Þjóðviljinn - 17.04.1962, Blaðsíða 3
Þriðja mesta flóðið í Olfusd
síðan 1930
Sveinn Sveinsson mundar mynda-
vélir-ia. Hann þekkir Ölfusá í
þessum ham manna bezt.
Fréttaritari Þjóviljáns á Sel-
fossi, Sveinn Sveinsson, stóð
aiiður við ána með myndavél
■er fréttamaður og ljósmyndari
írá Þjóðviljanum komu á vett-
vang. Sveinn þekkir ölfusá
flestum betur og hann fylgdist
méð flóðunum miklu 1930 og
1947, sem voru mun tilkomu-
meiri en þetta. •
— Þetta er líklega þriðja
mesta flóðið, sagði Sveinn er
við fórum að spyrja hann
sþjörunum úr. Mesta flóðið sem
ég þekki til var 2. marz 1930.
Þá braut ekki einu sinni á
klettinum fyrir ofan brúna
(sem nú stóð vel upp úr) svo
rækilega fór hann á kaf. Það
var svo á svipuðum tíma árs
1947, sem næstmesta flóðið
kcm. Þá fór kletturinn einnig
í kaf, en vatnið sást brotna á
honum. í báðum þessum tilfell-
um þurfti að fara á bát til að
komast í Tryggvaskála. Orsök
flóðanna var þá eins og nú
rigning og snjóleysing.
— Hvenær byrjaði að vaxa í
ánni?
— Það byrjaði að hækka á
laugardag. Á laugardagskvöld
var ekki kominn mikill vöxtur.
Á laugardag var mikil rigning
og alimiki'l hláka. í gær var
svo sýnilegur vöxtur í ánni og
í gærkvöld var áin farin að
renna undir tvö yztu byrðin á
brúnni og óx flóðið þá ört. Kl.
hálf sjö í morgun leit ég út
og þá var heldur lægra í ánni.
En síðan hefur hækkað í henni
um eina 10 sentimetra.
— Hefur áin valdið umtals-
verðum spjöllum?
— Nei, hún hefur ekkert
skemmt, nema þá helzt vegi.
Auðsholt í Biskupstungum er
alveg umflotið og einangrað. f
fyrrinótt slitnaði háspennulínan
fyrir Skeið og Hreppa hjá
Auðsholti. Strengurinn lá þar
yfir ána og er enginn til frá-
sagnar um það hvernig þetta
vildi til, en ekki er ólíklegt að
stór jaki hafi brotið háspennu-
staurinn. Hér á Selfossi hefur
aðeins borið við að vatn hafi
fv....... .
Sigurjón Rist (t.h.) kemur uppújr kláfnum eftir að hann hafði lok-*
ið við að mæla straumhraðann og dýpið. Til vinstri sést Sigurjóé)
halda á stöng, sem notuð var til mælinganna.
komið upp í kjÖllurum. Einn
kunningi minn rak bara tappa
í klóakið þegar vatnið fór að
leita þar upp.
★
Það var auðséð á Selfyssing-
um að vöxturinn í ánni hefur
ekki skotið þeim neinn skelk
í bringu. Þeir komu út á brúna
til að horfa á mórauðan vatns-
elginn byltast í átt til sjávar.
Þetta var mikill dagur fyrir
■börnin, sem stóðu hér og þar
við ána. Þriggja, fjögurra ára
snáði kom til okkar og sagði
mannalegur á svip: Það er
mikið í henni núna!
Er horft var yfir ölfusið ft4í'
Kambabrún, sást vel hvernigf
áin breiddi úr sér á mikltf
flæmi niður við sjóinn. í hverfi*.
inu við Arnarbæli hafði áití
flætt á milli bæja, án þess þ4
að vera til verulegra óþægindt
að því séð var.
★
Flóðið í Elliðaá og Hólmsli
hafði rénað mikið. Vegurinaf.
austur var ekki afleitur og á'
einum stað var unnið að því a9
gera. við spjöll af völdura
vatnavaxtanna og var það á'
Sandskeiðij. en þar þurfti al,
endurgera ræsi. ,
STRAUMHRAÐINM VAR
MESTUR 6 m Á SEK -
HÆKKUN 3,5 TIL 4 m
1
i
Hér hefur Ölfusá flætt inn á lóðir húsanna, sem standa næst áuni. Það er aðeins vegurinn sem skilur
á milli árinnar og vatnsins, sem. þarna hefur safnazt saman.
