Þjóðviljinn - 30.03.1962, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 30.03.1962, Qupperneq 7
PÍÖÐVIIJINN ffmtandl: B»m«lnlngftríIoklnir ftlWB* - BóslftllatafloMniTfim. - ItltBtJðrftTi lUiDús KJartansson (áb.). Maarnúa Torfí Ölalsson, BlgurBur QuBmundflaon. - FTéttftrltfltJórar: ívar H. JónBson, Jón BJarnason. - Auglýelngastjórl: QuBgair iUltnúsflon. - Rltstjóm. afgrelðsla. auglýfllngar, prentflmlðja: Skólavörðuflt. 1«. 17-500 (5 linur). AskriítarverB kr. 55.00 á mán. — LausasoluverB kr. 3.00. FrantsmlBJft ÞJóBvllJftnfl ki. Kjarabætur án verkfalla gú kenning hefur verið boðuð af ofurkappi í stjórn- arblöðunum um skeið að leiðin til bættra lífskjara væri sú að kjósa fylgismenn stjórnarflokkanna til forustu í verklýðsfélögunum. Með því væri verka- fólk að hafna „stefnu kommúnista“ sem vildu „verk- föii án, kjarabóta“ en fela forsjá mála sinna þeim mönnum sem tryggðu „kjarabætur án verkfalla“. Verkafólk þarf aðeins að fylgja þessari stefnu, hafa stjórnarblöðin sagt, og þá falla því í skaut „raun- hæfar kjarabætur“ fyrirhafnarlaust líkt og fullþrosk- aðir ávextir. Þá veröa.aldrei nein verkföll, heldur gengur framleiðslan hindrunarlaust og tryggir öllum velmegun cg stöðugar hagsbætur. Eitt þeirra félaga sem fylgt hefur þeirri leiðbeiningu að kjósa sendimenn stjórnarflokkanna til forustu er Sjómannafélag Reykjavíkur, og þar er meðal liðs- oddanna sjálfur Pétur Sigurðsson alþingismaður, sá sem einna ötullegast hefur boðað kenninguna um kjarabætur án verkfalla. Það hilýtur því að vekja mikla furðu að verkfall skuli nú hafið á togaraflot- anum, og það þeim mun fremur sem allt virðist benda til þess að verkfallið muni standa lengi. Meg- inhluti flotans er þegar stöðvaður, það er ekki einu- sinni ræðzt við heldur flýgur formaður „Sjómanna- sambandsins“ til útlanda, og því heyrist meira að segja fleygt að verkfallið eigi að standa allt fram til hausts. Istað þess að sjómannadeilan væri leyst umsvifa- laust með kjarabótum án verkfalla samkvæmt kenningunni, gerðust þau furðulegu tíðindi að full- trúar stjórnarflokkanna lögðu til aö deilan yrði leyst með kjaraskerðingu án verkfalla. Útgerðarmenn og Morgunblaðið báru fram þá toröfu að vökulögin skvldu afnumin og sjómönnum gert aö vinna 16 stundir á dag í stað 12. Það átti semsé fyrst aö ráð- ast á þær raunhæfu kiarabætur sem í vökulög-unum felast, hagsbætur sem ekki voru fólgnar í peningum heldur mannréttindum, en stjómarliðið hefur mjög haldið því fram 1 verklýðsfélögunum að það teldi hverskyns réttarbætur endast betur fyrir verkafólk en bessa bölvuðu peninga. Nú kom allt í einu í ljós að réttarbæturnar voru verstar af öllu. Sú skýring er nú gefin á því furðulega fyrirbæri að stjómarliðið skuli ekki tryggja sjómönnum „kiarabætur án verkfalla“ þegar það hefur alla þræði í sínum höndum og situr öllum megin við samninga- borðið, að atvinnurekendur séu svo snauðh' að þeir geti ekki greitt sjómönnum sómasamlegt kaup. Þetta er sannarlega ekki frumleg kenning, heldur hefur hún verið boðuð í hverju einasta verkfalli sem háð hefur verið á íslandi síðan verklýðssamtökin hófu göngu sína. Atvinnurekendur hafa alltaf haldið því fram að þeir hefðu ekki efni á aö hækka kaup og bæta kjör launþega, og verkafólk hefur orðið að beita afli samtaka sinna til þess að sannfæra þá um hið gangstæða. IZomi nú allir Jónar og Pétrar og Guðjónar