírætt stjórnarskrár-
brot.
2. Gengislækkunin var
gerð á röngum forsendum,
niðurstöður Seðlabanka-
stjórnarinnar, sem Gylfi Þ.
Gíslason lagði fram í haust
til réttlætingar henni, hafa
ekki staðizt dóm reynslunn-
ar. Gengislækkunin var
hefndarráðstöfun gegn
verklyðshreyfingunni og til
þess aö raka fé í ríkissjóð-
inn á uppspunnum forsend-
um.
Þessi atriði komu einkar skýrt
fram í ræðu er Björn Jónsson
hélt við 1. umr. Seðlabankamáls-
ins, og hóf Björn ræðu sína seint
á kvöldfundinum í fyrradag og
lauk henni í gær.
1 fyrra hluta ræðu sinnar fjall-
aði Björn um stjómarskrárbrot-
ið með útgáfu bráðabirgðalaga
um að flytja gengisskráningar-
valdiö úr höndum löggjafans til
stjórnar Seðlabankansi. og vitn-
aði hann þar m.a. til hinnar ýt-
arlegu ræðu er Ólafur Jóhannes-
son, prófessor í stjórnlagafræði
Framhald á 10. síði
töku Frondizis. Saka þeir hann
um að hafa framið stjórnarskrár-
brot með því að leyfa Perónist-
um að bjóða fram í kosningun-
um og neita síðan að ógilda
kosningarnar.
Samkvæmt stjórnlögum Argent-
ínu er það forseti öldungadeild-
ar þingsins, Maria Guido, sem á
að taka við forsetaembættinu að
kjörnum forseta frágengnum. Gu-
ido féllzt á að taka við embætt-
inu í næstu þrjá mánuði.
Skömmu síðar setti herforingja-
klíkan hann frá völdum • og var
Póggier, ýfirmaður landhersins,
síðan látinn vinna eið sem for-
seti. Flokkur Frondizis hefur
meirihluta í báðum þingdeildum,-
og er ekki talinn vafi á því að
herforingjaklíkan muni leysa
þingið upp innan skamms.
Á aðaltorgi Buenos Aires safn-
aðist mikill mannfjöldi, þegar
fréttist um valdarán hersins og
handtöku Frondizis. Heimtaði
fjöldinn að forsetinn yrði látinn
iaus, en lögreglan beitti táragasi
til að dreifa fólkinu.
Juan Peron, fyrrverandi valds-
maöur í Argentínu, þingar nii
með ráðgjöfum sínum í Madrid
á Spáni, þar sem hann dvelst í
útlegð. 'I
Ambassador Argentínu í New
York hefur sagt af sér, og bú-
izt er við að sendiherrar, setn
Frondizi hefur útnefnt, fari a9t
dæmi hans. J