Þjóðviljinn - 05.05.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.05.1962, Blaðsíða 3
Tillaga Guðmundar J. i borgarstjórn: í ! WEttBiA -rr~ Hagsmunir bœjarins ráði - en ekki róðasjónarmið einstaklinga Gudmundui' J. GUðmundsson llutti tiilögu á siðasta borgar- stjórnarfundi um það, að hætt væri þeirri fyrru að Bæjarút- gerð Reykjavíkur, sem er stærsta bæjarútgerð landsins, verði að lúta valdboði Féiags ísl. botnvörpuskipaeigenda. Tillaga Guðmundar var svo- hljóðandi: ' Tilefni Iþessarar tillögu nú er togaradeilan, en samskonar til- lögu fluttu sósíalistar í bæjar- stjórn Reykjavíkur fyrir áratug. f framsöguræðu á fundinum í fyrradag lagði Guðmundur J. á- herzlu á að hagsmunir einstakra atvinnurekenda og bæjarfélaga færu ekki saman í vinnudeiiuin. Borgarstjórn Reykjavíkur hefði hinsvegar haft iþá afstöðu að styðja atvinnurekendur beint og óbeint í öllu. Reykjavikurborg er ekki aðili áð Vinnuveitenda- sambandi fslands, en Bæjarút- gerð Reykjavíkur er látin vera í hliðstæðum samtökum: FfB., og hefur íhaldið því gert Bæj- arútgerðinni skylt að lúta vilja Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda í togaradeilunni — eða greiða háar sektir ella. Annar forstjóri Bæjarútgerðar- innar, mesti sómámaður, hefur skrifað Alþingi bréf og óskað breytinga á vökulögunum. Sé spurt hversvegna hann hafi gert þetta er svarið: Þetta er sam- kvæmt vilja F.I.B.. En verður eklci að iíta svo á að fólkið sjálft, íbúar Reykja- víkur almennt, eigi þessa út- gerð — og bærinn verði að stjórna henni í samræmi við hagsmuni almennings, en ekki samkvæmt gróðasjónarmiðum einstaklinga sem eiga togara. Einstaklr togaraeigendur geta kannski grætt á því að rýra kjör togarasjómanna — en það er Reykjavíkurborg áreið- anlega hagur að kjör togara- sjómanna séu sem bezt. Þá vék Guðmundur að því að svarað myndi að BÚR yrði að vera í F.Í.B. vegna aflasölu erlendis, en á það hefði ekki reynt að BÚR gæti ekki selt erlendis án F.f.B. og lagði Guð- mundur áherzlu á að bæjarút- gerðir landsins mynduðu eigin samtök, sem ekki væru háð fyr- irmælum einstaklingsrekstursins í kjaradeilum. Þar sem borgarstjóm telur augljóst, að hagsmundir bæjar- útgerða og einstaklingsútgerða fari ekki jafnan saman, og þar sem borgarstjórnin telur enn fremur óhjákvæmilegt að gerðar verði sjálfstæðar og sérstakar tilraunir til að leysa þann iþátt núverandi vinnustöðvunar á tog- urunum, sem veit að Bæjarút- gerð Reykjavíkur og öðrum hliðstæðum útgerðaraðilum, þá samþykkir iborgarstjórnin að Bæjarútgerð Reykjavíkur segi sig úr Félagi íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda og ákveður að beita sér fyrir stofnun sérstakra hags- munasamtaka bæjarútgerðanna einna. Geir Hallgrímsson borgarstjóri sem talaði næstur kvað BÚR ekki geta selt erlendis því samn- inga um þá sölu hefði F.f.B. j og væri eitt næg ástæða til að vera í F.f.B. sýna bezt nauðsyn þess að brjót- ast undan oki F.Í.B. Þórður Björnsson talaði fyrir því að BÚR losaði sig úr F.f.B. og flutti tillögu um stofnun sam- taka bæjarútgerða — sem hann seinna sagði að ekki myndi rétt að framkvæma fyrr en eftir 1—2 ár! Magnús Ástmarsson kvað sjálf- sagt að BÚR væri í F.