stjórn- “ arflokkanna og skýri þetta fyrirbæri. Eru þeir kannski að beita sér fyrir verkföllum án kjarabóta í staö kjarabóta án verkfalla? Hvers vegna reikna þeir ekki út núna hvert tjón sjómenn bíði af því að at- vinnutæki þeirra eru bundin og hversu lengi sjómenn þurfa að strita á eftir til að vinna tjónið upp? Hvemig stendur á því að toga.rástöðvunin virðist eiga að standa lengur en nokkurt verkfall sem hér hefur verið háð um langt árabil? Er ástæðan kannski sú að atvinnurekendur telji forustu Sjómarmafélags Reykjavíkur svo lina að ástæða sé til að beita þræla- tökum, að sjómenn séu látnir gjalda . hins lélega mannorðs forustumanna sinna? — m. Valdaránið Frondizi að balda útvarpsræðu. ■ Frá Buenos Aires. Torgið með styttu frelsishetjunnar ÍSan Martin Fyrra sunnudag gengu argen- tínskir kjósendur að kjör- borði með mestu ró og spekt til að kjósa helming þingmanna á ríkisþinginu, fylkisþing og fylkisstjóra. Að öllu eðlilegu hefðu þessar kosningar ekki átt að sæta miklum tíðindum, því í Argentínu eins og flestum öðrúm ríkjum rómönsku Amer- íku er forsetastjórn; fram- kvæmdavaldið er í höndum þjóðkjörins forseta sem velur ráðherra í stjórn sem ekki þarf endilega að styðjast við þing- meirihluta. En síðan kosninga- úrslitin urðu kunn hefur allt verið í uppnámi í landinu. Eft- ir tíu daga taugastríð og bak- tjaldamakk hrifsaði forusta hersins völdin og rak Arturo Frondizi forseta úr embætti. Er ;þar með lokið skeiði tiltölu- lega lýðræðislegra stjórnarhátta í Argentínu sem hófst 1958. þeg- ar herforingjarnir létu völdin af hendi við Frondizi. Kosningaúrslitin sem urðu til- efni valdaráns herforingj- anna voru mikill ósigur fyrir Frondizi og stjórnarstefnu hans, Kosningabandalag verkalýðs- flokkanna vann mikinn sigur, bæði í þingkosningunum og kosningu fylkisstjóra, Að banda- laginu stóðu leifar stjórnmála- samtaka Perons fyrrverandi ein- ræðisherra, sósíalistar, ' komm- únistar og fleiri yinstri flpkjtar. Þessir bandamenn unnu 45 þeirra 86 sæta á ríkisþinginu sem kosið var um, Einnig sigr- uðu frambjóðendur þeirra til fylkisstjóra í tíu fylkjum af 14. Mest munaði um sigu.r verkalýðsleiðtogans Andres Framini í fylkinu Buenos Air- es. Það nær yfir höfuðborgina og négrenni og þar þýr fullur þriðjungur Argentínumanna. Alls fékk kosningabandalag verkalýðsflokkanna 35% at- kvæða í kosningunum, næstur kom flokkur Frondizi, Harðsvír- í Argentínu aði róttæki flokkurinn, en hægri flokkurinn Alþýðlegir róttækir varð þriðji. Jafnskjótt og ósigur Frondizi kom í ljós lýsti hann ó- gild kosningaúrslitin í fimm fylkjum þar sem bandalag verkalýðsflokkanna hafði sigrað og fól hernum að taka þar við stjórn. Meðal' þessara fylkja er Buenos Aires. Verklýðssamtökin svöruðu með því að boða alls- herjarverkfall, og Framini lýsti yfir að það gæti kostað borg- arastyrjöld ef rikisstjórnin héldi fast við að virða vilja kjós- enda að vettugi. Að kröfu hers- ins létu allir ráðherrar Frondizi af embætti en hann reyndi að koma saman nýrri stjórn sem væri hernum meira að skapi. Heríoringjarnir færðu sig þó sffellt meira upp á skaftið, og krcfðu.st þess loks að forsetinn segði af sér; Það viidi' Frondizi ekki. Afréð þá forusta hersins að steypa honum af stóli með valdi. Á miðvikudaginn tóku hersveitir á sitt vald opinberar byggingar í Buenos Aires og hersveitir frá setuliðsborgum úti á landi