Þjóðviljinn - 17.06.1962, Blaðsíða 4
GARÐARSHÓLMI
Keflavík
Eins manns sveínsóíi sem gegnir
þrem hlutverkum.
1. Þægilegt svefnrúm
2. Sófi með sængurfatageymslu
3. Sófaborð
TAKIÐ EFTIR: Kassinn er heill.
Ekki áklæði í gaflinum.
Athugið kassinn hvílir á gólfinu.
Húsgagnaverzlunin
GARÐARSHÓLMI
Keflavík Sími 2009
Höfn í Hornafirði: Kristján Imsland.
Vélbátaútgerð
Togaraútgerð
Vélsmiðja
Skipaaígreiðsla
Fiskherzla
Saltfiskverkun
Hraðfrysting
Kaupum allar fiskafurðir og önnumst
hverskonar fyrirgreiðslu skipa.
Bæjsrúfgerð Hafnarfjarðar.
H ti S G Ö G N
Fjölbreytt úrval.
Póstsendum.
Axel Eyjólfsson,
Skipholti 7. Sími 10117.
Trúlofanarhringir, stelnhring
I ir, hálsmen, 14 u 18 karata
300 bœkur
ö 25 drum
í dag eru liðin 25 ár siðan
bókmenntafélagið Mál og menn-
ing var formlega stofnað, en
fyrstu útgáfubækur þess komu
á markað haustið 1937. E:ns
og getið hefur verið hér í blað-
inu minnist félagið þessa af-
mæiis með mjög myndarlegri
afmælisútgáfu, 12 bókum eftir
þjóðkunna r;thöfunda og skáld
auk sérstaks hátíðaheftis af
Tímariti Máls 02 menningar.
Einnig mun félagið minnast
afmælisins með sýningum og
hátíðahöldum í haust; mun þá
e'nnig verða fjallað hér i blað-
inu um hin stórfelldu áhrif
sem starfsemi Máls og menn-
ingar hefur haft.
/
• Stofnendur
Stofnendur Máls og menn-
ingar voru fimm menn: Krist-
inn E. Andrésso.n, Sigurður
Thorlací-us, Halldór Kiljan
Kaxness, I-Ialldór Stefánsson og
Eirikur Magnússon. Tveir hin-
ir fyrsttöldu komú frá bóka-
útgáfunni Heimskringlu, sem
þá hafði starfað um nokkurt
skeið, en hinir þrír voru
kjörnir af félagi byltingarsinn-
aðra ritihöfunda, en þessi tvö
félög höfðu bundizt samtökum
um að hrinda hinu nýja út-
gáfufélagi af stað. Á fundin-
um var félaginu gef.ð nafn og
ákveðið að senda út boðsbréf.
• Tilgangur
Tilgangur félagsins var frá
upphafi sá að gefa allri al-
/þýðu manna kost á góðum
bókum fyrir eins lítið verð og
auðið væri. Þessu markj hugð-
ust stofnendur félagsíns ná
rheð síváxandi meðlimafjölda
sem lækkaði kostnaðarverð
hverrar einstakrar bókar að
sama skapi. Bókaútgáfa átti þá
mjög erfitt uppdráttar, upplög-
in voru mjög lítil og bókaverð
þess vegna tiltölulega hátt, svo
að almenningí var o.fvaxið að
' kaupa nokkuð að ráði af bók-
um. Útgáfa góðra bóka var
ihins vegar mesta glæfrafyrir-
tæki af því að ekki var hægt
að gera ráð fyrir nema tak-
mörkuðum hópi lesenda. Mark-
mið félagsins var að vinna
gegn þessum tveimur höfuð-
fjendum menningarstarfsemi í
landinu: kaupgetuleysi almenn-
ings og áhættunni af útgáfu
foóka sem hefðu menningar-
g’ldi. Stofnendurnir hófu starf
sitt með tvær hendur tómar.
Allur höfuðstóll þeirra var á-
huginn og trúin á málefnið.
Ailt valt þess vegna á undir-
tektum almennings.
r
• Undirtektir
í boðsbréfinu gerðu stofnend-
ur félagsins sér vonir um að
1000 meðiimír fengjust í félag-
ið á fyrsta ári og 2000 næsta
ár. En undirtektirnar fóru langt
fram úr bessum vonum, sem
mörgum þóttu þó stórhuga í
fyrstu. Þegar í árslok 1937
voru félagsmenn orðnir 2000 og
4000 í árslok 1938. Hefur sá
fjöidi síðan haldizt með nokkr-
um gveiflum.
