Þjóðviljinn - 24.05.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.05.1962, Blaðsíða 2
Við mynni Rio Florida hafði strandgæzlan verið elfd mjög vegna frótta um uppreisnir einhversstaðar inn í landi og einnig vegna - frétta um vopnasmygl í South- porhöfn. Þegar Bruin vis og Starlight sigldu inn í höfn- ina kom lögreglu bátur á móti iþeim og hafði áhöfn- in skipun um að rannsaka Starlight hátt og lágt. 1 dag er fimmtudagnrinn 24. maí. Rogatfanus. 6. vika sum- ars. Tungi í hásuðri klukkan 4.28. Árdegisháflæði klukkan 8.28. Síðdegisháflæði klukkan 20.57. Næturvarzla vikuna 19. til 25. maí er í Ingólfsapóteki, sími 11330. Neyðarvakt LR er alla virka ’ daga nema laugardaga klukkan 13—17, sími 18331. Sjúkrabifreiðin I HafnarflrBI Sfmi: 1-13-36. flugið Loftleiðir h.f.: í dag er Snorri Sturluson vænt- anlegu.r frá N.Y. kl. 6.00. Fer til Luxemborgar kl. 7.30. Kemur til baka 'frá Luxembörg kl.' 22.00. Fer til N.Y. kl. 23.30. Flugfélag Islands Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8.00 í dag. Væntanlegur aftur til Reykjavík- ur kl. 22.40 í kvöld. Flugvélin fer til Glasgow og Kaupmanna- hafnar kl. 8.00 í fyrramálið. Innanlandsf lug: f dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, fsa- fjarðar, Kópaskers, Vestmanna- eyja (2 ferðir) og Þórshafnar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar', Húsavíkur, ísafjarðar og Vest- mannaeyja (2 ferðir). skipin Hafskip: Laxá fór frá Akranesi 23. þ.m. áleiðis til Skotlands. Axel Sif fór frá K-höfn 22. þ.m. til Seyðisfj. Olaus Mich fór frá K-höfn 21. þ. m. til Seyðisfjarðar. Jöklar Drangajökull fór frá Vestmanna- eyjum 22. þ.m. á leið -til Klai- peda. Langjökull er væntaniega á leið til Hamborgar, fer þaðan til London og Reykjavkur. Vatnajökull fór frá Grimsby í gær á leið til Amsterdam, Rott- erdam og London. Skipaútgerð ríkisins Hekla er í Álaborg. Esja fór frá Reykjavík í gærkvöldi vestur um land til Húsavíkur. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21. í kvöid til Rvíkur. Þyrill kom til Reykjavíkur í nótt. Skjald- breið er á Akureyri. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Frá Handíða- og myndlistaskól- anum Skólastjóri Handíða- og Mynd- listaskólans hefur beðið blaðið geta þess, að vegna rýmingar í geymslum skólans sé nauðsyn- legt, að allir nemendur skólans í barna- og kvölddeildum í teiknun, sem enn eiga þar mynd- ir eða teikniblokkir, vitji þessa í síðasta 'lagi föstud. 25. þ.m. kl. 5—7 síðd. — í skólanum eru í óskilum armbandsúr og kven- handtaska. Réttir eigendur muna þessara vitji þeirra sama dag og tíma. Bazar Hvítabandsins í G.T.-búsinu verður í dag og hefst kl. 2 e.h. Margt góðra muna. — Nefndin. I fyrradag barst í hlutaíjár- söfnun Prentsmiðju Þjóðéilj- ans mjög höfðinglegt og kæt- komið framlag frá Alþýðu- bandalags- og Sósíalistafélög- unum í Hafnarfirði — 50 þúsund krónur — Um leið og Þjóðviljinn þakkar þennan drengilega og ómetanlega stuðning Hafn- íirðinga við endurbæturnar á blaðinu og prensmiðjunni, vill hann láta í ljósi þá von, að þetta myndarlega fordæmi Hafnfirðinga megi verða hvatning til stuðningsfólks blaðsins annars staðar á land- inu að láta ekki sinn hlut eft- ir liggja. Enn vantar talsvert fé til þess að því marki sé náð, sem við höfum sett okk- ur, en með sameiginlegu á- taki eigu.m við að geta tryggt nægilegt fé til þeirra fram- kvæmda, sem nú standa yfir, þannig að draumurinn um nýja prentsmiöju og stærra og betra blað geti sem fyrst orðið að veruieika. Tekið er á móti framlögu.m cg hlutafjár- loforðum á skrifstofu söfnun- arinnar að Þórsgötu 1, opið daglega kl. 5—7 síödegis, sími 22396. Myndirnar sem hér fylgja voru teknar þegar fulltrúar Hafnarfjarðartelágahri^ . al'- , hentu framlag sitíf.''’'