Þjóðviljinn - 21.06.1962, Blaðsíða 11
ir Bittu. Tímar þrælahaldsins
hljóta að taka enda. Bikarinn
er barmafullur, það flóir útúr.
.Þarna stóð és þetta laugar-
dagskvöld, úrvinda og önþreytt-
ur eftir viku leyfi með Körlu
frænku, kengboginn yfir við-
bjóðslegum uppþvottinum, og
ég fann svo greinilega að b'kar-
inn var .fullur og það flóði útúr.
En gremja mín beindist ekki að
Bittu, þótt undarlegt væri. held-
ur fyrst og fremst að Jotta sem
hímdi þarna með glas í hendi
og nennti ekki einu sínni að
fáta bqllana á sinn stað. Þannig
leit hann þá á mig og hafði lit-
ið á mig og aila mína fyrir-
'höfn.
Umræðurnar héldu áfram úti
á svölunum. Kvöldið var kyrrt
og þungbúið og svo dimmt að
ég átti erf.'tt með að greina and-
litsdrætti Jotta. Já, það var far-
ið að skyggja á kvöldin og ég
hugsaði með nokkrum létti ,að
helmingurinn af sumrinu væri
þegar iiðinn.
— Þú ýkir, sagði ég. Okkur
líður ekk; sem verst.
— Okkur, hneggjaði Jotti. Nei,
það má nú segja. Bittu iiður
alveg ljómandi vel. Þér líður
sem verst.
— Þú þekkir alls ekki Bittu,
útskýrði ég. Ég vet fullvissað
þig um að hún er bæði ljúf og
góð, reglulega indæl kona.
— Hvað útlitið snertir. leið-
rétti Jotti. er hún indæll lítill
kvenmaður. Andlega séð er hún
bastarður milli kolkrabba og
risaköngulóar.
— En skilurðu það ekki mað-
ur, öskraði ég, að mér þykir
vænt um Bittu.
— Það er það sem hún notar
sér, æpti Jotti. Það er þess
vegna sem hún lætur þig vinna
þrælavinnu.
13.00 Á frívaktinni.
18 30 Óperettulög.
20.00 Synoduserindi: Iona-hreyf-
ingin (Dr. Þórir Kr. Þórð-
arson prófessor).
20.25 Tónleikar: Danskar hljóm-
sveitir leika í glaðværum
tón. ’' ' 'v----
20.40 Akureyrarpistill (Helgi Sæ-
mundsson ritstjóri).
21.00 Óperettulög: Sandor Konya
•cg Rita Streich syngja.
21.20 Úr ýmsum áttum (Ævar R.
Kvaran leikari).
21.40 Tónleikar: Fiðlusónata nr.
2 í A-dúr op. 100 eftir
Brahms (Szigeli og Mieczy-
slaw Horszowski leika).
22.10 Kvöldsagan: — Þriðja ríkið
rís og fellur.
22.30 Harmonikuþáttur: Sending
frá Hohner-skólanum í
Trossingen (Henry J. Ey-
land og Högni Jónsson).
23.00 Dagskrárlok.
R O Y H E R R E :
— Mér iíður ágætlega eins og
er.
— Vegna þess að þú vilt ekki
viðurkenna að þér hafi skjátl-
azt, — að elskulega litla krútt-
ið sem þú gekkst að eiga sé.
gallhörð bisnesskona, eis.ngjarn-
ari en andskotinn, eitt þessara
lúmsku kvendýra, sem kasta sér
yfir bráðina og sjúga úr henni
allan mátt —
Þegar hér var komið ke.vrði
ég krepptan hnefann beint í and-
litið á honum. Hann kútveltist
eins og mjölpoki og um leið kom
ég auga á ljósleita veru. sá sem
snöggvast fö’.t, hræðslulegf and-
lit. Bitta var komin upp á sval-
irnar, var komin heim úr báts-
ferðinni og mér flaug í hug:
Hvað og hve mikið hefur hún
heyrt?
í næstu andrá flaug Jotti á
mig. Það kom svo óvænt að ég
riðaði við, misstj fótanna og
endasentist á höfuðið útfyrir
svalirnar og niður í klettana.
• • •
Þegar ég kom aftur til sjálfs
mín, lá ég end.Tangur á svölun-
um með höfuðið í fangi Bittu.
Karla frænka kraup við hliðina
á mér og bauð mér glas af port-
vini og það eitt var nóg til
þess að ég fór að velta fyrir
mér hvar ég hefði lent. Ég
hrist; höfuðið:
— Við verðum að spara upp-
þvottinn, sagði ég og um leið
varð allt svart og óg vissi ekki
meira.