KRISTINN E. ANDRÉSSON
• Andstaða
■Hinar góðu undirtektir al-
mennings stöfuðu þó ekki af
Iþví að allir fögnuðu þessu
myndarlega frumkvæði i
menningarmálum. Afturhalds-
mönnum blæddi i augum að
róttækir islenzkir menntamenn
skyldu þannig taka. algera for-
ustu í íslenzkum menningar-
málum. Hafa margar tilraunir
verið gerðar til þess að to.r-
velda félaginu störfin. forustu-
menn þess ihafa aftur og aftur
mátt sdeta ofsóknum, sem.
stundum hafa verið með ólík-
indum. En þrautalendingin hef-;
ur þó orðið sú að feta í fót-
spor Máls og menningar og
reyna að keppa á þeim velli
sem félagið haslaði sér. Bóka-
útgáfa Menningarsjóðs var á
sínum tíma stofnuð með veru-
legum fjárframlögum í því
skyni að standa yfir höfuð-j
svörðum Máls os menningar.í
Menningar- og fræðslusamband
alþýðu reyndi einnig að taka
upp samkeppni um skeið. Og
nú síðásj Befur Sjálfstæðis-
flokkurinn ausið stórfé í Al-
menna foókafélagið í sama
skyni. Helur Mál og menning
sízt af öllu ástæðu til að am-
ast v;ð þessari samkeppni; sú
þarflega iðja sem þessi keppi-
nautafélög hafa sinnt', er ein-
mitt einn árangurinn af starfi
Máls og menningar.
• 300 bækur
Á þei n Lioaif’ó'.'c ungi -r.
liðinn er frá <■ r.'/ls ng
menningar hefur bókmenr-tafé-
lagið ása'-’.t Hei;nsl:nr>g:u gcfiO
út um 300 foækur, er ro.rv".t cr
að greina starfsemi þeirra
tveggja félaga sundur. Yfir-
gnæfandi meirihluti þessara
bóka — eða sem næst tvær af
hverjum þremur er eftir ís-
lenzka höfunda. Hafa ýms
merkustu bókmenntarit þessa .
aldarfjórðungs komið út á veg- i
um Máls og menningar, og
einnig hefur félagið orðið fyrst j
til þess að kynna marga unga j
höfunda og talið það sérstaka 1
skyldu sína að rækja samband-
ið við þá. Rauði þráðurinn I
starfsemi félagsins hefur verið
Tímarit Máls og menningar*
lang-fremsta menningartímarit
Islendinga, en af því koma nú
út fimm hefti á ári.
Hér eru ekki tök á að rifja
upp helztu verk sem Mál. og
menning hefur gefið út eða
ræða um áhrif þeirra og gildij
sú starfsemi er samslungin
menningar- og stjórnmálasögu
þessa aldarfjórðungs. En einnig
hefur Mál og menning haft
forustu um hverskyns nýmæli
í útgáfustarfsemi; félagið hóf
t.d. 1952 útgáfu á bókaflokkum
sem félagsmenn gátu valið úr(
og önnur félög fetuðu síðan í
slóðina eins og fyrr.
i
• Stórframkvæmdir
Til þess að festa starfsemi
sína í sessi hefur Mál og
menning beitt sér fyrir fjöl-
þættum framkvæmdum öðrum.
Félagið stofnaði til að mynda
prentsmiðjuna Hóla, sem á
tuttugu ára afmæli í haust.
Hafa bækur félagsins verið
unnar þar, og hefur prentsmiðj-
an haft mikil áhrif til aukinnar
smekkvfsi í bókagerð. Nú síð-
ast hafði Mál og menning for-
ustu um stórbyggingu Vega-
móta við La".gaveg, en þar hef-
ur félagið nú kornið sér upp
glæsilegustu bókabúð á íslandi
iOg fengið stórbætta aðstöðu til
starfa. Hafa þær stórfram-
kvæmdir að sjálfsögðu torveld-
að útgáfustörfin um skeið, en
þær eiga að auðvelda þau að
sama skapi á ókomnum árum.
• Stjórnin
Enn eru í stjórn Máls og
menningar þrír þeirra sem
stóðu að stofnun félagsins fyr-
ir aldarfjórðungi, þeir Kristinn
E. Andrésscn, Halldór Kiljan
Laxness og Halldór Stefánsson.
Aðrir stjórnarmenn eru þeir
Ragnar Ólafsson lögfræðingur
og Jakob Benediktsson ritstjóri
orðabókar Háskólans, en í vara-
stjórn eru skáldin Snorri Hjart-
arson og Sigfús Daðason. Var
stjórnin endurkjörin á aðal-
fundi félagsins sl. fimmtudags-
kvöld og þar var endanlegá
gengið frá afmælisútgáfu fé-
lagsins og hátíðahöldum á þess-
um tímamótum.
Margir hafa lagt hönd að
verki á vegum Máls og menn-
ingar, en Kristinn E. Andrés-
son hefur verið lífið og sálin
í framkvæmdunum öllum af
þeim brennandi áhuga og stór-
mennsku sem hcnum er gefin.
• Tækifæri
Með afmælisútgáfu sinni
minnist Mál og menning aldar-
fjórðungs starfs af myndarskap,
og sú útgáfá gefur einnig stuðn-
ingsmönnum félagsins tækifæri
til þess að efla félag sitt til
mikilla muna. Er ekki að efa
að það tækifæri verður vel
notað og að afmælisútgáfan
seljist upp á skömmum tíma.
Verða þessi tímamót , þá fyrir-
boði þess að áfram verði siglt
næsta áratug af jafn óbilandi
trú á þroska og sjálfstæðisvilja
íslenzkrar alþýðu.
4 ) — ÞJÓÐVILJINN . — Sunnudagur. 17. júní 1962