stefndu til höfuð- borgarinnar. Var Frondizi rek- inn frá völdum. Foringjar Argentínuhers hafa haft illan bifur á Frond- izi allt frá því hann náði for- setakosningu með tilstyrk fyrr- verandi peronista. Peron studd- ist við öreigastétt Argentínu, „descamisados“ eða þá skyrtu- lausu eins og þeir kalla sig sjálfir, á áratugs stjórnarferli sínum. Ýmsar félagslegar um- bætur tryggðu honum lengi lýð- hylli, en fyrirhyggjulausar fram- kvæmdir höfðu í för með sér efnahagsöngþveiti svo lítil and- staða varð þegar herinn hrakti hann frá völdum 1955. Herfor- ingjarnir reyndu meðan þeir stjórnuðu að koma aftur á al- ræði fámennrar yfirstéttar eins og var fyrir daga Perons, en þegar þeir létu af völdpm og efndu til kosninga sigraði Frondizi-með loforðum um að halda áfra.m félagslegri umbóta- stefnú Perorts án einræðislegra stjórnarhátta hans. Fylgi alþýðu manna við Fron- dizi þvarr þó skjótt. Hann leitaði til Bandáríkjastjórnar og bað um fjárhagsaðstoð til að koma efnahag Argentínu á réttan kjöl. Hann fékk nokkra úrlausn, en böggull fylgdi skammrifi. Dollaralánunum fylgdi það skilyrði að sérfræð- ingar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins fengju úrskurðarvald um stefnu Argentínu í efnahagsmálu.m. Ráðum þeirra hefur nú verið fylgt í 4 ár með þeira árangri að verra efnahagsöngþveiti ríkir LEIKFÉLAG HAFNARFJARÐAR: Klerkar í Erlendir farsar hafa löngum verið næsta tíð fyrirbrigði á ís- lenzkum leiksviðum, og eigi sízt þar sem tómstundaleikarar ráða ríkjum, og enn sýnir Leik- félag Hafnarfjarðar hreinrækt- aðan grínleiik enskan ,og hlýtur að launum þakiklæti ófárra á- horfenda. Ósviknir og fjörugir hlátursleikir á boi'ð við „Klerka í klípu“ enj að sjálfsögðu freist- andi viðfangsefni á ýmsa lund og líkleg til vinsælda, en ekki þroskavænleg áhugaleikendum að sama skapi; þar er hvorki um mannlýsingar að ræða í eiginlegu.m skilningi né mann- leg vandamál, og tæpast á ann- arra færi en reyndra, snjallra og. samvalinna skopleikara að gera hin fáránlegu og fjarstæðu- kenndu atvik hugtæk og lifandi — hættan er sú að meira kveði að lí.tt tömdum eða innantómum skrípalátum en hnitmiðaðri, fág aðri og safaríkri kímni. — „Klerkar í • klípu“ voru frum- sýndir í Lundúnum í lok stríðs- ins og gerast á þeim tíma, en leiksfcáldið Philip King alls ekki óiþekktur islenzkum áhorfend- um, hann er annar höfundur gamanleikanna .. frægu um sjó- liðann og tengdamömmuna tannhvössu sem Leikfélag Rvík- ur- tök upp á arma sína og notið haía nærri- einstæðra vvinsælda. Pliilip King er sýnilega fær -maður,. í- iðngnem sinqi; útsjón- arsamur í bezta lagi,‘ rökvís á eítir Philip King - Leikstjóri: Steindór Hjörleifsson sinn hátt og gengur vandlega frá öllum’ hnútum, en fetar margtroðnar og alkunnar slóðir. Efni -leiksins er óþarft að rekja og mér raunar alveg um megn, en flestar eru söguhetjurnar prestar og hermenn og gamanið græskulaust og meinlaust með öllu. Höfundurinn virðist ekki bera neina sérstaka virðingu fyrir þjónum drottins, satt er það, en lætur þá samt óáreitta að kalla; það er sízt af öllu ætilan hans að skopast að fólki, góðmennskan leynir sér ekki. Glensið kemur olckur flestum ærið kunnuglega fyrir sjónir: eilífur misskilningur, skringi- legar flækjur, sífeld fataskipti og hlaup um stofu og garð — Söguhetjurnar fela sig undir borði eða hak við stóla, æða inn í skápa, en koma