Þjóðviljinn - 04.05.1962, Side 11

Þjóðviljinn - 04.05.1962, Side 11
Veslings Karen litla, — það •ar ekki að undra þótt hún hefði 'erið viti sínu fjær af hræðslu, ægar ég jsá ihana rneð Snákn- .m. tg varð alveg m.’ður mín í jætinu. Samkoman var að leysast upp. Sumir fóru undir eins. Sumir borguðu myndirnar sem þeir hðfðu keypt og blaðamennirnir töluðu við nokkra af hinum glöðu kaupendum. Þeir reyndu til við vin Snáksins, — en hann var eins og brosandi Sfinx, þeir höfðu ekkert upp úr honum. Ein- kennísbúnir lögregluþjónar stóðu við útidyrnar. Hinn feiti vinur Snáksins ætl- aði að taka myndirnar sínar með sér. Þær voru vandlega vafðar inn í dúk og einn af starfsmönnun- um bar þær út fyrir hann. Bíll stóð út’fyrir og beið hans. Ég tók ekki eftir neinu sérstöku við manninn sem sat við stýr- ið, það virtist vera ungur mað- ur með hversdagslegt andlit. Blaðamennirnir iitu ekki einu sinni á bílinn þegar hann ók burt. Ég stóð þarna og hugsaði með mér, að þeir væru ekki annað en græningjar. Þeir gætu elt veslings brúðhjón á röndum landið þvert og endilangt, — en að elta þessar myndir. . . . Svo datt mér í hug, að auð- vitað hefðu blaðamennirnir ekki sama áhuga á þessum tveim myndum o.g ég. Þe:r höfðu feng- ið að vita hvað bæði Sandfjarð- arburgeisinn og óþekkta kon- an höfðu keypt. Dökki bíllinn hvarf í nóvem- bermyrkrið. Klukkan var tíu. Það gerði mér ekkert til. Ég varð að hugsa. Og ég þóttist 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 Við vinnuna: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilkynningar. — Tónleikar. — Veðurfregnir. — Tón- leikar. — 17.00 Fréttir. — Endurtekið tónlistarefni). 18.30 Þingfréttir. — 10.45 Tilk. — 19.20 Veðurfregnir. 20.00 Daglegt mál (Bjarni Ein- arsson cand. mag.) 20.05 Efst á baugi. 20.35 Frægir söngvarar; Laurizt Melchior syngur. 21.00 Ljóðabáttur: Hjörtur Páls- son stud. mag. les kvæði eftir Stephan G. Stephans- son. 21.10 Tvö tónverk eítir Lu.igi Boccherini (Boccherini kvintettinn leikur): a) Largo cantabile í D-dúr b) Kvintett í d-moll op. 25 nr. 1. 21Í.30 fltvarpssaean: Sagan um Ólaf — Árið 1914. 22.30 Erindi: Deildastarf Sivsa- varnafélags íslands (Garðar Viborg erindreki). 22.30 Á síðkvöldi: Léttklassísk tónlist, a) Licia Albanese syngur óperuaríur. a) Capi- tol sinfóníuhljómsveitin leikur vinsæl lög; Carmen Dragon stjórnar. 23.10 Dagskrárlok. vita hver var áfangastaður bíls- ins. Kaffið sauð uppúr í eldhúsinu. Það var víst bújg að sjóða lengi, platan var útötuð í kaffikorg. Ég hellti í bolla handa mér, svo settist ég aftur inn í stofu með bollann í hendinni. Ég reyndi að hugsa, En það hafð: of mikið gerzt á of skömmum tíma. Bútarnir í gestaþrautinni höfðu hellzt yfir mig og. ég hafði ekki haft ráð- rúm t.l að raða þeim eins og vera bar. Mig vantaði mikilvæga sönn- un. Ég sat og íhugaði hvernig ég ætti að útvega hana. Og til þess var aðeins ein leið. Ég vissi fullvel, að það sem ég ætlaði að gera var ólöglegt. Ég gæti meira að segja átt von á refsingu, af það kæmist upp um mig. Það væri jafnvel hægt að setja mig inn. Kannski slyppi ég með skjlorðsbundinn dóm af því að þetta var fyrsta brot. En ég mátti ekki láta ko.mast upp um mig. Ég mátti ekki láta hindra mig. Ég varð að útvega sönnunina. Sönnun þess að þessi óljósa hug- mynd sem ég hafði í kollinum. væri