Þegar ég vaknaði næst, lá ég
á vindsæng, en á svölunum
ennþá.
— Þú ert svo stór, sagði Bitta
kjökrandi. V:ð getum ekki kom-
ið þér inn í 'húsið. Elsku mannsi
minn, hvernig líður þér?
— Illa, tautaði ég. Ósköp illa.
— Æ, elsku vinur, en nú kem-
ur læknirinn bráðum. Karla
frænka fór að sækja lækni.
•— Jotti, tautaði ég. Gæti hann
ekk; —
Rödd Bittu var mjúk og titr-
andi: Veslings Jotti, það lítur
ekki sem bezt út með hann.
Hann fékk svo slæiV.c fall —
— En það var ég sem datt.
sagðj ég gramur. Ég gaf honum
á hann og svo flaug hann á mig.
En það var ég sem datt.
— Jotti datt á eftir, sagði
Bitta. Hann kom hræðilega i’.la
niður. Æ, bara læknirinn færi
að kcwna!
Um leið heyrðí ég hása stunu
og hola, veinandi raust: Fótur-
inn minn, fóturinn minn! Alveg
eins og í gömlu draugasögunum.
Ég reis upp við dogg. Tunglið
gægðist fram rétt i þessu og
skein á náfölt andlit Bittu og
í tunglsljósinu sá ég að dökkur I
vökvi seytlaði fram undan dýn-
unni mínní. Þá leið enn yfir m:g,
— Það er bara portvín, sagði
rödd !í fjarska. En ég var á
hraðri leið inn i miskunnsamt
myrkr'ð. Ég hef aldrei þolað að
sjá blóð.
• • •
Læknirinn úrskurðaðj vatn á
milli liða auk léttari áverka.
Ég varð að haida alveg kyrru
íyrir og hafa fótinn á stól í
viku að mjnnsta kosti.
— Ég skal annast hann, sagði
Bitía.
— Það er hvim’eitt í miðju
leyfinu, sagði lEéknirinn, að
verða óv.'nnufær á þennan hátt.
En eins og hér skiljið, þá hefði
það getað verið verra.
Hvort ég skildi! Það hefði
næstum ekki getað verið betra.
Nema kannsk; ef ég hefði þurft
að sitja það sem eftir var sum-
arsins með fótinn uppi á stól.
Og láta Bittu annast um mig.
Það var verra með Jotta. Það
varð að flytja hann í sjúkrabíl
á spítalann. Lærbrot. Mér var
hu’in ráðgáta hvernig bað hafði
getað átt sér stað. Hann hlýtur
að hafa verið ofurö’.vi. Að
minnsta kosti var hann aum-
lega á sig kominn, var með há-
an hita og röflaði eitthvað um
kolkrabba og fangarma og risa-
könguló sem hefði hrundið hon-
um fram af.
— Það er rétt eins og he.'l-
inn hafi skaddazt líka, sagði
Bitta áhyggjufull. Annars hefur
Jotti alltaf verið skrýtinn.
Við mig var hún ekkert nema
blíðan. — Þú mátt alls ekki
hreyfa hönd né lfó''t, mannsl
minn. Þú átt bara að sitja í
sólinni og njóta hvíldarinnar og
láta þér liða vel.
— En heimilið. Bitta litla. Þú
ræður ekki v.ð þetta.
— Bitta bjargar þvi, sagði
Karla frænka hughraust.
— Vertu bara rólegur, sagði
Bitta. Ég er búin að tilkynna
það á skrifstofuna að ég komi
ekki alla þessa v.'ku. Ég skal sjá
um heimilið.
• • •
Rótinu, sem o.rðið var á heim-
ilinu strax næsta morgun, verð-
ur ekki með orðum lýst. Allt
velskjpulagða heimilishaldið okk-
ar hrundi í rúst á augabragði
og minnstu munaðí að Bitta
yrði undir rústunum. Máltíðirn-
ar runnu saman, maður vissi
aldrei hvort það var morgun-
verður eða miðdegisverður sem
á diskunum var eða eitthvað
mitt á milli. Uppþvotturinn
hlóðst upp. Vörur vantaði —
einn daginn vorum við smjör-
Myndlistaskólinn
í Essen i
Kurt Zier, forstöðumaður
Handíða- og myndlistaskólans
hefur beðið blaðið fyrir eftir-
farandi orðsendingu:
Um þessar mundir dvelst hér .
á landi þýzki prófessorinn Hans
Nienheysen frá Folkwang-lista- |
skólanum í Essen í V-Þýzkalandi. !
Annað kvöld, föstud. 22. júní kl. !
