Þjóðviljinn - 24.05.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.05.1962, Blaðsíða 4
Ungá fólkinu ber að knýja borg árstjórn til framkvæmda Loksins er maður búinn að íá tennan langþráða kosninga- rétt, og það er ekki laust við að maður hugsi dálítið meira um borgina og útlit hennar, Og hvernig búið er í haginn íyrir íbúana, en áður. Og eft- ir því sem ég hugsaði meira., þe.'m mun sorglegri varð niður- staðan, 02 það bótt ég hefði fengið blaðsnepil, sem dásam- aði fögrum orðum alla stjórn í Reykjavík. — Þó er það alveg sérstaklega eitt sem mér ligg- ur þungt á hjarta, og það er bygging og skipulagning dag-. he.'mila. Yngstu borgararnir geta ekki kosið og það er ekki . sízt fyrir þá sem foreldrarnir kjósa.',-, ' Látúm kvrrt liggja þó hvergi í úthverfunúm ’(ef hægt er að kalla bæjarhluta, sem byggðir eru fyrir áratug eða svo, út- hverfij séú gangstéttir eða reglulegar gcxtur,,. §vo yegfar- endur vaða for eða eru há'.f- kæfðir í ryk’i. óg konur með barnavagn eða kerru eiga erf- itt með að komast áfram. Lát- um vera hversu fátæklegir, dreifðir og ónógir þessir le.'k- vellir eru, sem ihaldið er svo montið af, svo fátæklegir, að krakkarnir bíða í röðum tii þéss að komast í rólu. Auðvit- að á maður ekki að sætta sig við neinskonar óstjórn, og það er bæjarins að sjá um, ekki með einhverjum fornaldarað- ferðum, heldur með þeim nýj- ustu og beztu, að göturnar séu í lagi og nóg sé af leiksvæðum jafnt fyrir eldri sem yngri börn. Það væri hægt að skrifa heila bók um óstjórnina, kæru- levsið og heimskuna hjá íhalds- me.rihlutanum, en ég ætlaði að taka barnaheimiii sérstaklega fyrir, um það hvílík skömm hvílir á borgaístjórn í þessum málum. Ungar stúlkur og kon- ur ættu að láta bessi mál sér- staklega til sín taka,.- ag knýja borgarstjórn til einhverra fram- kvæmda, því að það v.'hnst ekkert, ef ekki er barizt fyrir því. V-itið þið, hverjir annast starfsemi þel|rra barnaheimila og leikskóla. .sem nú eru starf- andi hér í bqrg? Það er bær- inn 1—■ ónei — það er til of mikils ætlazt — það er barna- vinafélaglð Sumargjöf, með bakstuðningi frá bænum. Vit- ið þið, hve mörg pláss eru fyrir börn á þessum heimilum, í þessari sjötíu þúsund manna borg? Átta hundruð, segi og skrifa át'ta hundruð, og þar af aðeins þrjú hundruð á dag- heimilum, hitt í leikskólum. Og þið haldið að það sé auðvelt og sjálfsagt að ctng móðir, sem á eitt eða tvö börn. fái plass fyrir börnin og geti glöð unn- ið það starf, sem hún ef tU vill er sérmenntuð í og leikin, en það er tiltölulega vonlaust. í bezta lagi kemst hún á bið- lista og kannski eftir nokkra mánuði fær hún svar. Með þpssu <;r sóað miklu- verðraæt^, eu auðvitað hefur þjóðfp’ogið efni á þýí. — Ogifíar rriæður eru eðlilega látnar sitja fyr- ir, og það er helzt, ef fólk stendur í ibúðabyggingum eða er við nám, að það hefur möguleika á að koma börnun- um að. Ungir menn ættu - ekki að láta sig þetta litlu skipta, því eins og byggingarko.stnaður hefur hækkað gífurlega, er það ómetanleg aðstoð ef konan hef- ur tækifær; á að vinna úti. Fyrir nú utan það, að það er ekki hæ®t að lifa af kaupi mannsins eins, nema hann vinni næstum tvöfalda vinnu. Finnst, borgarstjórn, að þeim komi þetta ekkert við, eða halda þeir að Sumargjöf eigi bara að hugsa um þessi mál? Nei, það-er verk fjársterks að- ila eins og borgarstjórnar að ; fullnægja ..