Þjóðviljinn - 27.04.1962, Blaðsíða 4
f
ulvarpsannáll
i;
s
Enn atvikaðist það svo að
ég missti af guðsorði sunnu-
dagsins, sömuleiðis af hádeg-
iserindinu, en það mun hafa
verið flutt af Bjarna Bene-
diktssyni, fyrrverandi for-
sætisráðherra, og fjailaði um
Gamla sáttmála. Samkvæmt
því, sem Andrés Kristjánsson
sagði á mánudagskvöldið í
rabbi um dag og veg, hefur
erindi Bjarna verið gott og
fróðlegt. En skyldi það vera
vegna þess að Bjarn; hefur
sjálfur komið við sögu, um
gerð m;]liríkjasamninga, að
hann hefur verið talinn öðr-
um hæfari til að fjalla um
þennan gamla milliríkjasamn-
ing?
Sumarkoma
Þvi gleymi ég aldrei, var
enn á ferðinni á sunnudags-
kvöldið. Hafði Árni Óla orðið
og ræddi um árið 1918, þegar
frosthörkur, Kötlugos, at-
vinnuleysi, skortur o.g drep-
sótt herjuðu á Reykvikinga
og raunar landsfólkið allt, að
minnsta kosti harðindin, en
yopnalhlé í heimsstyrjöld og
fullveldj fslands komu eins
og ofurlitlir sólargeislar inn
,í hið dapurlega líf undir árs-
lokin. Gerði Árni þegsu öllu
. ágæt skil.
Hraðfleyga stundin rann
upp og. inn í eilífðina, nokk-
urn veginn aust. Skatt-
stofuþátturinn var reyndar
þunnur og leikaratilburðirnir
í Eíkjublaðsþættinum ein-
hvern veginn of grallaralegir.
Hins vegar var sáttafundur-
inn dálítið sniðugur og viðtal-
ið við strætisyagnsstjórann
, nokkuð go,tt og laust við hót-
fyndnj af spyrjandans hálfu.
Tilgáta mín frá síðasfliðnu
hausti, um að Andrés. Kristj-
ánsson væri fastráðinn árs-
tíðaprédikari újvarpsins, virð-
ist hafa við nokkur rök að
styðjast. Á mánudagskvöld
ræddi hann um daginn og
veginn, og hóf mál sitt með
því að flytja eftirmæli vetr-
arins og síðan mælti hann
fyrir- minni sumars.ns. Reynd-
ar sagðist hann vera of
snemma á ferðinni því þá
var vetur ekki enn riðinn úr
hlaði. en skjótlega eftir að
Andrés hafðf talað skipt: um,
vetur hvarf á braut, en vor-
ið gekk í garð. Svo virðist
því að Andrés sé réttur mað-
ur á réttum stað, enda talaði
hann illa um yeturinn, næst-
um of illa, því eiginlega er
það ofmælt að vetur þessi
haf; verið harður, að minnsta
kosti sé hann borinn saman
við vetur á fyrsta fjórðungi
þessarar aldar.
Komasf
varla af án
?
Frá árstíðarhuv1e'ðingum
hvarf ræðumaður yfir í al-
mannavarnir. og var dálít'ð á
báðum áttum. svo sem hátt-
ur er Framsóknarmanna í
rnörBum málum. Þó var hann
andvígUr þéirri ótímabæru
umgengni v:ð dauðann. er
hann tald; frumvarpið byggj-
ast á. Og óneitanlega er það
VIKAN 8. TIL 14. APRÍL
eitthvað öfugsnúinn hugsun-
arháttur, að lifa sig inn í
dauðann o.g búa sig undir að
hverfa ofan í jörðina, með-
an maður á samkvæmt lífsins
lögmáli að iifa og starfa ofan
jarðar. Þeir menn, sem eru
þannig að búa fólk undir
dauðann, geta sannarlega
raulað hið gamla sálmavers
sér tii afþreyingar, er þann-
ig byrjar:
Um dauðann gef þú drottinn
mér,
ég dag hvern hugsa megi.
Reyndar hef ég heyrt, eft-
ir öðrum heimildum, að það
sé fyrst og fremst forsetinn,
ríkisstjórnin og eitthvað af
alþingismönnum, sem á að
grafa lifandi, ef válegir at-
burðir vofa yfir. H’nir mega
svo deyja þar sem þeir eru
komnir. Þetta er að vísu
mannleg hugsun hjá ráða-
mönnum rikisins, en stór-
mannleg getur hún ekk; tal-
izt. Það er að vísu vont fyr-
ir þjóð að komast af án for-
seta og rikisstjórnar, en
sennilega er þó öllu erfiðará
fyrir forseta og rík.sstjórn að
komast af án þjóðar.