jafn- harðan fram úr fylgsnum sín- um þegar minnst varir og verst gegnir. Tíðast eru bæði klerkar og dátar á harðahilaupum og vita' sjaldan sitt rjúkandi ráð, klæddir dularbúningum, nátt- fötum eða nærbuxunum einmri; Þar er allmikið um kátlegar tilviljanir, óvænta árekstra og g) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 30. marz 1962 í Argentínu en nokkru sinni fyrr. Atvinnuleysi er mikið, kaupgjaldi hefur verið haldið niðri þrátt fyrir sívaxandi dýr- tíð og mikill halli er á utan- ríkisviðskiptum. Bandarískir áuðhringar hafa fest mikið fé í framkvæmdum í Argentínu, en arðurinn af fyrirtækjum þeirra rennur til hinna eriendu eigenda en ekki argentínsks al- mennings. Undanfarin, ár hafa erlend fyrirtæki fest um hundrað milljónir dollara árlega í fram- kvæmdum í Argentínu, og af- hending auðlinda landsins til útlendinga hefur mælzt illa fyr- ir. Á ráðstefnu Ameríkuríkja í Punta del Este í vetur hugðist Frondizi sýna sjálfstæði sitt gagnvart Bandaríkjunum þrátt fyrir allar dollaragjafirnar og lét utanríkisráðherra sinn neita að greiða atkvæði með ályktun- inni um brottvikningu Kúbu úr Bandalagi Ameríkuríkja. Sú. af- staða varð honum þó skamm- góður ■ vermir. Herforingjarnir urðu. æfir yfir að. forseþnn skyldi dirfast að gefa kastróist- um undir fótinn og hótuðu að .setja. hann af. Til þess að blíðka þá vék Frondizi utanríkisráð- herra sínum úr embætti og sleit stjórnmálasambandi við Kúbu. Rétt fyrir kosningarnar veitti Bandaríkjastjórii Frondizi 150 milljón dollara lán úr sjóði svonefnds „Framfárabandalags“, sem st.ofnað er fyrir forgöngu Bandaríkjanna og hefur það yf- irlýsta markmið að hindra bylt- ingar eins og á Kúbu í lönd- um rómörisku Ameríku með því að efla þar borgaralegt lýð- ræði og félagslegar umbætur. Þessi tilraun Bandaríkjastjórn- ar til að hafa áhrif á kosning- arnar hefur tvímælalaust. spilit fyrir flokki Frondizi. Eitt helzta ádeiluefni frambjóðenda banda- lags verkalýðsflokkanna á hend- ur forset.anum var að hann seldi sig og landið Bandaríkj- unum með afborgunum. Fjár- framlögum „Framfarabanda- lagsins“ fylgir náið bandarískt eftirlit með fjármálastjórn ríkj- anna sem við fénu taka, og Arg- entínumenn hafa ekki þá reynslu af sérfræðingum Ai- þjóða gjaldeyrissjóðsins að þeir óski eftir meiru af slíku. Kosningaósigur Frondizi og valdaran hersins setja I Kennedy Bandaríkjaforseta í slæma'klípu. Hann hefur lagt ' á það áherzlu að ;..Framfara- bandalagið“ eigi að hlúa að ilýðræði í rómönsku Ameríku. Lítið mark verður á þeim orð- um tekið ei' fé bandalagsins rennur til einræðisstjómar her- foringja, sem hótuðu að grípa til vopna gegn löndum sínum þegar kosningaúrslit urðu á annan veg en þeir höfðu kosið. Á hinn bóginn má búast við ai- Sitt d hvora sanðihnsi gei-u efnahagshruni í Argentínu ef skyndilega tekur fyrir banda- rísk fjárframlög, og gæti þá svo farið að alþýðubylting brytist út gegn herforingjaklíkunni. Akiko heitir hún og er upprennandi kvikmyndaleikkona, ,af kín- verskum og japönskum ættum. Hún hefur leikið í nokkrum ííölskum kvikmyndum /og er nú að leika í þýzkri mynd, „Alla okkar ævidaga“. Hún er hér ásamt Helmuth Griem mótleikara M.T.