Í.B., taldi auðheyrilega ekki annað koma t l greina. Minnti hann þórð á aðstöðu Fram-sóknar fyrir 20 ár- um — og 30 árum. Urðu þau orðaskipti skemmtun mikil. fhaldið lét vísa tillögu Guð- mundar J. frá með 10 íhaldsat- kvæðum — og atkv. Magnúsar XI gegn 4 atkv. Benzínskattur íhaldsins ú- mennt for- dæmdur Tillaga Geirs Hallgríms- sonar og borgarstjórnar- íhaldsins um 174 milljóna króna benzínskatt á reyk- víska bifreiðaeigendur var mjög umtöluð í gær. Var . þessi íhaldstillaga nær ein- j róma fordæmd af þeim fjölda launamanna, sem af talunörkuðum efnum eru að reyna að eiga og reka ökutæki. Ihaldstillagan um benz- ínskattinn nýja gerir ráð fyrir 60 aura hækkun á hvern benzínlítra. Skattur- inii á reykvíska bifreiða- eigendur eina nemur rúml. 17 millj. króna að meðal- tal á ári næsta 10 ára tímabil, eða alls 174 millj- ónum króna einsog fyrr segir. Nánar verður rætt um þessa árás á hagsmuni ökutækjaeigenda næstu daga og einnig þá stór- felldu útsvarahækkun, sem íhaldið boðar jafnhliða. ÍSLÁNDITIL SKAÐA OG SKAMMAR GUÐMUNDUR í.. svokallaöur utanríkisráðherra íslar.ds, er að gera ísland að viðundri um víða veröld fyrir irndir- lægjuhátt undir améríska auðvaldið. ÞESSI BRIMNESS-RÁÐHERRA, með svlndlblettina úr fjár- málaráðherratíð sinnj óþorn- aða, hefur gert samning við Bandaríkin um að géfa þeirra borguruin meiri rétt- indi á íslandi, en íslendngar njóta í Bamdaríkjunum: Bandaríkjamenn geta vi'ð- stöðulaust kom'ð til íslands, en íslendingar þurfa að ganga undir rannsóknir í bandaríska sendiráðinu, sem væru þeir ótíndir glæpa- merm, t'l þess að fá vega- bréfsáritun. Slíkir „ójáfnit"'* samningar einkenna nýlendu gagnvart sjálfstæðu landi — og slíka niðurlægingu býður Guðmundur í. íslendingum. SAMSVARANDI undirlægju- hætti þessa „ráðherra" gagn- vart ameríska auðvaldiru, er svo ofstæki haas gegn Sovét- ríkjunum. ísland gat orðið fyrra til en Bandaríkin að gera loftferðasamning við Sovétstjórnina og þannig gert íslenzku flugféiögin og íslenzka flugvelli að mikil- vægum þætti í flugsamgöng- um milii þessara stórvelda. Guðmundur f. hindraði þetta af einskæru ofstæki. — Nú gera Bandaríkin sjálf loft- ferðasamning við Sovétrík- in, en Guðmundur í. neitar enn með O.A.S.-ofstæki öll- um slikum samningum við Sovétríkin, meira að segja lendingum eirsstakra flugvéla. TIL ERU ÞEIR ofstækismenn í Bandaríkjunum, — eitthvað skyldir andlega moðhausun- um við Mogganm, — sem á- líta Kennedy forseta komm- únista. Það er greinilegt að til eru tveir sendiherrar Bandaríkj- anna á íslandi: annar situr við Laufásveg og rækir þar skyldustörf fyrir ríkisstjórn sína, — hinn sltur í Stjórn- arráðshúsinu við Lækjartorg sem erindreki mestu ofstæk- ismanna auðvaldsins i Amer- íku og kallar sig utanríkis- ráðherra, — íslandi til skaða og skammar. er í Tjarnargötu 20, sími 17511 og 17512, opið alla virka daga irá klukkan 10 árdegis til 10 síðdegis. Á sunnudögum 2—6 e.h. fyrst um sinn. Skrifstofan veitir allar upplýsingar varð- andi borgarstjórnarkosningarnar og bæjar- og sveitastjórnar- kosningamar Stuðningsfólk Alþýðubandalagsins er beðið að hafa samband við skrifstofuna og veita upplýsingar um fólk sem kynni að vera fjarri heimilum sínum, einkum er það þeðið að igefa sem fyrst upplýsingar um það fólk sem kynni að dvelja erlendis. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur yfir og er kosið í Haga- skóla, opið frá kil. 2 til G siðdegis alla sunnudaga og frá kl. 10—12, 2—ö og 8—10 alla virka daga. Kosið er annars staðar hjá sýslumönnum, bæjarfógetum eða hreppstjórum. En erlendis hjá sendiráðum, ræðismönnum eða vararæðismönnum. Upplýsingar um listabókstafi er hægt að fá hjá skrifstofunni. Listi Alþýðubandalagsins í Reykjavík er Gnlisti. Kærufrestur er úti í dag, 5 maí. Kosningaskrifstofa G-listans í Vestmannaeyjum er á Bárugötu 9, sími 570. Veitir allar upplýsingar um kosnirgdfcnar. Kosningarskrifstofa C-listans á Akureyri er Strandgötu 7, sími 2850. Kosningaskrifstofa H-listans í Kópavogi er í Þinghól við Reykjanesbraut, sími 36746. og myndir á Þórsnötu 1 Á þessum vordögum þegar b'rta og gróandi hafa að baki bjargálnir, og nálgast æ meir hátt dýrðlegs fagnaðar, er mönnum boðið að líta inn á Þórsgötu 1, og kynna sér gaml- ar bækur og nýjar myndir. Hvorutveggja er til sölu, á algerlega óvenjulegu verði. Jafn- vel h.'nn strangasti viðreisnar- po.stuli, (lækkunar megin, allt hefur tvær hliðar, aðra út og hina inn) mun fara út af Þórs- götu 1 sæll í hjarta og klyfjað- ur i bak o’g fvr'r. Gamlar bækur —• légiónir höfunda sé hreinskilni kraf.'zt, dregnar fram úr skúmaskotum eins og göíugt vín. Nvjar mynd- ir ungra manna, „gerið syo vel góð'r bræður, neytið ekki síð- ur þess yngsta og ferskasta. Dagur Sigurðarson og Völ- undur Björnsson sýna myndir í fyrsta sinn, og hafa gleymt upp- stillingunum. Er hugsanlegt að þejm verði fyrirgefið? l'm .það verða menn að dæma sjálfir. í stuttu máli; kynnið ykkur það sem er á ferðinni á Þórs- götu 1. —x. Guðmundur Vigfússon, sem talaði síðar, taldi þetta, ásamt því að BÚR væri bundin af samþykktum F.f.B. um kjaramál, ® Þessi mynd er af nýrri Ludlow-fyrirsagnaleturvél, sem Þjóviljinn er nú aö fá sér, en auk þess fær blaðið einnig' eina nýja setjaravél, þegar það stækkar. Fyrir- sagnaletur blaösins voru orðin mjög ur sér gengin og ósamstæð og voru í fyrra fengin nokkur ný handsett letur til þess að bæta úr brýnustu þörfinni. Með vélsett- um fyrirsagnaletrum mun blaðiö breyta mjög um svip og útlit til batnaöar frá því, sem nú er. En allar þessar framkvæmdir kosta æriö fé og enn vantar til, aö því marki sé náö í hlutafjársöfnuninni, sem yiö vorum bún- ir aö setja okkur 1. maí. Því marki verðum við að ná sem allra fyrst. TilkynniÖ um framlög ykkar til Jóns Grimssonar á skrifstofunni ..á Þórsgötu 1, .fiímj 14457,, ; J’ftfí **í i Þaugardagur 5. maí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — Yjl <és£r'T'r'ir. \r , ■ -• ’ - •• r *'■ '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.