Þjóðviljinn - 26.05.1962, Síða 4

Þjóðviljinn - 26.05.1962, Síða 4
Eítt lítið dœmi um hvernig Auður ar fátœkur í Ekki verður ' því neitað að Sjálfstæöisflokkurinn ræður yf- ir mikiHi áróðurstækni. Þurfa menn raunar ekki að undrast iþað, því að forustumenn cg á- róöursmálpípur flokksins hafa notið handleiðslu hinna færustu kennara. Þeir sem nú eru helztir framámenn Sjálfstæðisflokksins sátu ungir við fótskör Göbbels hins stórþýzka og ‘hafa í æ rík- ara mæli unnið í hans anda. Má glöggt sjá dæmi þess á síð- um Morgunblaðsins þessa dag- ana. Hinír yngri menn hafa nú um skeið lagt sig eftir amerísk- um aðíerðum og tileinkað Sér Ijósmyndatæknina til áhrifa á hugi manna. Notfæra þeir sér myndir til að gefa síðum blað- anna svip og líf, en hið prent- aða mál-er stutt og skrifað með iþað fyrir augum að reyna ekki isn of á athygli éða. þrcskaða <Íomgreind’ lesandahs. ’Nú í kosningahríðinni höfum við daglega. fyrir augum dæmin um þessa tegund blaða- . mennsku. Hefur Morgunblaðið . tekið uþ’þ'ihý'ndasíðu'’í ópnu til' kynningar á frambjóðendum sínum. ,Er þetta hin glæsileg- ’ asta kýnning, en að vísu nokk- uð yfirborðsleg. Miðvikudaginn 16. maí var myndasíðan helguð Auði Auð- uns heima og heíman. Ber þátt- urinn yfirskriftina: Allur dag- urinn setinn. Meðal þeirra mörgu starfa sem Auður Auðuns annast fyrir Reykvíkinga eru lögfræðistörf fyrir Mæðrastyrksnefnd. Og samkvæmt texta myndasíðunn- ar leita efnalitlar mæður að- stoðar hennar í viðkvæmum málum, einkum að því er varð- ar „börn og hjúskaparmál ým- iskonar“. Það er ekki við því að búast að á þessari einu, myndskreyttu Morgunblaðssíðu sé unnt að skýra nánar hvern- jg frú Auður vinnur að sínum íjölbreyttu störfum. Vafalaust mundi þó mörgum þykja fróð- legt að kynnast því hvernig hún t.d- veitir bágstöddum mæðrum aðstoð. Þjóðviijanum er kunnugt um eitt dæmi þess og þykir rétt að skýra frá því, ef það mætti verða til að dýpka þá mynd sem Morgunblaðið bregður upp af forseta borgarstjórnar hinn 16. maí. Eins og öllum er kunnugt hefur verið lofsungin í háum róm sú breyting á tryggingar- löggjöfinni sem núverandi rík- isstjórn hafði forgöngu um, að veita fjölskyldubætur „vegna allra barna“, eins og það er oftast kallað. Var það mjög al- menn skoðun um það leyti sem frumvarpið kom fram, sem þetta nýmæli er í, að þetta bæri að skilja eftir orðanna hljóðan. Þéssu reyndist þó ekki vera þannig varið, því að vegna barna einstæðra mæðra, ófeðr- aðra barna, barna elli- og ör- orkulífeyrisþega, svo og vegna stjúpbarna, skyldu eftir sem áður engar fjölskyldubætur greiddar. Þá var það að Mæðrastyrks- nefnd gerði einróma samþykkt um að skora á Alþingi að breyta frumvarpinu á þann veg að fjölskyldubætur yrðu greiddar vegna allra barna und- ántekningalaust. Það var vitanlega sjálfsögð skylda nefndar, sem hefur þann eina tilgang og takmark með starfi sínu að vernda og tryggja hagsmuni og réttindi mæðra, að vekja athygli al- þingismanna á því misrétti sem leynist í lagafrumvarpinu og beita öllum áhrifum sínum til að það fá það lagfært. Eðlilega leit nefndin svo á að hún ætti öruggan talsmann í stærsta þingflokknum, þar sem Auður Auðuns, fulltrúi í Mæðrastyrks- nefnd og starfsmaður nefndar- innar, átti sæti á Alþingi. Ekki hafði Auður mætt á þeim fundi nefndarinnar sem samþykktina gerði. Mun dagur hennar hafa verið setinn þá sem nú. En svo vissar voru nefndarkonur um fulltingi hennar, að þær fólu henni, á- samt tveim öðrum nefndarkon- u.m, að flytja ályktunina í hend ur þeirrar nefndar þingsins sem um tryggingamálin fjallaði. En nú brá svo kynlega við, að lögfræðingur Mæðrastyrks- neíndár, sem hefur það starf með höndum að aðstoða fá- tækar mæður og gæta réttar þeirra, neitaði að koma á fram- færi samþykkt nefndarinnar. Hún neitaði að taka sem al- þingi.smaður nokkurt tillit til sjónarmiðs nefndarinnar, og hún krafðist nýs fundar, þar sem ætlun hennar var að láta nefndina ógilda sína fyrri samþykkt. <Finnst mönnum þeir nokkuð kannast við svip- aðar aðfarir frá síðasta fundi borgarstjómar Reykjavíkur undir forsæti Auðar Auðuns?) Og nú taldi þessi störfum htaðna kona ekki eftir sér að sitja tvo fundi í nefndinni með eins eða tveggja daga millibili. Vildi hún fá málið teki.