Þjóðviljinn - 16.06.1962, Síða 4

Þjóðviljinn - 16.06.1962, Síða 4
 íþróttamót eru ávallt þýöingfalrmikill liður í heimsmótunum, Þessar myndir eru frá íþróttakeppninni á mótinu í Moskvu 1957. Félagar. Mun;S skyndihapp- drætti Æ.F.R. Vinningurinn er íerð heimsmót æskunnar. Miðinn kostar 25 krónur. Áðeins 2000 miðar geínir Ágóðanum er var;ð til að fegra félagsheÍTnili Æ.F.R. Komið á skrifstofuna og takið miða. Frá Varsjármótinu 1955. Mennsngasr* og visindasfofnun Sam* elnuðu þjéðanna styður helitismófið „Það er okkur ánægjuefni að margir fundir verða skipu- lagðir sem hlutar af heims- mótinu, sem fjalla um mái- efni er UNESCO liefur alla tíð haft áhuga á. Má þar nefna gagnkvæmt mat á menningarverðmætum aust- urs og vesturs; alþjóðleg sam- bönd; starfsemi til eflingar alþjóðlegs skilnings æskunn- ar um allan heim; menning- argildi íþrótta. Ef þessi at- riði verða áfram á dagskrá mótsins, er skrifstofan fús til að ieiöbeina skipuieggjendum heimsmótshis bæði með því að senda beim skrifleg gögn og láta tæknilega leiðbeinend- ur senda Þeim ráð. Mögulegt er að senda sérfræðing í æskulýðsstarfi UNESCO sem áheyrnarfulitrúa á fundi heimsmótsins. . . .“ ★ ★ ★ Þegar undirhúningsnefnd heimsmótsins hafði fengið Iþetta svar, sem hún áleit ó- metanlegan stuðníng við heimsmót.'ð, samþykkti hún að senda aðalframkvæmda- stjóra UNESCO opinbert boð, svo að öll atriði viðvíkjandi þátttöku UN'ESCO í heims- mótinu yrðu skýr og greini- leg. ■Ar ★ ★ Ferðaskriístofan Landsýn j á ’Laúgavegi 18, sími 22890, géfur ailar' nánari 'iipplýs- ingar viðvíkjandi heimsmót- inu. Ferðin tekur 16 daga. Lagt verður af stað með flugvél 24; júlí og ko.mið aftur með flugvél 9. ágúst. Verðið ef 10.900 krónur og er allt innifalið nema vasa- péningar. síl, Undirbúnmgsnefnd heims- mótsins i Helsinkí hafði sent UNESCO (Menningar- og vís- indastofnun Sameinuðu bjóð- anna) uppiýsingar um ýmis atriði heimsmótsins. í svari sínu segir P. H. Coeytaux, forstöðumaður þeirrar deild- ar UNESCO sem sér um sam- band við alþjóðasamtök m.a.; Svipmyndir frá fyrri heimsmótum þlÚÐVlLIINN CtBatsndli ■MMnlnnrtloklnr nU>#B» — MtlillstanolctKrtnn. — Bltrtjórui VmoiU EJnrtnnMon (ib.), Mnsnúí Torfl ólafsnon, BlíurBur OuBraccdiwon. — itrí«arltstJ6r*r: frar H. Jónsson, J6n BJamsson. — AuelíslnBastJórl: OuBcelr Ntatsðsson. - Ritstlóra, afBretSsla. auelýslDBsr. crentsmiBJa: BtólavBrBust. 1». Btaki 17-600 (S Unsr). AskriftarverB kr. 66.00 6 mán. — LausasöluverS tr. J.Ott Brióstvörn frelsisins44 |>áðstefna Nató-dindlafélagsins Varðbergs um „vest- ræna samvinnu" lauk í gær og var Háskóli ís- íands enn misnotaður til þess að gefa þessu fyrirtæki þann virðuleikablæ, sem á skorti, jafnvel þótt reynt væri að prýða „andlit“ samkomunnar með forsætis-' ráðherra og nokkrum álika stórmennum úr hernáms- Jlokkunum. En skiljanlega er virðing erlendra gesta |!yrir undirlægjuhætti íslenzkra ráðamanna ekki öllu meiri en sú, sem ambassador íslands nýtur í