Þjóðviljinn - 19.06.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.06.1962, Blaðsíða 9
Valgarð stekkur á nýju stöng- inni hans Valbjarnar Á 17. júní-mótinu beindist áhugi manna einkum að hinni nýju glerfíberstöng sem Val- börn Þorláksson er nýbúinn aö fá frá Bandaríkjunum. Honum tókst ekki sem bezt að nota sér kosti hennar, en Valgarði Sigurðssyni gekk öllu betur. Myndin að ofan er af honum með nýju stöngina. Þjálfarinn Gabor sagði að ekki væri svo mikill munur á bambursstöng og glertrefja- stöng hvað fjöðrun snertir Hann var nærri fullviss um að glerfíbersstöngin yrði við- urkennd og þá notuð á HM í Belgrad í haust. Þá kann ein- hverjum að þykja fróðlegt að vita, að hver stangarstökkvari verður að fá stöng við sitt hæfi, þ.e. hann verður að gefa upp hæð og þyngd og stöngin smíðuð samkvæmt því. Að sjálfsögðu vcrður Valbjörn að taka stöngina með sér ef hann fer til keppni í Belgrad. Valbjörn og Valgarð sögðu að það þyrfti af.lt annað lag við notkun þessarar stangar og hún kemur ekki að fullum nótum fyrr en eftir mikla æf- ingu. (Ljósm. Þjóðv.) Lítil þátttaka og lélegur árangur á 17. júní mótinu Á sunnudaginn lauk níundu heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu með sigri Brasi(líu- manna og héldu þeir þannig titlinum sem þeir unnu í Sví- þjóð 1958. Brasilíumenn kepptu til úr- slita við Tékka og unnu verð- skuldað með þrem mörkum gegn einu. Áhorfendur voru um 50 þúsund. Tékkar skoruðu fyrsta mark- ið í leiknum, er 14 mínútur voru af leik en nokkrum mín- útum síðar jöfnuðu Brasilíu- menn og var Amarildo þar að verki. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrra hálfleik. Brasilíumenn náðu svo forustunni á 24. mín- útu síðara hálfleiks, er þeir skoruðu annað mark sitt og þrem mínútum síðar skoraði Vava þriðja mark þeirra og voru þá úrslitin ráðin. Fleiri urðu mörki ekki. Chile vann bronzið 1 keppninni um 3. og 4. sætið fóru Chilemenn með sigur af hólmi yfir olympíumeisturun- um frá Róm, Júgóslövum. Unnu þeir leikinn með einu marki gegn engu. Úrslitin fengust ekki fyrr en á síðu.stu mínútu leiksins, er miðvörður Chile- Staðan í 1. deild L U T J st Mörk Fram 4 2 1 1 5 9:1 ÍA 3 2 0 1 5 12:5 Valur 4 2 1 1 5 4:2 KR 3 1 1 1 3 3:3 ÍBA 3 1 2 0 2 5:7 ÍBÍ 3 0 3 0 0 0:14 Næsti leikur í 1. deild verð- ur annað kvöld, þá leika á Laugardalsvellinum Fram og Valur. Nú eins og oftast áður var 17. júní-mótið haldið dagana 16. og 17. júní. Mótið var að þessu sinni dauft og fremur leiðin- legt. Það kom greinilega í ljós, að þessu sinni, að illmögulegt er að samræma íþróttasýningar og frjálsíþróttakeppni. Þulir frjálsíþróttakeppninnar komust ekki í hljóðnemann sökum þess að líka þurfti einhverja hljómlist fyrir sýningarnar. Þar af leiðandi kom árangur frjáls- íþróttamannanna mjög seint, en slíkt er algjör óhæfa. Athyglisvert var hvað fáir kepptu í hverri grein. Menn sem skráðir voru mættu ekki til ieiks, slík framkoma er dónaskapur og sviksemi við þá fáu áhorfendur, sem koma að sjá frjálsíþróttir, Þeim ábyrgu ber að refsa. Eins og fyrr er sagt var mót- ið fremur dauft. Aðeins í boð- hlaupi drengjanna og lang- stökkinu var kepþnin skemmti- leg. Hin gamla kempa, Vil- hjálmur Einarsson IR, varð að beita sér til að sigra ungu mennina, Olfar Teitsson KR og Þorvald Jónasson KR. Þessir þrír menn stukku. allir