Ó. sínum, sem er jafn norrænn í yfirbragði 'og hún er austræn. smeUin orðsvör og stundum, dá- lítil efitinvænting í lofti, en þeg- ar tiil lengdar lætur reynast öll ærslin nokkuð tilbreytingar- snauð og þreytandi þrátt fyrir hugkvæmni og ótvíræða hand- lagni leikskáldsins. Fólagið nýtur í annað sinn kunnáttu og verklagni Stein- dórs Hjörleifssonar, sviðsetning hans er vönduð- í alla staði, hann sparar efcki galsa og glens og hraða, en ýkir hvergi, glögg- sýnn og þolinmóður leiðbein- andi. Og Steindór lætur ekki þar við sitja, heldur tekur eitt hlutverlíanna á sínar herðar vegna veifcinda eins leifcandans á. síðustu stundu — leikur sókn- arprestinn og húsráðandann sem hleypur um stofuna ærið fáklæddur og viti sínu fjær. Ég býst ekki við að skringilæti þessi séu hinum ágæta skap- gerðarleifcara mjög að sfcapi, en að túlfcun hans mun torvelt að finna og hann bregzt hvergi skyldu sinni og köllun; pr.estur þessi er sýnilegt góðmenni; dá- lítið utan við sig og ekki stór- menni í ne'mu. Aðrir leikendur eru allir úr hópi áhugamanna, sem vera ber, yfirleitt fremur jafnvígir og samtaka, en. flest- ir sviðsreyndir að meira leyti eða minna. Mest þóitti mér koma til Auðar Guðmundsdóttur sem telja ',má íremsta hafnfirzkra leikfcvenna um þessar nmndir, en -hún ,fer sfcemmtilega og nota- Steindór Hjörleifsson, Valgeir Óli Gíslason og Ragnar Magnússon lega með hlutverk prestsfrúar- innar ungu, hinnar léttlyndu og glaðværu konu, fríð sýnum, rnjúk í hreyfingum, fjörmifcil og skýr í máli. Fornvin hennar liðþjálfann leikur . Ragnar Magnússon, dugmikill og við- feldinn 'leikari, . en ekki nógu. frjáiLsmannlegur og fyndinn að þessu sinni. Mikla kátínu valcti hin neykvíska leikkona Mar- grét Magnúsdóttir í mjög hnitti- •legu og eðlilegu gervi sóknar- bamsins, . . siðavandrar - og skcælnaðrar pipanmeyjar sem verður .iyrir.uþwí óvænta óJáni að drekka frá sér ráð og rænu í fyrsta sinn á ævinni, stútfull og rugluð mestan hluta leiks- ins; hressileg og tailsvert kát- brosleg túlfoun. Svana Einars- dóttir er kankvís og komung vinnustúlfca og mun sjáldan eða aldnei hafa leifcið áður, enda er heiitingu í-áddarinnar mikilla bóta vant og viðvaningsbragur- inn augliós. en hún er engu að síður létt á fæti, spaugsöm og sprfnk. Valgeir Óli Gísilason fer mjög vel með hlutverk ná- grannaprestsins, ágætlega máli farinn, eðlilegur og látlaus í framgöngu. Þá er Sigurður Kristinsson virðulegur biskup nofckuð við aldur, o,g hlýtur riauðugur að taka þátt í hinu fáránlega iþolhlaupi klæddur nát.tföt.um. É.g lái Sigurði ekkí þótt gervið sé ekki beinlínis sannfærandi, en hann leikur skynsamlega og hófsamlega og sleppu.r sæmilega úr -þessari raun. Það sópar ekki nærri nóg að Sverri Guðmundssyni í hlut- verki strofcufangans þýzka sem mes-tum ósköpu.num veldur, og fer hann bó þokkalega með sitt pu.nd. L.iósaimeistari félagsins Gunnlaugur Magnússon hefur aldrei íleiikið áður, enda er frsmsögnin slitrótt og fram- koman cll með einkennum bvrianda-ns. en allur er maður- inn h-i.nn hermannlegasti í bún- ingi undirforingjans enska. Gaman betta er flutt í góðri' þýðinau /Évars Kvaran, en syiðsmyndina ger.ði Bjami Jóns- son, hinn kunni hafnfirzki lista- maðu.r. Stofa óg garður prests- ins bera fromur vitni uim mik- inn hagleik og nosturssemi en óbri-gðula smekkvísi. Mikið var Megið og fclappað á frutnsýn- ingu bessa ærslaíuUa sfcopleifcs, . góða aðsókn þarí ekki að draga í efa. A. Hj. Föstudagur 30. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7j

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.