ð upp á nýjan leik, á þeim grundvelli að nefndarkcnur hefðu ekki skilið hvað um var að ræða! Fulltrúum í Mæðrastyrks- nefnd þótti að vonum illt að ógilda þá samþykkt sem þær höfðu gert fyrir fáum dögum og reyndu að þybbast við og setja niður þær deilur sem Auður Auðuns hafði vakið inn- an nefndarinnar. Mun frú Auði vart hafa þótt flokkskonur sín- ar sér svo auðsveipar sem tign sinni hæfði, en hún var þá, auk annarra mannvirðinga, borgarstjóri í Reykjavík. En vitanlega tckst þessari ofríkis- fullu konu að sundra nefndinni í málinu og draga þannig úr þeim áhrifum sem ályktunin hefði haft á Alþingi, ef nefnd- in heíði borið gæíu til að standa sameinuð að baki henni. Og hefði nefndin átt því láni að fagna að lögfræðingur hennar, alþingismaðurinn Auður Auð- uns. túlkaði sjónarmið hennar á Alþingi, er full ástæða til þess að ætla. að málinu hefði verið borgið.. Það hefur nefni- Framhald, a 14. síðu. Kjósið farsæld heimilanna Halldóra Ólafsdóttir svarau Ég kýs G-listann vegna þess m.a. að ég treysti hon- um bezt fyrir atkvæði mínu. Við alþýðukonur hljótum að geta verið einhuga um að bezta ráðið til að tryggja heimilum okkar sómasamlega afkomu sé það, að við eig- um sem flesta málsvara. á opinberum vettvarigi og þessa málsvara okkar er einmitt að finna á G-listapum. .. Ihaldið og taglhnýtingar þess í Alþýðuflokknum, ha£a traðkað.svo á rétti okkar síð- ustu árin að enginn í alþýðu- stétt, hvorki karl eða koná, getur látið sér á sama standa og veitt kaupránsflokkunum umboð sitt áfram. Þessvegna segf'ég við reyk- vískar alþýðukonur: Kjósið farsæld heimila ykkar, kjósið G-lístann. Ttygging gegn kjaracáni Guðrún Isleifsdóttir segir: — Ég kýs G-listann vegna þess, að hann er eina trygg- ingin sem við eigum gegn á- framhaldandi kaupráni, kúg- un og ofbeldi arðránsflokk- anna. Ég veit ekki til þess að í- haldið hafi nokkurntíma, ó- tilneytt, gert nokkuð sem til heilla horfir fyrir borgarana í Reykjavík. Það litla, sem má telja þvr til verðleika, hefur það gert vegna þess að hin róttæka verkalýðshreyfing hefur þröngvað því til þess. Ég mun nú sem áður kjósa það fólk, sem ég veit að eru málsvarar okkar alþýðufólks- ins — G-lista-menn. G-listi er listi alþýðuimar Halldóra Ólafsdóttir Margrét Ottósdóttir segir: — Ég kýs G-listann vegna þess að ég veit að listinn er borinn fram af mönnum, sem einhuga berjast fyrir alþýðu þessa lands. É^ treysti engum eins vel fyrir umboði mínu, einsog fólkinu á þeim lista og skora á allar alþýðukon- ur að fylkja sér um það. — Konur, G-listinn er listi Alþýðubandalagisins, okkar listi. Gerum sigur hans sem stærstan. ★ ★ * Mótmælum óhæíu ásíandi Helga Rafnsdóttir Helga Rafnsdóttir segir: — Hversvegna ég kýs G- listann? Vegna þess að hann er listi hins róttækari hluta verkalýðsins og hagsmunasam- taka hans og þeir aðilar sem að honum standa forystusveit þess afls, sem eitt fær hrund- ið arás á hagsmuni og rétt- indi hins vinnandi fólks. Því er haldið fram af ýms- um að við húmæðurnar sé- um ekki glöggar á stjórnmál, en ég vil fullyrða að það eru húsmæðurnar, sem áþreifan- legast verða varar við kjara- skerðing síðustu ára og hinar gífurlegu verðhækkanir á öllum brýnustu neyzluvör- um, í sambandi við innkaup til heimilanna og ætti það að vera okkur áhrifarík lexía til að glöggva okkur á stjórnmálunum. Valdatímabil sitt hefur rík- isstjórn íhalds og krata not- Guðrún ísleifsdóttir að til að rýra kjör vinnandi fólks, t.d. með afnámi vísi- töluuppbótar á laun, þar sem rofið var sambandið milli launa og vérðlags svo nú mega verkalýðsfélögin stöðugt standa í baráttu tii að jafná bilið. Með gengisfellingunum og hækkun söluskáttsins ofan á , þá óheyrilegu tolla sem fyrir I voru, hefur allt vöruverð haekkað geysilega í þeirra stjórnai’tíð. Þessu ófremdarástandi get- um við mótmælt með því að gera andstöðu íbaldsins sem sterkasta í þessum kosningum. Ég treysti frambjóðendum G-listans bezt til að stjórna þessari borg með hagsmuni alþýðunnar fyrir augum og til að leysa þau félagslegu vandamál borgarinnar, sem bíða úrlausnar. Þessvegna kýs ég G-listann og hvet allar húmæður í al- þýðustétt til að gera hið sama. ’^) — ÞJÓBVILJINN — Laugardagur 26. maí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.