yfir 7 metra, en það kemur ekki fyr- ir á hverjum degi. í öðrum greinum var keppnin dauf. Vil- hjálmur Einarsson hlaut for- setabikarinn fyrir árangur sinn í þristökki, 15.04. (Jrslit: 200 m. hlaup Valbjörn Þorláksson ÍR. 24.1 Þórhailur Sigtryggsson KR 24.9 110 m. grindahlaup Valbjörn Þorláksson ÍR 15.9 Ilástökk Jón Þ. óiafsson ÍR 1.95 Valbjorn Þorláksson IR 1.80 Halldór Jónasson ÍR 1.75 4x100 m. boðhlaup ÍR 45.3 Ármann 45.7 KR 46.4 Sleggjukast Þórður B. Sigurðsson KR 48.98 Jón Pétursson KR 48.19 Friðrik Guðmundsson KR 48.05 Langstökk Vilhjálmur Einarsson IR 7.22 Úlfar Teitsson KR 7.18 Þorvaldur Jónsson KR 7 01 800 nt.. hlaup Kristl. Guðbjörnss. KR. 2.03.6 Halldór Jóhannsson HSÞ 2.03.8 Valur Guðmundsson KR 2.10.2 100 m. hj aup Valbjörn Þorláksson IR 11.2 Úlfar Teitsson KR. 11.3 Einar Frímannsson KR. 11.3 400 metra halup Grétar Þorsteinsson Á. 51.2 (Þórhallur Sigtryggsson KR. 52.7 Kristján Mikaelsson IR 53.6 100 metra boðhlaup Ármann 2.04.7 ÍR 2.09.4 Þrístökk Vil'hjálmur Einarsson ÍR 15.04 Þorvaldur Jónasson KR 13.83 Sigurður Sveinsson KR. 13.45 Stangarstökk Valbjörn Þorláksson ÍR. 4.00 Valgarður Sigurðsson ÍR 3.70 Kúluvarp Gunnar Huseby KR 15.50 Guðm. Hermannsson KR 15.40 Jón Pétursson KR. 14.18 Kringlukast Hallgrímur Jónsson Á. 45.92 Gunnar Huseby KR. 44.52 Friðrik Guðmundsson KR. 43.62 Richardson Á sunnudaginn keppti Inge- mar Johannson við Evrópu- meistarann í þungavigt, Dick Richardson frá Bretlandi, á Ullevi-leikvanginum í Gauta- borg. Vann Ingemar sigur á rothöggi í 8. lotu og cndur- heimti þar með Evrópumeist- aratitilinn, er hann hafði áð- ur en hann varð heimsmeist- ari. Samkvæmt fréttum sýndi Ingemar meiri yfirburði í leiknum en gert hafði verið ráð fyrir og var sigur hans fyllilega verðskuldaður. Gerði hann út um leikinn í 8. lotu með einu af sínum frægu hægri handar höggum. Landar Ingemars fögnuðu mjög sigri hans, sem hefur fært hann nær því langþráða takmarki að keppa aftur við Patterson um heimsmeistara- titilinn. P(. Ingemar manna, Rojas, skaut að marki og lenti knötturinn á varnarleik- manni Júgóslava og hrökk af honum í markið. Áhorfendur fögnuðu sigri landa sinna á- kaflega cg varð nokkurra mín- útna hlé á leiknum af þeim sökum. Aðeins fáar sekúndur voru eftir til leiksloka og tókst Júgóslövum ekki að jafna á þeim tíma. sitt áf hvérju ★ Austurþjóðverjinn Lothar Milde bætti landsmct sitt í kringlukasti um 41 cm á móti í Erfurt, kastaði 56.07. ★ Senegalnegrinn Pierra William, sem keppir fyrir Frakkland, náði ágætum á- rangri í þrístökki á móti i Charléty, stökk 16.27. ★ Pólverjinn Marian Ziel- inski hljóp 200 metra á 20.7 á móti í Varsjá. Er það bezti á- rangur í Evrópu í ár. ★ Pólskir þrístökkvarar náðu einnig góðum árangri í Var- sjá. Mal'.cherczyk sigraði med 16.50 en annar varð Pulowsky með 16.21. Á sama: móti kast- aði Piatkowsky 58.78 í kringlukasti. ★ AI Oerter virðist aldrel hafa verið betri en nú og er ekki ólíklcgt, að honum takist að ná aftur heimsmetinu í kringlukasti, sem hann missti nýverið til Rússans Trussen- jeffs. Á móti í New York ný- lega kastaði Oerter" 60.85. A sama móti kastaði Gubner kúlunni 19.30 og Ilall sleggju 63.54. | , Þriðjudagur 19. júní 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (g ■ . ‘ : : . „, . %

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.