Á'1 fy/^gí^a. myndinni sést;j‘:>! lHjöyÍeifur , Gunnarsson afhérida Jóni Grímssyni söfnunarstjóra pen- ingana en á fjórdálka mynd- inni eru, talið frá vinstri: Hjörleifur Gunnarsson, Kjart- an Helgason, Kristján' And- réssorv Geir Gunnarsson og Jón Grímsson. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). ® Tekur við einum íslenzkum náms- manni árlega Listaháskólinn í Kaup- mannahöfn hefur fallizt á að taka við einum íslendingi ár- lega til náms í húsagerðar- list, enda fullnægi hann kröf- um um undirbúningsnám og standist með fullnægjandi á- rangri inntökupróf í skólann, en þau hefjast venjulega í byrjun ágústmánaðar. Umsóknir um námsvist í skólanum sendist mennta- málaráðuneytinu, Stjómar- ráðhúsinu við Lækjartorg, fyrir 20. júní n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðu- neytinu. er í Tjarnargötu 20. Almennar upplýsingar: 17511 og 20449. Utankjörfundaratkvæða- greiðsla: 17512 Opið alla daga frá kl. 10 til 10. Skrifstofan hefur kjörskrár af öllu landinu og veitir alh : upplýsingar varðandi þær Utankjörstaðaatkvæða- greiðsla fer fram hjá borgar- fógeta í Reykjavík í Haga- skóla alla virka daga frá kl. 10—12 fyrir hádegi, 2—6 eft- ir hádegi og 8—10 e.h. TJti á landi er kosið hjá sýslu- mönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum. Erlendis hjá sendiráðum og ræðismönnum og vararæðismönnum. Listabókstafir; Allar upplýsingar um lista- bókstafi eru gefnar í skrif- stoíu G-Iistans. Hafið sam- band við skrifstofuna, Tjarn- argötu 20, os veitið allar þær upplýsingar sem að gagni mega koma við undirbúning kosninganna. Laugarnesbúar! G-listinn opnar hverfaskrif- stofu að Laugate.'gi 12 (bíl- skúr). Opið klukkan 8 til 10 á kvöldin fyrst um sinn. Allt Alþýðubandalagsfólk er beðið um aö hafa sambarid við skrifstofuna. G-listinn. Þeir stuðningsmenn Alþýðit-: bandalagsins sem vilja lána þíla á kjördegi eru beðnir að gef'a sig fram við .kusninga.- skriístofuna, Tjarnargötu 20, sími 20449. Kosniugaskrifstofur Alþýðu- bandalagsins utan Reykjavík- ur eru sem hér segir: G-hstinn Vestmannaeyjum er á Bárugótu 9, sími 570. G-listinn Akureyri er á randgötu 7, sími 2850. G-listinn Akranesi er að Rein sími 630. G-listinn Hafnarfirði er í Góðtemplarahúsinu, sím; 50273. G-listinn Siglufirði er í Suð- urgötu 10, sími 194. H-listinn Kópavogi er í Þing- hól Reykjanesbraut, sími 36746. H-listinn Selfossi er í húsi K.Á. sími 103. G-listinn í Keflavík er að Kirkjuvegj 32, sími (92)1372. skúr) í dag. Opið frá kl. 8— stjóra Ivenfélag s sésíaMsk ★ Stuðningskonur Alþýðu- bandalagsips eru hvattar til að gefa kaffibrauð handa starfsfólki G-Iistans á kjör- degi. ’ iV Upplýsingar cru gefnnr í s-'mv.m 331' 17808 cg 3353G. 2) ~ ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 24. maí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.