Raunar er furðulegt, hvað
fiorheimskan mannskepnunn-
ar getur gengið langt, þegar
menn eru að brjóta heilann
um að framkvæma algerlega
óframkvæmanlega hluti, eins
og að bjarga þjóðinni frá
kjarnorkudauða með því að
grafa nokkra útvalda niður í
jörðina áður en þeir hrökkva
upp af, en virðast h;ns veg-
ar ekki sjá þá lausn, sem
ætti að liggja í augum uppi
hverjum andlega heilbrigðum
manni, að með því að fjar-
lsegja skotmörk vetnissprengj-
anna af ættlandi sínu, væri
hægt að búa þjóðinni öryggi
hundraðfalt á við það sem
felst i fyrirhuguðum almanna-
vörnum ríkisstjórnarinnar.
Öskemmfi-
leg tilhugs un
Eina hugmynd kom Andrés
með, í siðari hluta þáttar
síns, sem aðeins skal drep-
ið á. Samkvæmt tizku er nú
rikir um að gera minnismerki
fyrir alla skapaða hluti, vildi
hann reisa minnismerk; um
réttindaafsalið í Kópavogi
1662, og færði sem rök fyrir.
að við ættum einnig að reisa
slík mer.ki til að minna á
atburði úr sögu okkar, er
værp dapurlegir. sem hina er
við værum stoltir af. Þetta
er i rauninni. ágæt hugmynd.
En Jþað er ekki b.einlínis upp-
örfandi fyrir okkur, sem nú
lifum. ef eftirkomendur okk-
ar tækju upp á því að reisa
m'nnismerki af slíkri tegund,
til að minnast ýmissa at-
burða' úr fslandssögunni. sem
hafa gerzt um og eftir miðja
öldina þá arna.
Af dagskrá þriðjudagsins
má nefna erindi Ólafs kristn:.
boða um íslenzka kristniboðið
í Konsó, fróðlegt og allvel
flutt.
Þá flutti Jónas Þorbergsson
fyrrum útvarpsstjóri einkar
hugnæmt og vel samið erindi
um æv.'ntýrið á Halldórsstöð-
urp, Þetta. hljómaði eins. Qg
rómantísk, skáldsaga, en var
þó blákaldur veruleiki, og
sannar það, að lífið sjálft
getur stundum orðið skáld-
legra . en sjálfur skáldskapur-
inn. En sennilega á skozka
borgarstúlkan, sem gerðist
bóndakona á íslandi norðan-
verðu, eftir að verða sögu-
hetja í skáldsögu, og ef til
vlll fleiri en einni.
Á kvöldvöku miðvikudags-
ins hélt Sígurður Nordal á-
fram að lesa úr þjóðsagna-
safni sínu, færðist nú í auk-
ana og hafði yfir sagnir af
Þorgeirsbola, sumar ærið
magnaðar, eins og t.d, þegar
boli gerist afbrýðissamur og
drap mann, er átt: vingott við
stúlku þá er boli fylgdi hvað
fastast í það skiptið.
KrossburSur
Þegar ég á von á tveggja
kyölda umræðum 'frá Alþingi,
er næstum eins og það fari
um mig hrollur, og ég hugsa
með sjálfum mér: Æ, þetta
verður víst ósköp leiðinlegt,
Það er iíklega bezt að láta
það eiga sig. En maður læt-
ur það ekki eiga sig. Þrátt
fyrir það, að það kunni að
reynasf ieiðinlegt, leiðist mað-
ur út í það að fylgjast með.
Það er nefnilega á þessum
stað, h:'nu háa Alþingi, sem
tímanleg örlög okkar eru ráð-
in, og okkur langar til að fá,
ef auðið reynist, þó ekki væri
nema ofurlitla nasasjón af
því, hvernig um örlög okkar
er fjallað á þeim hinum stóra
stað. Þess vegna tekur maður
krossinn á herðar sér og
hlustar.