kerlinga- boðum í Washington, og lýst var nýlega í amerísku 'claði. Hefur Varðbergspiltunum því fundizt ekkert jminna duga en að draga nafn æðstu menntastofnunar jþjóðarinnar inn í þetta áróðursbrölt sitt fyrir vopna- Valdi Atlanzhafsbandalagsins. Það lýsir mætavel virð- Sngu hernámssinna fyrir íslenzkri mennmgu og sögu, iað Háskólinn skuli þannig misnotaður til sviðsetning- ar „NATÓ-fundar“, eins og Alþýðublaðið nefndi „ráð- £tefnuna“ i fréttum sínum. En án efa telja bandarískir xáðamenn sig eiga hönk upp í bakið á Háskólanum eftir hina „höfðinglegu gjöf“ til hans á hálfrar aldar afmælinu. Húsaskjól fyrir NATÓ-fundinn er tæpast nema lágmarkskurteisi gagnvart skjólstæðingi svo ör- 2áts gefanda! ■E'orsætisráðherra, Ólafur Thors, lýsti því í upphafi fund'arins, að NATÓ væri „brjóstvöm frelsisins" iBg verndari fleiri fagurra „hugsjóna". Islendingar hafa ekki kynnzt í raun þessum hugsjónum, sem herir NATÓ-ríkja hafa barizt fyrir, en nokkrar spurnir h'afa þó borizt af því hingað. I Alsír er nýlokið sjö ára styrj- öld franska hersins, búnum vopnum frá NATÓ, sem beitt var af miskunnarl'ausri grimmd gegn sjálfstæð- jshreyfingu Serkja. Þá kallaði Morgunblaðið frelsis- her Serkja „hermdarverkamenn“, OAS-samtökin voru snokkurs konar undirdeild í þessum her og foringjar OAS hafa verið fremstu forsvarsmenn NATÓ: Challe Jhershöfðingi var æðsti maður NATÓ í Mið-Evrópu, douhaud var liðsforingi NATÓ. rt. J • Tlj|orgunblaðið hefur að vísu gefizt upp við að verja - gerðir þes'sara forsvarsmanna „hins frjálsa heims“. En í leiðara 3. júní s.l. gleymir það ekki öllu því, sem Frakkar hafa fært Alsír: „Franskt framtak, tækni, fjármagn og menning gerbreytti landinu“. — Þessari ,blessu*n“ franskra yfirráða hefur Sigurður A. Magn- ússon, bókmenntagagnrýnandi Morgunblaðsins, lýst á -ftirfarandi hátt í kvæði sínu „Casbah í Algeirsborg“: . .„Hver steypti þessu kauni/ á klappirnar í Alsír?/ Hver dæmir börn ævilangt/ í ánauð sorans?/ Hver rændi konur/ kvenlegum þokka?/ Hver fitar prang- ara/ og flugnaskara/ á blóðugum kássum/ sem börnin horfa í/ bunjgurmyrtum , augum?“ . . . Þannig var sú mynd af „fröns'ku framtaki, tækni, fjármagni og menn- ángu“, sem NATÓ-'hersveitir Frakka voru.. að vernda Alsir! fjað mætti nefna fjölmörg önnur dæmk um álíka * „frelsishugsjónir“, sem eru bakgrunnur NATÓ. Það er stofnað til að „yernd'a“ hagsmuni nýlenduveld- anna, hvar sem það fær því við komið og með öllúm til- tækilegum ráðum. Fleiri og fleiri gera sér þetta ljóst 3g einnig þá staðreynd, að íslendingar eiga.allra þjóða sízt samleið með þessháttar bandalagi. Varðberg vár stofnað sem örvæntingartilraun til að stöðva þann ílótta, sem brostinn var í lið hernámssinna. En sá ílótti verður ekki stöðvaður, heldur munu hamfarir 'V'arðbergspiltanna opna augu enn fleiri fyrir hættum bernámsins. — b. £} — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 16. júní 1962

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.