í raun og veru staðreynd. Réttvísin gat ekki útvegað þessa sönnun, svo að það var tilgangslaust að hringja í Karl- Jörgen. Því að réttvísin gat ekki framið raunverulegt innbrot, En það" gat ég. Vonandi. Klukkan var hálfellefu. Ég fór niður t:l húsvarðarins og bað um að fá lánaðan lykilinn að verkfærageymslunni hans. Mig vantaði verkfæri, sagði ég. — enda var það dagsatt. Það var ekki auðvelt fyrir húsvörðinn að renna grun í til hvers ég ætlaði að nota þau verkfæri. Hann lán- aði mér samstundis lykilinn. Svo-fór ég inn í verkfærageymsl- una. ,, Ég fann tvo langa stálvíra, svo sem metra á lengd hvorn, fáein skrúfjárn og beittan, oddhvass- an hníf. Ég vonaði að ég þyrfti ekki á hnifnum að halda, því að hann myndi skilja eftir sig merki. Og það var þýðingar- m’kið að engin merki sæjust eftir mig. Mig vantaði lítinn bút af mjúkri leðurreim, en ég fann ekkert slíkt. Ég skilaði húsverð- inum aftur lyklinum og íór aft- ur upp til mín. Þar klippti ég tíu sentimetra ræmu úr hanzka. Hún var svo. sem tveir sentí- metrar .á breidd og ég batt hana fast v:ð endann á stálvírunum tveimur. Stálvírarnir voru of langir til að komast í töskuna mína, en ég gat hæglega beygt þá saman. Ég tók upp stílabæk- urnar úr 5. enskudeild og stál- vírarnir tveir með leðurrejm- inni, hnífurinn og skrúfjárnin hurfu niður í töskuna í stað- jnn. Svo hringdi ég til Lísu. Það leið löng stund áður en hún svaraði. Loks var ég farinn að halda að hún væri ekki heima og var í iþann veginn að leggja tólið á, en þá anzaði hún. Hún var lafmóð. „Lísa, það er Marteinn. Ég hélt þú værir ekki he.ma Vakti ég þig?“ ,,Nei“, svaraði hún. ,,Ég. . . ég var í baði. Mér er kalt, þú verður að vera stuttorður“. Hún hafði einstakan hæfileika til að trufla mig, — jafnvel í símann. „Hvað er það sem þú vilt mér, Marteinn?“ „Hvað ég vil þér? Já. . . það er satt. . . . Lísa, hlustaðu nú vel á mig, því að þetta er m.'kil- vægt. Þú verður að gera mér mikinn greiða“. „Já?“ „Hringdu í Preben og biddu hann að skrepna til þin, eða b.ddu hann að aka eitthvað með þig“. , Klukkan er langt gengin 11, Marteinn“. ,.Ég veit það. Þess vegna verð- urðu að finna upp á einhverju, Ijúgðu, — segðu það sem þú vilt, láttu e.ns og þú sért í einhvers konar vandræðum sem hann geti hjálpað þér úr, — hann gengst upp við það, . . . en haltu í hann, — þú verður fyrir hvern mun að halda í hann í svo sem klukkutíma. Geturðu þetta, Lísa? Geturðu fundið upp á ein- hverju?“ ,,Ég þarf varla að finna upp á miklu“, sagði hún með sinni rólegu röddu. „Ég er vön því að vinir mínir komi þegar ég bið þá þess“. „Já“, sagði ég. ,,Það er ég sannfærður um, — ég hefði sjálfur ko,m:ð undir eins. En sjáðu til, Lísa, — það er hugsan- legt að hann vilji ekki fara út einmitt í kvöld. Lisa, þetta’ er mikilvægt og þú verður að treysta mér“. „Ég skal gera það. Þú verður að gefa mér fáeinar mínútur til að komast í fötin“. „Hringdu til mín, Lísa, þeg- ar þú ert búin að tala v:ð hann“. Ég sat í fimm mínútur og nagaði á mér þumalfingurinn. Þá hringdi hún aftur. „Þetta er í lagi, fllarteinn. Hann kemur eftir kortér“. „Lísa, þú erf perla, — haltu í hann í klukkutíma fyrir hvern mun“. „Vertu blessaður“, sagði hún. „Blessuð“, svaraði ég. . . . ,,Lísa“, hrópaði ég í símann, áð- ur en hún var búin að leggja á. „Lísa ... ekki hvað sem það kostar!