óskum, þeps ,,fjpld.a,: aem gjprnan vill fá rúm fyrir börn sín á dagheimilum, og reisa.Xsem ' ffest bafnahéimili í sem ftesfum hverfum. Og það er líka . sjálfsögð krafa að. .vinnudagurinn ■ sé ekki svo languk að ókleift sé. fyrir kon- ur að sinna bæði: vinnu og heimiíi. — Þr.óunin er ,slík að það verður æ algengara að konan sinni starfi og áhuga- málum utan helmilis. og hver telur slíkt vera þjóðfélaginu í óhag? Við erum orðin svo langt á eftir' tírnanum hérrta í Reykjavík, að það verður eins- ko.nar miðaldaskipulag hér eft- ir nökk-ur íhaldsstjórnarár í viðbót. Við megum ekk; láta íhaldið sleppa svona létt. Hvernig væri t.d. að minnka eitthvað þennan ofsastóra.kostnaðarlið bæjarins, bílakostnað? Það væri hægt að bvggja dágóð barnaheimili fyrir hann, 02 þa.ð væri gaman að sjá t.d. frú Auði Auðuns gera eitthvað raunhæft, annað en rétta uPP höndina í takt við aðra. Þetta fína fólk .situr kannski ekki að eilífu í borg- arstjórn, og alveg áreiðanlega .pkki-með. sömu áframhaldandi óstjórn, sem hefur varað alltof lengi. Sólveig Einarsdóttir. í Keykjavík er aðeins rúm fyrir 300 börn á dag heimiium, þar af 12 — já, tólf — á fyrsta ári. Myndin er af ársgömlum börnuin í Laufásborg. Ihaldið reynir að dóleiða fólk til að kjósa gegn hagsmunum sínum Kosningabaráttunni er að Ijúka. Baráttan um nýju at- kvæðin í þessum borgarstjórn- arkosningum er nú komin á lokastig. Það er fróðlegt, en jafnframt óhugnanlegt að virða fyrir sér, hvernig borgar- stjórnaríhaldið ætlar að reyna að treina mtfirihlutalífdaga sína. Höfuðeinkenni áróðursins eru þrenns konar. Það er hinn lævísi áróður: borgin okkar. Sjáið, hér eru verk okkar, íhaldsmeirihlutans, og við fáum að sjá myndir af Reykjavík um aldamótin og Reykjavík í dag, íbúðarhúsin, byggð með þrötlausu striti og fórnfýsi borgarbúa í meiri og minni baráttu við yfirvöldin um lóðir og götur. Svo eru 1 aldraðir oddborgarar, helzt úr Vesturbænum leiddir fram á 1 síður sunnudagsblaðanna til að vitna um framfarirnar og öllu 1 saman fylgja svo myndir af sólarlaginu okkar. „Ekkert er ' fegurra en vorkvöld í Reykja- i VÍk.“ , : Svo er það loftkastalaáróður- inn, teikriingarnar, uppdrætt- irnir og áætlanirnar. Rétt eins- og allir séu búnir að gleyma hafnaruppdrættinum, sem á- róðursmeistarar Morgunblaðsins teiknuðu fyrir síðustu kosning- ar, en reyndist svo ófram- kvæmanlegir loftkastalar, þeg- ar sérfróðir höfðu um síðir at- 'hugað málið. Gatnagerðin hef- ur sem kunnugt er dregizt 15 til 20 ár afturúr, en nú á að klára heila draslið á 10 árum og hitaveituna á fjórum! Og loks er það hryllingsá- róðurinn (terrorinn). Aukablöð streyma