Umræðurnar á fimmtudags-
og föstudagskvöldið voru yf-
irleitt hófsamlegar og um
sumt ólíkar öðrum sömu teg-
undar. Má þar fvrst nefna, að
Rússar voru ekki nefndir á
nafn, og hefur slíkt ekki
hent að minnsta kosti síðasta
aldarfjórðung. Annað var það,
að tölur voru ekki eins mik-
ið véfengdar og venja hefur
verið. Hið þriðja var það, að
stjórnarliðar gerðu næstum
enga tilraun til að svara and-
stæðingum sínum og töluðu
yfirleitt eins og þeir væru
ein'r í veröldinni.
Af sérstaklega leiðinlegum
ræðumönnum, er fram komu
í þessum umræðum, mætti
nefna Ingólf Jónsson ráð-
herra, Jón Þorsteinsson og
Eggert Þorsteinsson.
Þórarinn Þórarinsson er
mjög sérkennilegur ræðumað-
ur, ekki beinlínis leið'nlegur
og kemur oft sæmilega fyrir
sig orði. en les ræður sínar
með gömlum, þjóðlegum hús-
lestraseim, líkt og hann væri
að lesa upp af Péturspostillu.
Ó'afur Jóhannesson hefur
þennan seim einn'g. en ekki
eins áberandi og Þórarinn. Er
þetta líklega eitthvert Fram-
sóknarfvrirbæri. ef til vill
uppfundið til bess að sýna
tengsl flokk'sins v.'ð hina
gömlu menningu sveitanna.
Sú bezta og
sú fegursta
Tvímælalaust hefur ræða
Finnboga Rúts Valdimarsson-
ar verið bezta ræðan á þessu
málibingi. Fjallaði hún að
mestu um Efnahagsbandalag-
ið og makk stjórnarliðsins
um að smeygja íslandi þang-
að inn. Fór þar saman ó-
venjuleg rökfimi,.. hvöss og
hnitmiðuð ádeila, krydduð
nístandi háði og sérlega vand-
að mál miðað við þingræður,
því vanalega eru þær gerðar
af fastmótuðum orðatiltækj-
um, sem raðað er saman á svo
lítið mismunandi hátt. Svo
grátt lék Finnbcgi andstæð-
inga sína, að þeir stóðu sem
naktir og negldir á kross fyr-
ir hugskotssjónum hlustand-
ans. Og eftirtektarvert var
það, að enginn þeirra lauk
upp munni til andsvara, og
var því líkast sem þeir hafi
hugsað:
Afsökun ei mun stoða,
andsvör né spurningar....
svo sem Hallgrímur kvað
forðum daga.
Enn er ótalin fegursta ræða
þessa málþings, en hún var
flutt af Gunnari Thoroddsen
fjármálaráðherra. Ræða sú
endurspeglaði svo fullkomna
sjálfsánægju að jafnvel skyn-
lausar skepnur skildu ^og 'hrif-
ust með. Til marks um það
má nefna, að kötturinn minn,
stór, svartur fress, með hvíta
bringu, settist hjá viðtækipu
þegar ráðherrann hóf tölu
sína og malaði af slíkri vel-
sæld og fullkominni lífsham-
ingju að aldrei hefur honum
tekizt betur, og að því er
heyrt varð, vcru sálir þeirra
' beggja kattarins og ráðherr-
ans, stilltar á nákvæmlega
sömu bylgjulengd. Þegar ráð-
herrann lauk máli sínu og
Finnbogi Rútur tók við, hætti
kötturinn að mala og hvarf
frá viðtækinu, því hann
skildi ekki rökvísi Finnboga.
Borgarar og
bœndur
Á laugardagskvöld var flutt
leikrit Agnars Þórðarsonar
Kjarnorka og kvenhylli.
Þetta er að vísu gamall
kunningi, en ágætt að rifja
upp hin fornu kynni.
Þetta er þægilegur gaman-
leikur, með nokkurri þjóðfé-
lagsádeilu og hefði leikurinn
allur orðið veigameiri, ef
hlutur kjarnorkunnar hefði
verið meiri, en kvenhyllin
minni, Enda er kvennafars-
þátturinn veikasti hlekkurinn
í leiknum og það því frem-
ur sem hér er um margþætt
og útjaskað viðfangsefni að
ræða. Samræður þeirra Bóas-
ar þingvarðar og Sigmundar
bónda er- einna sniðugasti
kafli leiksins, Annars finnst
mér að Sigmundur sé einna
vafasamasfa persóna leiksins.