“ „Bullukollur“, svaraði hún og lagði tólið á. Hún treysti mér. Það var ekki fyrr en á eftir sem mér datt í hug, að ég hafði ekki spurt sjálfan mig hvort mér Væri óhætt að treysta henni. Það var rigning þegar ég kom niður á götuna. En malbik- ið ha.fði verið mjög kalt, svo að það var ofsalega hált. Það var ekki margt fólk á ferli. Ég hefði getað gengið, en éj? var í tímahraki. Ég vissi ekki hvérsu : erfitt þetta verk mitt myndi reynast. Þess vegna tók ég bílinn. En ég var ósköp vjð- utan. Á götuhorni rann ég þvert fyrir sporvagn og minnstu mun- aði að ég lenti í árekstri. Það hn’ppti dálítið í mig. Ég lagði bílnum og gekk síð- an upp að húsinu, þar sem Preben átti heima.* Ég hélt á brúnu leðurtöskunni undir hand- leggnum. Ef einhver tæki eftir mér, þá leit ég út fyrir að vera einmitt það sem ég var, Mar- teinn Bakke lektor í Briskeby skóla með töskuna sína undir hendinni. Það var bara innihald töskunnar sem stakk dálítið í stúf við allt hitt. Mér hefði þótt gaman að vita hvað strákarnir í bekknum mínum hefðu sagt, Eins og skýrt hefur verið frá hér í þættinum hefur Bridge- samband íslands staðið í bréfa- skriftum við enska bridgesam- bandið um að fá hingað sveit í byrjun maímánaðar, Ætlunin var að spilaður yrði landsleik- ur við hina ensku sveit. Nýlega barst Bridgesambandinu bréf þar sem segir, að ómögulegt sé fyrir sambandið (enska^ að senda sterka sveit fyrr í lok maímánaðar. Af mörgung ástæðum er sá tími óhentugu®i fyrir Bridgesarhband íslandg og hefur þvr heimsókn hinnðít brezku bridgesérfræðinga veiSa ið frestað um óákveðinn tíma* Spilið sem hér fer á eftir e£- frá íslandsmótinu í bridge. I leik Einars og Agnars, sem sýndur var á bridgetöflunni, kom eftirfarandi spil fyrir. Al*-' ir voru á hættu og norður ge** ur: Ásmundur S: K, 9, 8* 5, 4, 2 H: 9 T: Á, 10, 9, 8, 5 L: 4 Róbert S: A, 6 H: Á, D, 8, 6 T: G, 7, 3, 2 L: 9, 5, 3 N V A S Agnar S: G, 3 H: K, 5, 4, í T: 6, 4 L: Á, D, 8, 7, & Hjalti S: D, 10, 7 H: G, 10, 7, 2 T: K, D Ásmundur opnaði á einum spaða, Róbert pass, Hjaltj 2 lauí, Agnar pass, Ásmundur 2 tíglar, Róbert pass, Hjalti 2 spaðar, Agnar pass, Ásmundur 4 spaðar og allir pass. Róbert spilaði út lau.fafimmi, tían úr blind, drottning hjá Agnari og ásinn íylgdi á eftir. Ásmund- ur trompaði og gaf síðan að- eins eínn slag á trompásinn, íimm unnir. Á hinu borðinu sátu n-s Þoi:* geir og Símon, en a-v Einar ogf Gunnar. Þar voru sagnir stutt'* ar og laggóðar. Norður opna$| á tveimur spöðum (veikum) ogj það var passað hringinn. Þetta eru hörkusagnir hj§ Ásmundi og sannast hér skoðum margra bridgesérfræðinga, aíl sjaldan sé ofsagt á góða skipts ingu. KAUPUM HREINAR TUSKUR Prentsmiðja Þjóðviljans Skólavörðnstíg 19 i Sjómaiaiafélag Reykjavíkur Almennur félagsfundur verður haldinn í Iðnó, sunnudag- inn 6. maí klukkan 1.30 e.h. FUND AREFNI: . 1. Inntaka, nýrra félaga. | 2. Tillaga um kaup á.,húseigfi. { , ■.( i . . 3. Karlsefnismáliö. ? • 'mÍ*| ‘ jj f Fundurinn er aðeitis fyrir félagsmenn er syni skírteini við ihnganginn.- FJÖLMENNIÐ Sfjormn. Starfsmeim vantar okkur strax. — Vana réttingarmenn eða bíla- smiði á verkstæðið. MÁLNINGARSTOFAN og smurstöðin Lækjargötu 32, Hafnarfirði, sími 50449 ’ i ^ Föstudagur 4. mai 1962 — ÞJÓÐVILJINN — Q]]

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.