VATNACANCUR OLLI
MIKLUM VECASPIÖLLUM
ar
ÞEGAR ÞJÓÐVILJINN hafði
samband við Vegamálaskrifstof-
una í gærdag, höfðu menn þar
þá sögu að segja, að heldur væri
ástandið á vegum landsins að
skána en flóð og skriður ollu
miklum spjöllum um helgina.
BLANDA ruddi sig á Iaugar-
daginn og varð þá Langadals-
vegur ófær á kafla en nú hefur
verið gert við skemmdirnar og
er hann fær.
SKRIÐUR féllu á Hvalfjarðar-
veg, en þær voru ekki miklar
og voru mcð stuttu millibilí og
’ hefur vegurinn nú verið ruddur.
HVÍTÁ í Borgarfirði óx mjög
og lá um tíma djúpt vatn á veg-
inum hjá Hvítárvallaskála og við
Ferjukot, en í gær var farið að
sjatna í ánni og ekki var talið
að verulegar skemmdir hefðu
orðið af fióðinu.
SUÐURLANDSVEGUR um
Hellisheiði er nú fær, en hann
spilltist af völdum vatnselgs á
laugardaginn. |
SOGSVEGURINN er undir
vatni við Alftavatn og hefur líl-
ið lækkað á honum.
NOKKRAR MINNIHÁTTAR
skemmdir urðu á vegunum tii ist á laugardag, en í gær var
Þcrlákshafnar og í Selvogi en unnið að því að koma honum
ekki það miklar að ófært sé. í samt lag.
KRÍSUVlKURVEGURINN er VÍÐA ERU skemmdir á veg-
ófær, en unnið var að lagfær- um undir Eyjafjöllum, í Mýrdai
ingu á honum í gær. og austar en hægt er að komast
ÞINGVALLAVEGUR er ófær þá.
af aurbleytu og hefur ekkert I GÆR var talin hætta á flóð-
verið átt við hann. um í Skagafirði, en klakastífla
VEGIRNIR ofarlega í Biskups- var í Héraðsvötnum við Valla-
timgum eru illfærir. nes.
VEGURINN um Laugardal, FROST ER nú að fara úr
milli Miðdais og Efstadals! teppt- Framhald á 11. síðu
Vatnamælingamenn, með
Sigurjón Rist í broddi fylk-
ingar, hafa haft nóg að sýsla
að undanförnu. Við sáum Sig-
urjón og félaga er þeir voru
í kláf undir Ölfusárbrúnni,
önnum kafnir við að gera
mælingar á ánni.
— Það hefur hækkað í ánni
um 3,5 til 4 metra frá meðal-
stöðu, sagði Sigurjón. Áin er
24 metra breið liér undir
brúnni. Hún er 4ra metra
djúp hér á klöppunum, en 8
metra djúp í gjánni.
— Hver er straumhraðinn?
— Hann er mestur um 6
m á klukkustund.
— Er það mikið?
— Já, það er mikill hraði.
— Hvernig mælið þið
straumhraðann og vatnsmagn-
ið?
— Það er nú ekki hægt að
nota hér flókin og dýr mæli-
tæki þar sem svo mikill
jakaburður er í ánni. I þeáfe
stað notum við stengur, sertf
eru með spjöldum á endl
(sjá mynd) og brúsum. Vi#
stingum stöngunum niður (
ána og þær standa ióðrétfti
því við setjum steina viS
spjöldin til að halda stöng*
inni lóðréttri. Við setjum 5f'
metra langa snúru við stöng*
ina og tökum svo tímann í
skeiðklukku þegar snúratft
rekst út, eftir að við höfunft
sleppt stönginni. Þannig finn<t
um við út straumhraðanifc
Við þurfum að gera mæling<
ar á ýmsu dýpi, til að gerfr
okkur grein fyrir vextinuní
og straumþunganum. Eftií
nokkra daga getum við svftf
sagt nákvæmar um niðurstöiV/
ur mælinganna, eftir að unn*
ið hefur verið úr þessu.
— Heldurðu að áin vaxi enní
— Nei, ekki nema að komj
nýr rigningarkafli. Það eg
farið að lækka í ánum efr%
hóf
SAMSÆTI — GESTABOÐ
FUNDIR
feimingai
afmælis
biúðkaups
VEIZLUR
f andrúmslofti velbúins
heimilis, matur og veitingar
eftir ströngustu kröfum.
VEIZLVHðSIÐ
HÁBÆR
Sírni 1TJ79
SKÚLAVÖRÐUSTÍG 45
iíH-.t feút. - t 1 SíiíSUiV ö •-
Þriðjudagur 17. apríl 1962
ÞJÓÐVILJINN —