í fyrri hluta leiksins birtist
hann okkur sem hálfgert fífl,
t.d. þegar hann er að vand-
ræðast yfir því að nytin detti
úr ánum við sprengjuhvellina
frá Vörðufelli. og eins þegar
hann lætur hafa sig í að fara
með fræði sín í áheyrn ó-
kunnra kvenna sem ekki
þurfti mikið vit til' að fara
nærri um að ekki myndú taka
hann sérlega hátíðlega. Því er
það, að hlustandinn á ekki
vcn á því að karl rísi uop á
af.turfótunum, þegar hann loks
skilur að hann hefur verið
gabbaður.
En sennilega þekki.r Agn-
ar borgarastéttina betur en
bændur, oe! því ekki nema að
líkum að hann geti nær sanni
þegar hann fiallar um hennar
snöggu bletti en veikleika
okkar bændanna, og' er því
vafalaust einnig af mörgu að
taka á bví sviði, bví hver
hefur sinn diöful að draga,
seg.'r hið fornkveðna.
Fró |
Skákþingi ’l
íslendinga '
eftír SRÚLA GUIðJÓNSSON fró Ljótunnarsiöðum
Ritst jóri:
Sveinn Kristinsson
Hér kemur skák úr fyrstu
umferð í landsliðsflokki:
Hvítt: Ingi R, Jóhannsson
Svart: Ingvar Ásmundsson
Kóngs-indversk-vörn
1. g3 g6
Konráð Árnason hefði skamm-
að okkur ,.strákana‘‘ í Taflfé-
laglnu í gamla daga ef hann
hefði séð okkur leika slíka
byrjunarleiki. Og fleiri en
Konráð hefðu haft ýmugust á
þeim, því þeir þóttu þá alls
ekkj frambærilegir í alvarleg-
um skákum. En nú hefur tízk-
an tekið þá undir verndarvæng
sinn, og mun reynslan hafa
synt-, að þeir eru ekki lakari
en hverjir aðrir byrjunarleik-
ir.
2. Bg2 Bg7, 3. c4 c5, 4. Rc3
Rc6, 5. Rfll d6, 6. 0—0 Bd7
Ingvar, sem er manna hug-
kvæmgstur, hefur nú markviss-
ar aðgerðir til að notfæra sér
hina rólegu stöðubyggingu
hvíts. Hann lýkur ekki liðskip-
an sipni á kóngsarmi, fyrr en
hann hefur veikt kóngsstöðu
hvíts verulega.
7. a3
Sennjlega Var 7. d3 betri leik-
Ur hér.
7. — Dc8
Býst til að leika — Bh3 og
skipta upp hvíta biskupapar-
inu.
8, Hel
Nú mundi hvítur svara 8. . Bh3
með 9. Bhi o.g losna við skipt-
in.
8. — Rd4, 9. e3
9. Rxd4 strandar á 9. — cxd4
og væru þá bæði hvítu riddar-
inn og peðlð á c4 í uppnámi.
9. — Rxf3f, 10. Dxf3 Bc6 1L
e4 Bd7!
Biskupar svarts eru báðir mjög
áhrifamiklir, en það sama verð.
ur ekki sagt um þá hvítu.
12. Dd3
Með þessum Ieik hyggst Ingi
gera Ingvari erfitt fyrir með
að koma kóngsriddara sínum
út, en það var bara hreint ekki
í áætlun Ingvars að beita ridd-
araliðstyrk sínum strax.
12. h5!
Óþægileg árás. Hrókurinn á
h8 grípur nú inn í gang mál-
anna.
13. Hbl
13. h4 kom til álita, þótt það
veiki einnig hvítu kóngsstöð-
una.
13. — h4, 14. b4 hxg3, 15. hxg3
cxb4, 16. Hxb4 Rf6, 17. Rd5?
Nú lendir hvítur úr öskunni í
eldinn. Bezt var 17. e5 dxe5,
18. Bxb7 Bc6!, 19. Bxc6 Dxc6,
og þótt kóngsstaða hvíts sé
veik, þá virðist ekki svo auð-
velt fyrir svartan að notfæra
sér þá veikingu.
17. — Rg4, 18. Re3 Re5, 19.
Dbl
Betra var 19. Dfl. Maður þekk-
ir naumast Inga R. í þessari
skák.
19. — Bh3, 20. Bhl Bg4
Framhald á 10 síðu.
14)
ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur '27." ápríl 1962