8,30 mun hann í Tjarnarbæ flytja-;
erindi um tilhögún og starf-semi
þessa frægá listiðna- og mynd-
listaskóla. Sýnir hann þá einnig
kvikmynd frá kennslu- og starfs-
hátturn skólans.
Allir, er áhuga hafa á nútíma
kennsluháttum í listiðnum og
myndlistum, og þá fyrst og fremst
myndlistamenn, listiðnaðarfólk,
svo og eldri og yngri nemendur
Handíða- og myndlistarskólans,
eru hjartanlega velkomnir. öll-
um er heimill aðgangur ókeypis.
Prófessor Nienheysen flytur
erindi sitt á þýzku, en því verð-
hridgeþáttu
Um síðustu helgi lauk Norð-
urlandamótinu í bridge með
sigri Svía í opna flo.kknum og
Dana í kvennaflokki. í opna
flokknum leiddu Svíar allan
timann og unnu örugglega en
í kvennaflokki var hörð bar-
átta mílli norsku og dönsku
sve'tanna. Hlutur Íslands i
þessu móti v-arð ekki stórköst-
legur. bar eð ís’.enzku sveitirn-
ar skipuðu neðsta sætið í báð-
um flokkum, en þó má ekkí
gleyma því, að A-sveit ís-
lands í opna flokknum fékk 10
stig af 16 mögulegum, sem er
ágætur árangur. Þar að aukí
hélt hún uppi gamalli hefð ís«
lenzkra bridgesveita á erlend-
um vettvangi b.e. að vinna
sigursyeitirnar. Hér er loka-
staða og st.'g einstakra sveita
í bá0um flokkum:
OPNI FLOKKURINN;
1. Svíþjóð A-sve.t 13 stig B-sve't 12 stig = 25 stig
2. Danmörk A-sveit 12 stig B-sveit 8 stig = 20 stig
3. Noregur A-sveit 6 Stig B-sveit 8 stig = 14 stig
4. Finnland A-sveit 6 stig B-sveit 5 stig =11 stig
5. ísland A-sveit 10 stig B-sve't 0 stig = 10 stig
KVENNAFLOKKUR: skammarleg frammistaða. Kon-
urnar fá hins vegar 3 stig en
1. Danmörk 8 stig þegar litið er á það, að tvö
2. Noregur 7 stig þeirra eru f.vrir vfirsetu, verð-
3. Svíþjóð 7 stig ur lítið eft.'r fil þess að hrósa
4. Finnland 5 stig sér af.
5. ísland 3 1 sti (T Hér er spil sem kom fyrir
milli A-sveita íslands og Sví-
Eins og sést af ofangreindum
töflum hefur B-sve;t íslands
ekkert st;'g hlotið, og er það
þjóðar. Þessi leikur var spilað-
ur í Br.’dge-Rama og sátu ís-
lendingar a-v;
S: 7-6-5-3-2
H: 9-8-5
T: D-10
L: K-G-6
S: A-D-10-9
H: A-D-G
T: A-K-G
L: 9-5-3
N
S: K-G-4
H: K-10-7-4-2
T: 9-6-4
L: D-8
S: 9
H.-' 6-3
T: 8-7-5-3-2
L: A-10-7-4-2
Eftir að vestur hafði opnað
á grandi lentu a-v í þriggja
granda gildrunni og unnu sex
eftir spaðaútspil norðurs. Á
hinu borðinu voru Svíarnir
framtakssamari, því að þeir
komust í sex grönd á spilin.
Enn kom út spaði, en Svíinn
svínaði tígli og varð einn n:ð-
ur. Að komast í sex grönd á
spilin ,.er náttúrlega fyrir neð-
an allar þellur, og ekki er ég
hrifinn aí , þrjggja granda
samningnum helfiur. ísland
hafði gæfuna með sér í þessu
spili, en flesta daga ér, ör-
uggast að spila 4 hjörtu á of-
angreind spil.
Evinrude er notaður
við síldveiðar með
góðum árangri.
• EVINRUDE er fallegur
• EVINRUDE er traustur
• EVINRUDE er léttur
• EVINRUDE er ending-
argóður.
Laugavegi 178 — Sími 38000.
©
Sendibíll 1202
StoticnWII 1.202
SHODH®
FHJCIA Sportblll
OKTAVIA Fólksbttl
TRAUST BODYSTAL - ORKUMIKLAR OS
VIÐURKENNDAR VÉLAR-HENTUGAR
1SLENZKUM AÐSTÆÐUM - LAGT VERD
PÖSTSENDUM UPPLÝSINGAR
1ÉKKNESKA BIFREIDAUMBODID
LAUGAVEGl 17«• SÍMI 3 788«
»
Fimmtudagur 21. júní 1962 — ÞJÖÐVILJINN — 'Q]]