útúr Morgunblaðs- pressunni full af leyniskýrsl- um, 'hömrum og sigðum, heima- tilbúnum þjóðfylkingum og í- mynduðum hersveitum vopn- aðra stúdenta. Með því að tína til klausur úr stolnum bréfum og greinargerðum frá stúdent- um, sem einu sinni voru í Austur-Þýzkalandi, er reynt að spila upp blint kommúnista- hatur og hræðslu hjá þeim, sem Morgunblaðið ímyndar sér það einfalda, að þeir láti stór- ar fyrirsagnir og skrípamyndir móta afstöðu sína, þegar fólk fer að kjósa um framtíðar- stjórn bæjarfélaganna á Is- landi. Allir, sem athuga þetta mál sjá, að þessir piltar sýna mjög skemmtilegan áhuga á jákvæðri þróun þjóðfélagsmál- anna austan tjalds og vestan, en það skiptir ekki máli þeg- ar gengið skal til borgarstjórn- arkosninga. Þá eru það aðrir hlutir sem skipta máli. Ungt fólk mun nú fremur ó það líta, að fyrir tilstilli í- haldsins hefur venjulegum launjþegum verið gert ókleift að koma upp húsnæði fyrir sig og sína. Húsbyggingar drag- ast ört saman í Reykjavík, og borgarstjórnarmeirihlutinn við- urkennir ekki. f.prystuhlutverk sitt við að leysa vandann á félagslegum grundvelli. Þörf framfarafyrirtæki í byggingar- iðnaðinum, eins og Steypu- stöðin, hafa verið látin mala gróða handa einstaklingum, þótt ibæjarfélagið ætti þar stærstan hlut. Gróði einstakra auðfyrirtækja situr fyrir hags- munum fjöldans og hvað koma íhaldinu þarfir æskunnar við\ Það skólafólk, sem þarf að sitja í skólanum framundir kvöldmat og hendast um bæ- inn þveran og endilangan í i- þrótta- matreiðslu- og handa- vinnutíma mun ekki verða svo ýikja ginkeypt fyrir teikning- um og sjálfshóli íhaldsins í skólamálunum. Og það fólk, sem farið hefur um götur borgarinnar síðustu 20—30 árin veit.betur hvað í-* haldið er megnugt að gera fyr- þær, en teiknimeistarar Morg- unblaðsins. Við höfum séð þetta gauf með skóflur og kústa og leiguvörubíla og vit- um hvernig þeir liafa •. hent milljónum í göturæsin, með því að. vanrækja það að afla bæj- arfélaginu stórvirkra nýtízku tækja til nauðsynlegustu fram- kvæmda. • -Og við höfum séð handahóf- ið í skipulagsmálunnm. Hvern- jg þeir hafa í hroka sínurri og lítilsvirðingu við borgarbúa skellt stórhýsum sínum beint fyrir þýðirigarmikiar sam- gönguæðar og taka SVp milljón- ir af íbúunúm til áð' gera breið bílastæði kringum heila skítt- ið. <• Það verður hlutvcrk unga fólksins að gefa íhaldinu ráðn- ingu í þessum kosningum. Það þarf ekki aöcins að hirta þá fyrir sitt sjálfumglaðá sleifar- Iag vúð stjórn Reykjavíkur — það þarf líka að scnda þeim kvittun fyrir kaupránið og kjaraskerðinguna með gengis- fellingunum þeirra. Unga fólk- ið gerir það ákveðnast og bezt með því að scnda Guðmund J., ungan en þó rcyndan fulltrúa verkalýðsins inn í borgarstjórn- ina. Fjórir borgarfulltrúar af G-listanum cr það svar, sem íhaldið óttast mest. Það cr hið verðuga svar ungra kjóscnda. unga fólkið þarf að gefa verðugt svar 8) ÞJÓÐVILJINN — FimrHtudagur 24. maí' 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.